Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. júní 2005 9 Heyvinnuvélatindar, hnífar og festingar áratuga reynsla Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Fjórir hreppar á NA-svæði landsins hafa ákveðið að gera með sér formlegt samkomulag um brunavarnir á svæðinu. Þetta eru Vopnafjarðarhreppur, Skeggjastaðahreppur, Þórshafn- arhreppur og Svalbarðshreppur. Siggeir Stefánsson, varaoddviti á Þórshöfn, sem hefur verið til- nefndur í stjórn Brunavarna NA-svæðis sagði í samtali við Bændablaðið að samvinna hafi verið milli hreppanna um nokk- urra ára skeið en nú væri verið að gera samkomulagið bæði formlegra og ítarlegra. Hann segir að grunnhugmyndin með þessu samkomulagi sé að geta verið með slökkviliðsstjóra í fullu starfi sem um leið er brunavarna- eftirlitsmaður og kann til verka á öllum sviðum sem slökkviliðsmað- ur og stýri þessu öllu saman. Sá heitir Björn Sigurbjörnsson og er staðsettur á Vopnafirði en síðan eru varaslökkviliðsstjórar í hverjum hinna þriggja hreppanna. Siggeir bendir á í þessu sambandi að það sé alltaf vandamál á svona litlum stöðum að reka slökkvilið og vera með þá fagmennsku sem þarf og því sé svona samvinna æskileg. Björn Sigurbjörnsson slökkvi- liðsstjóri sagði að starfsstöðvar slökkviliðsins væru þrjár. Ein stöðin er á Vopnafirði með 14 skráða slökkviliðsmenn, einn slökkvibíl og einn tækjabíl. Önnur er á Bakkafirði með 5 slökkviliðs- menn og einn slökkvibíl og loks er sú þriðja á Þórshöfn með 12 slökkviliðsmenn, einn slökkvibíl og einn tækjabíl. Eftirlit með brunavörnum á svæðinu er í höndum Björns. Hann segist fara reglulega eftir- litsferðir um svæðið en að í flest- um tilfellum sé brunavörnum ábótavant. Sveitarfélögin eiga í flestum tilfellum stærstu bygging- arnar þar sem ástandið er misgott. Hann segir erfitt að fylgja eftir kröfum á hendur sveitarfélögun- um um úrbætur fyrir stórfé. Brunavarnir mæti yfirleitt afgangi hjá þeim. Björn segir að samt sem áður hafi ekki orðið neinir stórbrunar á NA-svæðinu síðustu árin. Nokkrir heybrunar hafi þó komið upp þeg- ar menn sleppa að setja plast utan- um heyrúllurnar, hrúga þeim sam- an og síðan hitnar í og eldur brýst út. Við slíka bruna, segir hann, að sé mjög erfitt að ráða. Brunavarnir á norðausturhorni landsins Fjórir hreppar hafa gert með sér formlegt samkomulag um brunavarnir Hólamannavika Hólamannafélagið, sem starfað hefur með hléum frá því 1904, er hollvinasamtök Hólaskóla - Háskólans á Hólum. Markmiðið er m.a. að tryggja tengsl fyrrum nemenda og starfsmanna við skólann og Hólastað. Í því skyni stendur Hólamannafélagið nú í sumar fyrir Hólamannaviku þar sem félagar, sem eru allir fyrr- um nemendur og starfsmenn, eru hvattir til þess að sækja staðinn heim og að kynna sér hvað þar er um að vera og hvaða áætlanir eru uppi um framtíðina. Sérstaklega er höfð- að til afmælisárganga, sem geta nýtt þetta tækifæri til þess að hittast og rifja upp gamla tíma og kynnast því sem nú fer fram á Hólum. Á Hólamannaviku verður boð- ið upp á gistingu og aðra þjónustu á afsláttarkjörum og þeim sem sækja staðinn heim er boðið upp á sérstaka kynningu á starfi skólans og því sem unnið er að. Þá verða jafnframt kynnt þau samstarfs- verkefni sem skólinn vinnur að með öðrum aðilum heima og er- lendis. Hólamannavika í ár verður dagana 19. til 26. ágúst 2005. Þeir sem vildu kynna sér þetta mál frekar er bent á að hafa samband við Málfríði Finnbogadóttur fram- kvæmdastjóra ferðaþjónustunnar í síma 4556333 eða með netpósti malfridur@holar.is Formaður Hólamannafélags- ins er Pétur Bjarnason sjávarút- vegsfræðingur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.