Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Fréttir Formannsskipti verða í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðar- ins 15. janúar næstkomandi en þá mun Bjarni Guðmundsson sem verið hefur formaður víkja úr stjórn. Í formannsstólinn sest í hans stað Kjartan Ólafsson alþingismaður en Kjartan hefur setið í stjórninni um nokkurt skeið. All nokkrar aðrar breyt- ingar verða á skipun stjórnar en landbúnaðarráðherra skip- ar í stjórnina til næstu fjögurra ára. Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum í Hrútafirði og Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi á Vogum í Skútustaðahreppi koma nýjar inn í stjórnina í stað Bjarna og Elínar Aradóttur sem einnig víkur úr stjórn. Kjartan og Guðný eru skipuð af land- búnaðarráðherra án tilnefningar og Ólöf tilnefnd af iðnaðarráð- herra sem jafnframt er ráðherra byggðamála. Bændasamtök Íslands tilnefna tvo fulltrúa í stjórn og eru það þeir Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu og Sveinn Ingvarsson bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum en báðir sátu þeir í síðustu stjórn. Miklar breytingar verða á vara- stjórn sjóðsins en þar koma inn fjórir nýir stjórnarmenn. Þeir eru Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri, varafor- maður, Vigdís Sveinbjörnsdóttir bóndi á Egilsstöðum, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Svana Halldórs- dóttir bóndi á Melum. Haraldur Benediktsson formaður Bænda- samtakanna mun áfram sitja í vara- stjórn. Framleiðnisjóður styrki nýsköpun og atvinnulífið Kjartan segir að verkefni Fram- leiðnisjóðs séu mjög fjölbreytt og mikilvægt sé að sjóðurinn leggi sem mest til á þeim erfiðu tímum sem einkenna efnahagslífið nú um stundir. „Ég á ekki von á nein- um u-beygjum varðandi störf Framleiðnisjóðs á komandi árum en vissulega eru breyttar aðstæður í þjóðfélaginu frá því sem verið hefur. Ég á von á því að þeir sem að sitja í stjórn sjóðsins muni fara yfir þau mál öll. Nú hefur stjórnin enn ekki komið saman og ég get því ekki tjáð mig fyrir hennar hönd en það er ljóst að margt er breytt í okkar umhverfi. Efnahagsástandið í landinu er breytt, atvinnumál eru breytt og ég reikna með að Framleiðnisjóður líti í meira mæli til þeirrar stöðu nú. Það ríður að mínu viti meira á nýsköpun og atvinnuuppbyggingu nú en verið hefur að undanförnu. Þetta er nú samt sem áður málaflokkur þar sem ekki er hægt að töfra fram neinar skyndilausnir og ég vænti þess að við munum halda áfram að vinna að þessum málum eins og hægt er. Sígandi lukka í þessum málum er best.“ Styrkja þarf landbúnað til framtíðar Kjartan segir að mörg önnur stoð- kerfi séu til staðar í samfélaginu sem komi að atvinnumálum. Hann vill að Framleiðnisjóður leitist við að hafa sem öflugast samstarf við þá aðila og sameina kraftana en ekki dreifa þeim. „Það eru auðvit- að stofnanir eins og Byggðastofnun og nýsköpunarmiðstöðin Impra auk Bændasamtakanna og við höfum auðvitað verið að vinna með þessum aðilum, sem og fleirum. Við þurfum að reyna að samþætta þetta sem best og nota þá fjármuni sem eru til staðar, sem eru auðvit- að takmarkaðir, sem allra best til hagsbóta fyrir landbúnaðinn. Ég er bjartsýnn á að landbúnaður á Íslandi eigi sér styrka framtíð. Það hefur berlega komið í ljós í þessu efnahagsumróti hversu mikilvæg- ur hann er og við eigum að styrkja landbúnað á Íslanditil framtíðar. Það er ekki verkefni til nokkurra ára, heldur til áratuga.“ Ný stjórn Framleiðnisjóðs Gissur Jensen, mjólkurfræðingur hjá MS á Selfossi, var heiðraður á gaml- ársdag fyrir að hafa starfað í 50 ár í mjólkurbúinu á Selfossi. Þrátt fyrir það er ekkert fararsnið á honum, hann ætlar að vinna eins lengi og hann má. Gissur hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna 19. mai 1958, þá 14 ára. Hann hefur starfað í flestum deildum mjólkurbúsins og lengst af sem verkstjóri. Síðustu árin hefur hann starfað sem forstöðumaður rannsóknarstofunnar. 14 aðrir starfsmenn hjá MS voru heiðraðir á gamlársdag fyrir 10, 20, 30 og 40 ára störf sín í mjólkurbúinu. MHH Starfsmaður í hálfa öld í mjólkurbúinu á Selfossi Starfsmenn MS á Selfossi sem voru heiðraðir fyrir störf sín á gamlársdag. Fremstir eru Gissur Jensen og Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbús- stjóri. Mjólkurstöðinni á Blönduósi var lokað um áramót. MS ákvað síðastliðið haust að loka stöð- inni í hagræðingarskyni en um 60 milljónir króna sparast á ári með lokun hennar. Um 10 manns störfuðu hjá Mjólkurstöðinni í 7-8 stöðugildum, er lokun hennar því mikið áfall fyrir Blönduósbæ. Kúabændur í Austur- Húnavatnssýslu mótmæltu einhliða ákvörðun MS um lokun mjólk- urstöðvarinnar á liðnu hausti og telja mjög miður að allt hráefni verði flutt á brott til vinnslu annars staðar. Sú starfsemi sem var í mjólkurstöðinni á Blönduósi verður flutt á Selfoss, en aðalstarfsemin var gerð þurr- mjólkurdufts sem einkum er nýtt til sælgætisgerðar. Alls voru framleidd um 220 tonn af þurrmjólkurdufti hjá stöðinni árlega. Nú eru til birgðir af þurrmjólkurdufti sem duga fram að páskum. Arnar Þór Sævarsson bæj- arstjóri á Blönduósi sagði við Bændablaðið þegar ákveðið var að loka stöðinni í haust að menn hefði ákveðið að snúa bökum saman og leita nýrra leiða til að koma á starfsemi í húsinu á nýjan leik. Stefnt var að því að flytja fyrirtækið Sero, sem starfað hefur á Skagaströnd í húsakynni Mjólkurstöðvarinnar, en það félag hefur framleitt bragðefni úr sjáv- arafurðum. Á myndinni Daníel Kristjánsson með mjólkurvindil sem er þurrmjólk vafin upp eins og venjulegur vindill og etinn. Það var mjög vinsælt hjá krökkunum á Blönduósi að fara í mjólkurstöð- ina og fá mjólkurvindil að borða. Mynd og texti │ MÞÞ Mjólkurstöðinni á Blönduósi var lokað um áramót Búgreinasambönd og hagsmuna- aðilar í íslenskum landbúnaði eru nú í óða önn að skoða þau áhrif sem innganga í ESB gæti haft á viðkomandi atvinnugrein. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa skoðað nokkrar þær hliðar sem snúa að atvinnugrein- inni og þau áhrif sem aðild myndi hafa. Pálmi Vilhjálmsson, varaformað- ur SAM, segir að samtökin munu stuðla að því á komandi vikum, að innan samtakanna verði sett af stað ítrarlegri vinna við að greina áhrif einstakra þátta aðildar Íslands að ESB á aðstæður í mjólkurfram- leiðslu og mjólkurvinnslu. „Það er mjög mikilvægt að hagsmuna- samtök mjólkurframleiðenda og afurðastöðva sameini krafta sína í upplýsingaöflun og úrvinnslu þeirra. Hagsmunir framleiðslunnar og vinnslunnar verða ekki skildir að,“ segir Pálmi. Stytt samantekt SAM fer hér á eftir. Forsendur starfsemi afurðastöðva í mjólkuriðnaði Stærsti áhrifaþáttur í breytingum sem yrðu á rekstrarumhverfi mjólk- urframleiðslunnar og mjólkuriðn- aðar snýr að niðurfellingu á núver- andi tollvernd sem greinin býr við. Ísland yrði hluti af sameiginlegum innri markaði ESB þar sem við- skiptahömlur, í formi tolla á land- búnaðarvörur myndu falla niður. Samkeppnisforsendur íslensks mjólkuriðnaðar Að stærð og fjárhagslegum styrk er íslenskur mjólkuriðnaður örsmár í samanburði við helstu mjólkurfyr- irtæki í nágrannalöndum okkar. Íslenskur mjólkuriðnaður er minna en 2% af veltu DANONE fyr- irtækisins í Frakklandi. VALIO í Finnlandi er um 11-12 sinnum stærra en allur íslenskur mjólk- uriðnaður. Þess ber að geta að hér eru til viðmiðunar einstök fyrirtæki í viðkomandi löndum, samanborið við allan mjólkuriðnað hér á landi. Ef samanlagður mjólkuriðnaður viðkomandi landa er tekinn til sam- anburðar, er Ísland hlutfallslega enn minna. Það er augljóst að án sérstakra aðgerða eða frávika frá almennri reglu, mun íslenskur mjólkuriðanað- ur standa frammi fyrir ofjarli sínum að stærð og styrkleika í rekstri og efnahag. Ekki verður séð með hvaða hætti (lögum og reglum) væri hægt yrði að koma í veg fyrir að þess mikla aflsmunar myndi gæta í sam- keppni íslensks mjólkuriðnaðar við evrópska mjólkuriðnaðarrisa. Vörumarkaðurinn og áhrif á ferskvöru/dagvöru Þær vörur sem hvað síst myndu lenda í samkeppni við innflutning eru drykkjarmjólk og önnur vara með skert geymsluþol þar sem ganga myndi á geymsluþol vörunnar í inn- flutningsferlinu. Bein áhrif yrðu þó á verðlagn- ingu drykkjarmjólkur þar sem vægi hennar í heildarrekstri afurðastöðva yrði afgerandi og rekstrarkostnaður myndi hvíla þyngra á verðlagningu þeirrar vöru. Fram til þessa hefur drykkjarmjólk verið verðlögð frá afurðastöð undir kostnaðarverði við framleiðslu, en sá kostnaður verið borinn uppi af öðrum vöruflokkum. Sú aðferð yrði ekki framkvæmanleg og ljóst að verð þeirrar vöru myndi hækka umtalsvert. Jafnframt ber að geta þess að drykkjarmjólk, sem og allar aðrar vörur, eru seldar til endurseljenda í öllum þéttbýlisstöðum lands- ins (smásöluaðila) á sama verði. Mismunandi kostnaði vegna sölu og dreifingar í landinu hefur verið jafn- að út fram til þessa, m.a. í gegnum opinbera verðlagningu. Án sérað- gerða yrði ekki framkvæmanlegt að viðhalda slíku fyrirkomulagi. Ekki er hægt að fullyrða um inn- flutning á sýrðum fljótandi vörum, en ætla má að hluti þeirra yrði fluttur inn. Þessar vörur hafa að meginþunga borið uppi þær tekjur mjólkuriðnaðarins sem hafa m.a. verið nýttar til að halda niðri verði á drykkjarmjólk og þeim hefðbundnu vörum sem vega þyngst í neyslu almennings. Samanlagt vigta þessar vörur, þ.e. ferskvörur með takmarkað geymslu- þol, um 50% í magni og veltu. Áhrif á osta, mjólkurduft og aðrar geymsluþolnar vörur Hinn helmingur mjólkurmark- aðar á Íslandi, í magni og veltu, eru vöruflokkar með lengra geymsluþol sem talið er í mánuðum. Hér er átt við osta, mjólkurduft og geymslu- þolnar fljótandi vörur (G-vörur). Þessar vörur myndu lenda í sam- keppni við nágrannalönd okkar af fullum þunga. Þar mun strax gæta aflsmunar í stærðarhagkvæmni og styrkleika greinanna í viðkomandi löndum, með tilheyrandi afleiðing- um fyrir íslenskan mjólkuriðnað og mjólkurframleiðendur. Það liggur í hlutarins eðli að samkeppni í þess- um vöruflokkum við stóru fyrirtæk- in í nágrannalöndum okkar myndi hafa hvað alvarlegustu afleiðingar á mjólkurframleiðslu og rekstur afurðastöðva úti á landsbyggðinni. Eðli máls samkvæmt hefur mjólk- uriðnaður hér á landi þróast með þeim hætt að þessir vöruflokkar eru framleiddir hjá afurðastöðvum sem eru fjærst okkar stærsta markaði sem er á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er m.a. sú að mestri hagkvæmni hefur verið náð m.t.t. flutninga með þessu fyrirkomulagi. Samantekin áhrif Mjólkurframleiðsla mun dragst veru- lega saman með tilheyrandi fækkun mjólkurframleiðenda. Afurðastöðvum mun fækka enn frekar, rekstrarforsendur mjólkuriðn- aðar munu þyngjast verulega, og rekstrarskilyrði afurðastöðva úti á landsbyggðinni verða fyrir mestum búsifjum. Verð þeirra vara sem þyrfti að sinna neytendum með úr íslenskri mjólk myndi hækka umtalsvert. Aðrir þættir sem snerta samfélagið í heild sinni og þurfa frekari skoðunar: Þjónusta og dreifing til neytenda á þéttbýlisstöðum fjarri afurðastöðv- um úti á landsbyggðinni og trygging þeirrar þjónustu. Verður hægt að tryggja framboð innfluttra matvæla á íslandi, á þeim tímum þegar eftirspurn er meiri en framboð. Allar þjóðir setja þegna sína í forgang þegar slíkar aðstæður koma upp. Afurðastöðvar eru fyrst og fremst tæki mjólkurframleiðenda til að taka á móti afurðum þeirra til vinnslu, markaðsfæra og selja mjólkurvörur. Markaðstekjur afurðastöðva þurfa að standa undir almennum rekstr- arkostnaði vinnslunnar og dreifingar. Það sem eftir stendur fer til greiðslu afurðaverðs til framleiðenda. Því er það ljóst að þrengingar í rekstri og afkomu afurðastöðva munu allt- af enda hjá mjólkurframleiðendum með lækkun á afurðaverði og lækk- un á launagreiðslugetu búanna. Ljóst er að innganga Íslands í ESB muni hafa umtalsverð áhrif á forsendur greinarinnar í heild sinni. Leggja þarf umtalsverða vinnu í að kortleggja helstu áhrifaþætti, svara mörgum stórum spurningum sem fram koma, og í framhaldinu að meta áhrifin í heild sinni allt frá fram- leiðslustigi til markaðar. Jafnframt er mikilvægt að fylgjast grannt með síbreytilegi þróun í áherslum ESB í landbúnaðarstefnu sinni. Samantekt SAM um áhrif hugsanlegrar aðildar að ESB Mjólkuriðnaðurinn mætti ofjarli sínum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.