Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Utan úr heimi Yfirstandandi fjármálakreppa er lærdómsrík um það hvernig fræðilegar og einfaldaðar kenn- ingar missa tök á raunveruleik- anum. Yfir 90% af viðskiptum, sem fara fram í heiminum, eru viðskipti með gjaldeyri og verð- bréf, sem reynast oft vera harla ótryggir pappírar. Á bak við viðskipti eiga, samkvæmt kenn- ingunni, að standa raunveruleg verðmæti. Í reynd er gífurlega háum upphæðum kastað út um gluggann og enginn getur upp- lýst hvað um þær verður. Hér er á ferð nútímaútgáfa af ævintýrinu um Nýju fötin keisar- ans. Í raunveruleikanum, rétt eins og í ævintýrinu, eru bæði keis- arinn og þjónar hans treggáfaðir lærisveinar. Í nóvember sl. komu saman í Washington leiðtogar 20 voldugustu ríkja heims til að ræða fjármálakreppuna. Sú staðreynd að þangað var í fyrsta sinn boðið fulltrúum fjölmennra þróunarlanda var til merkis um breyttan heim. Í lokayfirlýsingu fundarins kom hins vegar í ljós að engin ný stefna var mörkuð. Alvarlega er varað við hvers kyns verndarstefnu og skor- að á Alþjóða viðskiptastofnunina, WTO, að ljúka samningagerð um fulla fríverslun í heimsviðskipt- um með iðnaðarvörur, búvörur og þjónustustarfsemi þegar fyrir nýliðin áramót. M.ö.o. á að nota orsök fjármálakreppunnar sem leið til að komast út úr henni. WTO er e.t.v. voldugust allra alþjóðlegra stofnana, vegna þess að hún ein hefur vald til að refsa löndum sem framfylgja ekki ákvörðunum hennar. Með þann þrýsting í huga, sem hvílir nú á WTO um að ljúka samningum um alþjóðaviðskipti, þá er full ástæða til að líta nánar á það hvernig beitt er sama hug- myndakerfi um frjáls viðskipti og nú er búið að leiða fjármálakerfi heims, og í kjölfar þess hagkerfi heims, út í djúpa kreppu. Lið fyrir lið er kerfið uppbyggt með eftirfarandi hætti: 1. Hinn hagþenkjandi maður Sérhver maður um víða veröld stefnir að því að hámarka eigin hagnað og hann býr yfir þeirri þekk- ingu sem þarf til þess. Atvinnulaus maður, ólæs og óskrifandi í fátæku þróunarlandi, hugsar að þessu leyti eins og háskólamenntaður maður í fastri vinnu í ríku landi. Stéttarleg samstaða eða sjálfvalin temprun á neyslu er ekki til eða í besta falli sjúklegt ástand. 2. Viðskipti eiga að fara fram á heimsmarkaðsverði WTO slær því föstu að heims- markaðsverð, t.d. á mjólkurafurð- um, sé verð þeirra á Nýja-Sjálandi þó að mjólkurframleiðsla þar sé innan við 2% af heimsframleiðsl- unni. Í raun þýðir mjólkurverð á Nýja-Sjálandi einungis það að aðeins örfá lönd gætu haldið áfram að framleiða mjólk. Annað vandamál við það að binda mjólkurverð á heimsmarkaði með þessu móti, er það að fjölþjóð- leg fyrirtæki ráða yfir verðlagn- ingu á öllum framleiðsluferlinum. Mjólkurverðið verður þannig innri ákvörðun fyrirtækisins. Hvað varðar búvörur kemur það þannig út að heimsmarkaðsverðið er hreint undirboðsverð þar sem flest lönd framleiða fyrst og fremst fyrir heimamarkað sinn og flytja einungis út hugsanlega offram- leiðslu, eftir því sem tilefni er til. 3. Viðskipti eiga að fara fram á heimsmarkaði án verndar af nokkru tagi Í raun verndar sérhvert land eigin atvinnustarfsemi með margvíslegu móti og þar eru innflutnings- tollar sýnilegastir. Í því er fólgin mótsögn, segir franski landbún- aðarhagfræðingurinn Jacques Berthelot. Þar sem tollar eru gegn- sæjastir allra aðferða við markaðs- stjórn eru þeir mest gagnrýndir, en jafnframt því hve sýnilegir þeir eru þá valda þeir minnstum skaða. Hann leggur jafnframt áherslu á að tollar séu lagðir á til varnar inn- lendri framleiðslu en aðrar aðgerð- ir geta verið aðför að heimamark- að landa sem þær beinast að. Dæmi: ESB hefur lengi flutt út þurrmjólk og kjúklingakjöt til landa í Afríku á mjög niðurgreiddu verði, sem hefur valdið gjald- þroti tugþúsunda bænda í Afríku. Ef ESB hefði látið sér nægja að vernda sinn eiginn markað hefðu afrískir bændur staðið jafnréttir. Kenningin um frjálsan heims- markað lokar einnig alveg aug- unum fyrir því að lönd eru efna- hagslega misjafnlega á vegi stödd. Innviðir ríkra landa, svo sem vega- kerfi, fjarskiptakerfi, menntun og rannsóknastarfsemi, gefur þeim mikið forskot gagnvart fátækum löndum. Þetta forskot styrkist enn frekar við það að tollahindranir ríkra landa eru verulega meiri á fullunnum vörum en hráefnum. 4. Samningar um búvöruvið- skipti á vegum WTO Þessir samningar byggjast annars vegar á styrkjum sem trufla við- skipti, svokallað „gult box“, og styrkjum sem trufla ekki viðskipti, svokallað „grænt box“. Berthelot heldur því fram að allir landbún- aðarstyrkir trufli viðskipti þar sem þeir hvetji til aukinnar framleiðslu. Þetta hafa þróunarlöndin bent á í WTO-viðræðunum án þess að á það hafi verið hlustað. Viðbrögð ríku landanna við því í samninga- viðræðunum hafa verið þau að flytja ríkisstuðninginn úr gula box- inu (út á framleiðsluna) í græna boxið, (styrkir ótengdir fram- leiðslu en tengdir við landstærð og umhverfi). Fátæk lönd greiða hins vegar styrki sína, sem eru óveru- legir, út á framleiðslu, og þeir eru því skilgreindir sem gulir og þar með óleyfilegir. Þessi skipting styrkja í „box“ gerir þannig ríkum löndum kleift að halda styrkjunum háum og banna jafnframt fátækum lönd- um að nota þær aðferðir sem ríku löndin notuðu með góðum árangri til að byggja upp landbúnað sinn. Þetta er mikilvæg ástæða fyrir því að ekki hefur tekist að ljúka yfir- standandi viðræðum innan WTO. 5. WTO er hlutlaus dómari í viðskiptadeilum Úrskurðarnefnd WTO í deilumál- um hefur kveðið upp úrskurði í óhag ríkra landa. En þar sem land- ið, sem kærir, verður sjálft að fram- fylgja dómnum eru litlar líkur á að það sé gert. Skuldastaða fátækra landa við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabandann veikir einnig stöðu þeirra. 6. Yfirstandandi viðræðulota er „þróunarlota“ Bæði lönd í Afríku, sem rækta baðmull, og Indland eru hætt að trúa á það þróunarátak, sem WTO hefur lofað. Markmiðið með hag- stjórn í heiminum hlýtur að vera að berjast gegn fátækt og fátækt fólk þarfnast svo sannarlega ekki frjálsari viðskipti með vörur sem það hefur ekki ráð á að kaupa Uppbygging gerviverðmæta í verðbréfaviðskiptum er til lítils fyrir þá sem skortir brýnustu nauð- synjar. Bonde og Småbruker/Jakob Christensen, stytt WTO-samningaviðræðurnar Saga um loftkastala Þörf fyrir áburð í framtíð- inni mun vaxa mikið samhliða aukinni matvælaframleiðslu. Eðlilegt er að spyrja hvernig hrá- efnisöflun til þeirrar framleiðslu sé á vegi stödd og hvort unnt sé að draga úr áburðarnotkun. Köfnunarefni, kalí og fos- fór eru meginnæringarefnin í til- búnum áburði. Óhætt er að segja að aðgangur að köfnunarefni, N, sé ótakmarkaður þar sem 78% af andrúmsloftinu er köfnunarefni og tiltölulega auðvelt er að afla þess. Kalíum fyrirfinnst í miklum mæli í jarðskorpunni, eða um 2% hennar, og áætlað er að kalínámur endist í minnst 600 ár. Að viðbættu kalí í sjónum, 0,4 grömmum í lítra, eru birgðirnar óþrjótandi. Verulegur fosfór er í jörðu, eða 0,1% af jarðskorpunni, en aðeins lítið er til af auðugum fosfórn- ámum. Flestar áætlanir gera ráð fyrir að hagkvæmar fosfórnámur endist á bilinu 50-130 ár. Eftir fáein ár munu Kína og Marokkó/Vestur- Sahara ráða yfir 75% af þekktum fosfórbirgðum jarðar. Þar sem ætla má að samkeppni verði lítil og vinnuorkukostnaður hár, vegna lágs hlutfalls fosfórs í námunum, er ástæða til að reikna með áframhald- andi verðhækkunum á honum. Í Noregi eru umtalsverðir mögu- leikar á að draga úr notkun fosfór- áburðar. Þar sem tilbúinn áburður á sér þar langa sögu er fosfórmagn í jarðvegi þar almennt hátt og það gefur færi á að draga úr áburðarmagninu. Þá er unnt að endurnýta fosfór úr búfjár- áburði og lífrænum úrgangi. Í nýjum viðmiðunartöflum við gerð áburðaráætlana í gras- og kornrækt hefur magn fosfórs þegar verið lækkað um 5 kg á ha. Það er a.m.k. um 30% minnkun frá fyrri ráðleggingum um steinefnaáburð- argjöf. Að auki er ráðlögð enn meiri minnkun þar sem efnagreiningar sýna miðlungs eða hátt fosfórmagn í jarðvegi. Þetta þýðir í raun 40% minnkun á notkun fosfórs á búum með búfé og 20% á öðrum búum. Býli með búfé eru með að með- altali um 15 kg af fosfór á hekt- ara í búfjáráburði sem fellur til á búinu. Það á að duga til að fullnægja áburðarþörfinni þar sem fosfórmagn í jarðvegi er hátt fyrir. Þarna er gert ráð fyrir að minna sé dreift á hekt- ara af búfjáráburði en aftur á fleiri hektara en áður. Notkun steinefnaá- burðar er við þær aðstæður unnt að minnka um 40% til viðbótar. Mikilvægasti úrgangur sem nýt- ist sem fosfórgjafi er úrgangur dýra og manna, sláturúrgangur og mat- arúrgangur. Hagkvæm nýting þess- ara áburðargjafa getur skilað áburði sem svarar til 10% af núverandi steinefnaáburðargjöf. Þetta magn er án efa unnt að tvöfalda ef með- ferð þessa úrgangs yrði bætt með nýjum úrvinnsluaðferðum. Með öllum þeim aðferðum til bættrar nýtingar á úrgangi, sem í boði eru, er fræðilega unnt að draga úr fos- fóráburðargjöf allt upp í 80%. Þó að aðgangur að köfnunarefni og kalí sé betri en að fosfór er eftir sem áður ástæða til að stefna að sem hagkvæmastri nýtingu þessara efna. Framleiðsla N-áburðar krefst orku og við framleiðsluna losna gróðurhúsalofttegundir. Ofauðgun köfnunarefnis í jarðvegi veldur óþarfa kostnaði og skaðar umhverf- ið, með útskolun nítratefnasam- banda og losun hláturgass. Með því að rækta jurtir sem binda nítrat og nýta áburð unninn úr úrgangi er unnt að draga úr N-áburðargjöf án þess að uppskera minnki. Kalí hefur fram að þessu ekki verið talið „takmörkuð auðlind“ og veldur heldur ekki umhverfisspjöll- um. Hins vegar getur of mikil K-áburðargjöf valdið ójafnvægi í efnainnihaldi uppskerunnar. Tímabil hins ódýra steinefnaá- burðar er liðið og landbúnaðurinn verður að laga sig að nýjum tímum með hækkandi verði á áburði. Svarið við því er markvissari áburðarnotkun, með betri nýtingu búfjáráburðar og endurvinnslu nær- ingarefna í lífrænum úrgangi. Bondebladet/Arne Grönlund, sérfræð- ing hjá Bioforsk Jord og miljö Hráefni til áburðarframleiðslu í framtíðinni Nýliðið ár einkenndist af mikl- um verðsveiflum á búvörum og þær sveiflur náðu til allra heims- horna. Markaðurinn leitar nú jafnvægis á ný en ýmislegt trufl- ar hann. Sá tími er liðinn þegar land- búnaður var stundaður í lokuðum hagkerfum. Breytingar á framboði og eftirspurn ná nú jafnóðum til allra heimshorna. Einföld athug- un á búvörumarkaðnum á árinu 2008 staðfestir það. Verðsveiflur á markaðnum á því ári vörðuðu bæði afurðaverð og verð á aðföngum, segir í ársskýrslu þýsku markaðs- stofnunarinnar ZMP. Hátt vöruverð árið 2007 og framan af árinu 2008 leiddi til stór- aukinnar ræktunar flestra nytjajurta. Jafnframt jukust fjárfestingar í búfjárrækt, sem og í framleiðslu áburðar, jurta- varnarefna, véla og verkfæra. Mikilvægasti áhrifavaldurinn í þessu samspili er hins vegar hinn alþjóðlegi fjár- málamarkaður. Lánakreppan, sem kom upp á nýliðnu hausti, leiddi fljótt til samdráttar í eftirspurn eftir búvörum og um leið til verðlækk- ana á þeim. Sem dæmi má nefna að verð á hveiti í október sl. var 50% lægra en í febrúar fyrr á árinu. Hliðstæð verðlækkun varð á maís en einnig lækkaði verð á hrísgrjón- um, matarolíu og mjólkurafurðum. En útgjöldin lækkuðu einnig. Með lækkun olíuverðs lækkaði bæði framleiðslukostnaður margra vöruflokka, sem unnir eru úr olíu, sem og flutningakostnaður. Markaðsstofnunin ZMP minn- ir á að búvöruverð hefur löngum verið sveiflukennt. Síðasta stóra verðhækkunarhrinan á búvörum átti sér stað á árunum 1996-97. Hún var á margan hátt hliðstæð nýliðn- um hækkunum. Á árabilinu 1992- 95 minnkuðu kornbirgðir í heim- inum verulega ár frá ári, jafnframt því sem framleiðslan dróst saman. Afleiðingin varð sú að kornbirgð- ir urðu árið 1995 þær minnstu frá 1975 og í Bandaríkjunum frá miðjum sjöunda áratugnum. Við það hækkaði verð á korni og áhugi á kornframleiðslu stórjókst sem birtist m.a. í auknum hagvexti í Suðaustur-Asíu. Hið sama gerðist að þessu sinni. Kornbirgðir voru orðnar minni en um alllangt árabil og það hafði áhrif á kornverðið en jafnframt á hinar miklu sveiflur sem verið hafa á kornverði á árinu. Hvað nánustu framtíð varð- ar þá mun alþjóðleg eftirspurn eftir búvörum hafa mest að segja. Landbúnaður í Evrópu stendur þar vel að vígi, að áliti ZMP; hann hefur verið að ganga í gegnum breytingatímabil og er reiðubúinn til að takast á við breytingar á markaðnum. Landsbygdens Folk Heimsmarkaður búvara leitar jafnvægis á ný

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.