Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 22

Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 22
22 Þriðjudagur 7. júní 2005 Umræða um skógrækt og byggðaþróun er ofarlega á baugi innan Evrópusambandsins og skógrækt er þýðingarmikil í byggðarþróunarstefnu sambands- ins. Um alla Evrópu fækkar fólki í dreifðum byggðum en margs konar verkefni eru unnin fyrir tilstuðlan stjórnvalda til þess að sporna við þessari þróun. Skógræktarverkefni eru einmitt ágæt dæmi um verkefni til spyrna við fólksfækkun á landsbyggð- inni. Í Evrópu er bæði hvatt til aukinnar nýskógræktar og breyttrar nýtingar núverandi skóga. Þau lönd þar sem lítið er um skóga sjá tækifæri til þess að auka þekju þeirra með nýskóg- ræktarverkefnum, styrktum af op- inberu fé. Sem dæmi má nefna áætla Írar að auka skógarþekju landsins úr 9% í 17% á næstu 30 árum og Danir ætla að tvöfalda skóga sína á þessari öld. Auðsýnt er að slíkar framkvæmdir skapa störf í sveitum landsins en jafn- framt er lagður grunnur að nýrri náttúruauðlind. Á Íslandi eru nú rekin sex landshlutaverkefni um nýskóg- rækt og á landinu öllu er búið að gera samninga um nýskógrækt á yfir 600 bújörðum auk þess sem margar bíða þess að komast að. Undirbúningur og framkvæmd þessara verkefna hefur skapað ný störf á landsbyggðinni, auk þess sem hluti starfa við verkefnin krefjast menntunar og sérhæfing- ar. Nú er hafið skógfræðinám við Landbúnaðarháskólann, en þessi menntun hefur hingað til verið sótt til annarra landa. Að auki er öflug endurmenntun fyrir skógar- bændur og áhugamenn um skóg- rækt innan skólans í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Allir þessir þættir styrkja dreifðar byggðir. Rannsóknir á áhrifum ný- skógræktar á byggðaþróun eru á byrjunarstigi hér á landi. Annars staðar í Evrópu hafa slíkar rann- sóknir verið stundaðar af krafti um langan aldur. Þar hefur kom- ið í ljós að nýskógrækt hefur margvísleg jákvæð áhrif á bú- setuþróun. Störf skapast við rannsóknir, skipulagningu, fram- leiðslu plantna, gróðursetningu og síðar meir við umhirðu vax- andi skóga og afurðaþróun. Ís- lensk skógrækt er enn að slíta barnsskónum og því er einstakt tækifæri fyrir okkur að nýta þekkingu þeirra þjóða sem eru lengra komnar á þessari braut eins og t.d. Norðmanna þar sem nýskógrækt er lokið. Í júní næst- komandi verður ráðstefna í Reyk- holti þar sem fjallað verður um áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og byggðarþróun. Á mælendaskrá er fjöldi erlendra og innlendra fræðimanna sem munu fjalla um þessi áhrif hver á sinn hátt. Gert er ráð fyrir góðum tíma til fyrirspurna enda eru skiptar skoðanir um mörg þessara mála og má því búast við fjörug- um umræðum. Nánari upplýsing- ar er hægt að finna á heimasíðu ráðstefnunnar http://www.skog- ur.is/page/affornord. Karl Gunnarsson Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá Áhrif nýskógræktar á byggðaþróun Í námuskrá Vegagerðarinnar eru nú skráðar 3044 námur, margar hverjar gamlar og smá- ar, og hafa ekki verið notaðar lengi. Af þessum námum eru 1010 skráðar ófrágengnar og 574 hálffrágengnar. Ekki hefur tekist að afla nákvæmra upplýs- inga um það hversu margar af þessum námur teljast virkar. Þar sem stór hluti efnistöku- svæða er ekki háður neinum leyfum eða reglubundnu eftirliti hefur ekki tekist að fá nákvæma yfirsýn yfir það hvaða efnistöku- svæði eru í notkun. Vonast er til að þegar öll sveit- arfélög á landinu hafa lokið við gerð aðalskipulags, þar sem m.a. á að gera grein fyrir efnistökusvæð- um í sveitarfélaginu, fáist betri og nákvæmari upplýsingar um ein- stök efnistökusvæði. Umhverfis- ráðherra hefur á nýliðnu þingi lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um náttúruvernd sem hefur það að markmiði að leyfis- binda efnistöku í gömlum námum sem enn eru í notkun þannig að þær lúti sömu reglum og nýjar námur. Samkvæmt frumvarpinu ætti að nást betri yfirsýn yfir alla efnistöku sem fram fer í landinu, hvort sem er á nýjum efnistöku- svæðum eða gömlum. Hvað varðar efnismagn hefur Vegagerðin áætlað að notkun jarð- efna sé um 8 milljónir m3 á ári að jafnaði, bæði úr námum og sker- ingum. Vegna virkjanafram- kvæmda á Austurlandi er þó talið að nú sé þetta magn um 10 millj- ónir m3 á ári á meðan þær fram- kvæmdir standa sem hæst. Umhverfisstofnun, áður Nátt- úruvernd ríkisins, Vegagerðin og Siglingastofnun hafa átt gott sam- starf um að koma til framkvæmda ákvæði náttúruverndarlaga um frá- gang efnistökusvæða. Mikill meiri hluti ófrágenginna náma er á ábyrgð Vegagerðarinnar og sam- starfsaðila hennar. Árið 2000 hóf Vegagerðin skipulegan frágang eldri efnistökusvæða og hefur það verk gengið vel og töluvert áunn- ist. Auk þess hefur stofnunin sett sér þá vinnureglu varðandi nýjar námur að frá þeim er gengið strax að notkun lokinni. Vegagerðin hefur í samráði við umhverfisráðuneytið og Um- hverfisstofnun gert langtímaáætl- un um frágang efnistökusvæða. Kostnaður við slíkan frágang er mikill auk þess sem um tímafrekt verkefni er að ræða sem krefst ákveðinnar verkþekkingar og reynslu. Ráðuneytið og Umhverf- isstofnun hafa því tekið undir það sjónarmið Vegagerðarinnar að halda áfram á sömu braut og síð- astliðin ár en setja sér jafnframt raunhæf markmið um að ljúka verkefninu og er gert ráð fyrir að því verði lokið árið 2018. Hvað varðar aðra aðila en Vegagerðina kemur í hlut Umhverfisstofnunar og einstakra sveitarfélaga að fylgja eftir ákvæðum 49. gr. nátt- úruverndarlaga þar sem segir að efnistökusvæði skuli ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en í þrjú ár. Samkvæmt 73. gr. laganna er heimilt að beita dagsektum til að knýja menn til að gera þær ráð- stafanir sem lög kveða á um. Rösklega þrjú þúsund námur í landinu Dagana 20.-22. júní næstkom- andi verður haldin hér á landi afar athyglisverð ráðstefna þar sem fjallað verður um margvís- leg áhrif nýskógræktar, þar á meðal áhrif nýskógræktar á landslag. Ráðstefna þessi er haldin í tengslum við norrænt verkefni svokallað AfforNord þar sem sam- an vinna norrænir fræðimenn á hinum ýmsu sviðum er tengjast áhrifum nýskógræktar, Landslag og skógrækt er efni sem endalaust er hægt að velta fyr- ir sér, sýnist þar sitt hverjum og á það alveg jafnt við um okkur á Ís- landi sem og frændur okkar á Norðurlöndum. Breytingar á samfélagi - breytt mynstur - aukin útivist, krafa um útivistarsvæði - auknar áherslur á heilbrigðar lífsvenjur þ.m.t. auknar kröfur til útivistar- svæða - fleiri ferðamenn og miklar breytingar á landnotkun - allt hef- ur þetta áhrif á umgengni manns- ins við landið og það lífsmynstur sem ríkir í samfélaginu hverju sinni. Það er því bæði afar áhugavert og jafnframt mikilvægt að fá tæki- færi til þess að velta fyrir sér og skoða samspilið sem óhjákvæmi- lega á sér stað milli nýskógræktar og landslagsins. Hugtakið „fallegt landslag“ er afstætt, sbr. „fallegt þegar vel veiðist“ eða hin margfræga setning Gunnars á Hlíðarenda ,,bleikir akr- ar og fögur tún“, bera vott um feg- urð tengda nytjahyggju. Þannig af- staða er ennþá í fullu gildi og því erfitt að leggja mælikvarða á feg- urðina. Hins vegar er hægt að meta áhrif af skógi til margvíslegra nota svo sem til útivistar sem aftur leið- ir af sér heilbrigðari lífsstíl og betri heilsu. Skógrækt í landslagi er líka hægt að meta út frá því hvort land- ið tapar einhverjum gildum sem varða sérstök jarðfræðileg fyrir- bæri sem verða ekki lengur sýnileg og eru óafturkræfar breytingar í landslaginu, t.d. merki um hæstu sjávarstöðu, jökulgarða o.fl. Enn fremur er hægt að velta því fyrir sér hvort eitthvað af þjóðtrú okkar, sögusviði þjóðsagna og sterkum áhrifum á listir og bókmenntir þjóðarinnar, heldur gildi sínu þeg- ar umtalsverð svæði eru tekin und- ir nýskógrækt um allt land auk þess sem ákveðnar tegundir af menningarlandslagi hafa varð- veislugildi fyrir komandi kynslóð- ir. Á undanförnum árum hefur nýskógrækt aukist verulega og með breyttum búskaparháttum og þeirri stefnumörkun stjórnvalda að veita umtalsverðum upphæðum til landshlutabundinna skógræktar- verkefna, auk allra skógræktar- verkefna skógræktarfélaganna á undanförnum áratugum, liggur það í augum uppi að landslag mun taka verulegum breytingum á næstu áratugum. Áhrif nýskógræktar á næstu kynslóðir verða miklar og því er það afar gagnlegt að velta þessum áhrifum fyrir sér, nýta sér reynslu nágrannaþjóðanna, undir- strika sérstöðu okkar sem lands og þjóðar og standa þannig að skóg- ræktinni að hún verði sem mest til gagns og gleði fyrir sál og líkama. Nánari upplysingar um ráð- stefnuna og verkefnið má finna á: www.skogur.is/page/affornord. Auður Sveinsdóttir, lands- lagsarkitekt FÍLA og dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands Áhrif nýskógræktar á landslag

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.