Bændablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 7. júní 2005
Það er mikilvægt að alþjóðlegir samn-
ingar um búvöruviðskipti taki tillit til
fleiri þátta en viðskipta, svo sem mat-
vælaöryggis, búsetulandslags og byggð-
ar í dreifbýli. Samningurinn verður að
tryggja það að stefna einstakra landa í
málefnum landbúnaðarins fái að vera
mismunandi.
Þetta sagði Kari Redse Håskjold, annar
varaformaður Norsku bændasamtakanna, á
málþingi í Genf fyrir nokkru þar sem haldið
var upp á 10 ára afmæli Alþjóða viðskipta-
stofnunarinnar, WTO.
Sérhvert land verður að hafa rétt til að
framleiða mat til eigin þarfa og sérhver rík-
isstjórn verður að mega að setja sér land-
búnaðarstefnu sem hentar viðkomandi
landi. Við getum ekki setið uppi með, bætti
hún við, samning eins og þann sem við höf-
um núna, sem hefur leitt til þess að sala á
búvörum frá þróunarlöndum hefur dregist
saman vegna aukins frelsis í þessum við-
skiptum. Upplýsingar frá FAO sýna að
fjöldi landa, sem áður var sjálfbjarga um
mat, er það ekki lengur og flytur nú meira
inn en út af matvörum.
Það er mótsagnakennt, þegar rætt er um
aukið frelsi í viðskiptum með búvörur, að
Vestur-Evrópa og Bandaríkin hafa með
höndum meira en 50% af þessum viðskipt-
um en Afríka aðeins 4%. Við vitum líka að
bóndinn sem ræktar kaffibaunir fær í sinn
hlut 0,2% af smásöluverði kaffisins, þrátt
fyrir allt viðskiptafrelsið.
Lækkun á tollum, sem lagðir eru á inn-
flutning búvara, kemur einungis við fá lönd,
sem þegar flytja inn mikið af búvörum.
Hópur landa, svokölluð G10-lönd, (og Ís-
land er meðal), flytur inn 13% af búvörum á
heimsmarkaði, en íbúafjöldi þeirra er um
4% af íbúum landa sem eiga aðild að WTO.
Þessi hópur berst fyrir því að niðurskurður á
tollum verði hóflegur og að kvótar fyrir að-
gang að markaði á lágmarkstollum stækki
ekki umtalsvert, leggur Kari Redse Håskjold
áherslu á. Það er lífsnauðsynlegt til að við-
halda dreifðri og umhverfisvænni matvæla-
framleiðslu og jafnframt að verja hlut þró-
unarlanda sem standa veikt gagnvart ódýr-
um innflutningi.
Þá verður að setja breytilegar reglur um
viðskipti milli landa eftir því hvort framleitt
er fyrir heimamarkað eða til útflutnings.
Þegar til lengdar lætur verður ekki stundað-
ur búskapur annars staðar en þar sem það er
hagkvæmt fyrir bóndann að framleiða mat,
þ.e. tekjurnar eru meiri en útgjöldin. Það
getur hins vegar reynst nauðsynlegt að við-
halda bláum eða grænum stuðningi upp að
vissu marki, vegna framleiðslu fyrir heima-
markað, ítrekar Håskjold.)
Talnagögn frá FAO sýna að hvergi í
heiminum hagnast bændur á fríverslun. Ég
er þess vegna mótfallin þeirri stefnu að
bændur drepi hver annan með samkeppni og
að þeir einu, sem hagnast á viðskiptafrels-
inu, séu eigendur fjölþjóðlegra stórfyrir-
tækja, sagði Kari Redse Håskjold að lokum.
Alþjóðaviðskipti með búvörur
Hagsmunir fjölþjóðlegra stórfyrir-
tækja mega ekki ráða ferðinni
Síðastliðið sumar var um margt
athyglisvert varðandi sprettu,
fóðurgildi og magn heyja. En
hver voru áhrifin í raun sam-
kvæmt mælingum á orkugildi
heyjanna?
Á eftirfarandi línuriti má sjá
samband milli sláttutíma og orku-
gildis (Fem/kg þurrefnis) miðað
við heysýni úr 1. slætti á svæði
Búnaðarsambands Suðurlands
sumarið 2004. Að baki þessu grafi
liggja til grundvallar rúmlega 800
heysýni.
Eins og sést á línuritinu er
býsna gott samræmi milli lækkun-
ar í orkugildi og sláttutímans.
Strax upp úr 25. júní er orkugildið
að jafnaði komið niður undir 0,8
Fem/kg þurrefnis. Það tölugildi er
oft notað sem mælikvarði á hvort
heyið sé í raun framleiðslufóður
fyrir mjólkurkýr.
Miðað við reynslu síðastliðins
sumars og sprettuferils eru bændur
hvattir til að fylgjast vel með
sprettu næstu daga og vikur og
bregðast við í tíma áður en orku-
gildi grasanna fer að falla að ein-
hverju marki. /RS
Áhrif sláttutímans eru
afgerandi á gæði heyja
Þróun orkugildis í 1.slætti 2004
0,65
0,70
0,75
0,80
0,85
0,90
2.
6.
20
04
8.
6.
20
04
11
.6
.2
00
4
15
.6
.2
00
4
18
.6
.2
00
4
21
.6
.2
00
4
27
.6
.2
00
4
30
.6
.2
00
4
4.
7.
20
04
7.
7.
20
04
10
.7
.2
00
4
15
.7
.2
00
4
18
.7
.2
00
4
6.0
6.4
6.8
7.2
7.6
1999 2000 2001 2002 2003 2004
Meðalgildi
14.6
14.8
15.0
15.2
15.4
15.6
15.8
Meðalvigt (kg)
Meðalgildi holdfyllingar
Meðalgildi fituflokkunar
Meðalvigt
Í ræktunarstarfi í sauðfjárrækt er megináherslan
á aukin kjötgæði, - að mæta óskum neytenda um
aukið vöðvamagn í skrokkunum og minni fitu.
Til að ná þeim árangri í holdfyllingu sem myndin
sýnir hefur verið tekin í notkun ný tækni - óm-
skoðun á lifandi fé til þess að mæla þykkt og
magn vöðva.
Gæðastýring í sauðfjárrækt er nýtt áhersluverk-
efni í sauðfjárrækt sem yfirgnæfandi meirihluti sauð-
fjárbænda tekur þátt í. Markmiðið er tvíþætt:
-Annars vegar að bæta búvöruframleiðsluna, -
kortleggja framleiðsluferilinn s.s. um heilbrigði bú-
fjár, lyfjanotkun, sjúkdóma og landnýtingu
-Hins vegar að treysta rekstrarafkomu framleið-
endanna, - ,,að gera betur í ár en í fyrra“
-Gæðastýring í sauðfjárrækt er ein af mikilvæg-
ustu forsendum þess að tilraunir með útflutning á
dilkakjöti hafa skilað athyglisverðum árangri allra
síðustu árin og fundist hafa markaðir sem skila
þokkalegu verði. Sjá graf t.v.
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Árni Davíð Haraldsson og Eggert
Stefánsson að gera við girðingu í
Laxárdal í Þistilfirði
Í ársbyrjun 2004 fór af stað þróun-
arverkefnið Matarkistan Skaga-
fjörður sem unnið er af ferðamála-
deild Hólaskóla, Háskólans á Hól-
um og háskólanum í Guelph í
Kanada. Laufey Haraldsdóttir,
verkefnisstjóri ferðamáladeildar
Háskólans á Hólum, segir að um
sé að ræða samvinnuverkefni
Hólaskóla, ferðaþjónustu- og mat-
vælafyrirtækja í Skagafirði.
Markmiðið er að þróa matar-
ferðaþjónustu í dreifbýli á Íslandi.
Meginmarkmið verkefnisins er
að gera matvælaframleiðsluna í hér-
aðinu sýnilegri, um leið og maturinn
er nýttur sem aðdráttarafl fyrir ferða-
menn. Þannig verður ákveðin mark-
aðssetning á matvælunum í gegnum
ferðamanninn á sama tíma og ferða-
þjónustuaðilar nýta matinn til að
skapa sér sérstöðu. Þessar tvær at-
vinnugreinar ná að styðja þannig
hvor aðra til hagsbóta fyrir báðar og
héraðið í heild. Í raun er hér um að
ræða vöruþróun. Samkvæmt því má
segja að „varan“ sé Skagafjörður þar
sem framleidd eru gæða matvæli og
boðið er upp á fjölbreytni í ferða-
þjónustu. Í verkefninu er lögð áhersla
á staðbundið hráefni annars vegar og
skagfirskar hefðir í matargerð hins
vegar.
Laufey segir marga tengja matar-
ferðaþjónustu við fína veitingastaði
eða fræg „matarlönd“ eins og Ítalíu
og Frakkland. Hér sé markmiðið að
þróa aðferðir til að nýta staðbundna
matvælaframleiðslu til að markaðs-
setja dreifbýl svæði í síaukinni sam-
keppni á markaði ferðamála.
Verkefnið Matarkistan Skaga-
fjörður snýst að sjálfsögðu um
Skagafjörð, en eitt af markmiðum
verkefnisins er að búa til eins konar
módel sem nota má víðar á landinu
þar sem aðstæður eru svipaðar.
Dagana 1. til 3. maí sl. var haldin
alþjóðleg ráðstefna í San Francisco
um mat og ferðaþjónustu. Að ráð-
stefnunni stóðu alþjóðleg samtök um
matarferðaþjónustu (www.culin-
arytourism.org). Laufey kynnti þar
þróunarverkefnið Matarkistan
Skagafjörður ásamt Iain Murray pró-
fessor við háskólann í Guelph sem
hefur unnið með Laufeyju að verk-
efninu. Á ráðstefnunni voru aðilar frá
mörgum greinum ferðaþjónustunnar
auk fræðimanna en erindi á ráðstefn-
unni snerust öll um matarferðaþjón-
ustu. Laufey sagði að þarna hefði
m.a. verið fólk frá Norður-Ítalíu sem
er að vinna mjög svipað verkefni og
Matarkistan Skagafjörður.
Í sumar munu fimm veitinga-
staðir og kaffistofur í Skagafirði vera
með merki Matarkistunnar á mat-
seðlum sínum. Þar verða í boði réttir
úr skagfirsku hráefni eða framreiddir
samkvæmt skagfirskum hefðum í
matargerð. Tvær skagfirskar kjö-
tvinnslur og mjólkursamlagið í
Skagafirði ætla að merkja tilteknar
afurðir sem seldar verða heima í hér-
aði. Auk þessa verður vakin athygli á
skagfirskum matvörum í verslunum
á svæðinu og í upplýsingamiðstöð-
inni í Varmahlíð. Í fyrrasumar voru
þrír veitingastaðir á Sauðárkróki með
merkið á matseðlum sínum og telja
viðkomandi veitingamenn að það
framtak hafi vakið mikla athygli og
þá ekki síst heimamanna.
Þróunarverkefnið „Matarkistan Skagafjörður“
Sérmerktar skagfirskar
matvörur í boði í sumar