Bændablaðið - 25.01.2005, Síða 20
20 Þriðjudagur 25. janúar 2005
Í haust kom upp riðuveiki í
sláturfé á bænum Austurhlíð í
Biskupstungum. Beitt var
nýrri aðferð sem greinir riðu-
veiki fyrr en eldri aðferðir og
áður en einkenni veikinnar
sjást á kindinni. Í framhaldi af
því var tæplega fjögur hundr-
uð ám fargað í Austurhlíð.
Nokkru fyrir áramótin kom
svo upp riðuveiki á tveimur
bæjum í viðbót, fyrst á Runná
við Berufjörð í Suður-Múla-
sýslu þar sem veikin kom
fram með glöggum einkennum
í 6 vetra gamalli á. Síðan
fannst veikin óvænt á Ytri-
Húsabakka í Skagafirði með
sömu aðferð og hún hafði
fundist í Austurhlíð. Fé á þess-
um bæjum verður fargað
bráðlega. Þar eru um 300 fjár.
Heilasýnin voru flest prófuð
með hinni nýju aðferð í Nor-
egi. Hún hefur nú þegar sann-
að gildi sitt. Nú er verið að
byggja upp aðferðina til notk-
unar á Keldum og verður haf-
ist handa þegar unnt er vegna
kostnaðar.
Riða hefur ekki komið áður
upp á tveimur síðarnefndu bæj-
unum en á nágrannabæjum Run-
nár kom upp riðuveiki fyrir 6-8
árum. Svo er að sjá sem riðan
hafi dulist á Berufjarðarströnd í
6 ár. Í nágrenni við Ytri-Húsa-
bakka var veikin fyrir meira en
áratug en í haust fannst hún á
bænum Árgerði í Sæmundarhlíð
sem rekur á sama afrétt og
Húsabakki. Í Árgerði hafði veik-
in fundist löngu áður. Veikin
virðist því hafa leynst enn leng-
ur vestan Vatna í Skagafirði en á
Berufjarðarströndinni.
Sigurður Sigurðarson dýra-
læknir, sem manna mest hefur
barist við riðuveikina, segir það
þreytandi þegar veikin kemur
upp aftur og aftur á ákveðnum
svæðum. Það sé oft vegna þess
að menn hafi ekki farið eftir var-
úðarreglum. Hann hafnar því
með öllu að riðuveikin sé ósigr-
andi. Á heildina litið hafi gengið
vel að bæla riðuveiki niður þeg-
ar myndarlega hefur verið staðið
að öllu. Svo er að sjá sem tekist
hafi að útrýma henni í helmingi
þeirra varnarhólfa sem sýkt voru
þegar skipulegar aðgerðir hófust
fyrir um 20 árum. Til að ljúka
því verki þarf kraftmikla þátt-
töku bænda og ábyrgðarfulla
samstöðu.
Sigurður segir einstaka
bændur vera kærulausa og hafi
verslað með sauðfé og stundað
viðskipti og flutninga sem hafi
getað leitt til dreifingar á smiti
svo sem hrútalán, hýsingu á að-
komufé með heimafé, heyskap,
torf, landbúnaðartæki og hvað-
eina smitmengað. Á svæðum þar
sem riðuveiki hefur komið upp
eru slíkir flutningar ólöglegir.
Þá freistast margir sem hætta
sauðfjárbúskap til þess selja fé
sitt til lífs í stað þess að farga
því. Hærra verð fæst fyrir kind á
fæti en ef henni er slátrað. At-
hugandi sé hvort ekki teljist
nauðsynlegt að hætta allri versl-
un með fullorðnar ær nema ef
til vill til næsta nágranna með
sameiginleg heimalönd vegna
smithættunnar sem hlýst af án-
um. Þær lenda á flakki við að
leita að átthögum sínum fyrsta
vorið og sumarið á nýju svæði.
Það er líka hæpið vegna dýra-
verndarsjónarmiða að leggja
slíkt á gamlar ær. Nauðsynlegt
er til að geta litið eftir smitsjúk-
dómavörnum að allir noti eyrna-
mörk og merki fé sitt með lög-
legum, lituðum merkjaplötunum
áletruðum skv. markaskrá.
Hann bendir á að kynbótum
verði best sinnt með því að nota
sæðingar. Á sæðingarstöðvun-
um eru afburðahrútar skyldi
maður ætla. Framfarir í djúp-
frystingu gera þennan mögu-
leika betri. Á svæðum þar sem
riðuhætta er og verslun bönnuð
eða takmörkuð, kemur til greina
að leyfa flutning á lambhrútum
frá ósýktum svæðum og ef menn
þurfa að fjölga fé sínu á þessum
stöðum kemur til greina að leyfa
aðflutning á líflömbum. Ósýktu
svæðin eru nokkur svæði á land-
inu þar sem riðuveiki hefur aldr-
ei komið upp: Strandir norðan
Bitru og Reykhólahreppur aust-
an Þorskafjarðar, Snæfellsnes,
Þistilfjörður, Slétta, Öxarfjörð-
ur, Öræfasveit og Suðursveit.
Ef ábyrgir menn verða þess
varir að menn ætli að taka
áhættu varðandi flutninga á
smitmenguðum varningi, versl-
un með fé eða annað, sem nefnt
var hér, ættu þeir að herða sig
upp og vara viðkomandi við.
Oftast er slíkt gert af vanþekk-
ingu. Ef menn hafa sig ekki í
það að fræða viðkomandi um
vafasama breytni sína eða
áhættan hefur verið tekin ætti,
að sögn Sigurðar, strax að hafa
samband við dýralækni. Oftast
er hægt að afstýra óhappi, ef
ekki er sagt of seint frá. Heim-
ildarmenn njóta nafnleyndar
óski þeir þess
Þar sem bændur eiga um
nokkra valkosti að ræða við
förgun á heyrúlluplasti og eru
farnir að huga að förgun á ný-
byrjuðu ári hefur Ari Teitsson,
fyrrverandi formaður Bænda-
samtakanna, tekið eftirfarandi
saman:
,,Samkvæmt lögum nr.
162/2002, með síðari breytingum,
er innheimt sérstakt úrvinnslu-
gjald af heyrúlluplasti. Gjald þetta
hefur verið innheimt frá 1. janúar
2004 og er 25 kr. á hvert kg af
innfluttu plasti. Úrvinnslusjóður
fer með framkvæmd laganna.
Gjaldinu er ætlað að standa undir
kostnaði við meðhöndlun heyr-
úlluplasts og endurnýtingu eftir
að það hefur þjónað upphaflegum
tilgangi.
Úrvinnslusjóður greiðir
ákveðna upphæð fyrir hvert kg af
plasti sem er safnað um leið og
fyrir liggur staðfesting á móttöku
plastsins til endurnýtingar (eða
urðunar). Endurgjald Úrvinnslu-
sjóðs til bænda og þjónustuaðila
vegna heyrúlluplasts er skv.
gjaldskrá sjóðsins hverju sinni.
Fyrir plast sem ráðstafað er til
endurnýtingar innanlands sem er-
lendis eða til brennslu með orku-
nýtingu eru nú greiddar 35 kr./kg.
Fyrir plast sem ráðstafað er til
urðunar eru greiddar 8 kr.
Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs
(http://www.urvinnslusjodur.is)
er greint frá þremur meginleiðum
við söfnun og endurnýtingu. Þar
má einnig nálgast nánari upplýs-
ingar um þá skilmála sem upp-
fylla þarf fyrir greiðslu.
Leið eitt: Bændur ganga frá
plastinu og koma því til endurnýt-
ingar og fá fyrir það greiðslu frá
Úrvinnslusjóði. Margir bændur
geta unnið saman auk þess sem
búnaðarfélög og búnaðarsambönd
geta skipulagt söfnunina hvert á
sínu svæði.
Leið tvö: Á vegum sveitarfé-
laga safna verktakar árlega eða
oftar plasti frá bændum líkt og
gert er sums staðar í dag. Úr-
vinnslusjóður greiðir verktaka
þegar fyrir liggur að plastinu hef-
ur verið skilað til endurnýtingar.
Leið fjögur: Sveitarfélög reka
söfnunarstöðvar þar sem tekið er
við heyrúlluplasti frá bændum.
Verktakar sækja plastið til söfn-
unarstöðva og flytja það til endur-
nýtingar að undangenginni nauð-
synlegri forvinnslu. Verktakar fá
greitt frá Úrvinnslusjóði þegar
fyrir liggur að plastinu hefur verið
skilað til endurnýtingar. Úr-
vinnslusjóður greiðir sveitarfélög-
um söfnunarstöðvargjald fyrir
veitta þjónustu á söfnunarstöðv-
um.
Sveitarfélög ákveða lögum
samkvæmt fyrirkomulag söfnunar
á heimilis- og rekstrarúrgangi og
er þeim málum sinnt með mis-
munandi hætti. Í sumum sveitar-
félögum eru starfræktar söfnunar-
stöðvar/gámasvæði en í öðrum
eru það verktakar sem sækja sorp
heim á bæi með reglulegu milli-
bili t.d. vikulega. Sveitarfélög
munu væntanlega í framhaldi af
þessum skilmálum Úrvinnslu-
sjóðs kynna bændum þær leiðir
sem boðið verður upp á varðandi
förgun á heyrúlluplasti.
Bændur einn eða fleiri saman
geta eigi að síður sótt um að skila
plasti beint til ráðstöfunaraðila.
Þá þarf að semja við ráðstöfunar-
aðilann um hvaða gjald hann tek-
ur fyrir ráðstöfun sem getur verið
brennsla, útflutningur eða urðun.
Bóndinn greiðir ráðstöfunaraðil-
anum en fær greiðsluna frá Úr-
vinnslusjóði. Velji bændur þessa
leið virðist vænlegast að pakka
plastinu með þeim rúlluvélum og
ferbaggavélum sem til þess henta
og skila sjaldan, jafnvel á nokk-
urra ára fresti.
Haustið 2004 voru haldnar 2
formlegar sýningar á veturgöml-
um hrútum í Norður-Þingeyjar-
sýslu, önnur á Ytra-Álandi fyrir
fjárræktarfélagið Þistil og hin í
Klifshaga sem var sameiginleg
fyrir fjárræktarfélög Sléttunga
og Öxfirðinga. Tókust þessar
sýningar ágætlega og nutu bænd-
ur og gestir frábærrar gestrisni
ábúenda á bæjunum þar sem
þær voru haldnar. Dómarar á
þessum sýningum voru Böðvar
Pétursson frá Baldursheimi og
María Svanþrúður Jónsdóttir.
Einnig voru dæmdir hrútar
heima á bæjum samhliða lamba-
skoðun og komu þar að verki
auku Maríu þeir Jón Viðar Jón-
mundsson og Ari Teitsson.
Haustið 2004 var vænleiki
lamba allvíða talsvert undir meðal-
tali enda sumarið fádæma þurrka-
samt og gróður víða lélegur. Engu
að síður þá var framför í kjötmati
feiknamikil, bæði í vöðvaflokkun
og fituflokkun og sköruðu margir
veturgamlir hrútar mjög fram úr
hvað kjötgæði snertir.
Til dóms komu 142 hrútar og
fengu flestir fyrstu verðlaun. Af
þessum 142 hrútum voru 36 með
84 stig og meira. Hæst dæmdi hrút-
urinn var Meistari 03-115 frá Jóni
Halldóri og Guðnýju á Ærlæk, en
hann er undan Hyl 01-883 og 99-
950. Meistari stigaðist með 87,5
stig en hann vann sér það fyrst til
frægðar haustið 2003 að vera með
þykkasta bakvöðva sem mælst
hafði nokkru sinni í lambhrút, eða
42 mm. Veturgamall, þá 114 kg
þungur, ómmældist hann 44-7-5 og
spjaldið 28 cm á breidd, alveg fá-
dæma langur og þroskamikill hrút-
ur og feikna vel gerður. Meistari
var mikið notaður og liggja þegar
fyrir sterkar vísbendingar um að
þar fari mjög afgerandi kynbóta-
hrútur hvað snertir vænleika og
kjötgæði. Kjötmat á 116 slátur-
lömbum er 9,031 og 5,423, eða
hlutfallið 1,665.
Þegar kjötmat var reiknað inn í
hjá hrútum með 84 stig eða meira
reyndist sigurvegarinn vera Skari
03-525 hjá Helga og Línu á Snart-
arstöðum 2. Hann er undan Ara 01-
515 og 97-137, en Ari er undan
Grím 00-509 Túlasyni 98-858 sem
hefur reynst mikill kynbótahrútur.
Skari var 80 kg, 119 mm á legg og
ómmældist 34-4-4. Stigun hans
var: 8,0-8,5-8,5-8,5-8,5-18,0-8,0-
8,0-8,0 = 84 stig. Meðalfallþungi
hjá honum (17 lömb) var 13,1 kg,
gerðarmat 9,41 og fitumat 3,94, eða
hlutfall upp á 2,388 en slíkt hefur
ekki sést áður hjá nokkrum hrút í
Norður-Þingeyjarsýslu. Rétt er að
taka fram að Skari var eingöngu
notaður á gimbrar þetta árið en frá
fyrri slátrun til þeirrar síðari var
hann eini hrúturinn sem bætti sig
hvað varðaði þunga og flokkun
þetta haustið.
Þeir hrútar sem næstir komu í
heildareinkunn voru Ylur 03-523 á
Snartarstöðum, sem einnig fór yfir 2
í hlutfalli milli gerðar og fitu, áður-
nefndur Meistari 03-115 á Ærlæk,
þá Fúi 03-118 og Saggi 03-117
einnig á Ærlæk, Ási 03-057 á Gunn-
arsstöðum, ættaður frá Snartarstöð-
um 2 og Dreitill 03-285 á Þverá.
Fiskeldis-
stöðin að
Fellsmúla
seld
Fiskeldisstöðin að Fellsmúla í
Landsveit hefur verið seld.
Hún var á sínum tíma byggð
upp af Landsvirkjun og
sveitarfélögunum, sem þá
voru, þ.e. Ásahrepp, Land-
mannahrepp, Djúpárhrepp
og Holtahrepp. Stöðin var
hluti af bótum sem Lands-
virkjun greiddi vegna spill-
ingar á landi undir lón og
mannvirki. Fiskeldisstöðin
var sameign Landsvirkjunar
og sveitarfélaganna um ára-
bil en síðan gekk Landsvirkj-
un út úr félaginu og skilaði
stöðinni til sveitarfélaganna.
Fyrir um það bil ári hóf
stjórn fiskeldisstöðvarinnar
könnun á möguleikum á sölu
hennar til einkaaðila. Þrír
gerðu tilboð í stöðina og var að
lokum var gerður kaupsamn-
ingur við tvo einstaklinga sem
tóku við rekstrinum í haust er
leið. Að sögn Guðmundar Inga
Gunnlaugssonar, sveitarstjóra
Rangárþings ytra, hefur tafist
að ganga endanlega frá málinu
en unnið er að því um þessar
mundir.
Hrútasýningar á svæði
BSNÞ haustið 2004
Sigurður Sigurðarson dýralæknir:
Stöðva þarf verslun með sauðfé á
svæðum þar sem riðuveikihætta er
Förgun á heyrúlluplasti
Bændur eiga
nokkra valkosti