Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 7

Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 7
Þriðjudagur 7. júní 2005 7 Margar vísur Höskuldar Einars- sonar frá Vatnshorni eru lands- kunnar enda var maðurinn snilld- ar hagyrðingur. Ekki síst eru skammarvísur hans um Húnvetn- inga kunnar eins og þessi: Helst vil ég að Húnvetningar haldi kjafti og éti skít, sérstaklega Svínvetningar sem ég nánast fyrirlít. Ef til vill er næsta vísa sú frægast sem hann orti um Húnvetninga: Ljúga, stela, myrða menn, meiða vesalinga þessu tryði ég öllu enn upp á Húnvetninga. Þessi hefur líka farið víða enda vel ort: Þegar mín er gróin gröf og grasið vaxið kringum hlotnast mér sú guða gjöf að gleyma Húnvetningum. Munu vísur þessar hafa vakið nokkra gleði með hans gömlu sýslungum, Þingeyingum, þangað til hann kvað: En svo þegar í er gáð artir Þingeyinga finnst mér vera fagurt ráð flestra Húnvetninga. Þegar Höskuldur hafði eignast húnveska sonardóttur breyttist allt og hann orti í öðrum dúr: Unga fagra foldu klæða forlög engin mega þvinga. Fyrirgef mér faðir hæða fúkyrðin um Húnvetninga. Höskuldur orti þegar séra Hjálm- ar Jónsson sótti um Sauðárkrók - og frá Húnvetningum: Enga sá ég á þér nauð er þú hérna tafðir. Og er nú þetta betra brauð en brauðið sem þú hafðir? Það sem skilur okkur að Eftir að vísur Höskuldar höfðu birst á Leir sendi Óttar Einarsson þetta á Leirinn: Nú finnst mér mál til komið að rifja upp vísu Heið- reks Guðmundssonar frá Sandi þegar hann var spurður að því hver væri munurinn á Húnvetn- ingum og Þingeyingum: Það sem skilur okkur að er í raun og veru að Húnvetningar þykjast það sem Þingeyingar eru. Ekkert gort Á hagyrðingamóti, sem Magnús á Sveinsstöðum stjórnaði á Blönduósi síðasta vetrardag, kom vísan hér að ofan til um- ræðu og þá sagði Friðrik Stein- grímsson eftirfarandi. Er á ferðum ekkert gort aðeins segja vildi Þetta sem var eitt sinn ort er í fullu gildi. Óskar í Meðalheimi svaraði úr sal. Þingeyinga mesta mein er montið opinbera. Það er betra í þeirri grein að þykjast en að vera. Endinn sem snýr að vorinu Lárus Þórðarson, sem er snjall hagyrðingur úr Húnaþingi, orti þessa vísu. Sólin nú hækkar sæl og hlý og sífellt lengist í sporinu og veturinn styttist alltaf í endann sem snýr að vorinu Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson „Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslenskum landbúnaði undanfarin ár og áratugi. Bænd- um í hefðbundnum greinum hef- ur fækkað stórlega; ný tækni hefur rutt sér til rúms og nýjar búgreinar hafa séð dagsins ljós,“ sagði Haraldur í stuttu spjalli við Bændablaðið. „Líklega held- ur þróunin áfram á svipuðum nótum. Bændum sem framleiða mjólk og kjöt mun fækka en sóknin verður í þjónustutengd- um landbúnaði.“ Aðspurður sagði Haraldur að ungt fólk hefði áhuga á að lifa og starfa í sveitum landsins og skapa sér atvinnutækifæri. „Ein besta byggðaaðgerðin eru bættar sam- göngur - og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða vegagerð eða bætt fjarskipti - en best er þegar þetta tvennt fer saman.“ Veðurfar undanfarnar vikur hefur verið með þeim hætti að menn hafa áhyggjur af jarðargróða. Rætt er um að korn fyrir norðan liggi undir skemmd- um. Haraldur sagði að þetta minnti okkur á að íslenskur landbúnaður gæti aldrei keppt við landbúnað landa sem búa við hagstæð veður- skilyrði. „Við getum líka tekið dæmi af húsbyggingum. Hér norð- ur frá byggjum við dýrari hús en fólk gerir sem býr við miðbaug. Með öðrum orðum þá kostar það ákveðið að búa hér á landi - en við fáum líka ýmislegt sem ekki verð- ur metið til fjár í staðinn. Það er auk þess nauðsyn hverri þjóð að eiga öflugan og góðan landbúnað. Ég finn ekki annað en landsmenn séu mér sammála og ég tel að við- horf fólks til íslensks landbúnaðar sé jákvæðara nú en mörg undan- farin ár. Ástæðan er meðal annars sú að bændur hafa náð því að lækka framleiðslukostnað sem hef- ur leitt til lægra verðs á matvöru. Hjá meðalfjölskyldu voru útgjöld vegna mat- og drykkjarvara 17,5% af útgjöldum 1997 en nú 13,5%. Íslenskur landbúnaður ber þess enn merki að hafa verið notuður hér á árum áður sem kjarajöfnun- ar- og stjórntæki í efnahagsmálum. Í upphafi 20. aldar var landbúnað- urinn rekinn án mikillar íhlutunar en þetta breyttist fljótt. Það þótti þægilegt að jafna kjör fólks í gegn- um búvöruverð og það hefur ein- faldlega tekið langan tíma að vinna landbúnaðinn út úr því, vissulega slævði þetta „kerfi“ markaðsvitund bænda. Gleggsta dæmið er nú mikil aukning á greiðslumarki í mjólk, þar sem ný starfsskilyrði, nýr mjólkursamningur sem Bændasamtök Íslands gerðu á síð- asta ári, leysa úr læðingi meiri möguleika markaðarins. Á síðustu árum hafa afskipti ríkisins af landbúnaði verið ein- földuð til muna og fólk kann vel að meta aukið gagnsæi. Útgjöld ríkis- sjóðs til landbúnaðar, sem hlutfall af heildarútgjöldum, hafa lækkað mikið frá því fyrir 15 árum og nú síðast á örfáum árum farið úr um 5% í 3,8% árið 2004. Fólk í þéttbýli hefur ekki orðið vart við þá staðreynd að bændur hafa líka minnkað umfang félags- kerfis síns. Neytendur njóta þess líka í lægra vöruverði.“ -Nú er gjarnan á það minnst að auka þurfi innflutning matvæla til að bæta hag landsmanna. Varla ertu sammála því? „Við megum ekki gleyma því að Íslendingar flytja inn um helm- ing þeirrar búvöru sem þeir kaupa. Íslenskur landbúnaður framleiðir það sem á vantar. Fólk sem telur að hagsmunum landsins sé best borgið með auknum innflutningi verður að hafa í huga að hér er ekki bara verið að ræða um pen- inga. Matvælaöryggi er hugtak sem æ fleiri nota. Ef landbúnaður- inn dregst mjög saman þá getur ör- yggi þjóðarinnar beinlínis verið í hættu ef eitthvað bjátar á. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru ekki dýrar ef verð þeirra er borið á sanngjarn- an hátt saman við þau lönd sem eru næst okkur. Rannsóknir sýna sterkt samhengi milli verðlags og launa. Matvara í láglaunalöndum er þannig ódýrari en í þeim lönd- um þar sem lífskjörin eru betri. Ef Íslendingar flyttu inn öll sín mat- væli þá yrðu - eðli málsins sam- kvæmt - matvæli dýrari hér. Það kostar sitt að flytja vörur til Íslands og markaðurinn er lítll. Það er óá- byrgur málflutningur að halda því fram að matvörur á Íslandi geti verið ódýrari en t.d. í Danmörku þar sem verð matvöru liggur um 20-30% yfir meðalverði Evrópu- sambandslanda. Það verður aldrei neitt „Evrópuverð“ á matvælum hér, án eða með íslenskum land- búnaði. -Þeir sem fylgst hafa með land- búnaðinum í langan tíma hafa upplifað hann eins og í vörn. Má segja að þetta sé að breytast? „Já, atvinnugreinin er í sókn, sem er óneitanlegra skemmtilegra en að vera í vörn. Það eru sóknar- færi í íslenskum landbúnaði og þeim mun ekki fækka. Bændasam- tökin hafa lagt æ meiri áherslu á að kynna landbúnaðinn meðal yngri kynslóðarinnar - og ég er ekki frá því að það starf sé farið að skila sér. Við ætlum að gera meira á þessu sviði og það skiptir máli að bændur landsins standi saman þeg- ar kemur að því að kynna landbún- aðinn og skapa honum jákvæða ímynd,“ sagði Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Ís- lands, að lokum. Haraldur Benediktsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, býr á Vestra-Reyni undir Akrafjalli. Vestri-Reynir er fremur lítil jörð en tún eru 28 hektarar. Að jafnaði eru 32- 34 mjólkandi kýr í fjósi og fjárstofninn tel- ur tíu kindur. Haraldur er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttir, frá Kaldaðarnesi í Flóa. Lilja Guðrún er búfræðikandidat og starfaði áður sem ráðunautur en sinnir nú búi og börnunum sem eru tvö; Benedikta sem er 9 ára og Eyþór sem er 4 ára. Viðhorf fólks til landbúnaðarins er jákvæðara nú en mörg undanfarin ár Fjölskyldan á fögrum sumardegi á túninu á Vestra-Reyni. F.v. Lilja Guðrún, Haraldur, Benedikta og Eyþór. Bændablaðsmynd/Magnús.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.