Bændablaðið - 07.06.2005, Side 28

Bændablaðið - 07.06.2005, Side 28
28 Þriðjudagur 7. júní 2005 Við höfum orðið vör við öranvöxt og eflingu Hólaskóla.Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér starfsemina þar tala um góða stemningu og uppgangstíma. Skólinn starfar í þremur deildum: ferðamáladeild, fiskeldis- og fiska- líffræðideild og hrossaræktardeild. Atvinnugreinarnar sem skólinn tengist eru allar í örum vexti og þær eru nátengdar dreifbýli og landsbyggð. Skólinn sjálfur er landsbyggðarskóli. Það er mikil- vægt að hlúa að starfsemi og menntun í dreifbýlinu ef byggð á að dafna þar og það er mikilvægt fyrir metnaðarfullt fólk sem vill lifa og starfa utan höfuðborgar- svæðisins að það eigi kost á fjöl- breyttum og krefjandi verkefnum. Ferðamál, fiskeldi, fiskalíffræði, hrossarækt og reiðmennska eru allt greinar sem eru að vaxa hratt og þróast og tengjast jafnframt mikil- vægum auðlindum þjóðarinnar. Miklar rannsóknir og góðir kennarar Við Hólaskóla starfa góðir kennar- ar. Þar eru stundaðar miklar rann- sóknir og skilar það sér í kennsl- unni og viðfangsefnum í náminu. Hólaskóli er í nánu samstarfi við aðra háskóla og rannsóknarstofn- anir innanlands og utan. Jafnframt eru góð tengsl við fyrirtæki og for- ystufólk innan atvinnugreinanna sjálfra. Löng saga - frísk nútíð Skólastarf á Hólum á sér langa sögu. Á næsta ári verður haldið upp á 900 ára afmæli Hólastaðar, en árið 1106 var stofnaður á Hól- um biskupsstóll og einnig skóli. Þó að starfsemi skólans hafi mikið breyst í tímans rás teygja rætur hans sig djúpt og eru sverar. Stað- setning skólans á merkum sögu- og helgistað gefur honum mikla sérstöðu og nú er skólinn einnig að hasla sér völl á Sauðárkróki. Skól- inn samtvinnar reynslu fortíðar við nýjustu upplýsingar og tækni nú- tímans. Hólaskóli hefur einnig al- þjóðlegt yfirbragð. Í skólanum eru fjölmargir erlendir nemendur og erlendir sérfræðingar og kennarar eru tíðir gestir. Góð aðstaða Aðstaða við skólann er stöðugt að batna. Það nýjasta í þeim efnum er bygging stúdentagarða. Nú eru ris- in níu hús með samtals 42 íbúðum fyrir nemendur, hvorki meira né minna! Aðstaða til kennslu í hesta- fræði er frábær, en á Hólum eru mjög góð hesthús, nýleg 1500 m2 reiðhöll, önnur eldri og skeiðvöll- ur. Síðast en ekki síst skal nefna sjávarfræðasetrið á Sauðárkróki. Meginaðsetur fiskeldis- og fiska- líffræðideildarinnar er þar. Um er að ræða 1500 m2 kennslu- og rannsóknahúsnæði ásamt skrifstof- um. Fiskiðjan FISK SEAFOOD hefur komið myndarlega að þess- ari uppbyggingu. Frábært dæmi um góða samvinnu skóla og at- vinnulífs. Nám í fiskeldi og fiskalíffræði Hægt er að útskrifast eftir eitt ár með diplómagráðu og fá titilinn fiskeldisfræðingur eða eftir þriggja ára nám og fá þá BS-gráðu. Mark- mið diplómanámsins er að gera nemendur færa um að starfa í fisk- eldisstöðvum, koma að stjórnun fiskeldisstöðva og jafnframt að stunda áframhaldandi háskólanám. Markmið BS námsins er að gera nemendur færa um að starfa sem stjórnendur og millistjórnendur í fiskeldis- og sjávarútvegsfyrir- tækjum eða sem ráðgjafar fyrir slík fyrirtæki. Einnig eiga útskrifaðir BS nemendur að geta unnið að rannsóknum og þróunarstörfum í fiskeldi og fiskalíffræði og farið í áframhaldandi nám á þessu sviði. Nám í ferðamálum Hólaskóli býður fólki eins árs dip- lómanám í ferðamálafræði eða BA-nám sem tekur þrjú ár. Með diplómanáminu fær fólk staðar- varðarréttindi og einnig landvarð- arréttindi. Markmið námsins er að mennta fólk til að taka virkan þátt í þróun ferðaþjónustu á öllum svið- um, hafa frumkvæði að stofnun fyrirtækja og gegna stjórnunar- stöðum á sviði ferðamála. Áhersla er lögð á menningu og náttúru hvers svæðis til að auka þekkingu bæði gesta og gestgjafa á náttúru- og menningarverðmætum og af- þreyingarmöguleikum sem í þeim felast. Nám í hrossarækt og reiðmennsku Skólinn býður upp á allt að þriggja ára nám í hrossarækt og reið- mennsku. Þeir sem ljúka fyrsta ári og útskrifast sem hestafræðingar og leiðbeinendur eiga að geta tekið þátt í fjölþættum atvinnurekstri s.s. hrossabúskap, hestaleigu/hesta- ferðum, byrjendakennslu í hesta- mennsku og fleiru. Eftir annað árið eru nemendur útskrifaðir sem tamningamenn en að loknu því þriðja útskrifast nemendur sem þjálfarar og reiðkennarar og eiga að vera færir um þjálfun og sýn- ingar keppnishrossa, dómstörf í hestaíþróttum og reiðkennslu á öll- um stigum reiðmennskunnar. Áhugamál verður atvinna Áhugamál margra rúmast innan þeirra greina sem kenndar eru við Hólaskóla. Áhugafólk um hesta, tamningar, ræktun, veiðar, fisk (fiskur er ekki bara fiskur), líf- fræði, náttúru, menningu, sögu, af- þreyingu, ferðalög, mannleg sam- skipti og rekstur svo eitthvað sé nefnt finnur áreiðanlega nokkuð við sitt hæfi í Hólaskóla. Hví ekki að slá til? Ég get fullyrt í framhaldi af sam- skiptum mínum við Hólanema að það er gaman í Hólaskóla. Það er gaman að fást við það sem maður hefur áhuga á í góðu samspili við metnaðarfulla kennara. Auðvitað er það oft krefjandi og kannski erf- itt, en þegar komist hefur verið yfir hjalla sem reynir á verður ánægjan enn meiri og ávinningurinn sömu- leiðis. Ég minni á að umsóknarfrestur um skólavist rennur út 10. júní. Verið velkomin heim til Hóla. Sólrún Harðardóttir, verkefnastjóri við Hólaskóla, Háskólann á Hólum Menntun er skemmtun - ekki síst á Hólum! Hólar í Hjaltadal. Nú er farið að síga á seinni hluta vinnslu á nýrri bók í flokkn- um Byggðir og bú Suður-Þingey- inga en þetta er þriðja útgáfan sem ráðist er í og sem fyrr gefur Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga bókina út, en gert er ráð fyrir að hún komi út á seinni hluta árs- ins. Ritstjóri Búkollu, eins og bók- in er jafnan kölluð, er Ragnar Þor- steinsson, Sýrnesi Aðaldal, og með honum í ritnefnd eru: Ólöf Hallgrímsdóttir, Vogum Mývatns- sveit, Jón Benediktsson, Auðnum í Laxárdal og Atli Vigfússon, Laxa- mýri í Reykjahvefi, öll starfandi bændur í sýslunni. Bæjamynda- tökum er að mestu lokið en um þá hlið sér Runólfur Elentínusson, Akureyri, en hann tók einnig bæjamyndir í síðustu bók. Myndir af ábúendum eru nú teknar af Myndrún/Rúnar Þór á Akureyri, en að þessu sinni fer ljósmyndar- inn heim á hvern bæ og tekur myndir af fólkinu heima á býlum sínum. Þetta er einn liður í að lífga upp á bókina gera hana skemmti- legri og auka við þá samtímaheim- ild sem hún óneitanlega er en allar upplýsingar í henni miðast við árið 2005. Í bókinni er m.a. að finna upplýsingar um alla íbúa og eig- endur fasteigna í sýslunni utan þéttbýlisins við Húsavík. Enn- fremur er þar að finna upplýsingar um stærðir bygginga og til hverra hluta þær eru notaðar, ásamt upp- lýsingum um bústofn, hlunnindi, túnstærðir og aðra jarðrækt, auk jarða- og sveitalýsinga og ábú- endatals. Myndatökur af ábúend- um eru langt komnar í öllum sveit- um nema að Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppar eru alveg eftir en í þá verður farið nú á næstu vikum sem og að klára það sem út af stendur annarstaðar. Stefnt er á að öllum myndatökum sé lokið fyrir miðjan júlí. „Ég vil gjarnan nota tækifærið og þakka Þingey- ingum fyrir góðar móttökur og gott samstarf við skipulagningu á þessum myndatökum, en eðli málsins samkvæmt var á stundum dálítið snúið að koma þessu heim og saman. Bæði eru menn á ferð og flugi og á allflestum bændabýl- um vinnur annað hjóna eða bæði meira eða minna utan heimilis því búskapurinn er því miður ekki að skila þeim lágmarkslaunum sem þarf til eðlilegrar framfærslu,“ sagði Búkolluritstjórinn Ragnar í Sýrnesi. Á myndinni má sjá ljósmyndarann Rúnar Þór og hjónin Hólmfríði Þorkelsdóttur og Guðmund Jóns- son, sauðfjárbændur í Fagranes- koti Aðaldal, skoða árangur myndatökunnar Nú er unnið að útgáfu á nýrri bók í flokknum Byggðir og bú Suður-Þingeyinga Nemendur á Hólum.          !""# $% !"""   &&&'  (   )'  /2 3 /A>  3 *   3 H9 3    C<  3 +  ' D +  > C    D <  &&&' 

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.