Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 40
40 Þriðjudagur 28. mars 2006 „Úr djúpum brunnum himinsins fellur skúr eftir skúr á þyrsta vorfrjóa jörð“ Ólafur Jóhann Sigurðsson „Bæn“ Á undanförnum vikum hefur hart verið tekist á um auðlindina vatn en frumvarp ríkisstjórnarinnar til vatnalaga var loks samþykkt af þingmeirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Gildistöku lag- anna var þó frestað til 1. nóv. 2007, það er hálfu ári eftir næstu reglu- legar kosningar. Lýstu Vinstri grænir, Samfylking og Frjálslyndir því yfir að þessi lög, sem miða að einkavæðingu vatns, komi aldrei óbreytt til framkvæmda fái þeir þar nokkru um ráðið. Vatnalögin frá 1923 eru heildargrunnlöggjöf um vatn. Einstakir þættir þeirra laga féllu á verksvið sérráðuneyta, landbúnaðarráðuneytis, umhverfis- ráðuneytis, og fleiri eftir atvikum. Þessu er nú öllu snúið við og sér- lög um vatn sem auðlind og yfir- stjórn þeirra mála er færð undir iðnaðarráðuneytið en Orkustofnun er falin umsjón málaflokksins. Auðlindin vatn er skilgreind sem séreign og getur þar með orðið sjálfstæð markaðsvara sem gengur kaupum og sölum eins og um hús- eign væri að ræða. Þetta er grun- vallarbreyting frá því sem er í eldri Vatnalögum en þar er einungis minnst á umráða- og nýtingarétt landeiganda á vatni. „Lífið á Vatnið“ „Vatn er takmörkuð auðlind og al- mannagæði sem er undirstaða alls lífs og heilbrigðis. Vatn er frá- brugðið öðrum efnum að því leyti að það finnst náttúrulega í föstu fljótandi og loftkenndu formi og er aldrei kyrrt á einum stað eða einu eignarlandi heldur á stöðugri hringrás um heiminn. Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með eins og hverja aðra versl- unarvöru. Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt með lögum fyrir núlifandi kynslóð og kynslóðir framtíðarinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum þennan rétt án mis- mununar.“ Þannig segir í yfirlýsingu nokk- urra stærstu almannasamtaka landsins, Þjóðkirkjunnar, Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna, Landverndar, Kennarasambands Íslands, Sam- taka starfsmanna fjármálafyrir- tækja og Náttúruverndarsamtaka Íslands. „En hver á vatnið?“ spurði bisk- up Íslands á ráðstefnu um „Vatn fyrir alla“ sl. haust. „Vatnið sem fellur af himni til að frjóvga og vökva jörðina og lífið.“ Biskupinn hafði leitt áheyrendur inn í Eþíóp- ískan dal, þar sem gosdrykkjaverk- smiðja hafði fengið einkaleyfi yfir öllu vatni í dalnum. Íbúarnir sátu á hakanum. Eigandinn hafði forgang um vatnið í gosið. „Lífið á vatnið - Water For Life „ er sérstakt átak Sameinuðu þjóð- anna, sem hafa lýst 2005-2015 ára- tug Vatnsins: „Vatn er forsenda alls lífs á jörðinni, líflína næstu kyn- slóða. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á verndun og sjálfbærri nýtingu þess. Okkur ber að tryggja öllum jarðarbúum aðgengi að vatni á jafnræðisgrunni“, sagði Kofi Annan í ávarpi sínu. Búið í haginn fyrir einkavæðingu á vatni Markmiðið sem nú er sett á oddinn er „skýrt eignarhald á vatni“. Jafn- framt er gildissviðið víkkað veru- lega frá því sem áður var: Í 2. gr. segir: „Lög þessi taka til alls renn- andi eða kyrrstæðs vatns á yfir- borði jarðar og neðan jarðar í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi, að svo miklu leyti sem önn- ur lög gilda ekki hér um. Í 4. grein laganna stendur: „Fasteign hverri, þar með talið þjóðlendu, fylgir eignarréttur að því vatni sem á henni rennur eða undir henni er eða um hana rennur.“ Gangi þetta fram verður heimilt að selja eignarréttindin á vatni frá viðkomandi landi eða fasteign og með sama hætti er hægt að taka vatnið sjálft eignarnámi frá fast- eigninni. Breytingarnar miða nú að því að auðlindin vatn verði sjálfstæð markaðsvara og geti sem slík gengið kaupum og sölum hliðstætt því sem um hús eða bíl væri að ræða. Kveðið er ítarlega á um eignarnámsheimildir á vatnsrétt- indum en í fyrri lögum er aðeins talað um bætur eða gjald fyrir skil- greindan nýtingarétt á vatni ef al- mannheill krefst til ákveðinna verkefna eða þjónustu s.s. vatn- sveitu. Hér er um grundvallarbreytingu að ræða sbr. 2. gr. Vatnalaga frá 1923: „Landareign hverri fylgir réttur til umráða og hagnýtingar því vatni, straumvatni eða stöðu- vatni sem á henni er á þann hátt sem lög þessi heimila.“ Í eldri Vatnalögum er réttur landareignar til vatns tíundaður svo sem til heimilisþarfa, búsþarfa og jarðræktar, sem má eigi skilja frá landareigninni nema með sér- stökum lögum en hvergi er minnst á skilyrðislausan eignarrétt að auð- lindinni sjálfri. Einkavæðing á vatni er því meginmarkmið nýrra Vatnalaga. Sameign íslensku þjóðarinnar Í þessu samhengi er lærdómsríkt að líta á 1. grein laga um stjórn fiskveiða:en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Úthlut- un veiðiheimilda samkvæmt lög- um þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum“. Hvers vegna ætti ekki það sama að gilda um vatnið sem auðlind? Svokallaðir kvótaeigendur fisk- veiðiheimilda sækja hart að því að fá viðurkenndan eignarrétt sinn á auðlindinni, fisknum í sjónum. Þess vegna er mikilvægt að fá fest í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á nytjastofnum sjávar sem og á vatnsauðlindinni. Reynsla annarra þjóða af einka- væðingu vatns er mjög döpur. Sér- staklega hafa þróunarlönd sem standa varnarlaus gangvart vatns- auðhringum lent í miklum hremm- ingum. Með séreignarhaldi á vatni er hægt að deila og drottna yfir heil- um landssvæðum og þjóðfélags- hópum. Reynsla af einkavæddum vatnsveitum er rakin ítarlega í ný- útkomnu hefti á vegum BSRB „Vatn fyrir alla“. Mörg lönd sem misstu vatns- auðlindir sínar í einkavædd gin auðhringa reyna nú að ná þeim aft- ur og lýsa þær þjóðareign. Oft þurfa þau þó að greiða ærið fé og skaðabætur til auðhringanna og reynist það sumum um megn. Skýtur þá skökku við að stjórnvöld á Íslandi leggi slíkt ofurkapp á einkavæðingu vatnsins hér á landi þvert gegn stefnu og viðvörun al- mannasamtaka víða um heim. Iðnaðarráðherra beitir bændur og landbúnaðinn yfirgangi Með nýju Vatnalögunum er allur nýtingaréttur á vatni færður undir stjórnsýslu iðnaðarráðherra jafn- framt því eru almenn vatnsréttindi til landbúnaðar skert og einungis mið- að við þarfir til kvikfjárræktar. Þá er stjórnsýsla ýmsra vatnsrétt- inda og veiðiréttinda sem tilheyra jörðum samkvæmt jarðalögum færð undir Orkustofnun og iðnaðarráð- herra. Sama gildir um mörg verkefni sem nú lúta forsjá Landgræðslunnar eða Veiðimálstjóra (Landbúnaðar- stofnunar). Þetta á t.d. við heimildir til að breyta vatnsfarvegi, varnir gegn landbroti, áveitur, framkvæmd- ir á vatnasvæðum og gerð miðlunar- lóna. Bændasamtökin og Landssam- band Veiðifélaga mótmæltu þessum verkefnaflutningum til iðnaðarráð- herra. En á þeim bæ er litið á vatn sem iðnaðarvöru og árnar til að virkja fyrir álbræðslur. Þegar spurt var hvort um mistök væri að ræða, svaraði iðnaðarráðherra því til að svo væri ekki. Ítrekað var kallað eftir lögum frá umhverfisráðherra um vatnsvernd sem eðlilega ættu að koma á undan nýtingarlögum. En hvergi er minnst á vatnsvernd í Vatnalögunum og segir það sína sögu um hug stjórn- valda til umhverfismála. Alþingi framselur lagasmíð til sérfræðinga Núgildandi Vatnalög eru frá 1923. Sú lagasetning tók nokkur ár. Þá eins og nú var deilt um skilgrein- ingu á vatnsréttindum. Alþingi á þeim tíma valdi þá leið að skipa nefnd þingmanna sem undirbjó lagafrumvarp og þó nefndin skil- aði tveimur álitum bar þingið gæfu til þess að vinna málið þannig að full sátt náðist á þinginu og hafa þau lög dugað vel í um 80 ár og gætu í sjálfu sér gert það áfram. Nú er annar háttur hafður á. Ríkisstjórnin ræður verktaka, lög- fræðistofur til að vinna lagafrum- vörp eftir forskrift. Sjálfsagt eru þeir sem sérfræðingar færir á sínu sviði og geta skilað ágætu verki eins og þeir eru beðnir um. En er það rétt aðferð við lagagerð? Þegar svo málið kemur inn á Alþingi, eru oft einu rökin í umdeildum málum að sérfræðingarnir leggi þetta til. „Af hverju má ekki færa löggjöf til samræmis við dóma Hæstarétt- ar?“ spurði forsætisráðherra í út- varpsviðtali 13. mars sl. En á Al- þingi að laga lögin að hæstaréttar- dómum, eiga ekki dómar að fara eftir lögum? Ber ekki Alþingi að taka sjálfstæða afstöðu og móta lagasetninguna út frá vilja þess? Það ber æ oftar við að ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar kaupi sér lagasmíð úti í bæ og komi svo með hana inn í þingið. Ef einhver spyr hvort þetta sé nú rétt er svarið: „Sérfræðingarnir segja þetta og ætlið þið að efast um vit þeirra?“ Það er ekki hægt að einkavæða allt Í umræðunnu um Vatnalög tókust á grunnhugsjónir samfélagsins: Annars vegar félagshyggja, sam- ábyrgð, verndun og sjálfbær nýting auðlinda, virðing fyrir náttúrunni og sjálfstæðum rétti hennar og hins vegar auðhyggjan, nýfrjálshyggj- an, taumlaus markaðshyggja þar sem ekkert má undanskilja einka- væðingunni, allt á að vera hægt að meta til fjár og selja, jafnvel grunnþætti alls lífs á jörðinni eins og vatnið. En engum dylst að miklir tímabundnir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi. Vatnið er tak- mörkuð auðlind, sumir kalla það olíu framtíðarinnar. Þegar vonin um peningagróða og völd ræður för er engu hlíft. Á 13. öld helgaði Guðmundur Arason Hólabiskup vatnslindir og brunna um land allt. Hann hafði fullan skilning á mikilvægi þessar- ar auðlindar. Tökum hann okkur til fyrirmyndar. Lífið og hin eilífa hringrás vatnsins verða ekki skilin að og einkavædd. „Þér guðir sem ráðið brunnum og geislum: megi líf mitt líkjast þessu niðandi regni tæru og svölu, þessum smáu dropum sem brynna vorfrjóum dal og laufkvikum hlíðum falla á tún bóndans væta bert andlit öræfalandsins og glitra um stund á hári lítilla barna“ Ólafur Jóhann Sigurðsson úr kvæðinu „Bæn“ Hindrum einkavæðingu vatnsins Jón Bjarnason, alþingismaður Baldvin Jónsson, einn af frum- kvöðlum hinnar árlegu matar- hátíðar Food and fun, segir að hátíðin hafi tekist betur í ár en nokkru sinni fyrr, en þetta var fimmta árið sem hátíðin er haldin. Talið er að um 20 þús- und manns hafi farið út að borða á þá 12 veitingastaði sem komu að hátíðinni þessa tæpu viku sem hún stóð yfir. Bæði föstudaginn 24. og laug- ardaginn 25. febrúar var tví- og þrísetið á veitingastöðum borgarinnar. Í kokkakeppninni sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur vakti íslenska lambakjötið mikla athygli og þá ekki síður íslenska mjólkin. Sigurvegari í kokka- keppninni var 23ja ára gömul norsk kona, Tina Vik að nafni og er þetta í fyrsta sinn sem kona sigrar í kokkakeppninni. Hún sagði íslenska hráefnið frábært og lét alveg sérstaklega vel af mjólkurvörunum. Hún sagðist hafa notað súrmjólk og rjómaost í sína rétti og að það hefði komið einstaklega vel út. Bæði lúðan sem hún notaði í forrétt og lambakjötið sem hún notaði í aðalrétt sagði hún frá- bært hráefni. Baldvin sagði alla kokkana hafa dásamað íslensku mjólkina og sagt hana vera allt öðruvísi mjólk en fáanleg er annars stað- ar í heiminum. Hann sagði að það væri einmitt á grundvelli þessarar sérstöðu sem verið er að reyna að selja mjólkurafurðir erlendis. Hann segir að kokkunum beri saman um að bæði íslenska mjólkin og lambakjötið hafi slíka sérstöðu að Íslendingum beri skylda til, gagnvart um- heiminum, að viðhalda þessum sérstæðu gæðum sem hvergi annars staðar í veröldinni eru fá- anleg. Kokkarnir sögðu íslensku mjólkina einstaka í sinni röð Miklar efasemdir eru um þessa skiptingu, einkum á Vest- urlandi. Stjórn Dvalarheimilis- ins Jaðars í Snæfellsbæ ritaði nýlega bæjarstjórninni bréf og lýsir þar yfir áhyggjum af skipt- ingu landsins í heilbrigðisum- dæmi og tekur bæjarstjórnin undir áhyggjur stjórnarinnar. Áhyggjurnar snúast fyrst og fremst um hve víðáttumikið Vesturlandsumdæmi verður samkvæmt þessum drögum. Forstöðumaður Jaðars er Inga Kristinsdóttir og sagði hún í samtali við Bændablaðið að Vestlendingum þætti þeirra um- dæmi allt of stórt. Hún sagði það sitt álit að umdæmið ætti að vera smærra. Það er tekið fram að þessi umdæmaskipting eigi ekki að skerða neitt þjónustuna en með henni eigi að spara fé án þess að það sé skilgreint neitt nánar. Inga bendir á að það vanti alltaf peninga í þennan geira og þess vegna sé ómögulegt að samþykkja þetta án þess að fá að vita meira. "Þetta verður svo stórt um- dæmi hér á Vesturlandi að það verður að kynna þetta mun betur en gert hefur verið. Við gætum sætt okkur við að saman væru í umdæmi Snæfells- og Hnappa- dalssýsla og Dalasýsla en það er fátt sameiginlegt með A.-Barða- strandarsýslu, Strandasýslu og V.-Húnavatnssýslu og til að mynda Snæfells- og Hnappa- dalssýslu í heilbrigðismálum," sagði Inga. Í drögunum er tekið fram að þrátt fyrir skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi skuli sjúk- lingar eiga jafnan rétt á að leita til þeirra heilsugæslustöðva eða heilbrigðisstofnanna sem þeir eiga auðveldast með að ná til. Lagafrumvarp í undirbúningi um að skipta landinu í heilbrigðisumdæmi Komin eru fram drög að frumvarpi til laga um skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi. Hafa drögin verið send út til umsagnar þeirra er málið varðar. Gert er ráð fyrir að umdæmin verði sjö: Allt höf- uðborgarsvæðið verður eitt heilbrigðisumdæmi. Borgarfjarðar- sýsla, Mýrarsýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla, A.- Barðastrandarsýsla, Strandasýsla og V.-Húnavatnssýsla verða annað heilbrigðisumdæmi. Vestfirðir verða sér umdæmi sem og Norðurland, Austurland, Suðurland og Suðurnes.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.