Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Hver ber ábyrgð á siðferðisbrestinum? Eftir því sem lengra líður frá bankahruninu og fleira mis- jafnt er grafið upp úr skúma- skotum íslensks viðskiptalífs á síðustu árum verða landsmenn æ meira gáttaðir. Hvers konar viðskiptasiðferði lýsir það að bankar og eigendur þeirra skuli leika þann leik að lána almenn- ingi peninga í mynt sem þessir sömu bankar eru að vinna gegn á erlendum mörkuðum? Og til að bíta höfuðið af skömminni eru útrásargreifarnir mættir til þess að innheimta hagnaðinn af svokölluðum afleiðusamningum sem bersýnilega miðuðust við fall krónunnar. Það er greinilegt af þessum dæmum að umræðan sem fyrir löngu er hafin um samfélags- lega ábyrgð fyrirtækjanna og atvinnulífsins hefur ekki náð inn fyrir þykka múra bankanna. Það má svo sem segja að tilraunir stjórnvalda til þess að kalla eftir þeirri ábyrgð hafi ekki verið ýkja þróttmiklar. Þess vegna hljótum við nú að spyrja, með vaxandi þunga, hver sé ábyrgð þeirra stjórnmálaafla sem voru við völd í sautján ár án þess að stemma stigu við því athæfi, oft á tíðum á gráu eða jafnvel dökkgráu svæði, sem nú hefur sett þjóðarskútuna á hlið- ina. Hvernig stóð á því að þrátt fyrir kröfur og hjal um aukið eftirlit með viðskiptalífinu stóðu stjórnvöld gegn því að auka það? Árum saman voru eftirlits- stofnanirnar í stöðugu fjársvelti, ef þær voru þá ekki eyðilagðar með því að raða þar inn aflóga stjórnmálamönnum og öðrum sem helst gerðu ekki neitt nema taka við kaupinu sínu. Það var tryggilega séð fyrir því að þar væri enginn sem tæki lagabók- stafinn eða stefnumið eftilits- stofnana hátíðlega. –ÞH Þeir eru ekki margir stólparnir sem standa eftir þá flóðbylgju sem skall á efnahagslífi þjóðarinn- ar á haustdögum. Á einni nóttu má segja að á ný hafi verið horft á landbúnað, sjávarútveg og aðrar framleiðslugreinar, ásamt ferðaþjónustu, sem helstu undirstöður þjóðfélagsins. Ekki fyrir löngu var því haldið fram að fjármálaumsýsla, bankastarfsemi og tengdar greinar kæmu í stað- inn fyrir slíkar atvinnugreinar. Því miður reynd- ust þær stoðir fúnar þegar á reyndi. Fjárlög tóku krappa dýfu. Frá því að vera góðærisfjárlög, lögð fram á fyrstu dögum haust- þings, og til jóla má segja að þau hafi hrunið. Umdeilanlegt er hvernig staðið var að þeirri kröppu beygju sem tekin var. Bændur fara ekki varhluta af því. Ákvörðun Alþingis um að standa ekki við gerða samninga við bændur er meiri- háttar skipbrot á um 20 ára gömlu fyrirkomu- lagi. Aldrei áður hefur verið um slíkt samning- arof að ræða sem nú. Bændasamtökin höfnuðu samningaumleitan um að rýra kjör bænda með þeim hætti sem gert hefur verið, og mótmæltu aðför að samningum bænda. Vinna við fjárlög næsta árs er talin verða enn erfiðari. Mun meiri samdráttur á útgjöldum rík- issjóðs er sagður fyrirhugaður. Væntingar um verðbólguþróun næstu misseri eru um hraða hjöðnun hennar. Skaði og tekjumissir bænda, sem eru aðilar að búvörusamningum, er því ekki fyllilega ljós á þessari stundu. En sam- kvæmt forsendum sem lagðar voru fram við fjárlagagerðina er reiknað með um 8% sam- drætti. Verði verðbólga hins vegar meiri verð- ur enn meiri samdráttur. Afleiðing af því getur verið mjög alvarleg fyrir marga bændur. Bændasamtökin og búgreinafélög, sem gert hafa samningana, verða að meta þá stöðu sem upp er komin og reyna að finna leiðir. Þær liggja ekki í augum uppi því staðreyndin er að ríkissjóður á ekki fjármuni. Þá er hin leiðin að auka tekjur búa með öðrum hætti. Hún er vafa- laust líka torsótt. Hins vegar verður að tryggja að búum verði ekki kollsteypt. Að tryggja búvöruframleiðslu vegna fæðuöryggis. Að hætta ekki rekstri afurðafyrirtækja né fyrirtækja sem þjónusta atvinnugreinina. Samningarofið getur haft mikil keðjuverkandi áhrif á byggð- ir ef illa fer. Ekki síst ætti að vera keppikefli að tryggja atvinnuhagsmuni, því að við höfum ekki efni á fækkun starfa nú. Næstu vikur og mánuðir verða erfiðir mörg- um búum. Þróun á verði aðfanga, eins og áburðar o.fl., verður afgerandi fyrir framtíð margra. Nú líður að þeim tíma að stjórnvöld verða að koma með stefnu um hvernig tekið verður á skuldum fólks. Frystingartími lána, sem margir hafa nú, tekur enda. Því miður hefur lítið komið fram um hvernig á að greiða úr málum. Bændasamtökin og búnaðarsam- böndin benda enn og aftur á öfluga þjónustu við bændur. Ákveðið hefur verið að bæta enn frekar ráðgjafarvinnu fyrir þá sem standa í erf- iðri glímu við fjármál. Bændum er bent á að hafa samband við ráðunauta. En fyrst og fremst byrjar slík glíma hjá hverjum og einum bónda. Matvælafrumvarp Breytt matvælafrum - varp hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu sýn virð ist sem sú frestun sem á málinu varð hafi orðið til að bæta það verulega. Fagleg umsögn BÍ hefur skilað sér að verulegu leyti við endur- skoðun frumvarpsins. Bændasamtökin hafa þegar falið starfshópi sínum að fara yfir efni þess og undirbúa nýja umsögn. Grund vallar- afstaða okkar nú er að koma enn skýrar fyrir í lögunum ákvæðum 13. gr. EES samningsins. Á því má ekki liggja nokkur vafi að þau ríku rétt- indi sem hann tryggir til verndar heilsu manna og dýra séu afdráttarlaust nýtt í löggjöfinni. Evrópusambandsumræða Einörð af- staða samtaka bænda til aðildar að ESB hefur haft áhrif. Aðildarsinnar hafa reynt að tortryggja málflutning og kalla eftir sanngjarnari umræðu. Afstaða okkar er hins vegar byggð á reynslu og staðreyndum, ekki vonum og væntingum sem alltof mikið er reynt að halda á lofti. Nú telja margir að ekki verði lengur komist hjá því að sækja um aðild og láta reyna á samning. Við slíku undanlátstali er varað. Vonir og væntingar mega ekki byrgja okkur sýn. Ef hins vegar ein- hver gæti bent á að aðildarríki hafi fengið var- anlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB vegna þýðingarmikilla hagsmuna við- komandi þjóðar, væri örugglega búið að benda á slíkt. En slíkt hefur enginn fengið. Það er ekki til „súperaðild“ að ESB þar sem öllum sérhags- munum okkar væri fullnægt og við nytum allra kosta aðildar. Þó að sagt sé að aðstæður vegna bankakreppu kalli á annað hagsmunamat og aðra skoðun þá er líka bankakreppa í ESB. Vandamál bankakreppunnar er samt að stærst- um hluta stjórnunarvandi hér innanlands. Því fyrr sem dugmiklir stjórnmálamenn átta sig á slíkum staðreyndum þeim mun fyrr getum við hafið uppbygginguna. HB Fúnar stoðir Á næstu vikum og mánuðum er líklegt að umræða um aðild að ESB magnist verulega. Það virð- ist vera sem að margir líti á aðild að sambandinu sem lausn á núver- andi efnahagsvanda, sérstaklega til að geta tekið upp aðra mynt í stað íslensku krónunnar. Að sækja um aðild tekur þó alltaf talsverðan tíma. Verði aðild samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslu tekur við aðlög- un í einhvern tíma, sem endar með fullri aðild. Sett eru sérstök skilyrði fyrir upptöku sameiginlegs gjald- miðils þar fyrir utan, sem Ísland uppfyllir ekki nú. Hvað varðar sauðfjárræktina er erfitt að fullyrða um hvernig grein- inni myndi reiða af innan ESB, en meginbreytingarnar eru af tvennum toga: 1. Tollalækkun Innganga hefur það í för með sér að öll tollvernd gagnvart ESB hverfur. Það mun að sjálfsögðu þýða aukinn innflutning. Almennt séð er kannski ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af beinni samkeppni við innflutt kindakjöt, vegna sérstöðu kjötsins í hugum neytenda. Hins vegar er jafn ljóst að áhrifin yrðu mun meiri af inn- flutningi annarra kjöttegunda. Miklu meiri munur er til dæmis á verði á svína- og kjúklingakjöti hérlendis og innan ESB heldur en á kindakjöti. Undir venjulegum kringumstæðum yrði því þungi inn- flutningsins þar. Mikið magn af tollfrjálsum innflutningi á kjöti af þessum tegundum myndi auðvitað hafa áhrif á kjötmarkaðinn í heild. Ljóst er að það myndi koma niður á sölu alls innlends kjöts þar með talið kindakjöts. 2. Breyting á styrkjakerfi Með aðild yrði íslenskur landbún- aður að taka upp hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og gjör- bylta þar með styrkjakerfinu eins og það er nú hérlendis. Afnema verður flestar tengingar greiðslna við framleiðslu, s.s. á kíló, lítra o.s.frv. Nú er kjarninn í stuðn- ingi ESB greiddur út á landstærð og skiptir þá ekki öllu máli hvort þar fer fram framleiðsla eða ekki. Framleiðendum eru sett ýmis skil- yrði um t.d. sjálfbæra landnotkun, meðferð búfjár og fleira – ekki ólíkt hérlendri gæðastýringu í sauð- fjárrækt. Samið hefur verið um ýmsar sérlausnir varðandi landbúnað ein- stakra aðildarríkja, s.s. varðandi norðlægan landbúnað í Svíþjóð og Finnlandi Rétt er að taka fram að margt af þeim sérlausnum þarf við- komandi ríki að kosta sjálft, t.d. er áætlað að kostnaður við landbún- aðarstyrki í Finnlandi sé að 60% greiddur af finnska ríkinu en 40% af ESB. Mjög erfitt er að áætla hversu mikla styrki sauðfjárbúskapur hér- lendis fengi við aðild að ESB. Það er ekki síst vegna þess að það myndi ráðast að miklu leyti í aðildarvið- ræðum um hversu umfangsmikill stuðningurinn yrði, hversu mikið íslenska ríkið óskar eftir að fá að gera og við hvað yrði miðað þegar upphæð óframleiðslutengda stuðn- ingsins yrði ákveðin. Jafnframt eru enn heimildir fyrir ákveðna fram- leiðslutengingu í sauðfjárbúskap (gripagreiðslur), en það færi einnig eftir íslenskum stjórnvöldum hvort óskað yrði eftir að nýta þær heim- ildir. Í samantektum sem gerðar hafa verið um áhrif inngöngu í ESB á Íslandi hefur reyndar verið talið að sauðfjárrækt myndi koma skást út úr þeim breytingum sem fylgja aðildinni. Hinsvegar er þar ein- göngu horft á greinina sérstaklega en ekki þróunar á kjötmarkaði vegna innflutnings annarra kjötteg- unda. Hugsanleg þróun Í Finnlandi varð þróunin sú eftir inngöngu í ESB að bændum fækk- aði verulega, búin stækkuðu og verð á afurðum lækkaði. Ætla má að þróunin geti orðið svipuð hérlendis ef verður af inngöngu í ESB. Jafnframt er ljóst að rekstr- argrundvöllur margra afurðastöðva brestur ef mikill samdráttur verður á kjötmarkaði. Störfum í grein- inni og tengdum greinum mun því fækka. Mörg samfélög sem byggja á sauðfjárrækt hérlendis munu ekki þola það. Verði samt sem áður tekin ákvörðun um að sækja um aðild að ESB þá skiptir miklu máli að skilgreina vel samningsmarkmið varðandi landbúnaðinn. Það er t.d. talið að aðildarsamningur Finna um landbúnað sé talsvert betri en Svía vegna vandaðri undirbúnings Finna. ESB og sauðfjárræktin Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda ls@bondi.is Evrópumál

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.