Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 7. júní 2005 Þróunarvinnan snýst um að framleiða efni til fluguhnýtinga. Þar er um að ræða húðir af trippum í vetrarfeldi sem hefur reynst mjög skemmtilegt efni til fluguhnýtinga. Hann segist taka húðir af trippum sem slátrað er eftir áramót því þá eru komin töluverð vindhár á þau. Síðan litar hann hárin í þessa hefð- bundnu fluguhnýtingaliti. Hárin eru notuð bæði í vængi og skegg á straumveiðiflugum og eru þau seld í Reykjavík og einnig hefur töluvert verið selt af efninu á er- lenda markaði. Hann sker húð- irnar niður og selur bútana í ákveðnum stærðum. Það voru fluguhnýtingamenn sem sáu sútaðar trippahúðir hjá Karli og sáu strax að þarna var komið efni til fluguhnýtinga. Þannig fór þetta af stað. Karl mun vera sá eini sem framleiðir efni til fluguhnýtinga úr hrosshári. Hann sútar líka lambaskinn og er hárið notað til að hnýta sjóstangaveiði- flugur. Hann segist líka vera með venjulega sútun á hrosshúðum með tagli og faxi sem síðan eru hengdar upp til skrauts. Til þessa segist hann reyna að fá sem falleg- ustu hestalitina. Erlendir ferða- menn eru mjög hrifnir af þessum húðum ekki síður en Íslendingar. ,,Síðan er ég með kýrhúðir sem eru mjög vinsælar um þessar mundir á stofugólf og í sumarbú- staði. Húsgagnaverslanir hafa ver- ið að flytja sútaðar kýrhúðir inn og selt. Hins vegar býr íslenski kúa- stofninn yfir mun fjölbreyttari li- taflóru en nokkur annar,“ sagði Karl. Hann tók fram að hann hefði mjög lítið auglýst þessa fram- leiðslu sína enn sem komið er en hefði áhuga á að bæta þar úr og framundan væru áform um öfluga markaðssetningu á fluguhnýtinga- efni á erlendum mörkuðum en sá markaður er gríðarlega stór. Hrosshúðir notaðar til fluguhnýtinga Á Sauðárkróki rekur Karl Bjarnason eigið fyrirtæki, sem heitir Dettifoss, og sútar húðir bæði af hrossum og kúm. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að hann hefði fengið dálítinn styrk frá nýsköpunarmiðstöðinni Impru vegna þróunarvinnu sem hann er með í gangi og svo væri hann að koma sér upp auknum lager. Matvælaverð og útgjöld til matvælakaupa Þegar rætt er um matvælaverð verður oft vart við samanburð á hlutfallslegu verðlagi milli landa sem unninn er af Eurostat. Það getur þó verið fróðlegt að skoða fleiri hliðar á þessu t.d. hlutfall útgjalda samkvæmt vísitölu neysluverðs til kaupa á mat og drykkjarvörum og álagðan virðisaukaskatt á matvæli. Meðfylgj- andi tafla sýnir þessa stöðu í flestum löndum Vestur-Evrópu, þ.e. löndum Evrópska efnahagssvæðisins fyrir stækkun ESB til aust- urs árið 2004. Ef farið er til Austur-Evrópu sjást síðan tölur upp í um og yfir 20%. Eins og sjá má er virðisaukaskattur á matvörur aðeins hærri en hér á landi í tveimur löndum, þ.e. Danmörku og Finnlandi. Í sex löndum fer hlutfallslega meira af útgjöldum neyt- enda til matvælakaupa en á Íslandi, þar á meðal í löndum eins og Frakklandi og Ítalíu, sem þó eru með umtalsvert lægri virðisauka- skatt á matvörur. Barátta fyrir lækkun matvælaverðs ætti því ekki hvað síst að snúast um lækkun virðisaukaskatts á matvörur. /EB Hlutfall til matar- og drykkjarkaupa VSK % ESB 15 14,7 Belgía 16,8 6 Danmörk 15,2 25 Þýskaland 11,8 7 Grikkland 18,2 8 Spánn 22,2 4 Frakkland 16,6 5,5 Írland 14,8 0 Ítalía 16,9 4 Luxemborg 11,9 3 Holland 12,6 6 Austurríki 13,3 10 Portúgal 18,6 5 Finnland 15,8 17 Svíþjóð 14,7 12 Bretland 10,6 0 Ísland 16,3 14 Noregur 13,5 12 Meðfylgjandi graf sýnir sam- band verðlags (metið miðað við kaupmáttarvirði, PPP) og rauntekna í flestum löndum þess heimshluta sem okkur er gjarnt að bera okkur saman við, og var unnið af Land- brugsrådet í Danmörku (Sam- tökum framleiðenda og fyrir- tækja í vinnslu búvara). Land- brugsrådet bendir á að það sé einkenni á löndum þar sem mikil velmegun ríkir að tiltölu- lega stór hluti þjóðartekna kemur frá atvinnugreinum sem hafa mikla framleiðni eða geta selt afurðir sínar á tiltölulega háu verði á alþjóðlegum mark- aði. Þess vegna geta laun og ávöxtun fjárfestinga verið hærri, án þess að íþyngja sam- keppnishæfni og greiðslujöfn- uðinum. Í þessum löndum verða atvinnugreinar sem eiga erfitt með að auka framleiðni sína mikið (sérstaklega þjón- ustugreinar og vinnuaflsfrekar greinar) að geta greitt starfs- fólki sínu nokkuð há laun og hluthöfum viðunandi arð, því annars dragast þessar greinar saman þar sem bæði starfsfólk og fjárfestar sækja í aðrar at- vinnugreinar með hærri fram- leiðni. Þættir sem einnig ýta undir hátt verðlag hérlendis samhliða þessu eru: · Tiltölulega lítill munur á tekj- um faglærðra og ófaglærðra. · Smæð matvörumarkaðarins hér á landi. · Okkar eigin gildi s.s. kröfur til gæða matvæla og heilbrigðis- og umhverfiskröfur, sem gera samanburð við önnur lönd erf- iðan. Það vekur athygli hve sterkt samband er milli rauntekna og verðlags og er Ísland þar engin undantekning, með tekjur um 25% yfir áætluðu meðalverði og verðlag um 20% yfir áætl- uðu meðaltali. Það virðist stundum gleym- ast í umræðum um matvæla- verð hér á landi og samanburð við ESB, að þjóðartekjur á mann eru hér mun hærri en að meðaltali innan ESB. Flest þekkjum við mun á verðlagi hér á landi og t.d. á Spáni og í Portúgal. En þar syðra er verð á flestum neysluvörum mun lægra en hér á landi enda laun mun lægri. Ábendingarnar hér að ofan sýnast því þarft innlegg í umræðuna um orsakir hás matvælaverðs og raunhæft að spyrja um leið og kröfur um lægra matvælaverð eru settar fram hvort við viljum að laun lækki fyrir störf sem tengjast framleiðslu og vinnslu matvæla. Hvað veldur misháu verðlagi? Samband verðlags og rauntekna, 1998 Austt Jap Írl Hol Þýs Fra Sví UK Fin Íta Lux USA Nor Sviss Tyr Pól Mex Ung Tje Græ Por Spá Nýsjál OECD Dan Ísl Bel Kan Ástr 20 40 60 80 100 120 140 160 20 40 60 80 100 120 140 160 180 Rauntekjur V er ð la g Íslendingar framleiða um helming þeirra búvara sem þeir neyta mælt í kcal. Afgangurinn, kornvörur, ávextir, olíur, te, kaffi, krydd o.s.frv., er flutt inn og þá að langmestu leyti án tolla og magntakmarkana. Þrátt fyrir það eru vörur eins og brauð og kornvörur 67% dýrari hér á landi en í ESB 15, munurinn er meiri en bæði á mjólkur- og kjötvörum. Að þessu leyti er markaður fyrir búvörur síst lokaðari hér á landi en í ESB þar sem vörur eins og t.d. sykur nýtur styrkja og innflutningsverndar. Í Eistlandi stórhækkaði t.d. sykurverð við aðild landsins að ESB, þann 1. maí 2004. Neytendur birgðu sig því upp af sykri fyrir sultugerð haustsins, síðustu dagana í apríl. Yrði svipað uppi á teningnum hér? Íslendingar framleiða um helming þeirra búvara sem þeir neyta mælt í kCal Mikil breyting hefur átt sér stað hvað lýtur að sölu á kindakjöti nú á síðasta ári og það sem af er þessu. Salan hefur aukist um tæp 14% og ekki virðist vera lát á. Er svo komið að sumir eru farnir að óttast það að ekki verði til nægt lambakjöt svo að landinn hafi nóg á grillið í sumar. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var og þurfum við ekki að fara nema um 10 ár aftur í tímann þegar „kjöt- fjöll“ voru mikið í umræðunni hér á landi. Þau „fjöll“ eru nú alveg horfin. Sauðfé hefur fækkað um 34% Rétt er að benda á að árið 1984 var fjöldi sauðfjár hér á landi tæplega 714.000. Í fyrra var fjöld- inn kominn niður í 469.000 eða fækkun um 34%. En á sama tíma hafa bændur verið dugmiklir í ræktunarstarfi og meðalafurðir eftir hverja kind hafa aukist um tæp 19%. Nú eru framleidd um 7800 tonn af lambakjöti á Íslandi og borðum við í kringum 6500 tonn af því á ári. Á árunum í kringum 1985 borðaði hver Ís- lendingur um 41 kg af kindakjöti á ári og þekktist sú mikla neysla á kindakjöti hvergi annars staðar á byggðu bóli. Nú borðar hver Ís- lendingur um 23 kg af kindakjöti á ári, enn er hvergi í heiminum borðað eins mikið af kindakjöti og er það sú kjöttegund sem mest er borðuð á Íslandi og nýtur mik- illar sérstöðu á markaði. Breyttar áherslur í markaðsstarfi Samhliða því að sauðfjárbúum hefur fækkað en afurðir aukist eftir hverja á hafa orðið miklar breytingar á allri framsetningu og markaðstarfi með lambakjöt hér á landi sem og erlendis. Á árunum í kringum 1985 var heildar kjöt- neysla hér á landi 69 kg á mann þar af var kindakjöt með um 60% af heildarneyslunni og ekki mikið haft fyrir markaðssetningunni. Var framboðið aðallega á heilum og hálfum skrokkum sem og frosnum grófsöguðum bitum. Út- flutningur var algjör afgangsstærð og var litið á hann sem aftöppun, senda út eitthvert með sem minnstri fyrirhöfn og skilaverðið var eftir því. Nú er framboð- ið orðið mjög gott og fjöl- breytileikinn mikill. Góður aðgangur er að upplýsingum um hollustu vörunnar og hvernig best er að meðhöndla hana. Kindakjöt er selt sem lúxusvara Fólk er alltaf að verða sér meðvit- aðra um mikilvægi þess að borða hreinar og hollar afurðir og þar skipar kindakjöt sér fremst í flokki. Útflutningur er nú miðað- ur við það að flytja vöruna full- unna út sem hágæðavöru og er hún seld sem lúxusvara og hefur fengið mikið lof erlendra mat- reiðslumanna. Það hefur verið þungur róður hjá sauðfjárbændum á síðustu árum og afkoman langt undir því sem eðlilegt getur talist. Eins og áður segir þá er salan mjög góð og horfur góðar í grein- inni þannig að sauðfjárbændur sjá fram á bjartari tíma og þakka Ís- lendingum fyrir tryggðina við ís- lenskt lambakjöt. Özur Lárusson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts Mikil söluaukning á lambakjöti Kjötfjallið er horfið Auglýsingar Áhrifaríkur auglýsingamiðill Sími 563 0300 Netfang augl@bbl.is Samband verðlags og rauntekna, 1998          !""# $% !"""   &&&'  (   )'  **+ +,$-./0+,+ 1  2 3 4  3 *  3   5  3 4 5  3 6   3 7 !  9: ;

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.