Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 28. mars 2006 Veitingastaðurinn Friðrik V á Ak- ureyri býður gestum sínum upp á úrvalshráefni. Friðrik Valur Karls- son og kona hans, Arnrún Magnús- dóttir reka staðinn saman en Frið- rik er lærður kokkur. Hann notar einungis íslenskt kjöt og vandar val sitt vel. Íslensk framleiðsla er honum kær og hefur hann ákveðn- ar skoðanir á hvernig standa ætti að henni. Friðrik opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum en áður hafði hann starfað á fjórum veitingastöð- um á Akureyri. Hann lærði kokk- inn á Hótel Holti og leggur áherslu á gæði hráefnisins sem hann notar. Hráefnið fær hann mest á Norður- landi og reynir að halda sig við sitt svæði ef hann getur. Einnig notar hann heimsþekkt hráefni eins og Parmaskinku sem ekki er fram- leidd hér á landi, einungis í Parma héraðinu á Ítalíu. Friðrik hefur áhuga á öllu fram- leiðsluferlinu, ekki einungis að fá vöruna til sín inn í eldhús. Hann vill vita sem mest um uppruna af- urðanna sem hann notar og segist gjarnan vilja vita frá hvaða bónda vara sín sé. Ítölsk matreiðsla er honum hugleikin og segir hann að Íslendingar ættu að vinna meira eins og Ítalir, ekki í stöðugri sam- keppni heldur vera stoltir af því sem þeir eru að gera. Bændur sem og kaupmenn þurfi að vinna meira saman svæðisbundið til að virka saman sem ein heild. Friðrik segir mikilvægast að starfa saman að því að fá fólk á svæðið. Nú í lok marsmánaðar fer hann ásamt matvælaframleiðendum og veitingamönnum frá Eyjafirði á sýninguna Matur 2006 sem haldin verður í Fífunni Kópavogi og verða þeir þar með sameiginlegan bás fyrir Eyjafjarðarsvæðið. „Við eigum að fara alla leið með stoltið í lambakjöti“ segir Friðrik og vill að markaðsetningin miði inn á nýjar brautir. „Það kost- ar svo miklu meira að stofna nýja viðskiptavini heldur en að halda í þá gömlu, eins og er skortir lamba- kjöt á markað og hvernig eigum við þá að selja á mörkuðum er- lendis“. Hann segir að skoða þurfi ímyndina þegar verið sé að selja kjötið erlendis. Í mörgum löndum er lambakjöt ekki góð vara og mestmegnis efnaminna fólk sem borðar það. Því geti verið erfitt að selja kjötið í því sama landi sem úrvals hráefni á dýru verði ef ekki er almennilega staðið að kynningu. „Bændur þurfa að standa upp“ „Það er ekkert mál að selja læri og hryggi, en hvað verður um fram- partinn og síðubitana. Vanalega eru framleiðendur í vandræðum með að losna við þá parta af skrokknum“ segir Friðrik enda er hann í góðu sambandi við sinn aðal viðskiptaaðila, Norðlenska. „Bændur þurfa að standa upp og gagnrýna framleiðendurna, það er ekki boðlegt íslensku lambakjöti að vera selt undir einhverju sem það er ekki. Saltkjöt sem ég sá núna um daginn sem merkt var sem saltaðir síðubitar en voru í raun söltuð slög, alveg rosalega ódýrt en ef neytandinn er blekktur svona rýrir það trú hans á afurð- inni“, segir Friðrik og hefur greini- lega spáð mikið í þessi mál. Hann segir að það þurfi að skapa gæða- ímynd fyrir lambakjötið og þar þurfi bændur að koma inní. „Þetta er þeirra stolt og þeir eiga að gera framleiðsluna að sínu máli til þess að ímyndin sé ekki eyðilögð“. Friðrik segir aukna svæðis- ímynd vera góða þróun og að hvert svæði eigi hiklaust að markaðs- setja sín sérkenni. Einnig ætti að skoða matarmenningu Íslendinga í dag, ungt fólk vill helst ekki eyða meira en hálftíma í matreiðslu, jafnvel minna. Því ætti að reyna að miða inná að gera gömlu góðu kjötréttina meðfærilega inn á þann markað, ekki búa til nýja kjötpylsu eða eitthvað skyndibita rusl. „Þetta snýst um að gera sér verðmæti úr því hráefni sem við höfum, þá að- allega þeim pörtum af lambinu sem erfitt er að selja. Hugmynd- fræðin í skyndibita er of þröng og framleiðendur þurfa að íhuga hvernig hægt er að miða inn á þennan markað með góðan mat“. „Tengdamamma tínir kryddjurtir“ Það er ekki bara lambakjöt sem Friðrik notar í eldamennskuna því hann fær hráefni alls staðar að. Í sumar fékk hann villtan lax frá veiðimönnum í nágrenninu, hann kaupir þorsk eingöngu í Eyjafirði, sveppir koma að austan, rabbabari frá Kópaskeri, ígulker, bláskel og þari úr Hrísey. Kryddin sem hann notar býr hann til úr jurtum sem tengdamamma hans tínir upp til heiða og svo má lengi telja. Alls snýst þetta um áhuga hans á góð- um mat úr góðu hráefni. Friðrik segir alltof algengt að kjöti sé drekkt í kryddi og selt, það sé ekki nóg að búa til mat sem lítur vel út því hann þarf að vera vel unninn. „Það er visst metnaðar- leysi í kjötiðnaðinum, líka hjá kokkum, þegar ekki er hugsað nógu vel út í hvernig vara er sett fram. Við eigum að vera ófeimin við að skýra framleiðsluna íslensk- um nöfnum í stað þess að finna einhver svo fín nöfn með vísun í erlenda framleiðslu. Við eigum að halda í okkar hefðir“. „Besta kjöt á Íslandi“ Friðrik segist oft hafa heyrt fólk tala um að heimaslátraða kjötið sé allra best og segir það trúlega vera vegna þess að kjötið fær að hanga lengur en í sláturhúsunum. Allt niðurbrot í kjötinu fær að eiga sér stað í friði ef það hangir í nokkra daga en stöðvast frekar ef það er sett of fljótt í frysti. Hann fylgist vel með nautakjötinu sem hann fær til sín og eftir að þeir gerðu tilraun með tvo skrokka var ákveðið að best væri að hengja þá upp á mjöðm. Einnig fær hann kjötið skorið niður eftir hentugleika og er mjög ánægður með þá þjónustu sem hægt er að fá á svæðinu. Hann segir erlenda gestakokka sem koma til hans vera mjög ánægðir með lambakjötið en einnig með nautakjötið. Lambakjötið sé vissu- lega besta kjötið á Íslandi en naut- ið sé líka mjög gott. Friðrik hefur í nógu að snúast í eldhúsinu þegar blaðamaður skilur við hann, full bókað fyrir kvöldið og nóg að gera. /GBJ Íslenska lambið er frábær afurð Friðrik býr sjálfur til kjötkraft, nóg af alls kyns grænmeti og nautabein í pottinn og notar soðið af því. „Þegar ég ber fram villibráð veit ég nákvæmlega hvaðan hún kemur, ef það er hreindýr veit ég hvar það var skotið, hversu gamalt það var og hvort það var kvíga eða tarfur. Eins er með gæsir, viðskiptavinirnir geta fengið að vita hvar þær voru skotnar“ segir Friðrik. Hann er harður á því að neytendur eigi rétt á að vita meira um framleiðslu þeirrar vöru sem það kaupir. „Það ætti t.d. að merkja kjöt með framleiðsludegi, haustslátrun 2006 væri eðlilegt að neytendur sjái á umbúðum. Sá sem kaupir kjöt í kjötborði veit heldur ekki hversu oft er búið að frysta og þíða kjötið, vinnsluferli á krydduðu og frágengnu kjöti getur verið ótrúlegt.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.