Bændablaðið - 07.06.2005, Page 6

Bændablaðið - 07.06.2005, Page 6
6 Þriðjudagur 7. júní 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Smátt og stórt Upplag: 66.218 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næsta blað Bændablaðið kemur næst út 21. júní. Auglýsendur eru beðnir um að panta auglýsingar með góðum fyrirvara Dýr fatnaður Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, virtist koma af fjöllum þegar birt var verðkönnun hagstofu Evrópusam- bandsins, Eurostat, sem sýndi að tugprósentamunur er á verði á fatnaði og skóm hérlendis saman- borið við þjóðir innan ESB. Reyndist Ísland dýrast í öllum þeim tólf flokkum sem kannaðir voru en verð 285 vörutegunda var borið saman. Jóhannes sagði nið- urstöðuna koma sér á óvart og að innflytjendur hafi verið ríflegir í allri álagningu. Skoðuðu á þriðja þúsund kvígur Kúaskoðun á Suðurlandi og í A- Skaft. er lokið þetta árið. Alls voru skoðaðar á þriðja þúsund kvígur að þessu sinni auk þess sem rennt var yfir eldri dóma á kúm með 110 eða hærra í kynbótamat og dætur nautsfeðra úr 97 árgangi nauta. Mikið er um fallegar og vel þroskaðar kvígur auk þess sem framfarir í júgur- og spenagerð eru augljósar að sögn dómara. Dómarar voru þeir Guðmundur Jóhannesson, Jón Viðar Jónmundsson og Sveinn Sigurmundsson. 200 þúsund sneiðar á dag! Íslendingar tóku fagnandi sneidd- um osti þegar hann kom á mark- aðinn. Hver sneið er að jafnaði 20gr - og hjá Osta og smjörsöl- unni eru framleiddar um 200 þús- und sneiðar á dag. Framleiðslan hefur aukist um tugi prósenta á milli mánaða. Hvað er það sem landinn sér við sneidda ostinn? Svarið er einfaldlega „þægindi“. Nú þurfa börnin ekki lengur að leita að ostaskeranum þegar þau koma heim úr skólanum. Auðvit- að borgar fólk ögn fyrir að fá ost- inn skorinn en á móti kemur að nýting á osti er mun betri þegar hann er keyptur í sneiðum. Nýr endur- menntunarstjóri Landbúnaðar- háskóla Íslands Guðrún Lárusdóttir hefur verið ráðin endurmenntunarstjóri LBHÍ og hóf störf 1. júní s.l. Guðrún lauk B.Sc próf í líffræði frá HÍ 1995, diplomaprófi í uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ 1998 og þriggja anna námi í starfsmannastjórnun frá Endurmenntun HÍ 2004. Guðrún hefur stundað rannsóknir í líffræði og garðyrkju og starfað sem verkefnastjóri hjá Endurmenntun HÍ frá árinu 1999. Alls sóttu 7 manns um stöðu endurmenntunarstjóra stofnunarinnar Að þessu sinni er Bændablaðinu dreift með Morgunblaðinu, en tilgangurinn er sá að kynna þúsundum landsmanna íslenskan landbúnað og dreifbýli. Almennt nýtur landbúnaður velvilja og skilnings en því verður ekki á móti mælt að á stundum mætti umfjöllun vera byggð á meiri þekkingu. Það er hins vegar bænda að efla upplýsingagjöf - og að því er stefnt. Hlutverk Bændasamtaka Íslands er ekki síst að standa vörð um og verja þá samninga sem bændur hafa gert. Ábyrg framganga - studd góðum upplýsingum og haldgóðum rökum - er öflugasta og besta hagsmunagæsl- an. Staðreyndin er sú að ríkissjóður ver lægra hlutfalli af útgjöldum sínum til landbúnaðar en áður. Fjölskyldur landsins eru að verja mun minna af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á ís- lenskri matvöru en áður. Auðvitað má á hverjum tíma segja að þegar takmarkaðir fjármunir eru til skipt- anna - hrökkva vart fyrir nauðþurftum - þá er allt dýrt. Enda má þá álykta sem svo að allt á Íslandi sé dýrt. En gleymum ekki að lífsgæði og neysl- ustig þjóðfélaga helst í hendur. Almennt hafa Íslendingar það afar gott en það er útilokað að biðja um lágt verð á mat- vælum eða þjónustu en gleyma öðrum þáttum. Það er útilokað að selja vörur og þjónustu á því verði sem t.d. tíðkast í Póllandi eða Tyrk- landi en krefjast þess jafnframt að íslensk launakjör gildi eftir sem áður. Það vekur líka athygli að verðlag á öðru en íslenskum matvælum fær oft öðruvísi umfjöllun. Ýmsir voru til dæmis tilbúnir til að útskýra hátt verð á fatnaði á Íslandi með orð- unum „fámenni“ og „fjarlægð“. Þessir sömu aðilar taka sér umrædd orð aldrei í munn þegar kemur að landbúnaðarmálum. Íslenskur landbúnaður hefur tæknivæðst svo um munar. Þetta á við um allar greinar hans og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða hefðbundinn - gamlan - landbúnað eða þann landbúnað sem hefur hvað mest eflt landsbyggðina á síðustu árum. Kalla má þann sprota „þjónustulandbúnað“ en hann byggir á því að hagnýta land og landkosti á annan hátt en til framleiðslu. Nú er komin upp sú staða að mjólkurfram- leiðendur verða að framleiða meiri mjólk þar sem eftirspurn hefur aukist svo um munar. Nýr mjólkursamningur gefur bændum ný tækifæri enda hafa þeir í æ ríkari mæli horft til markað- arins og hlustað á óskir neytenda. Fjölmargir hæfileikaríkir bændur eru tilbúnir til að bretta upp ermar og láta markaðinn ráða för, en mjólkurframleiðendur eiga að fara varlega í að telja að greiðslumarkskaup séu sitt eina svar. Nú verður væntanlega ákveðið að stækka mjólkurkvótann - eða greiðslumarkið - mun meira en áður hefur sést. Líklegt er að kvótinn fari úr 106 í um 112 milljónir lítra og þörfin gæti verið meiri. Það birtir á fleiri stöðum. Sauðfjárbændur mega eiga von á, í fyrsta skipti í langan tíma, að ráðstöfunartekjur þeirra hækki. Auknar tekjur sauðfjárbænda - og annarra bænda - þýða að strjálbýlið verður lífvænlegra. Einnig má nefna garðyrkjubændur sem með aðlögunarsamning sinn að vopni búa sig undir framtíðina og það merkilega gerðist að þegar þeir undirgengust „heims- markaðsverðlagningu“ á vörum sín- um lækkaði verð á innfluttu græn- meti. Vöxtur í þjónustutengdum land- búnaði er afar mikill og þessi þróun er ekki bara bundin við Ísland. Nefna má Noreg sem dæmi í þessu sambandi. Í opinberri heimsókn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra til Noregs á dögunum sagði Lars Sponheim, landbúnaðarráð- herra Noregs, að í nokkur ár hefði þar í landi verið rekin ný og fram- sækin landbúnaðarstefna, Land- bruk+. Markmiðið með henni er að hlúa að nýbreytni og starfsemi í sveitum landsins. Norski landbúnaðarráðherrann sagði að í Noregi vissu menn hve margir bændur framleiddu mjólk, kjöt, ávexti og grænmeti en til skamms tíma hefði ekki nokkur vitað hve margir lifðu af landinu. Þegar farið var yfir sviðið kom í ljós að fjöldi bænda, og umfang landbúnaðar, var í raun miklu meira en áður var talið. Reyndar kom í ljós að landbúnaður er í raun einn helsti vaxtabroddur í atvinnulífinu. Fullyrða má að það sé svipað uppi á ten- ingnum hér á landi. Ef farið væri ofan í saum- ana á málinu á svipaðan hátt og gert var í Nor- egi mundu menn sjá að íslenskur landbúnaður er stærri atvinnuvegur en talið er - og að hann gæti vaxið enn og meira með því að hlúa að vaxtarmöguleikum hans á allan hátt. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra - jafnt þeirra sem búa í sveitum landsins og eins hinna sem lifa og starfa í þéttbýlinu. /HB Birtir yfir íslenskum landbúnaði Leiðarinn „Genus uno sum“, eða „við erum ein þjóð“, var kjörorð heims- meistaraeinvígis Bobby Fischers og Boris Spasskys í skák í Reykja- vík árið 1972 og átt var við jarða- búa. Það má ekki síður segja um okkur Íslendinga, tæplega þrjú hundruð þúsund manna þjóð í þjóðahafinu, lengst af einir fjarri öðrum þjóðum. En eins og aðrar þjóðir greinist þjóð okkar á ýmsa vegu og ein skiptingin er í þéttbýl- isbúa og dreifbýlisbúa. Umhverfið mótar fólk og þétt- býlið er staður möguleikanna, hraðans, veltunnar, efnislegra gæða, æðri mennta og lista, há- tækni heilbrigðisþjónustu og fleira mætti telja. Takturinn í dreifbýlinu er hægari, sókn eftir efnislegum lífs- gæðum er þar tempraðri, tenging við náttúru og sögu umhverfisins er sterk og fólk tekur meiri þátt í lífi hvers annars en í þéttbýli. Í frönsku spakmæli er þessi saman- burður orðaður þannig að borgin hefur andlit en sveitin hefur sál. Um langan aldur var ríkjandi bændaþjóðfélag hér á landi. Þeg- ar tækniframfarir komu til sög- unnar á síðustu öld skildu að nokkru leiðir. Framan af naut einkum þéttbýlið þeirra en dreif- býlið sat eftir. Um nokkurra ára- tuga skeið varð áberandi ókunn- ugleiki milli þéttbýlis og dreifbýl- is, þjóðin gekk ekki í takt og orð- ið sveitamaður var hnjóðsyrði. Eftir því sem tæknin hefur breiðst út um landið, svo sem í samgöngum og fjarskiptum, hef- ur þekking manna á högum hver annars aukist á ný og misskiln- ingur eyðst. Ferðaþjónusta í dreifbýli hefur einnig stuðlað að þessu, sem og aukin eftirspurn þéttbýlisbúa eftir jarðnæði í sveitum til tómstundadvalar og jafnvel atvinnurekstrar. Er þá ónefnt það sem mestu varðar. Íslenskur landbúnaður hefur um allan aldur brauðfætt þjóðina og gerir enn að því marki sem náttúruleg skilyrði leyfa. Stöðug umræða er um verð þeirra og stuðning sem íslenskur landbúnaður nýtur. Þann stuðn- ing má líta á í ýmsu ljósi svo sem því að í efnuðu þjóðfélagi, þar sem meðaltekjur fólks eru háar, þá endurspeglast efnin í öllu verðlagi. Það gefur því sann- gjarnari mynd að miða við það hve stór hluti af ráðstöfunartekj- um fólks fer til kaupa á matvör- um. Þar við bætist að íslenskar búvörur eru í hæsta gæðaflokki, óæskileg aukaefni nær óþekkt og matarsýkingar fágætar. Það er hluti af sjálfstæði hverrar þjóðar að fullnægja þörf- um sínum fyrir mat eftir því sem unnt er. Síðustu áratugi hafa orð- ið meiri efnalegar framfarir í heiminum en nokkru sinni. Að sama skapi hafa minningar um skort bliknað, ekki síst í huga yngra fólks. En framförum fylgja ný vandamál sem kannski er erf- itt að skilja af því að þau eru ný og viðmið vantar. Það má segja um þau umhverfisvandamál sem nú gera vart við sig. Á veltitímum finnst mönnum allar leiðir færar, sumum jafnvel að afhenda öðrum þjóðum fjör- egg sitt, tryggan aðgang að mat. Það er hins vegar sumt í lífi fólks sem er ekki til samninga. Eitt af því er matvælaöryggi - að hafa í sig og á. /ME Við erum ein þjóð

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.