Bændablaðið - 10.09.2009, Side 21

Bændablaðið - 10.09.2009, Side 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 10. september 2009 „Þetta lítur bara þokkalega út hér á Eyjafjarðarsvæðinu, mér sýnist sem uppskera muni verða í meðallagi góð,“ segir Bergvin Jóhannsson kartöflubóndi á Ás hóli og formaður Félags kart- öflubænda. Hið sama gildir um Hornafjörð, þar er uppskera nú með besta móti og kemur án efa í góðar þarfir. Áfall sem kartöflu- bændur í Þykkvabæ urðu fyrir í sumar mun þó hafa afar slæmar afleiðingar í för með sér og útlit fyrir að íslenskar kartöflur verði búnar fljótlega upp úr áramót- um. Um 70% af landsframleiðslu á íslenskum kartöflum hafa kom- ið úr Þykkvabæ. Bergvin segir að kartöfluspretta hafi farið hægt af stað og verið lítil í rigningarlausum júlímánuði. Væta og sæmilega hlýtt veður í byrjun ágúst kom sprettunni af stað, „Þá tók þetta vel við sér og það er mikil spretta ennþá,“ segir Bergvin. Hann er þessa dagana að byrja að taka upp af fullum krafti og er að fram í myrkur, en þrír menn starfa við kartöfluupptöku á Félagsbúinu Áshóli þetta haustið. „Horfurnar hér hjá okkur eru góðar og eins í Hornafirði, en verra aftur á móti á Suðurlandinu, þar er uppskerubrestur vegna næturfrosts í sumar. Það lítur því ekki út fyrir að íslenskar kartöflur verði á boð- stólum hér innanlands nema fram í febrúar spái ég,“ segir Bergvin. Í ár þurfti ekki að flytja inn kartöflur fyrr en í júní, „en uppskeran nú í ár verður örugglega helmingi minni.“ Fljótandi áburður það sem koma skal Bergvin ásamt Helga Örlygssyni á Þórustöðum notaði fljótandi áburð á liðnu vori og segir hann koma mjög vel út, „mér sýnist varan vera betri, þetta mun örugglega skila sér,“ segir hann. Áburður er settur niður með kartöflunum að vori og síðan hefur Bergvin vökvað garða sína þrívegis í sumar. Þeir félagar fjárfestu í notuðum tækjum frá Hollandi til að taka þessa nýbreytni upp og fengu hagstæð kjör. Hann telur að tækin muni margborga sig innan skamms tíma, einkum ef fleiri nýta sér tæknina með fljótandi áburð og hann verði í framtíðinni blandaður innanlands. „Fljótandi áburðurinn kemur mun betur út en sá kornaði. Sérstaklega á það við um jarðveg þar sem uppskeran var með lakara móti áður. Okkur finnst hann skila áberandi betri vöru og þá höfum við líka tekið eftir að arf- inn er mun minni á þeim svæðum þar sem fljótandi áburður er not- aður,“ segir Bergvin. Hann segir að framvegis muni hann snúa sér í auknum mæli að slíkum áburði og bendir á að áhugasamir aðilar hafi hug á að setja upp verksmiðju hér á landi þar sem áburðurinn er blandaður, en í vor fór blöndunin fram í Hollandi. „Það standa yfir viðræður um slíka verksmiðju og að líkindum verður hún á Suðurlandi,“ segir Bergvin. Einhverjir kartöflubændur í þeim landshluta notuðu fljótandi áburð í litlum mæli á liðnu vori, en settu ekki upp tilraunareiti líkt og þeir eyfirsku. Bergvin sér áburðinn sér- blandaðan og blandan sé miðuð við jarðveg sem sett er niður í hverju sinni. Hann segir kostnað við fljót- andi áburð hafa verið örlítið hærri en ef einungis kornaður áburð- ur hefði verið notaður, en á móti komi að varan sé betri. Þá megi búast við lækkandi kostnaði verði blöndunin flutt heim til Íslands og fleiri taki fljótandi áburð í notkun í görðum sínum. MÞÞ Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Hér sést munurinn glöggt, vinstra megin er kornaður áburður, hægra megin var notast við þann fljótandi. Hér að ofan sjást grösin í þeim hluta sem fékk fljótandi áburð en á neðri myndinni eru grös sem eingöngu fengu hefðbundinn kornaðan áburð. \ # # &  #  ]]  ''^ ## ]]#  `   {   Fljótandi áburður skilar betri vöru Frá Endurmenntun Lbhí AÐ LOKNU góðu sumri tekur haustið við, stútfullt af áhugaverðum námskeiðum hjá Endurmenntun LbhÍ. Vorið var einstaklega gott hjá Endurmenntun LbhÍ, þar sem boðið var upp á um 90 námskeið á ýmsum fræðasviðum, vítt og breitt um landið, með yfir 1000 þátttakendum af öllu landinu. Um mitt sumar var tekin ákvörðun um að bjóða upp á hið geysivinsæla tveggja ára nám okkar Reiðmanninn á tveimur nýjum stöðum núna í haust. Það er skemmst frá því að segja að aðsókn fór langt fram úr okkar björtustu vonum og byrjar annar hóp- urinn á Hellu núna 11. september og hinn viku síðar á Dallandi í Mosfellsdal. Þá er nýjung hjá okkur að bjóða upp á endur- menntunarkúrsa á meistarastigi sem jafnframt gefa einingar. Í haust verður boðið upp á tvo kúrsa á sviði skipulagsfræða, annan í Skipulagskenningum (8 ECTS einingar) og hinn í Skipulagslögfræði (6 ECTS einingar). Í vor fór svo af stað hin sívinsæla námskeiðsröð Grænni skógar, að þessu sinni á Vesturlandi. Mikill þrýstingur hefur verið á að fá framhald á Grænni skógum I og munum við verða við því, þar sem boðið verður upp á Grænni skóga II í fyrsta sinn á Suðurlandi núna í haust. Við munum einnig bjóða áfram upp á styttri námskeið hvers konar vítt og breitt um landið. Eitt slíkt var haldið á Hvanneyri núna í lok ágústmán- aðar í samvinnu við Hestabúgarðinn á Þingeyrum. Leiðbeinandi námskeiðsins var Susan Harris, sem er alþjóðlegur reiðkennari og hefur hlotið æðstu við- urkenningu samtaka reiðkennara í Bandaríkjunum. Susan kynnti aðferð sem kölluð er Centered Riding (www.centeredriding.org). Þar er lögð áhersla á það hvernig hugur og hugsun knapans hefur áhrif á lík- amsbeitingu hans á hestbaki og þar með á þjálfun og mótun hestsins. Þrátt fyrir næg verkefni og fjöldann allan af góðum hugmyndum, sem nú er verið að vinna í fyrir komandi vetur, þá þiggjum við ávallt með þökkum hugmyndir frá ykkur, lesendur góðir, hvort sem um er að ræða haustið, næsta vor eða sumar. Við sem vinnum hjá Endurmenntun LbhÍ erum því ávallt til taks ef þið hafið hugmyndir að endurmenntunarnám- skeiðum sem gætu hentað ykkur, ykkar vinnustað eða ykkar samfélagi. Guðrún Lárusdóttir gurra@lbhi.is www.lbhi.is/namskeid Bílaleigujepparnir komnir í sölu Höfum fengið í almenna sölu jeppa frá bílaleigunni Sixt. Um er að ræða góð eintök af Rexton, Kyron og Chevrolet Captiva. Rexton nýskr. 01/09 Ekinn 15 þús. Dísel, sjálfskiptur Með leðurinnréttingu. Rexton nýskr. 07/09 Ekinn 7 þús. Dísel, sjálfskiptur Með leðurinnréttingu. Kyron nýskr. 05/08 Ekinn 59 þús. Dísel, sjálfskiptur Hátt og lágt drif. Captiva nýskr. 02/08 Ekinn 37 þús. 2000 cc, sjálfskiptur Með leðurinnréttingu. Captiva nýskr. 10/08 Ekinn 20 þús. Dísel, 6 gíra Með tauinnréttingu. Kyron nýskr. 07/06 Ekinn 65 þús. Dísel, sjálfskiptur Hátt og lágt drif. 5.650.000 5.490.000 3.980.000 4.350.000 4.150.000 2.290.000

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.