Bændablaðið - 10.09.2009, Síða 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009
Ríflega tíu þúsund gestir hafa
skoðað Reðasafnið á Húsavík í
sumar, en það er met. Safnið var
flutt frá Reykjavík til Húsavíkur
árið 2004 en það var nýlega á
lista breska dagblaðsins The
Daily Telegraph yfir tólf furðu-
legustu söfn veraldar. Safnstjóri
er Sigurður Hjartarson.
Hið Íslenzka Reðasafn er vænt-
anlega hið eina sinnar tegundar í
heiminum, þar sem saman hefur
verið safnað reðum af allri spen-
dýrafánu eins lands. Reðurfræði
eru aldagömul vísindi sem til þessa
hefur lítt verið sinnt á Íslandi, nema
þá sem afleggjara annarra fræða, t.d.
sagnfræði, listfræði, sálfræði, bók-
mennta og ýmissa lista. Nú er hins
vegar unnt að stunda reðurfræði á
skipulegan og vísindalegan hátt.
Hið Íslenzka Reðasafn telur nú
209 reði og reðurhluta af nálega
öllum land- og sjávarspendýrum
hinnar íslensku fánu. Í safninu eru
55 eintök af 17 tegundum hvala,
1 eintak af bjarndýri, 36 eintök af
7 tegundum sela og rostunga og
115 eintök af 20 tegundum land-
spendýra, eða alls 209 eintök af
46 dýrategundum. Við þetta bætast
loforð fyrir fjórum eintökum af teg-
undinni Homo Sapiens og eru vott-
fest gjafabréf því til staðfestingar.
Auk þessa er að finna í safninu
þjóðfræðideild með 23 eintökum
af 19 tegundum og erlenda deild
með um 40 eintökum af 27 tegund-
um. Samtals eru því í safninu 272
eintök af 92 tegundum. Auk hins
vísindalega þáttar hefur safnið að
geyma um þrjú hundruð listgripa
og nytjahluta er tengjast viðfangs-
efnum safnsins.
Síðustu tvö árin hafa þeir Þórður
Þórðarson, landfræðingur hjá
Landlínum ehf. í Borgarnesi
og Óðinn Sigþórsson, verkefn-
isstjóri hjá Búnaðarsamtökum
Vesturlands, rýnt í misgaml-
ar landamerkjabækur vegna
hnitsetningar landamerkja.
Svæðið sem er undir í þessu
verkefni nær allt frá Kjalarnesi
um Vesturland, Vestfirði og
að Ströndum. Nú þegar hafa
á annað hundrað jarða verið
skráðar í verkefnið en þetta er
átaksverkefni fram til ársins
2012. Upphaflega var byrjað á
hnitsetningunum vegna þjóð-
lendukrafna ríkisvaldsins á
hálendinu en fljótlega kom svo í
ljós að full þörf var fyrir þær á
láglendinu einnig.
Verið að vinna frumkvöðlastarf
„Mitt hlutverk snýr að landeig-
endum en Þórður sér um tækni-
legu og faglegu hliðina,“ segir
Óðinn. „Þetta er frumkvöðlastarf
og hefur ekki verið reynt með
sama hætti annars staðar áður.
Þess vegna horfa margir úr öðrum
landshlutum til þess sem við erum
að gera. Landeigendur kosta þetta
verk og ríkið kemur ekki að því
nema í þeim tilfellum sem snerta
ríkisjarðir. Það hafa náðst mjög
góðir samningar um þetta og
því mikilvægt að landeigendur
taki þátt í þessu áður en verkefn-
inu lýkur árið 2012. Það má gera
ráð fyrir að landeigendur lendi í
hærri kostnaði vilji þeir hnitsetja
landamerki eftir það. Með þessu
eru landeigendur að auka verð-
mæti jarða sinna og tryggja sig til
framtíðar. Við erum búin að tapa
kynslóð sem þekkti landið mjög
vel og förum að tapa kynslóð sem
þekkir landið nokkuð vel. Nú ber
við að sumir landeigendur sem
eiga stórar jarðir fara ekki um
allt land sitt svo árum skiptir. Svo
tekur við kynslóð sem ekki þekk-
ir landið og það er augljóst hvaða
vandamál þetta getur skapað í
framtíðinni,“ segir Óðinn.
„Við útbúum gögn til þinglýs-
ingar sem taka til landamerkja
milli tveggja tiltekinna jarða og
þurfa landeigendur sem land eiga
að endapunkti þeirrar merkjalínu
einnig að samþykkja hnitsetn-
inguna,“ segir Þórður og bætir við
að mjög sé misjafnt hversu mörg
landamerki ein jörð getur átt að
öðrum. „Við höfum dæmi um allt
að 17 hnitsett landamerki fyrir
eina jörð. Merkjalínur eru yfirleitt
flestar á landmestu jörðunum en
algengast er að fjórar til fimm
jarðir eigi landamerki saman.“
Oftast hægt að notast við
loftmyndir
Þeir félagar segja að oftast
liggi landamerki hreint fyrir.
Markmiðið með þessu sé að
koma sem allra réttustu mynd-
inni á landamerki á svæðinu. Í
sumum tilfellum getur verið erf-
itt að kveða á um landamerki,
t.d. ef miðað hefur verið við
vörður eða steina, sem ekki finn-
ast lengur. Breytilegir árfarvegir
geta líka hafa verið til viðmið-
unar. Hnitsetningin miðast yfir-
leitt við þau örnefni sem getið er
í landmerkjabréfum jarðanna en
verkefnið býður einnig upp á að
landeigendur komi sér saman um
landamerki ef landamerkjabréfin
eru óljós eða ósamræmi á milli
þeirra.
„Árið 1882 voru sett lög
sem skylduðu landeigendur til
að gera landamerkjabréf. Við
byggjum mikið á landamerkja-
bréfum frá 1885-1886 en einnig
er um helmingur þeirra gerður
eftir 1923. Það tapaðist mikið
af landamerkjalýsingum þegar
skjalasafn sýslumanns Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu brann árið
1920, svo að mörg landamerkja-
bréfin eru gerð stuttu eftir það,“
segir Óðinn. Þeir félagar notast
mikið við loftmyndir við hnit-
setninguna. „Loftmyndir ehf. sjá
okkur fyrir myndum. Í áttatíu til
níutíu prósentum tilvika getum
við hnitsett eftir loftmyndunum en
í öðrum tilfellum verðum við að
fara á staðinn með gps-tæki til að
geta hnitsett,“ segir Þórður.
Líklegt að hnitsetning verði
lögleidd
Við upphaf verkefnisins segja þeir
félagar að færustu lögfræðing-
ar hafi verið fengnir til ráðgjafar
vegna þess að þau gögn sem komi
til við hnitsetningarnar verði notuð
til staðfestingar á landamerkj-
um og þinglýsinga. Taka þurfi
tillit til fjölmargra þátta, meðal
annars vatnalaga. Engin lagaleg
skylda hvílir á landeigendum að
láta hnitsetja landamerki, eins og
raunar þarf í dag við allt skipulag
og framkvæmdir. „Það kæmi mér
ekki á óvart að hnitsetning landa-
merkja yrði í sett í lög, þannig að
hver og einn sem selur jörð eða
landskika þyrfti að láta hnitsetn-
ingu fylgja með. Það veitir öryggi
fyrir þann sem kaupir og einnig þá
sem fyrir eru í nágrenninu,“ segir
Óðinn Sigþórsson, verkefnisstjóri
Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Skessuhorn/hb
Hnitsetning landamerkja
er umfangsmikið verkefni
Óðinn Sigþórsson og Þórður Þórðarson vinna að hnitsetningarverkefninu.
Hrútadagurinn á Raufarhöfn
Verður haldinn 3. október í Faxahöll.
Setning Hrútadagsins kl 14.00.
Fulltrúi frá Sjávar- og Landbúnaðarráðuneytinu setur daginn.
Sala á hrútum hefst kl. 14:10.
Íslandameistarakeppni í kjötsúpugerð kl 15.00.
Uppboð á vel völdum hrútum kl. 16.00.
Markaðsstemming verður á staðnum þar sem
ýmis varningur verður til sölu.
Kvöldskemmtun í Félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 20:30
þar sem Álftagerðisbræður munu koma fram
ásamt öðrum skemmtikröftum.
Dansleikur kl. 23.00
Þar mun Hrútabandið leika fyrir
íslenskt, sjón er sögu ríkari.
Hrútadagsnefnd.
Netfang: info@gormur.is
Sími: 7720999
www.gormur.is
Bensínbrúsar
og festingar,
öxlar, reimar
og dekk ofl.
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is
Metaðsókn á Reðasafnið Stækka verk-
námshúsið
Ríkissjóður hefur sam-
þykkt að framkvæmdir við
stækkun verknámshúss Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra fari af stað á grund-
velli þess samnings sem nú
þegar liggi fyrir.
Þá hafa fulltrúar sveitar fé-
lag anna í byggingarnefnd húss-
ins talið rétt að sveitarfélög in
staðfesti þátttöku í verkefn inu
á þeim forsendum að frek-
ari seinkun verði ekki á því
að framkvæmdir geti haf-
ist. Byggðaráð Skagafjarðar
hefur staðfest þátttöku Sveit ar-
félagsins Skagafjarðar í verk-
efninu.