Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 2

Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 7. júní 2005 Flatfiskur tekur við af laxi í Silfurstjörnunni Atvinnuleyfi fyrir tamningamenn í Bandaríkjunum Lausn í sjónmáli Mikil þörf er á að fá íslenska tamningamenn til Bandaríkj- anna því allmargir búgarðar þar í landi flytja inn íslenska hesta eða rækta þá til að selja. Hins vegar er afar erfitt að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og þess vegna hafa íslenskir tamningamenn ekki getað farið vestur og starfað þar löglega. Nú er lausn í sjónmáli að sögn Jónasar R. Jónssonar, umboðs- manns íslenska hestsins, en hann hefur unnið mjög að lausn þessa máls. Í Bandaríkjunum eru 37 mis- munandi tegundir skammtíma at- vinnuleyfa gefin út og öll eru þau samin í þeim eina tilgangi að hindra útlendinga í að fá vinnu í landinu en geta þó ekki lokað dyr- unum algerlega. Jónas segir að nú séu bandarískir lögfræðingar, sem hafa sérhæft sig í að fá atvinnu- leyfi fyrir hestamenn, að vinna fyrir Íslendinga í þessu máli. Við- urkennt er að íslenski hesturinn hefur mikla sérstöðu og hefur ver- ið höfðað til þess og lögfræðing- arnir eru komnir að niðurstöðu um það ferli og upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir þá tegund atvinnuleyfis sem hentar íslensk- um reiðkennurum. ,,Ef allir pappírar tamninga- mannsins eru í lagi ætti það ekki að taka nema um það bil tvo mán- uði að fá þetta atvinnuleyfi fyrir næsta ár og atvinnuleyfið gildir í eitt ár í senn. Eftir það er mögu- leiki á að sækja um framlengingu eða fullt atvinnuleyfi. Gefin eru út 65 þúsund svona atvinnuleyfi á ári. Þetta er stór tala fyrir okkur en hún er það ekki í raun og veru því ásókn í atvinnuleyfi í Banda- ríkjunum er mikil og umsóknir skipta hundruðum þúsunda“ segir Jónas. Hann telur að 10 til 15 bú- garða í Bandaríkjunum sem eru með íslenska hesta vanti tamn- ingamenn. Til þess að geta fengið atvinnuleyfi þarf uppáskrift frá eigendum slíkra búgarða eða hrossaræktanda. Jónas segir að margir hafi leitað til sín til að fá vitneskju um hvernig málin standa. Íslenskir tamningamenn hafa verið að reyna að fá atvinnu- leyfi upp á eigin spýtur en ekki tekist hingað til. Jónas hvetur tamningamenn sem áhuga hafa á að starfa í Bandaríkjunum til að hafa samband við sig og segist reiðubúinn að aðstoða þá á allan hátt. Einnig hvetur Jónas þá tamn- ingamenn sem ætla að fara til Bandaríkjanna og vinna þar í skamman tíma án þess að sækja um atvinnuleyfi að hafa samband vegna aukins eftirlits útlendinga- eftirlits við komu til Bandaríkj- anna. Engin áhætta tekin þegar hvera- svæðið við Geysi er annars vegar Umhverfisráðuneytið hefur falið Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka hvort jarðhita- vinnsla í Neðri-Dal og Kjarn- holtum hafi áhrif á hvera- svæðið á Geysi. Hafi sú vinnsla engin áhrif þá stefnir Orkuveitan á að kanna hag- kvæmni og tæknilegar for- sendur þess að leggja hita- veitu á svæðinu. Ásgeir Margeirsson, hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Bændablaðið að litl- ar líkur séu á að jarðhitavinnsl- an í Neðri-Dal og Kjarnholtum hafi áhrif á Geysi. En þar sem engum er sama um Geysis- svæðið er engin áhætta tekin og þess vegna fer rannsóknin fram. Hann segir að hún sé rétt að byrja og eigi að vera lokið í haust. Benedikt Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að verð fyrir flatfisk væri fjórfalt á við það sem gerist í laxinum. „Framleiðslukostnaðurinn er að vísu hærri en við teljum lúðu- og sandhverfueldi arðbært. Gangi áætlanir eftir þá gerum við okkur vonir um að ársframleiðslan á lúðu geti numið 5-600 tonnum en 100-200 tonn af sandhverfu,“ seg- ir Benedikt og getur þess að stöð- in hafi fengið 50 þúsund lúðuseiði og 40 þúsund sandhverfur s.l. vet- ur. Áætlanir gera ráð fyrir um 150 þúsund lúðuseiðum og 80 til 100 þúsund sandhverfuseiðum á ári í framtíðinni. Heppileg sláturstærð lúðunnar er 3-5 kg en gott þykir ef sandhverfan nær 2 kg. „Við getum ekki snúið okkur að flatfiskeldinu af alvöru fyrr en við erum laus við laxinn þar sem það þarf að hreinsa alla stöðina. Flatfiskurinn er reyndar ekki næmur fyrir þessum nýrnasjúk- dómi en við verðum að losna við hann úr stöðinni engu að síður,“ sagði Benedikt. Flatfiskeldið kallar á umtals- verðar breytingar í stöðinni, en nauðsynlegt er að byggja yfir kör- in og auka botnrýmið með því að setja hillur í þau fyrir flatfiskinn. Silfurstjarnan skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf í Öxarfirði Að jafnaði hafa verið unnin 17 ársverk í stöðinni. Þegar stöðin var í fullum rekstri nam ársveltan um 300 milljónum króna. Bene- dikt sagði að ef flatfiskeldið geng- ur vel megi gera ráð fyrir 4-500 milljón króna veltu. Silfurstjarnan er í meirihlutaeigu Samherja hf. Miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá fiskeldisfyrirtækinu Silfur- stjörnunni í Öxarfirði. Sýking kom upp í laxinum sem barst með seiðum frá Stofnfiski í byrjun árs 2004 og nú er unnið að því að slátra honum og á verkingu að ljúka í sumar. Verð á laxi hefur snarlækkað og því er ekki lengur arðbært að ala lax í laxdeldisstöð. Þar sem stöðin hefur aðgang að miklu magni af heitu vatni og sjó er ekki öll nótt úti, en gerðar hafa verið tilraunir með að ala upp sand- hverfu og lúðu við tæpan 20 gráðu hita. Þessar tilraunir lofa góðu og nú hefur verið tekið ákvörðun um að stöðin einbeiti sér að þess- um tegundum. Þar með lýkur laxeldi Silfurstjörnunnar sem hófst árið 1989. Sandhverfuseiðin eru frá Stað í Grindavík en lúðuseiðin frá Fiskeldi Eyjafjarðar, sem er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Þá eru hugmyndir uppi um áframeldi á lúðu í sjókvíum, en engar ákvarðanir liggja fyrir þar að lútandi. Hér má sjá sandhverfu sem vegur um þrjú kíló. Þessi fiskur er á þriðja ári. Á fundi Fagráðs í nautgripa- rækt í síðustu viku var sam- þykkt að veita fé úr “átaksverk- efni í nautgriparækt 2002-2007” til að gera hagfræðilega úttekt á vægi mismunandi eigin- leika í ræktunarstarfi í nautgriparækt. Daði Már Kristófersson, sem nýlega lauk dokt- orsprófi í landbúnað- arhagfræði frá UMB, Landbúnaðarháskól- anum að Ási í Nor- egi, hefur tek- ið að sér að vinna verk- efnið fyrir Bændasam- tök Íslands. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri á ráðgjafasviði hjá BÍ, sagði að Bændasamtökin hefðu lengi haft áhuga á að fá slíkt verk- efni unnið, en nú hafi tækifæri gefist. Daði er að vinna sambæri- legt verkefni fyrir GENO sem eru samtök norskra kúabænda. Verk- efnið gengur út á að tengja saman rekstrarupplýsingar frá kúabúum og kynbótamat mjólkurkúa á sömu búum á ákveðnu árabili. Daði mun vinna þetta verk hjá Hagfræðistofnun norska landbúnaðarháskólans. “Niðurstöður verkefnisins geta gefið mikilvægar upplýsing- ar um hvort áherslur í ræktunar- starfi séu í samræmi við rekstur og afkomu í mjólkurframleiðslu,” sagði Gunnar. Stefnt er að því að ljúka verkinu á þessu ári. Í greinargerð sem Daði ritaði og lögð var fyrir Fagráð segir meðal annars: “Íslenski kúastofn- inn hefur verið kynbættur um ára- tuga skeið. Markmið kynbótanna hefur verið að auka hagkvæmni kúabúskapar. Megináherslan í kynbótastarfinu hefur því verið á afurðamagn en áhersla hefur einn- ig verið á öðrum þáttum svo sem byggingu. Ekki er nokkur vafi á að mikil ágangur hefur náðst hvað varðar afurðamagn. Á síðari árum hefur sú spurning hins vegar vaknað hvort aðrir þættir, svo sem heilbrigði, frumutala, kálfahöld og bygging ættu að hafa stærri sess í kynbótamatinu. Brugðist hefur verið við þessu með að draga úr vægi afurða í og auka vægi annarra þátta, s.s. heilsufars. Horfa má í þessu sambandi til Norðmanna sem hafa lagt mun meiri áherslu á frumutölu, heilsufar og kálfahöld með, að því er virðist, góðum árangri. Við leggjum til að úttekt verði gerð á arðsemi einstakra eig- inleika sem metnir eru hjá ís- lensku kúnni. Eðlilegt er að út- tektin verði gerð frá sjónarhóli bóndans og leitað svara við spurning- unni “hvert er fram- lag kynbóta til hagn- aðar búanna?”. Slík úttekt mun gagnast til stefnumótunar í kynbótastarfinu og til að meta arðsemi annarra leiða sem kunna að vera færar til að bæta eiginleika íslensku kýrinnar. Hún mun einnig nýtast til að leggja mat á þær framfarir sem náðst hafa í kynbótamatinu hingað til.” Hvað borgar sig að kynbæta? - hagfræðilegir stuðlar í kyn- bótamati íslenska kúastofnsins

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.