Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 24
1. tölublað 2009  Þriðjudagur 13. janúar Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 27. janúar „Það eru svona þrjú ár frá því ég byrjaði að þreifa fyrir mér með þetta,“ segir Friðrika Sigurgeirsdóttir bóndi á Bjarnarstöðum í Bárðardal. Hún býr til sérstakar myndir úr ull og kallar Ullarflækju Friðriku. Allar myndirnar eru gerðar úr ull af ám þeirra hjóna, henn- ar og Ólafs Ólafssonar bónda á Bjarnarstöðum. Þar búa þau með 15 kýr og um 200 vetr- arfóðraðar kindur auk íslenskra hænsna, „svona sýnishorn af búskap,“ kallar Friðrika það, en sjálf vinnur hún utan heimilis í hlutastarfi á veturna hjá kerta- gerðinni að Stóru-Völlum. Friðrika vinnur ullina sam- kvæmt gamalli hefð. „Ég tek alltaf þátt í rúningi, met ullina og vel úr ull af ákveðnum kindum sem ég ætla að nota í mínar myndir,“ segir hún. „Mest nýti ég ullina af tvílitu kindunum, þeim botnóttu, golóttu og flekkóttu, þar sem þetta er nán- ast verðlaus ull á almennum mark- aði og ég hef unnið í því að stækka þann stofn síðustu ár. Svo nú hef ég úr nógu að moða.“ Einkum segist hún nota hina íslensku náttúrulegu sauðaliti, en þurfi vitanlega stundum að notast við litaða ull og hefur hún aðeins látið jurtalita ull fyrir sig. Þegar búið er að rýja er ullin þvegin, síðan kembd og loks þæfð með sérstakri aðferð, en ferlið tekur um hálfan mánuð að sögn Friðriku. Þá er efnið tilbúið til notkunar og eftir það tekur við listsköpun og hugmyndaflug lista- mannsins. „Ég er með allt heimilið hér undirlagt,“ svarar hún aðspurð um vinnuaðstöðu sína, en hún er heima á Bjarnarstöðum. Friðrika hefur sýnt verk sín síðastliðin tvö sumur á Kiðagili í Bárðardal, þar sem rekin er ferða- þjónusta og segist hún hafa fengið afar góð og jákvæð viðbrögð. Hún fór á svonefnt vaxtarsprotanám- skeið hjá Impru og kom inn í það með viðskiptahugmynd sem sner- ist um gerð ullarmynda. „Þetta var mjög gott námskeið, gagnlegt og gott og veitti mér heilmikla hvatningu,“ segir Friðrika. „Það var mjög gaman að setjast á skóla- bekk eftir 30 ára hlé,“ bætir hún við. Hún kveðst lítið hafa verið í því að koma sér og handverki sínu á framfæri, verk hennar eru til sýnis sem fyrr segir á Kiðagili og þá er Friðrika með í hópnum Handverkskonur milli heiða og þær hafa aðstöðu á Fosshóli þar sem iðulega er margt um mann- inn að sumarlagi. „Ég held bara ótrauð áfram að búa til myndir úr íslenskri ull, það gefur mér mikið og er afskaplega gaman en ekki síst þykir mér vænt um hversu vel þessu hefur verið tekið, mót- tökurnar hafa verið svo góðar að það er spurning hvort ég fari ekki bráðum að sýna myndirnar utan sveitar!“ segir Friðrika. MÞÞ Býr til myndir úr íslenskri ull sem vakið hafa athygli Friðrika Sigurgeirsdóttir bóndi í Bjarnarstöðum með Goltu sína. Ullar- flækja Friðriku eru myndir sem hún vinnur úr ull af ám frá bænum, en hún vinnur ullina samkvæmt gamalli hefð og útbýr svo listilegar myndir úr ullinni. Í nýrri stefnumörkun Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er gert ráð fyrir að skólinn hætti rekstri kúabús- ins á Möðruvöllum ásamt fleiri áherslubreytingum á rekstri staðarins. Á fundi stjórnar Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar og Búgarðs fyrir jól var til umræðu bréf frá Ágústi Sigurðssyni rektor skólans en fram kom á fundinum að breytingar sem fyrirhugað er að gera á rekstri staðarins hafi ekki verið útfærðar nánar í bréfi rektors. Á fundinn komu þeir Ingvar Björnsson og Þóroddur Sveinsson til skrafs og upplýs- inga fyrir stjórn. Í fundargerð kemur fram að Þóroddur legg- ur til að fenginn verði verktaki til að reka búið, en hugmynd Landbúnaðarháskólans er frek- ar í þá átt að finna kaupanda að bústofni og vélum, sem myndi áfram reka kúabú á staðnum. Ingvar gerði þá tillögu að geng- ið yrði mun lengra og reynt að finna samstarfsaðila á svæð- inu til að sameinast um rekstur staðarins í heild. Allir stjórn- armenn í búnaðarsambandinu og Búgarði eru sammála um að ef búfjárhald á staðnum leggist af hafi það veruleg neikvæð áhrif á tilraunastarf á Möðruvöllum svo og aðra starfsemi þar. Á fundinum var formanni og framkvæmdastjóra falið að skoða framkomnar hugmynd- ir og vinna áfram að málinu ásamt þeim félögum, Ingvari og Þóroddi. Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans segir að viðræður standi nú yfir við Búnaðarsambandið og fleiri aðila um þátttöku í rekstri Möðruvalla, svo að halda megi þar áfram búrekstri. Hann segir málið enn á frumstigi og í raun ekkert af því að frétta, en unnið sé að framgangi málsins og von- andi skýrist fljótlega hvað út úr því komi. MÞÞ Rekstri kúabúsins að Möðruvöllum verður hætt samkvæmt nýrri stefnumörkun Lbhí Verktaki til að reka búið eða finnst kaupandi?Á árinu 2008 var metár í fram-leiðslu kúamjólkur. En það ár var ekki síður hagstætt í geit- mjólkurframleiðslunni og voru um 3.400 lítrar lagðir inn í MS Búðardal sem hefur tekið þátt í samstarfsverkefni um móttöku bæði sauða- og geitamjólkur. Þar fer fram ostaframleiðsla og hefur bæði geitabrie og sauða- brie verið framleitt og sérvöru- verslanir tekið til sölu. Skemmst er frá að segja að neytendur hafa tekið mjög vel á móti vörunni og ostarnir seljast upp áður en ný framleiðsla berst í verslanir. Tvö verkefni styrkt Styrkveitingar til framleiðslu mjólkurinnar hafa verið tvenns konar árið 2008, annars vegar fer hluti um verkefnið „Framleiðsla á sauða- og geitaostum” og hins vegar um verkefnið „Geitaverkefni 2008.” Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur á Búgarði á Akureyri, er verkefnastjóri yfir verkefnunum. Hún segir að áhersla fyrra verk- efnis felist í að festa framleiðsl- una í sessi og varðveita miklivæga menningu samhliða verðmæta- og atvinnusköpun. Markmið síðara verkefnisins er að stuðla að sjálf- bærri verndun og viðgangi íslenska geitfjárstofnsins. Saman renna þessi verkefnið styrkum stoðum undir framleiðslu geitaosta. Allir geitfjáreigendur geta að sjálfsögðu tekið þátt í verkefninu en fram til þessa hefur einn framleiðandi verið virkur. Verkefnin eru styrkt bæði af landbúnaðarráðuneytinu og Bændasamtökum Íslands og segir Sigríður að styrkirnir muni koma sér afar vel. „Þeir gera okkur fært að vinna að ýmsum upplýsingum um möguleika á mjólkurframleiðslu íslensku geitarinnar úr gögnum sem safnast hafa frá árinu. Farið verð- ur yfir vörustjórnunarþætti sem lúta að meðhöndlun mjólkurinn- ar og vinnslu ásamt því að vinna að vörþróun. Þetta eru þættir sem varða áframhaldandi vinnu á árinu 2009 og verða gerð ítralegri skil á þegar þeir liggja fyrir. Gómsætir geitaostar framleiddir áfram Ljóst er að fyrra verkefnið held- ur áfram árið 2009 en óljóst er með hvaða hætti það síðara verður á þessu ári. „Áhugavert væri að heyra frá geitfjáreigendum með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér við- gang íslenska geitfjárstofnsins sem telur ekki mörg dýr og er ákaflega verðmætur,“ segir Sigríður. –smh Stuðningur við geitur og vinnslu geitamjólkur Ráðherra skipar nefnd um landnýtingu Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur skipað nefnd til að meta hvort þörf sé á að endurskoða ákvæði laga í þeim tilgangi að tryggja betur en nú er, að land sem nýtanlegt er til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annarra nota með var- anlegum hætti. Er skipun nefnd- arinnar í samræmi við ályktun Búnaðarþings árið 2008 þar sem skorað var á ráðherra að skipa starfshóp til að finna leiðir til að tryggja varðveislu góðs ræktar- lands til framtíðar. Búnaðarþing og Bændasamtök Íslands hafa undanfarin misseri líst áhyggjum sínum af því að með breyttri nýt- ingu landnæðis geti komið upp sú staða að óafturkræfar breyt- ingar verði gerðar á ræktarlandi sem valdi því að það verði óhæft til landbúnaðarnota í framtíð- inni. Slíkar breytingar kynnu að valda því að matvælaöryggi þjóðarinnar yrði sett í uppnám í framtíðinni. Slík staða er óásætt- anleg að mati bænda. Ekki ráð nema í tíma sé tekið Einar Kristinn Guðfinnsson land- búnaðarráðherra segist vænta mik- ils af nefndinni enda sé um að ræða málefni sem að sífellt komi betur í ljós að sé afar mikilvægt að tekið verði á. Hann vonast jafnframt til að nefndin geti unnið starf sitt af nokkrum hraða. „Ég vona að þessi nefnd geti unnið hratt og vel þó ég viti að þetta geta verið á ýmsan hátt snúin álitamál. Tilefni þessar nefndar er samþykkt Búnaðarþings og ég hygg að ástæða þess að þing- ið ályktaði á þessa vegu hafi verið þessi umræða sem hefur oft verið í gangi um það hvort breytt búskap- arform í sveitum, frístundabyggð, skógrækt og annars konar land- nýting heldur en verið hefur, geti á einhvern hátt ógnað hefðbundinni landbúnaðarstarfsemi. Hún er að mínu mati skipuð fólki sem hefur víðan sjóndeildarhring, fulltrúar sveitastjórna, fulltrúar bænda- samtakanna auðvitað og fulltrúar umhverfisráðuneytisins sem fer með skipulagsmál á landinu auk fólks sem hefur víðtæka þekkingu þannig að ég bind miklar vonir við nefndina. Ef nefndin skilar nið- urstöðu sem kallar á lagabreyting- ar þá væri auðvitað æskilegt ef að hægt væri að leggja fram þær laga- breytingar á næsta hausti,“ segir Einar Kristinn. Nefndina skipa: • Þórólfur Halldórsson sýslumað- ur í Keflavík sem er formaður nefndarinnar, án tilnefningar. • Drífa Hjartardóttir bóndi, Keldum, Rangárþingi vestra, án tilnefningar. • Eiríkur Blöndal frkvstj. BÍ, til- nefndur af BÍ. • Jón Geir Pétursson sérfræðing- ur í umhverfisráðuneytinu, til- nefndur af umhverfisráðherra. • Ólafur Eggertsson oddviti, Þor- valdseyri, Rangárþingi eystra, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn þeirra, í sömu röð, eru: • Arnór Snæbjörnsson deildar- stjóri í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu. • Björn Friðrik Brynjólfsson að- stoðarmaður ráðherra. • Sigurbjartur Pálsson bóndi og stjórnarmaður BÍ. • Danfríður Skarphéðinsdóttir sérfræðingur í umhverfisráðu- neytinu. • Margrét Sigurðardóttir oddviti Flóahrepps. Sjá nánar á www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.