Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 7. júní 2005
Til sölu Krone
sambyggð rúllu- og pökkunarvél árg.´99
upplýsingar í s.4661548 og 8679037
Bláskógabyggð og Grímsnes-
og Grafningshreppur hafa tek-
ið um samstarf í skólamálum.
Sveinn A. Sæland, oddviti
Bláskógabyggðar, sagði í sam-
tali við Bændablaðið að fyrir
ári hafi Grímsnes- og Grafn-
ingsmenn óskað eftir því að
koma með unglingadeildir í
skólann í Reykholti. Við því
var orðið og hefur samstarfið
gengið vel. Samhliða ákváðu
GG-menn að leggja niður
skóla á Ljósafossi og byggja
upp nýja skóladeild á Borg í
Grímsnesi fyrir 1. til 7. bekk.
Samstarf sveitarfélaganna
gengur út á það að Bláskóga-
byggð annast faglegu hlið
skólamálanna. Kennarar og
annað starfsfólk er ráðið af
Bláskógabyggð en Grímsnes-
og Grafningshreppur sér um
allan annan kostnað við skóla-
haldið svo sem skólaaksturinn
og rekstur hússins.
Ekki er gert ráð fyrir
breytingum á starfsmanna-
haldi nema hvað starf skóla-
stjóra við grunnskóla Gríms-
nes-og Grafningshrepps verður
lagt niður og ráðinn verður að-
stoðarskólastjóri. Skóla-
stjórnun verður í höndum
skólastjóra Grunnskóla Blásk-
ógabyggðar og aðstoðarskóla-
stjóra sem verður með starfs-
stöð á Borg. Samningurinn
gerir einnig ráð fyrir þriggja
manna sameiginlegri fræðslu-
nefnd samkvæmt breytingum
á samþykktum um stjórn
og fundarsköp. Grímsnes-og
Grafningshreppur mun eiga
einn fulltrúa í fræðslunefnd-
inni en Bláskógabyggð tvo.
Fræðslunefnd mun fara með
framkvæmdavald í samræmi
við fjárhagsáætlun.
Samstarf í skólamálum
Nýlega fékk Sigurður Árnason, Hrafnabjörg-
um, A-Húnavatnsýslu, nýja McCormick MTX
140 dráttarvél og sambyggða Krone Combi
Pack rúllu og pökkunarvél, þessar vélar ætlar
Sigurður til verktakavinnu sem hann mun
bjóða sveitungum sínum og öðrum.
Vélar & Þjónusta ehf,
óskar Sigurði og fjöl-
skyldu hans til ham-
ingju með nýju vél-
arnar og óska honum
alls velfarnaðar í
verktakavinnunni.
www.bondi.is