Bændablaðið - 07.06.2005, Page 21

Bændablaðið - 07.06.2005, Page 21
Þriðjudagur 7. júní 2005 21 Helgina 20.-22. maí sl. var haldinn fundur erlendra skrásetjara WorldFengs, upprunaættbókar ís- lenska hestsins, í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bændasamtök Íslands stóðu að fundinum með aðstoð Per Anderz Finn, ræktunarleiðtoga FEIF, sem útvegaði fundarstað í höfuðstöðvum Agria fyrirtækisins. Alls sátu 16 manns fundinn frá 10 löndum (sjá mynd). Á fundinum fór Jón Baldur Lorange, verkefnis- stjóri WorldFengs, yfir allra helstu möguleika forritsins og rakti helstu skráningarreglur. Að sögn Jóns Baldurs og Per Anderz þá var var fundurinn hinn ánægjulegasti og var árangursríkur. Það var fagnaðarefni að fulltrúar frá Fær- eyjum sáu sér fært að mæta en þeir ætla sér að skrá öll sín hross í WorldFeng. Skrásetjurum var skipt upp í tvo vinnuhópa sem skiluðu niðurstöðum fyrir sameig- inlegan fund. Góðar tillögur og hugmyndir komu fram um hvernig mætti styrkja WorldFeng sem ætt- bókarkerfi fyrir aðildarlönd FEIF. Þá var allt kerfið „rýnt“ í þeim til- gangi að benda á hvað mætti betur fara í núverandi útgáfu. Fyrsti fundur nýrrar skýrsluhaldsnefndar FEIF var síðan haldinn á sunnu- deginum en í henni eru Inge Kringeland, formaður frá Noregi, Kristín Halldórsdóttir, Þýskalandi, Mike Edwards, Bretlandi og Jón Baldur Lorange, Íslandi, en hann hefur verið í skýrsluhaldsnefnd- inni frá upphafi. Erlendir skrásetjarar WorldFengs á fundi í Svíþjóð Gylfaflöt 24-30 Sími: 580 8200 velfang@velfang.is www.velfang.is Notaðar vélar á góðu verði Zetor 7341 4wd 82 hestöfl Árg. 1998 3700 vst. Alö 620 ámoksturstæki Case Maxxum 5130 4wd 105 hestöfl Árg. 1997 5600 vstd. Trima 1795 Ámoksturstæki Skriðgír ofl Kverneland 7420 Pökkunarvél Árgerð: 2004 Búnaður: 75 cm strekkibúnaður Álkefli, skurðarbúnaður Yfirfarin og sótthreinsuð Tellefsdal Autowrap 4000 pökkunarvél Árg. 2001 75 cm strekkibúnaður. Notuð um 3200 rúllur Dragtengd vél. Teljari. Vélin er í fullkomnu lagi Greenland/Vicon rúllubindivél Týpa: 120 OC Árgerð: 1994 150 cm sópvinda, söxun,garnbindibúnaður Yfirfarin og sótthreinsuð Case 895 XL 4wd 82 hestöfl Árg. 1991 2700 vstd. Vetö FX-16 ámoksturstæki Case CX 100 4wd 102 hestöfl Árg. 1998 4800 vst. Stoll Robust 10 ámoksturstæki 2,5 t frambúnaður m/aflúttaki Case CX 90 4wd 92 hestöfl Árg. 2000 3950 vstd Trima 3.40 ámoksturstæki Zetor 6211 2wd 60 hestöfl Árg. 1992 2500 vst. Alö 520 ámoksturstæki Fella TX 350 stjörnumúgavél Vinnslubr. 3,50 m. Árgerð: 1995 Tíu armar,þrír tindar á armi. Veltihásing Drifhús og hjámiðjubraut í lokuðu hús PZ/Taarup stjörnumúgavél Andex 342, Vinnslubr. 3,40 m. Árg. 1998 Tíu arma,fjórir tindar á armi. Tindabjörg á öllum tindum. Veltihásing Drifhús og hjámiðjubraut í olíufylltu hús Claas Mercator 75 þreskivél Árgerð: 1977 Beinskipt vél. 3,96 cm skurðarborð. Flutningavagn fyrir skurðarborð Claas Rollant 46 rúllubindivél Árgerð: 1991 158 cm sópvinda, Gaffalmötun, garnbindibúnaður Yfirfarin og sótthreinsuð Toppútlit John Deere 6620 Premium Plus 125 Din hp, Árg. 2004 480 vstd. John Deere 661 ámoksturstæki Ein með öllu Welger RF 202 Rúllubindivél Árgerð: 2004 150 cm sópvinda, garnbindibúnaður Notkun 750 rúllur. Geymd inni. Toppútlit, toppástand Rúllustærð 123x125 cm

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.