Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 25

Bændablaðið - 07.06.2005, Síða 25
Þriðjudagur 7. júní 2005 25                „Þessi samningur sýnir hvað virk samkeppni á þessu sviði er mikilvæg fyrir neytendur. For- ystumenn þeirra sveitarfélaga sem gengið hafa frá samningum við eMax um þráðlausa há- hraðatengingu sýna með þessu djörfung og fyrirhyggju. Þetta mun bæta samkeppnisstöðu sveitarfélaganna og halda fólki í byggðarlaginu og draga að nýja íbúa. Jafnframt er fagnar- efni að eMax sjái sér fært að bjóða þessa þjónustu á hag- stæðu verði,“ sagði Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvu- deildar Bændasamtaka Íslands, en nokkur sveitarfélög hafa undanfarið gert samninga við fyrirtækið eMax um uppsetn- ingu á þráðlausu netsambandi. Þessi sveitarfélög eru m.a. Borgarbyggð, Rangárþing eystra, Rangaárþing ytra, Ása- hreppur og Fljótdalshreppur. Jón Baldur var spurður um samstarfið sem Bændasamtökin og Upplýsingatækni í dreifbýli hafa átt við Símann á undanförn- um árum um uppbyggingu á ISDN um landið. „ISDN væðing Símans var vissulega mikilvægt skref fyrir íbúa dreifbýlis við að fái viðunandi nettengingu en kröfur á þessu sviði hafa vaxið gífurlega frá því fyrir um 5 árum þegar við hófum þá vegferð með Símanum. Þessi uppbygging tók einfaldlega of langan tíma en það er skýrt í fjarskiptalögunum frá 2003 að Símanum ber að bjóða 128 Kb/s. gagnaflutningssam- band öllum landsmönnum. Núverandi aðstöðumunur þeirra sem þurfa að nota Netið að einhverju ráði svo sem vegna fjarnáms eða vinnu og hafa ann- ars vegar ISDN tengingu og hins vegar þeirra sem hafa sítengingu í gegnum háhraðanet allan sólar- hringinn á föstu gjaldi, þ.e. ADSL eða örbylgjusamband, er orðinn hróplega mikill bæði hvað varðar afköst og kostnað. Bænda- samtökin hafa lagt mikla áherslu á það að Síminn bjóði ISDN not- endum a.m.k. áskrift gegn föstu gjaldi en því miður án teljandi ár- angurs. Ég leyfi mér að efast stórlega um hvort það geti staðist til lengdar að þessi aðstöðumunur milli þéttbýlis og dreifbýlis sé réttlætanlegur öllu lengur. Það er klárlega í anda fjarskiptalaganna að öllum landsmönnum eigi að bjóða fjarskiptaþjónustu á sama verði fyrir sömu þjónustu. Ég sé ekki að notandi sem greiðir fyrir hverja sekúndu með 128 Kb/s tengingu sitji við sama borð og sá sem er með a.m.k. 512 Kb/s teng- ingu og greiðir fast gjald óháð notkun,“ sagði Jón Baldur. Netvæðingin Aðstöðumunur þéttbýlis og dreifbýlis er orðinn of mikill Það er víðar verið að huga að ræktun erfðabreyttra nytja- jurta en á Íslandi. Í apríl síðast- liðnum var fyrstu erfðabreyttu línfræjunum sáð í akur í Sví- þjóð. Línið inniheldur þrjú gen fengin frá mosaplöntu og þör- ungi, sem fá línplönturnar til að framleiða langar fitusýrur af gerð sem er að finna í þörung- um og fiski. Olíunni sem unnin er úr línfræjunum er ætlað að auka hollustu matvæla s.s. smjörlíkis og brauðmetis. Gangi útiræktunin vel getur þessi nýja olía verið notuð í mat- væli, en olían er talin hafa sérlega góð áhrif á fituslíðrin sem um- lykja taugafrumur líkamans auk þess að vera mikilvæg fyrir teygj- anleika slagæðanna. Venjuleg línolía inniheldur ýmsar hollar fitusýrur, eins og omega-3 og omega-6 fitusýrur. Plöntukynbótafyrirtækið Plant Science Sweden telur sig hafa aukið hollustu þeirra til muna með því að gera omega fitusýrurnar lengri og enn fjöl- ómettaðri og fræolían inniheldur nú eikósapentasýru og arakidón- sýru. Slíkar fitusýrur er jafnframt að finna í fiski. „Við neytum mun minna fiskmetis en áður og inn- byrðum því minna af löngum fjölómettuðum fitusýrum, eins og þeim sem nú er að finna í erfða- breyttu línfræjunum“ segir Jens Lerchl, framkvæmdastjóri Plant Science Sweden. Einn kosturinn við línið er að plantan er að mestu leyti sjálf- frjóvga sem dregur úr líkunum á víxlfrjóvgun við aðrar línplöntur eða villta ættingja. Í Svíþjóð vaxa tvær villtar líntegundir. Víxlunar- tilraunir benda til þess að afkom- endur líns og villtu tegundanna séu ófrjóar. Fleiri fyrirtæki víðar um heim eru komin vel áleiðis með fram- leiðslu fjölómettaðra fitusýra í öðrum plöntutegundum með hjálp erfðatækninnar. Til stendur að þróa notkun línolíunnar í mat- vælageiranum næstu árin og er reiknað með að tilbúnar afurðir verði ekki komnar á markað fyrr en eftir fimm til tíu ár. Plant Sci- ence Sweden hefur fengið leyfi til útiræktunar á nokkrum mis- munandi línplöntugerðum í til- raunaskyni í fimm mismunandi sveitarfélögum í Svíþjóð og auk þess leyfi til ræktunar í tilrauna- skyni á sjö erfðabreyttum repju- gerðum með hærra magni af fræ- olíu. Þýtt og endursagt úr Bi- otechSweden nr. 5, 17. maí 2005. Erfðabreytt lín í útiræktun í Svíþjóð

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.