Bændablaðið - 07.06.2005, Qupperneq 23
Þriðjudagur 7. júní 2005 1
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG, bar fram fyrirspurn
til Valgerðar Sverrisdóttur á síð-
ustu dögum þingsins í síðasta
mánuði og spurði um jöfnun
flutningskostnaðar. Spurningin
var hverju það sætti að ekkert
bólaði á aðgerðum til að jafna
flutningskostnað samanber
skýrslu frá því í janúar 2003 og
loforð ríkisstjórnarinnar í að-
draganda alþingiskosninga sama
ár um að hrinda slíkum tillögum
í framkvæmd.
Þar sem fyrirspurnin kom mjög
seint fram hafði svar ekki borist frá
ráðherra fyrir þinglok. Bændablað-
ið innti Valgerði eftir þessu og
sagði hún að þetta mál yrði efst á
óskalista sínum við gerð næstu fjár-
laga. Hún segir að þetta mál sé
hugsað til að jafna samkeppnis-
stöðu í landinu og þá alveg sérstak-
lega framleiðslufyrirtækja í iðnaði.
Ætlunin sé að fyrirtæki sem eru
langt frá markaði fái einhvern veg-
inn bættan þann viðbótarkostnað
sem þau þurfa að greiða til að koma
vöru sinni á markað. Á Norður-
löndunum tíðkast jöfnun flutnings-
kostnaðar þannig að hér sé ekki um
íslenska uppfinningu að ræða. Hún
segist hafa mikinn áhuga á að koma
þessum jöfnuði á.
Jöfnun flutningskostnaðar
Fljótsdalshérað er sá hluti Aust-
urlands þar sem skógrækt hefur
verið stunduð af mestum krafti.
Skógræktarfólk finnst þó víðar á
Austurlandi.
Á Höskuldsstöðum í Breiðdal
búa Pétur Behrens og Marietta
Maissen. Óhætt er að segja að bú-
skapur þeirra sé bæði fjölbreyttur
og óhefðbundinn. Sjálf segja þau
að verksvið þeirra sé þríþætt. Þau
séu listamenn og þýðendur, auk
þess sem þau stundi hrossarækt og
tamningar.
Pétur og Marietta hófu skóg-
rækt árið 1998. Þau hafa plantað
öll ár síðan þá að tveimur frátöld-
um. Fjöldi gróðursettra plantna á
ári hefur jafnan verið um 6000. Nú
hafa þau plantað í tæpa 20 hektara,
en skógræktaráætlun þeirra gerir
ráð fyrir að plantað verði í 30 hekt-
ara.
Áhuginn á rætur víða
Aðspurð um hvað hafi vakið
áhuga þeirra á skógrækt segja Pét-
ur og Marietta að margt hafi þar
hjálpast að. Í samanburði við
Fljótsdalshérað sé gróðurþekjan
almennt gisnari og lágvaxnari í
Breiðdalnum. Meira sé um ber-
svæði og lítið um náttúrulegt kjarr.
Þau hafi því viljað fegra landið og
styrkja gróðurþekjuna. Það hafi
svo hjálpað þeim mikið við að
komast af stað hversu fyrirhafnar-
lítið var að tengjast stóru skóg-
ræktarverkefnunum. Það hafi verið
grundvöllur þess að hefjast handa
við skógræktina.
Nálægðin við skóginn í Jórvík
í Breiðdal (en lönd Jórvíkur og
Höskuldsstaða liggja saman) varð
einnig til að hvetja Pétur og Mari-
ettu til að hefja skógrækt. Áhrifa-
ríkast var þó e.t.v. að bæði eru þau
vön miklum gróðri frá bernsku
sinni. „Við ólumst bæði upp í
skógi“ segir Marietta og hlær við.
En hún er fædd og uppalin í Sviss,
en Pétur í Þýskalandi.
Nýta vannýtt land fyrir skógrækt
Það land sem tekið var til skóg-
ræktar á Höskuldsstöðum var lítið
nýtt áður. Pétur segir skógræktar-
land þeirra almennt fremur lélegt
og illa fallið til annarra nota. Innan
þess sé bæði mýrlendi og þurr-
lendi, töluvert af því grýtt og ann-
að óslétt. Allnokkur hluti landsins
hafi tæpast verið nýtilegur sem
beitilandi. Marietta segir að það sé
kostur við landið sem skógræktar-
land að mestur hluta þess halli.
Það sé skjólgott og liggi vel við
sól.
Sá skógur sem er að vaxa á
Höskuldsstöðum er mjög blandað-
ur. Þar má finna greni, furu, lerki,
birki og ösp. Við plöntun var fylgt
ráðum skógfræðings um hvaða
plöntur hentuðu best við ýmsar að-
stæður. Aðspurð segja þau Mari-
etta og Pétur að svo virðist sem
öspin plumi sig best. Birkið komi
einnig vel út. Hinar tegundirnar
hafi reynst ágætlega en ljóst sé að
langvarandi þurrkar að undanförnu
hafi farið illa með mörg barrtrén.
Erfitt vor
Líkt og víðar um landið hefur vor-
ið verið þurrt og kalt á Höskulds-
stöðum. Mánaðarúrkoma í Breið-
dal í nýliðnum maímánuði var að-
eins 5,4 millimetrar. Flesta daga
var vindur og kuldi og næturfrost
voru alltíð. Þetta hefur enda verið
einhver þurrasti og kaldasti maí-
mánuður í Breiðdal um árabil. Pét-
ur segir að sum trén líti illa út
vegna úrkomuskorts. Nokkuð sé
um dauða furu. Hann telur þó að
meginhluti plantnanna muni ná sér
aftur á strik þegar rigni. /HL
Vöndust trjám
í bernsku
- spjallað við skógarbændur á
Höskuldsstöðum í Breiðdal