Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 28. mars 2006 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hef- ur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um landshlutaverkefni í skógrækt. Í 1. grein frumvarpsins segir að tilgangur og mark- mið laganna sé að skapa skógarauðlind á Ís- landi, rækta fjölnytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf. Skal eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum hverju sinni veita fé til verkefna í skógrækt sem bundin eru við sérstaka landshluta. Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 m yfir sjávarmáli. Þrenn lög í ein Í framsöguræðu landbúnaðarráðherra með frumvarpinu sagði hann m.a. að með frum- varpinu væri ætlunin að sameina í ein lög, - þrenn lög sem nú gilda um landshlutaskóg- rækt. Það eru lög um Héraðsskóga frá árinu 1991, lög um Suðurlandsskóga frá árinu 1997 og lög um landshlutabundin skógræktarverk- efni frá árinu 1999. Landbúnaðarráðherra sagði ennfremur: ,,Reynslan af landshlutaverkefnunum og fram- kvæmd núgildandi laga um þau hefur verið mjög góð. Mikill áhugi er um allt land á verk- efnunum, ekki aðeins meðal þátttakenda held- ur og einnig annarra s.s. sveitastjórna og al- mennings. Nú hafa verið gerði um 760 samn- ingar við skógræktarbændur og aðra landeig- endur og rúmlega 100 jarðir eru á biðlista. Alls hafa verið gróðursettar um 40 milljónir plantna í um 18 þúsund hektara lands. Hins vegar hefur reynslan leitt í ljós að þörf er á að skýrar sé kveðið á um ýmis atriði en gert er í þeim lögum sem nú eru í gildi. Þar má m.a. nefna ákvæði um endurgreiðslur skóg- ræktarframlaga og fyrningu þeirra og ákvæði um þau tilvik þegar skógarbóndi hefur vanefnt samning, skógarbóndi vill segja upp samningi eða skógræktarverkefni vill sjálft losna undan samningi.“ Endurgreiðslubyrði felld niður Frumvarpið gerir ráð fyrir að endurgreiðslu- byrði af tekjum skógarbænda falli niður. Í nú- gildandi lögum er þetta hlutfall 15-35% af söluverðmæti hvers rúmmetra, mismunandi eftir verkefnum. Sterk rök hafa verið færð fram fyrir því að ef skógrækt eigi að þróast og eflast sem ný atvinnugrein hér á landi megi endur- greiðslubyrði ekki verða of há, þ.e. að landeig- endur verða að sjá sér hag í að fella trén og koma afurðunum á markað. Þá hefur einnig verið á það bent að þá og þegar timburskógar verða felldir og afurðir settar á markað, verði til margar leiðir fyrir stjórnvöld þeirra tíma að skattleggja atvinnu- greinina á raunhæfan máta. Má hér benda á að á Írlandi eru ákvæði um endurgreiðslu af tekj- um skógarbænda ekki til staðar.. Nauðsynlegt er að benda á að virðisauki skógræktar felst auk timbursframleiðslu í svo mörgu öðru, s.s. bindingu kolefnis, fjölbreytt- ara náttúrufari, heftingu jarðvegseyðingar, uppgræðslu lands að ógleymdu margháttuðu útivistargildi svo eitthvað sé nefnt. Landshlutabundin skógræktarverkefni Ráðherra sagði að samkvæmt núgildandi lög- um séu nú starfrækt sex landshlutabundin skógræktarverkefni, en þau eru: Héraðsskóg- ar, Suðurlandsskógar Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Vesturlandsskóg- ar, og Austurlandsskógar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að landshlutaverkefnin verði eftirleiðis fimm talsins og taki eitt verkefni - Héraðsskógar á Austurlandi - við verkefnum Héraðsskóga og Austurlandsskóga með brottfalli laganna um Héraðsskóga. Frumvarp til laga um landshlutaverkefni í skógrækt Nú þegar hafa verið gerðir 760 samningar við skógræktarbændur og aðra landeigendur Framkvæmdir eru nú hafnar við fyrstu búgarðabyggðina á Íslandi á 570 ha svæði milli Eyrarbakka og Selfoss í Sveitarfélag- inu Árborg, sem hefur fengið nafnið Tjarnabyggð. Það eru Jörundur Gauksson, lögmaður í Kaldaðarnesi hjá Kallnesingi ehf. og Gísli Ágústsson og Jón Árni Vignisson hjá Árfossi ehf., sem hafa látið skipuleggja byggðina. Um svo kallaða klasabyggð er að ræða.Hér um ræðir heildstætt skipulag, 1-6 ha landsskika á frjósömu og góðu landi til rækt- unar og beitar. „Búgarðabyggð er nýjung í Sveitarfélaginu Árborg. Byggðin er ætluð fyrir fólk sem hefur áhuga á friðsæld sveitar- innar, auknu landrými, ræktun og húsdýra- haldi og er m.a. kjörið fyrir hestaáhugafólk. Aðstæðan mun gefa þann kost að fólk hafi hestana sína í sumarbeit fyrir utan húsin sín því heimilt er að reisa vegleg íbúðarhús, auk útihúsa, á skikunum. Jafnframt verður þarna hitaveita sem auðveldar alla ræktun. Reið- leiðir eru fyrirhugaðar víða um svæðið sam- kvæmt aðalskipulagi umfram þær sem fyrir eru en viðmunum einnig leggja 16 km af upp- byggðum reiðleiðum innan Tjarnabyggðar- innar sjálfrar“, sagði Jörundur í samtali við blaðið. Búið er að gera samninga við Sveitar- félagið Árborg um alla þjónustu og verður hún hin sama og í þéttbýlinu, t.d. skólaakstur, snjómokstur, sorphirða, viðhald vega og við- komandi veitur tryggja heitt og kalt vatn, raf- magn og síma. Þá er búið að gera samning við verktakafyrirtækið Nesey um lagningu allra vega og reiðleiða innan Tjarnabyggðar. Heimasíða byggðarinnar er; www.tjarna- byggd.is MHH Fyrsta búgarðabyggðin á Íslandi á 570 hektörum á milli Eyrarbakka og Selfoss Nýja byggðin er staðsett fjórum kílómetrum frá Selfossi. Hér sést staðsetning byggðar- innar vel á milli Eyrarbakka og Selfoss. Bændablaðsmyndir/MHH Jörundur Gauksson með teikninguna af nýju búgarðabyggðinni á milli Eyrarbakka og Selfoss en þetta mun verða fyrsta klasa- byggðin á Íslandi. 15 klasar verða í fyrsta áfanga hverfisins. Þórshafnarhrepp- ur og Skeggja- staðahreppur Kosið um sameiningu Laugardaginn 8. apríl næst- komandi fara fram kosningar um að sameina Þórshafnar- hrepp og Skeggjastaðahrepp. Björn Ingimarsson, sveitar- stjóri Þórshafnarhrepps, segir fjárhagslegan ávinning í samein- ingu Þórshafnar og Skeggja- staðahrepps ótvíræðan. Hann segir að menn telji að með sam- einingu sé hægt að efla þjónustu við íbúana á svæðinu í heild og þess vegna telji menn sér skylt að reyna sameiningu. Ef af henni verður munu íbúar hins nýja sveitarfélags verða 550 og vegalengdin milli Þórshafnar og Bakkafjarðar er um 40 km. Hrepparnir fá ákveðinn fjár- stuðning frá ríkinu við að efna til þessara sameiningarkosninga eins og allir aðrir hreppar sem það hafa reynt. Björn segir að það hafi ekki áður verið kosið um sameiningu þessara hreppa en hins vegar hafi tvívegis verið kosið um sameiningu Þórshafnarhrepps og Svalbarðshrepps en hafnað af Svalbarðshreppi í bæði skiptin. Í fyrra sinnið var það árið 1994, þegar Þórshafnarhreppur og Sauðaneshreppur voru samein- aðir, þá var Svalbarðshreppur með í kosningunni en hafnaði sameiningu. Síðan var það, sam- kvæmt tillögu stóru sameining- arnefndarinnar, að kosið yrði aftur um þetta í haust er leið en allt fór á sama veg. Áki Guðmundsson, oddviti Skeggjastaðahrepps, sagði að hann teldi að margt ynnist við sameiningu. Og ef tekst að koma því til skila til íbúa beggja hreppanna þá sagðist hann telja að sameiningin yrði samþykkt. Hann sagði forystumenn hrepp- anna fyrst og fremst hugsa um sameininguna sem sókn en ekki vörn. Fyrir væri í Skeggjastaða- hreppi góð félagsþjónusta þann- ig að yfir henni þyrfti ekki að kvarta en lengi mætti gott bæta. Íslenskt timbur í Byko. /Bændablaðið Jón Svavarsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.