Bændablaðið - 07.06.2005, Side 1

Bændablaðið - 07.06.2005, Side 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 21. júní Upplag Bændablaðsins 66.218 Þriðjudagur 7. júní 2005 11. tölublað 11. árgangur Blað nr. 219 Hvanneyri útskrifar 60 Rætt við Guðbrand Sigurðsson 10 Rafmagn drýpur af hverju strái 52 Hópur bænda í Skagafirði kannar mögu- leika á að koma upp vindmyllum Hópur bænda í Skagafirði hefur fengið Þorstein Broddason, at- vinnufulltrúa Sambands sveit- arfélaga á N-Vesturlandi, til að láta kanna hvort hagkvæmt sé fyrir bændur að koma sér upp litlum vindmyllum og nýta þannig vindorkuna því það hafa ekki allir möguleika á að koma sér upp vatnsaflsstöð. Margir bændur eru miklir orkunotend- ur og nú hefur rafmagnsverð farið upp úr öllu valdi eftir breytingarnar um síðustu ára- mót og því leita menn allra leiða til lækka raforkukostnaðinn. Þorsteinn sagðiað í upphafi yrðu settir upp vindmælar á nokkrum stöðum í Skagafirði. Hann segist hafa skoðað tölur frá vindaflsstöð sem er á Bergsstöð- um í Skagafirði og þær gefi til kynna að hún skili það mikilli orku að bændur geti nýtt sér litlar vindaflsstöðvar. Síðan þarf að finna lausnina hvað menn geti gert á dauðum tímum, það er þegar algert logn er eða þá að vindhraðinn fer yfir 25 m á sekúndu en þá hættir vind- aflsstöðin að framleiða rafmagn. Ein hugmyndin er að geyma heitt vatn í stórum tanki og setja á hann varmaskipta til að framleiða rafmagn á svokölluðum dauðum dögum. Sömuleiðis að framleiða vetni á kúta sem nota mætti til að keyra litla dísilstöð. Þorsteinn segir að allmargir möguleikar séu í stöðunni. Þeir verða allir kann- aðir og síðan á að gera hag- kvæmnisútreikninga. Nýlega var efnt til kjötsúpu- veislu í Langholtskirkju og val- inn beinajarl Gradualekórs kirkjunnar. Beinajarl er sá ein- staklingur sem nagar beinin manna best. „Þetta hófst fyrir mörgum árum sem andsvar við kjötsúpu sem ég fékk á veit- ingastöðum. Menn notuðu kjöt- rúllur í súpuna en ekki kjöt á beini. Mér fannst það sorglegt að sá gamli og góði, þjóðlegi sið- ur að naga bein legðist niður. Því bauð ég krökkunum í Gradualekór Langholtskirkju heim til mín í kjötsúpu,“ sagði Jón Stefánsson, stjórnandi Gradualekórsins. Bændasam- tökin hafa gefið kórfélögum valið sauðakjöt með góðum beinum til veislunnar. Í kórn- um eru 46 ungmenni á aldrin- um 13 til 18 ára. Nú er liðinn liðugur áratugur síðan Jón bauð kórfélögum fyrst í kjötsúpuveislu. „Nýliðar í kórnum læra fljótt af þeim sem eldri eru að taka þessa keppni mjög alvarlega. Sum þeirra æfa sig jafnvel heima hjá sér og mæta svo með vasahnífa í veisluna,“ sagði Jón. „Ég hef gert það að reglu þegar ég ferðast um landið og kem á skyndibitastaði að biðja um kjötsúpu, en hún er lík- lega besti skyndibitinn sem svona veitingastaðir geta verið með. Margir krakkanna í kórnum hafa aldrei smakkað kjötsúpu. Undan- tekningalaust finnst þeim súpan al- veg frábær matur,“ sagði Mývetn- ingurinn og kjötsúpuáhugamaður- inn Jón Stefánsson að lokum. Félagar í Graduale- kórnum mættu með vasahnífa í veisluna Söluaukning leiðir til meiri kaupa á um- frammjólk Söluaukning hefur orðið á mjólkurvörum síðustu tólf mánuði og benda söluáætl- anir til þess að áframhald verði á þeirri þróun. Meiri eftirspurn virðist vera í flestum vöruflokkum enda þótt talsverðar tilfærslur séu í neyslu á einstökum vöru- tegundum. Sérstaklega eru það nýir skyrdrykkir sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en einnig hef- ur orðið söluaukning í ostum og stoðvörum við matargerð. Stjórn Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) ákvað 19. maí sl. að mælast til þess að afurðastöðvarnar kaupi próteinhluta úr 2 millj- ónum lítrum af mjólk til við- bótar þeim 4,5 milljónum lítra af umframmjólk sem áður var ákveðið að kaupa á yfirstand- andi verðlagsári. Sjá nánar á bls. 26 og 38. Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir hlaut nafnbótina „Beinajarl“ eftir mjög tvísýna og harða keppni. Bændablaðsmynd/Motivmynd Gengið hefur verið frá samning- um um förgun sláturúrgangs milli Fóðurstöðvar Suðurlands annars vegar og Reykjagarðs á Hellu og Sláturfélags Suður- lands hins vegar. Reiknað er með að magnið sem til fellur nemi milli 600 og 700 tonnum á ári og fyrir hvert kíló sem Fóð- urstöðin tekur greiða sláturhús- in rúmlega helming af urðunar- gjaldi Sorpstöðvar Suðurlands. Fóðurstöðin framleiðir fóður fyrir sex loðdýrabú á Suður- landi. "Þetta er tímamótasamningur," sagði Björgvin Sveinsson, loðdýra- bóndi á Torfastöðum í Grafningi og stjórnarformaður Fóðurstöðvar Suðurlands, í samtali við Bænda- blaðið. "Förgunarkostnaður þess- ara sláturhúsa lækkar. Þau hafa hingað til verið að greiða verulegt gjald fyrir urðun jafnframt því sem þau hafa þurft að mæta öllum flutningskostnaði sjálf. Nú mun Fóðurstöðin sjá um flutningana til sín, þannig að mér sýnist að förg- unarkostnaðurinn lækki frá því sem verið hefur. Mér finnst líka virðingarvert að Reykjagarður og SS hafi metnað til þess að sláturúr- gangur frá þeim fari ekki til urðun- ar heldur til áframhaldandi verð- mætasköpunar, á umhverfisvænan hátt í landbúnaði." Björgvin segir að með þessum samningi færist förgunarmál slát- urúrgangs á Suðurlandi í betri far- veg en verið hefur. "Það samræm- ist ekki kröfum nútímans að urða sláturúrgang og erlendis er slíkt raunar talið saknæmt athæfi. Samningar þessir skapa hagræð- ingu í fóðurgerð og sóknarfæri til frekari úrvinnslu á sláturúrgangi. Við viljum með þessu koma á framfæri að loðdýraræktin sé bæði umhverfisvænn og gjaldeyrisskap- andi kostur til förgunar á sláturúr- gangi," sagði Björgvin Sveinsson. Fóðurstöð Suðurlands semur við sláturhús um sláturúrgang: Sláturúrgangur nýttur á umhverfisvænan hátt í landbúnaði Bænda- samtökin hafa gert samning við 66°Norður um sérmerktan vinnu- fatnað á góðu verði fyrir bændur og búalið. Fatnaður- inn er merktur íslenskum landbúnaði og íslenskum bændum. Um er að ræða vinnusamfestinga, flíspeysur, stuttermaboli og derhúfur sem henta öllum. - sjá auglýsingu á bls. 46 Tveir sunnlenskir loðdýrabændur læra að flokka skinn undir handleiðslu dansks sérfræðings. F.v. Björgvin, Stefán Guðmundsson og Finn Winther.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.