Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. júní 2005 17
Mikilvæg arfleifð
„Ég tel bjart framundan í íslensk-
um landbúnaði þótt hann gangi
nú í gegnum talsverðar hremm-
ingar á vissum sviðum. Landbún-
aðurinn hefur undanfarið leitað
jafnvægis en það er ferli sem tek-
ur langan tíma vegna þess að
þessi atvinnugrein snýst um fleira
en framleiðslu á matvöru. Hún
snýst líka um alúð og rækt við
landið okkar,“ segir Jóhann
Guðni Reynisson, sveitarstjóri
Þingeyjarsveitar.
„Það, að bændur leggi af bú-
skap á jörð sinni og flytjist á
brott, getur haft alvarlegar afleið-
ingar því þá hætta þeir mjög mik-
ilvægu starfi sem gæslumenn
landsins. Oft hefur allt of mikil
einföldun verið höfð uppi um
áhrif beitar en þá gleymist að
bera virðingu fyrir störfum
bænda og þeirri mikilvægu arf-
leifð sem þeir bera milli kynslóð-
anna.“
Jóhann nefnir þá miklu breyt-
ingar sem orðið hafa á neyslu-
mynstri þjóðarinnar á þann veg
að gerðar eru auknar kröfur um
fullunnar matvörur og sérpakkn-
ingar. „Sóknarfærin felast í því
að bændur taki þátt í þessari þró-
un en skapi sér um leið sérstöðu
og standist kröfur neytenda um
góða og holla matvöru,“ segir Jó-
hann sem telur að lítil og meðal-
stór fjölskyldubú muni af þeirri
ástæðu eiga mikla möguleika.
Jóhann Guðni er fæddur
Hafnfirðingur en hefur verið
sveitarstjóri í Þingeyjarsveit síð-
ustu árin. Hann segir fjölskyld-
unni líða vel í sveitinni og hann
þakki fyrir að dætur sínar öðlist
tengsl við samfélagið þar.
„Reynslan er ómetanleg, endist
ævilangt og börn sem ekki eiga
kost á þessu fara mikils á mis,
bæði kynni af dýrum og búskap
og þá ekki síður að hafa fengið að
dýfa hendi í kalt vatn sem barn.
Það er öllum hollt að fá að hjálpa
til við búskap,“ segir Jóhann sem
var tíu sumur í sveit á Berustöð-
um í Ásahreppi og reynsluna það-
an segir hann aldrei fá fullþakk-
að.
Sveitasæla er kjarni
málsins
„Hvar mögu-
leikar íslenskra
sveitar til sóknar
og uppbygging-
ar liggja er mis-
jafnt frá einu
héraði til ann-
ars. Í mínum
huga er þó eng-
um vafa undir-
orpið að tæki-
færin í uppsveit-
um Árnessýslu
felast í fallegri
náttúru, víðerni
og mörgum af
merkustu sögu-
stöðum lands-
ins, sem draga
æ fleiri að. Hér er ég með öðrum
orðum að segja að sóknarfærin hér
um slóðir liggi öðru fremur í
ferðaþjónustu,“ segir Sveinn A.
Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt
í Biskupstungum og oddviti
Bláskógabyggðar.
Á síðasta áratug hefur sumar-
húsum í uppsveitum á Suðurlandi
fjölgað mikið og eru þau orðin um
fjögur þúsund. Þá hefur ferða-
mannastraumur um svæðið marg-
faldast. „Atvinnuhættir hafa gjör-
breyst,“ segir Sveinn. Hefðbund-
inn landbúnaður sé stundaður á sí-
fellt færri bæjum, þó að kvótaeign
innan sveitarfélagsins hafi haldist
svipuð. Æ fleiri hafi aftur á móti
atvinnu af ferðaþjónustu með ein-
hverju móti, auk þess sem all
nokkuð sé um að fólk búi eystra
en sæki vinnu í nærliggjandi sveit-
arfélög eða til Reykjavíkur.
Sveinn er fæddur og alinn upp
í Biskupstungum, en bjó sem ung-
ur maður um skeið í Danmörku og
seinna í Hveragerði. Hann kveðst
þannig hafa öðlast ágætan saman-
burð, en að honum fengnum hafi
hann án nokkurs hiks sest að í
sveitinni aftur. „Við sem höfum
valist til forystu í sveitunum þurf-
um að tryggja ímynd þeirra og
haga málum eftir því. Við viljum
áfram vera sveit, en ekki þéttbýli.
Sveitasæla er kjarni málsins.“
Ljúf sumur í Leirár-
sveit
„Ég var mörg ljúf sumur í sveit
hjá móðurfólki mínu á Eystri Leir-
árgörðum í Leirársveit. Fyrir strák
úr Reykjavík var margt framandi í
sveitinni og mér
fannst flokka-
drátturinn milli
manna merki-
legur. Veruleik-
inn var sá að
þótt bændurnir
byggju allir við
nokkuð sam-
bærilegar að-
stæður var pól-
tíkin mjög hörð
og menn keyptu
jeppa og vinnu-
vélarnar hjá því
umboði sem
stóð næst þeirra
viðhorfum. Ég
efast um að
svona þekkist nú,“ segir Einar
Már Sigurðarson, þingmaður
Samfylkingar.
Einar Már segir sveitaveruna
hafa verið góðan lærdóm í því að
vinna og að því muni hann búa
alla ævi. „Þarna var ég að hamast
á traktorunum og það þótti sjálf-
sagt að keyra bíl löngu áður en
sautján ára aldri var náð. En
sveitadvölin var ekki bara vinna,
á sunnudögum tók fólk sér frí. Ég
minnist þess að við fórum oft í
skemmtilega útreiðatúra inn í
Hafnarskóg sem er þarna í
grenndinni, sunnan undir Skarðs-
heiði.“
Á Alþingi hefur Einar Már
m.a. verið fulltrúi í landbúnaðar-
nefnd og einnig setið í stjórn
Landasjóðs landbúnaðarins. Eftir
að hafa fengið tækifæri til að
kynna sér hagsmuni greinarinnar
á þeim vettvangi segist hann telja
sóknarfærin mörg. Í hefðbundinni
framleiðslu séu margir möguleik-
ar. Þar nefnir Einar hugmynda-
fræðina sem starfsemi Austur-
lambs byggir á; að neytendur geti
pantað kjöt frá ákveðnum bónda í
gegnum Netið og fengið sent til
sín heim. Þessi viðskipti hafi tek-
ist vel og séu í sókn.
Verð kr. 840.000 m/vsk
Burðargeta 12 tonn +
Stærð palls = 2,55x9,0m
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588-1130. Fax. 588-1131.
FLATVAGNAR
„Sóknarfærin
hér um slóðir
liggja öðru
fremur í ferða-
þjónustunni,“
segir Sveinn A.
Sæland, oddviti
Bláskóga-
byggðar.
„Jóhann Guðni
með hrossin
sín á Einars-
stöðum í
Reykjadal, þau
Topp og
Sprengju frá
Berustöðum II í
Rangárþingi,
en þar var
hann í sveit
sem barn.
Mynd: Ína
Björk Jóhanns-
dóttir
„Fyrir strák úr
Reykjavík var
margt framandi
í sveitinni,“ seg-
ir Einar Már Sig-
urðarson al-
þingismaður.
0 % # "' & " ( ( 4!4
" ( #
)A'B
* # 1203
+ 4//
> A $+*E+