Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
hóf störf sem atvinnu- og ný-
sköpunarráðgjafi hjá Bænda-
samtökunum 1. janúar síðastlið-
inn. Hún er viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands og hefur
einnig sótt fjölda námskeiða, s.s.
í frumkvöðlafræðum, stofnun
og rekstri fyrirtækja, gerð við-
skiptaáætlana og auglýsinga-
tækni.
Guðbjörg starfaði nú síðast hjá
Mjólkursamsölunni sem markaðs-
stjóri osta- og smjörvara en hún hóf
störf við markaðsmál hjá Osta- og
smjörsölunni árið 2003 sem rann
svo saman við MS í ársbyrjun 2007.
Hún vann hjá Kjötumboðinu Goða
1999-2001 við sölu- og markaðs-
mál. Eftir störf sín þar rak hún eigið
útgáfu- og ráðgjafarfyrirtæki, auk
þess sem hún hafði viðkomu hjá
sprotafyrirtækinu Bergspá–Petro-
model ehf. Guðbjörg hefur einnig
komið að hótelrekstri, kennslu og
námskeiðahaldi.
Meginviðfangsefni hjá Bænda-
samtökunum verður alhliða ráð-
gjöf um nýsköpun og atvinnu-
sköpun á bújörðum. Starfsfólk
Bændasamtakanna býður Guð-
björgu velkomna til starfa. Unnt
er að hafa samband við Guðbjörgu
í síma 563 0300/563 0367 eða
gegnum tölvupóst; ghj@bondi.is
Kæru lesendur.
Gleðilegt ár! Ég get ekki annað en
verið dauðfegin að fá að tjá mig hér
aftur um gróður og garðmenningu,
nú að fæðingarorlofi loknu og það á
þessum síðustu og verstu tímum. Eða
eru þeir svo slæmir þegar betur er að
gáð? Jú, það er einhver tvískinnungur
í lofti, sumir segja að það geti varla
orðið mikið verra enn það er nú en
á sama tíma aðrir halda því fram að
í þeim breytingum sem við erum að
ganga í gegnum felist tækifæri sem
okkur beri að nýta. Það er kannski
nokkuð til í hvoru tveggja. Þrátt fyrir
það að skorið sé niður fjármagn til
skógræktar, þá eygi fólk ný tækifæri
fyrir ræktun á slíkum tímamótum.
Íslendingar upplifðu heilmikla
hræringartíma fyrir rúmum tvö-
hundruð árum og sem við getum
ef til vill lært eitthvað af þeim hug-
myndum sem komu upp þá sem
leiðir til þess að takast á við erf-
iðleikana. Það var kannski ekki
fjármálakreppunni fyrir að fara þá,
nema hvað varðar búfénað kannski!
Það voru miklu heldur hart árferði,
fjárkláði, fyrstu straumar upplýs-
ingarinnar og móðuharðindin sem
settu svip sinn á þjóðarreynslu
fólks hér á landi á seinni hluta 18.
aldar. En hvað er svona áhugavert
við það fyrir okkur nútímafólkið?
Jú, það getur verið lærdómsríkt að
skoða fyrri þrengingartíma og nýta
okkur reynslu fólks þá í staðinn
fyrir að halda bara áfram í okkar
neysluhyggju, framfara og tæknitrú
og láta eins og fortíðin komi okkur
ekkert við. Að sjálfsögðu höldum
við áfram, það gerum við hvort
sem okkur líkar betur eða verr, en
það sem aðrir hafa gengið í gegn-
um getur verið hollur spegill á það
sem við erum að reyna.
Það var nefnilega um miðja 18.
öldina sem að þeir Skúli Magnússon
og fleiri framámenn í íslensku sam-
félagi á þeim tíma komu á fót svo-
kölluðum innréttingum. Í þeim fólst
helst það að renna styrkari stoðum
undir íslenskt samfélag og gera
Íslendinga óháðari erlendum kaup-
mönnum. Endalok innréttinganna
voru reyndar ekki glæsileg, því að
framtakinu lauk með því að flest allt
það sem komið var á fót leystist upp
eða tókst ekki og höfðu þar móðu-
harðindin í kjölfar Skaftáreldanna
upp úr 1783 þar sínar afleiðingar. Í
þeim lagðist stór hluti landsins undir
ösku og mikið féll af búfénaði og
einnig fólki. En fleira olli því þó að
innréttingarnar stóðu ekki eins og
gert hafði verið ráð fyrir, eins og
andstaða kaupmanna.
Í innréttingunum fólst að koma
á fót smáverksmiðjum, aðallega
tengdum vinnslu á skinnum og ull
víða um landið og átti með þessu
að auka verkkunnáttu Íslendinga
og efla atvinnuvegina. En einnig
var gert átak í ræktun ýmiss konar,
bæði akuryrkju og garðrækt. Þá var
bændum hreinlega fyrirskipað að
rækta eigin kálgarð, sem voru eins
konar grænmetisgarðar þeirra tíma.
Konungur sendi norska og danska
sérfræðinga hingað til lands til
þess að fræða bændur um ræktun
og skilst mér að misvel hafi tekist
að koma þeim hugmyndum sem
þar voru á ferð inn hjá landanum.
Tilraunir voru gerðar með kornrækt
og ræktun ýmissa trjátegunda og
fyrstu kartöflurnar spruttu. Upp úr
þessu fara Íslendingar svo að rækta
meira en gert var áður, þannig að
eitthvað virðist hafa setið eftir af
ræktunarhugmyndunum sem inn-
leiddar voru þótt ræktun héldi ekki
áfram beinlínis á þeim stöðum þar
sem innréttingum var komið á fót.
Eftirstríðsárin í Þýskalandi
voru Þjóðverjum mjög erfiður
tími, miklar umbyltingar í efna-
hag og andrúmsloftinu yfir höfuð
einkenndu þau ár. Þá var líka gert
átak í ræktunarmálum, einnig sem
til betrumbóta á ástandinu. Þar var
farið í það að mynda í auknum mæli
svokallaða smágarða eða það sem
Þjóðverjar kalla Kleingarten. Það
eru eins konar garðfélög, þar sem
fólk getur leigt sér eða keypt skika
í smágarðahverfi, en það er hverfi
þar sem eingöngu slíkir garðar eru.
Átak þetta var gert til þess að fólk
í borgum og bæjum gæti ræktað
ofaní sig og sína á þeim tíma þegar
matvörur og aðrar nauðsynjavörur
voru mjög af skornum skammti. Og
eftir sprengingarnar í stríðinu var
líka nóg af ónotuðu landi fyrir hendi
sem hægt var að taka undir slíkt
félagslegt átak. Garðarnir eiga sér
samt eldri sögu og fara allt aftur til
aldamótanna um 1900. Smágarðar
þekkjast enn og þá einnig í öðrum
Evrópulöndum og í Bandaríkjunum
og Kanada. Og þá auðvitað helst í
borgum og bæjum, enda eru þeir
frekar hugsaðir fyrir það fólk sem
ekki hefur garð við eigin hús. Sums
staðar hafa vinsældir þeirra aukist
enn á ný með grænu kynslóðinni,
sem nú langar til þess hafa eigin
garð til þess að rækta í og njóta úti-
veru með vinum og fjölskyldu.
Við hér á landi getum nýtt okkur
slíka reynslu nú þegar atvinnuleysi
eykst og kreppir að fjárhag heim-
ilanna. Nú er einmitt tilvalið að setja
eitthvað af landi og örlítinn pening
í slík verkefni, nefnilega garða þar
sem fólk getur ræktað eigin græn-
meti, hist og spjallað og hefur þá
eitthvað skemmtilegt að gera um
leið. Auk þess eflir slíkt verkþekk-
ingu í landinu, því að eins og við
vitum þá er það jú þannig að mörg af
minni kynslóð og fólki þar af yngra
kunna lítið að rækta ofaní okkur,
en bæði langar til og hefðu gott af
því að rifja það upp. Þá gerist líka
eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir
að fólk sitji heima í aðgerðarleysi
og hafi áhyggjur. Í ræktuninni geta
því falist tækifæri til þess að hitta
líka fleira fólk þar sem nýjar hug-
myndir fást sem þá kannski verða að
skemmtilegum veruleika og arðbær-
um verkefnum. Vonandi verður árið
okkur gott ræktunarár.
Ræktun á krepputímum
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
Nú er góður tími til að
ná sér í fræ fyrir ræktunina í
vor og sumar, ákveða tegund-
ir, panta fræin eða fá þau hjá
vinum.
Hýsi ehf. og Hestamannafélagið
Hörður í Mosfellsbæ hafa náð
samningum um að Hýsi sjái um
að útvega og reisa reiðhöll á svæði
Harðar á Varmárbökkum. Reið-
höllin er 30 x 81 m eða 2430 m2 að
stærð og vegghæð 4,2 m. Iðnkúnst
ehf sér um að reisa húsið.
Hestamannafélagið Hörður
var stofnað 1950 og er með mikla
starfsemi í Mosfellsbæ. Hýsi ehf.
var stofnað 2006 og hefur verið að
sanna sig á þessum markaði með
sölu á reiðskemmum, hesthúsum,
fjárhúsum, fjósum, vélaskemm-
um og iðnaðarhúsum hverskonar.
Einnig býður Hýsi upp á glugga og
hurðir úr tré/áli, pvc og fleiri efnum
ásamt iðnaðar- og bílskúrshurðum.
Nýjasta viðbótin er umboð fyrir
Liebherr vélar og tæki.
Þess má til gamans geta að Hýsi
og Iðnkúnst eru bæði staðsett í
Mosfellsbæ. Ríkið og Mosfellsbær
koma myndarlega að þessu verk-
efni en meininginn er að húsið
verði tilbúið 1. júní 2009.
Fréttatilkynning
Reiðhöll reist í Mosfellsbæ Sigurður Grétarsson rafvirki á
Selfossi hefur stofnað fyrirtækið
Milli mjalta ehf., sem einbeitir sér
að þjónustu við mjólkurframleið-
endur. „Ég mun sinna viðgerða-
þjónustu á mjólkurtönkum og
kælikerfum þeim tengdum, einn-
ig viðgerðum á mjaltakerfum og
búnaði sem þeim fylgir. Ég verð
einnig með helstu varahluti og
mótora til staðar eins og kostur
er og vonast eftir góðu samstarfi
við söluaðila á þessu sviði,“ sagði
Sigurður í samtali við blaðið.
Hann hefur starfað í áratugi á
vegum mjólkuriðnaðarins á þessu
sviði og ætti því að vera flestum
mjólkurframleiðendum kunnur.
Hann telur að svona alhliða við-
gerðaþjónusta muni mælast vel fyrir
hjá mjólkurframleiðendum, ákveð-
ið tómarúm hafi myndast í þessari
viðgerðaþjónustu þegar mjólk-
uriðnaðurinn hafi hætt afskiptum
af henni á sl. ári. „Þörfin á svona
þjónustu er klárlega fyrir hendi og
Milli mjalta ehf. mun kappkosta að
veita þjónustu eins og þekkt var hér
á árum áður,“ bætti Sigurður við.
Símanúmerið hjá Sigurði er 863-
3047 og tölvupósturinn sonny@
hive.is MHH
Milli mjalta á Selfossi:
Nýtt fyrirtæki sem þjónustar
mjólkurframleiðendur
Milli mjalta: Sigurður Grétarsson rafvirki, sem hefur stofnað nýtt fyrirtæki
sem mun þjónusta kúabændur.
Nýr starfsmaður hjá
Bændasamtökunum
Póstafgreiðslu á
Laugum lokað
Póstafgreiðslu á Laugum í
Þingeyjarsveit verður lokað í
byrjun næsta mánaðar.
Úrskurðarnefnd fjarskipta-
og póstmála staðfesti skömmu
fyrir áramót ákvörðun Póst- og
fjarskiptastofnunar frá því í
ágúst á liðnu sumri um heim-
ild Íslandspósts hf. til að loka
póstafgreiðslu á Laugum í
Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn
Þingeyjarsveitar kærði málið til
úrskurðarnefndar sem nú hefur
birt úrskurð sinn.
Póst- og fjarskiptastofnun
samþykkti beiðni Íslandspósts
frá því í febrúar í fyrra og heim-
ilaði fyrirtækinu að loka þeirri
póstafgreiðslu sem rekin hefur
verið á Laugum frá og með 1.
febrúar 2009.
Hvítabirna á
bæjarskrifstofu
Hafíssetrið á Blönduósi tók
nýverið við hvítabirnunni
sem felld var við Hraun á
Skaga síðastliðið sumar til
varðveislu eftir að lokið var
við að stoppa hana upp.
Birnan er í eigu Náttúru-
fræðistofnunar Íslands og verð-
ur hún varðveitt á Hafíssetrinu
á Blönduósi en starfsemi þess
er yfir sumarmánuðina. Safninu
hafa borist margar óskir um að
hún verði til sýnis í vetur og
hefur henni verið komið fyrir í
glerbúri á bæjarskrifstofunni á
Blönduósi, Hnjúkabyggð 33 og
er öllum velkomið að líta inn
og sjá hana þar.
Við opnun Hafíssetursins í
vor verður henni komið fyrir í
safninu og atburðirnir rifjaðir
upp þegar hún kom til landsins.