Bændablaðið - 25.01.2005, Page 19

Bændablaðið - 25.01.2005, Page 19
Þriðjudagur 25. janúar 2005 19 Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum, Hellu, mánudaginn 31. janúar nk. kl. 12.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. 2. Erindi. Torfi Jóhannesson, Landbúnaðarháskóla Íslands. 3. Kosningar: • 9 aðalmenn í félagsráð og 3 til vara. • 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. • 8 fulltrúar á aðalfund Landssambands kúabænda og 8 til vara. • 5 fulltrúar á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands og 5 til vara. 4. Önnur mál. Á fundi sínum 4. janúar sl. gerði félagsráð tillögu um skipun uppstillinganefndar vegna kosninga á aðalfundi og gert er ráð fyrir að hún starfi fram að fundi. Er þetta gert með fyrirvara um samþykki aðalfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þeim, sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna þessarar uppstillingar, er bent á að hafa samband við nefndarmenn en þeir eru: Grétar Einarsson, Þórisholti, formaður, sími: 487 1197, netfang: griva@mi.is, Þórir Jónsson, Selalæk, sími: 487 5204, netfang: thsb@simnet.is, Anna María Flygenring, Hlíð, sími: 486 6034, netfang: hlidgnup@hotmail.com. Á árinu 2005 eru liðin 20 ár frá stofnun Félags kúabænda á Suðurlandi. Af því tilefni er nú unnið að útgáfu afmælisrits og hefur Tjörvi Bjarnason tekið að sér ritstjórn þess. Auk þess mun félagið taka á móti aðalfundi Landssambands kúabænda 8. og 9. apríl og jafnframt standa fyrir árshátíð kúabænda sem haldin verður laugardagskvöldið 9. apríl á Hótel Selfossi. Viljum við hvetja alla sunnlenska kúabændur sem möguleika hafa á að mæta á aðalfund félagsins svo og að taka þátt í öðrum uppákomum afmælisársins. Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi Um líkt leyti og Bændablaðið var að fara í prentun lágu fyrir niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna í landinu fyrir árið 2004. Þær nið- urstöður sýna að þetta var nýtt metár í framleiðslu hjá íslensku kúnum. Meðalafurðir eru 5.229 kg af mjólk eftir hverja árskú en árið 2003 voru þær 5.063 kg og höfðu þá aldrei verið meiri. Þátttaka í skýrsluhaldi eykst Þrátt fyrir að búum í mjólkurfram- leiðslu hafi fækkað mikið er fjölg- un í skýrslufærðum kúm en margir nýir skýrsluhaldarar komu til starfsins á árinu 2004. Hæstu meðalafurðir í Austur-Skaftafellssýslu Afurðaþróun er talsvert breytileg eftir landsvæðum og afurðir sunn- lenskra kúa áberandi meiri en á öðrum landsvæðum. Hæstu meðal- afurðir í einstöku héraði eru í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þær eru 5.595 kg af mjólk eftir kúna. Gláma 913 í Stóru-Hildisey II afurðahæst Með auknum afurðum fjölgar mik- ið þeim kúm sem eru að skila feikilega miklu mjólkurmagni. Ár- ið 2004 eru 24 kýr sem skila yfir 10 þúsund kg af mjólk yfir árið, sem er miklu fleiri gripir en dæmi eru um áður. Afurðahæsta kýrin var Gláma 913 í Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum en hún mjólk- aði 12.762 kg af mjólk árið 2004. Þessi afrekskýr er dóttir Krossa 91032 og er hún fædd að Teigi í Fljótshlíð. Þetta eru mestu ársaf- urðir sem þekktar eru hjá íslenskri mjólkurkú. Búið í Stóru-Hildisey II hjá þeim Jóhanni og Hildi var eins og árið áður með mestar meðalafurðir allra búa í landinu og voru þær 7.376 kg af mjólk eftir hverja kú. Þetta er glæsilegur árangur þó að afurðir séu örlitlu lægri en árið áð- ur. Tvö önnur bú á Suðurlandi ná 7.000 kg markinu að þessu sinni. Í næsta blaði verður gerð frek- ari grein fyrir niðurstöðum. Einnig skal bent á að ýmsar niðurstöður munu birtast bráðlega á vef BÍ, bondi.is. /JVJ Þeir sem kynda hús sín með raf- magni eiga von á óvæntri gjald- skrárhækkun frá raforkufyrir- tækjum, þar sem allar líkur eru á því að húshitunarkostnaður íbúðarhúsa í dreifbýli hækki um 75% og húshitunarkostnaður íbúðarhúsa í þéttbýli um 35%. Forsvarsmenn raforkufyrirtækj- anna sem eru í eigu hins opin- bera kenna nýjum raforkulögum um hækkunina. Framsóknar- flokkurinn með Valgerði Sverr- isdóttur stolta í broddi fylkingar barðist fyrir nýjum raforkulög- um sem valda þessari hækkun. Til að gæta allrar sanngirni þá mun rafmagn til almennrar notkunar lækka eitthvað en engu að síður þá mun þessi aðgerð Framsóknarflokksins koma mjög illa niður á dreifbýlinu. Hvernig kemur þessi hækkun vegna nýrra raforkulaga Fram- sóknarflokksins við íbúa dreifbýl- isins? Til að átta sig á því er rétt að reikna út raunveruleg dæmi. Dæmi 1 er af fjölskyldu á Borðeyri sem greiðir núna 115.000 krónur á ári í húshitunarkostnað. Hætt er við því að stjórnvöld sendi þessari fjöl- skyldu aukalega 86.000 króna reikning. Dæmi 2. Í góðu einbýlishúsi í þétt- býli á Snæfellsnesi greiðir fjöl- skyldan nú sem býr þar tæpar 200.000 krónur fyrir húshitunina. Hækkunin á húshitunarkostnaði fjölskyldunnar mun nemam, ef af verður, um 70.000 krónum. Sérkennileg samkeppni opinberra fyrirtækja Margt er sérstakt við alla umræð- una um samkeppni á raforkumark- aði. Í fyrsta lagi er rétt að benda á að öll helstu fyrirtækin eru í eigu hins opinbera og því er hjákátlegt að fylgjast með ríkisforstjórum ræða um virka samkeppni. Í öðru lagi verða um 90% af allri raforku landsmanna seld í föstum samningum til stóriðju sem leiðir til þess að nýju lögin ná að- eins til um 10% af raforkumark- aðnum. Hvers vegna þarf að hækka raf- magnið? Hvers vegna þarf að hækka verð á rafmagni til húshitunar ef ekki á að lækka rafmagnsverð annars staðar í kerfinu um samsvarandi upphæð? Það er óskiljanlegt í ljósi marg- tugginnar fullyrðingar iðnaðarráð- herra um að ekki verði til neinn nýr kostnaður við skipulagsbreyting- una. Ef frá er talinn nýr óverulegur eftirlitskostnaður með raforkufyrir- tækjunum er það líklegast rétt hjá ráðherranum. Spurningin stendur því óhögguð: Hvers vegna þarf að hækka verð á rafmagni? Rafmagnið ætti að lækka Almenn skynsemi segir að raf- magn ætti að lækka en ekki hækka. Landsmenn eru að eignast nýjar og öflugar virkjanir og að sama skapi er allt raforkukerfið að eflast og styrkjast. Þá ættu landsmenn að njóta ávinningsins af tækninýjung- um og hagkvæmni af fyrirhugaðri samkeppni á raforkumarkaði. Hvernig? Jú, í lækkuðu rafmagns- verði! Enginn opinberu raforkufor- stjóranna sér neina lækkun á raf- magnsverði fyrir sér og þess vegna verður almenningur að spyrja spurningarinnar: Hvers vegna ekki? Opinberu rafmagnsforstjórarnir boðuðu í fyrstu að hækka ætti raf- magnið í Reykjavík um dágóða prósentu en þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkur höfn- uðu því. Núna virðist sem raf- magnsforstjórarnir ætli að koma hækkuninni út á land og í þokkabót til þeirra sem greiða nú þegar hæstu rafmagnsreikningana, þ.e. þeirra sem kynda hús sín með raf- orku. Einu fulltrúar almennings sem mótmæla hækkuninni virðast vera þingmenn stjórnarandstöðu- flokkanna í Reykjavík en ekkert heyrist í stjórnarþingmönnum og lítið í sveitarstjórnarmönnum. Landsbyggðin á að afþakka þessa hækkun og fara fram á lækk- un frekar en hækkun. Sigurjón Þórðarson alþingismaður Mjólkursamsalan og Bændablaðið efndu til litasamkeppni fyrir jólin á meðal lesenda Bændablaðsins af yngri kyn- slóðinni. Þátttakan var góð en dómnefnd verðlaunaði þrjár bestu myndirnar. Verðlaunahafarnir eru: Fyrstu verðlaun Sylvía Rún Rúnarsdóttir, Neðra-Vatnshorni, Hvammstanga Önnur verðlaun Sandra Haraldsdóttir, Grund, Svínadal, Blönduósi Þriðju verðlaun Hjálmar Birgir Jóhannsson, Spónsgerði, Arnarneshreppi, Ak- ureyri Til gamans má geta að Sandra Haraldsdóttir sem er í öðru sæti lenti í fyrsta sæti í fyrra þegar Stúfur litli var fulltrúi jólasvein- anna í litasamkeppni MS og Bændablaðsins. Sigurvegarinn fær í verðlaun Úrvalsævintýri H.C. Andersens og heilan kassa af kókómjólk. Í önnur og þriðju verðlaun var kassi af kók- ómjólk. Bændablaðið og Mjólkursamsalan þakka öllum upprennandi listamönnum kærlega fyrir þátttökuna. Því var skellt á landsbyggðina sem var hafnað í Reykjavík Árið 2004 var metár í fram- leiðslu hjá íslensku kúnum Skyrgámur í fullum skrúða Sylvía Rún Rúnarsdóttir frá Neðra - Vatnshorni litaði Skyrgám til sigurs. Hún fær Úrvalsævintýri H.C. Anderssens í verðlaun og kassa af kókómjólk.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.