Bændablaðið - 19.11.2009, Side 7

Bændablaðið - 19.11.2009, Side 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Undanfarna daga og vikur hafa bændafundir verið haldnir vítt og breitt um landið. Nokkuð er misjafnt eftir landssvæðum hvað bændum er efst í huga en þó má segja að umræður séu miklar í kringum fjármál bænda, aðgerð- ir til að mæta kreppunni og ESB- umsókn stjórnvalda. Fundirnir hafa verið vel sóttir og er almenn ánægja með Bændafundablaðið sem gefið var út fyrir fundina en í því eru samandregnar upplýs- ingar um ýmis þau málefni sem snerta bændur. Síðustu fundirn- ir að þessu sinni verða haldnir í Þingeyjarsýslum fimmtudaginn 26. nóv. Umræður um ESB, búnaðar- gjaldið og félagskerfi bænda Á Suðurlandi var haldinn fundur á veitingastaðnum Árhúsum við Hellu fimmtudaginn 12. nóvember. Mættir voru tæplega 30 bændur. Eftir að Haraldur Benediktsson hafði rifjað upp mál sem lítið hefur þokast í líkt og raforkukostnað garðyrkjunnar ásamt fleirum og tekið fyrir eldri mál og ný fór hann yfir fyrirhugaða aðildarumsókn ríkisvaldsins að ESB og hverjar áherslur bænda verði í umsókn- arferlinu. Einnig fór hann stuttlega yfir búnaðalagasamninginn, ráð- gjafarþjónustuna og niðurskurð til samtakanna á næsta ári. Síðan minnti Haraldur fundargesti á hlut- verk þeirra sem bændur sem væri mikilvægt til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi, störf og gjaldeyri. Lánaráðgjöf og ESB-andstaða Eftir framsögur stýrði Sveinn Ingvarsson stjórnarmaður í BÍ fyr- irspurnum og umræðum þar sem búnaðargjald og hugmyndir um félagafrelsi voru ofarlega í hugum gestanna. Eftirtektarvert var að litl- ar sem engar umræður sköpuðust úr sal um fjármál og þá erfiðu stöðu sem margir eiga í á þessum tímum. Þó kom ein athugasemd úr sal um ráðgjöf sem bændum hafði verið veitt varðandi lántöku og erlend lán og furðu lýst yfir að mælt hafi verið með lántöku í erlendri mynt. Runólfur Sigursveinsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands varð til svara og fór yfir stöðu mála á nokkurra ára tímabili, vexti og gengisþróun og því umhverfi sem hér var þegar bændur fengu ráð- gjöf. Fullyrti hann að öll spil hefðu verið uppi á borðinu og öllum möguleikum velt upp en það sé alltaf lántakandans að taka ákvörð- unina og eiga síðasta orðið. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri BSSL, kom jafn- framt upp og fór yfir stöðu mála hjá sambandinu, verkefni sem í gangi væru og breytingar á starfsmanna- haldi. Formaður hrossabænda, Krist- inn Guðnason, sagði að aldrei hefði borið skugga á samstarf við Bændasamtökin og búnaðarsam- böndin og fór yfir kosti World Fengs og fullyrti að kerfið væri ekki til í dag nema fyrir tilstuðlan og sam- starf við þessi hagsmunasamtök. Helgi Stefánsson í Vorsabæ þakk- aði bændaforystunni fyrir ágæt störf og brýndi þau skilaboð að halda yrði á lofti andstöðu við ESB og að ekki mætti láta deigan síga í þeirri baráttu. Helgi benti jafnframt á að halda yrði í ráðgjafaþjónustuna með öllum mögulegum ráðum. Einnig urðu umræður um gula ESB-blaðið sem fylgdi Bænda blað- inu fyrir alþingiskosningarnar fyrr á árinu og lá frammi á fundinum. Almenn ánægja var með blaðið og beiðni um að hafa það sýni- legra. Rætt var um Bændablaðið og hvort bændur ættu mögulega að hugsa það upp á nýtt og koma sínum hlutum betur á framfæri þar, svo sem með aukinni dreifingu og meiri skrifum bænda. Heilt á litið var fundurinn málefnalegur og góður þar sem fulltrúar Bænda- samtakanna og fundargestir komu hugðarefnum sínum vel til skila. ehg Hlýlegt bréf barst mér frá vini mínum og velunnara Bændablaðsins, Jóhannesi Sigfússyni á Gunnarsstöðum. Fagnar hann embætti mínu fölskvalaust, um leið og hann kveður Hjálmar Jónsson: Prúður tekur pokann sinn prestur önnum hlaðinn. Heiðingi úr Köldukinn kominn er í staðinn. En höldum fram sem frá var horfið með vísur tengdar hausti og gangnastússi. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra, og bróðir Jóhannesar, er ötull á öllum sviðum fjárleita. Hann yrkir svo í göngum: Undanreiðin ekki sveik ögn þó væri í tánni. Núna læt ég Litla-Bleik lötra meðfram ánni. Þau eru háreist þessi fjöll, því mig seiða löngum. Glaður færi ég um þau öll í endalausum göngum. Hinn afburða hagyrðingur og skáld, Rósberg G. Snædal yrkir, þá ungur mjög, um göngur í Laxárdal bak Langadal: Brekkan strax mér brosti mót – brauð til dags í malnum. Ég er vaxinn upp af rót- um á Laxárdalnum. Reynir Hjartarson, fyrrum „spörfuglabóndi“, nú kenn- ari á Akureyri orti þessa vísu í Auðkúlurétt, þá hann sá Ingva bónda á Guðlaugsstöðum koma til réttar. Ingvi er maður hávax- inn og eljusamur eftir því: Ingva gleður gangnabras gengur fátt úr skorðum. Minnti helst á Matthías á múlasnanum forðum. Gangnalönd eru mönnum misvel greið. Árni Jónsson frá Múla minnist þannig Smjörvatnsheiðar: En sá heiðarandskoti, ekkert strá né kvikindi, en hundrað milljón helvíti, af hnullungum og stórgrýti. Pétur Pétursson læknir er ötull gangnamaður og eftirsóttur. Gunnarsstaðamenn taka hann fram yfir flesta slíka. Pétri þykja kjör sín þó í knappara lagi: Þótt vini sína kveði í kút, kætir engan mannsins fés, þegnum sínum þrælar út, þrjóturinn hann Jóhannes. Virðing Gunnarsstaðamanna fyrir Pétri sem smala, virðist gagnkvæm: Lúmsk í honum lygin er, ljótur mjög hans söngur. Enda fær hann aldrei hér, aftur að fara í göngur. En Jóhannes er glaður með gangnadaginn að mestu leyti: Fé er vænt og vel er heimt, og vonir allar betri. Bara að ég gæti gleymt, göngunum með Pétri. Sigurður Atlason á Ingjalds- stöðum í Þing eyjarsveit er ungur bóndi og andríkur. Hann sendi mér þessa vísu nú í vetrarbyrjun: Hérna varla sést í svörð, svell á tærum lindum. Féð er úti, föl á jörð, frost á háum tindum. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Bændafundir - haustið 2009 Dags. Staður Staðsetning Fundartími fimmtudagur 26. nóv. Norður Þingeyjarsýsla Sláturhússalur Fjallalambs 13.30 fimmtudagur 26. nóv. Suður Þingeyjarsýsla Breiðamýri 20.30 Bændafundalota senn á enda – fjármál bænda, kreppan og ESB-umræða ofarlega á baugi Umræða um skuldavanda bænda og breytt rekstrarum- hverfi landbúnaðarins í kjöl- far kreppunnar var mál mál- anna á bændafundi í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Þar voru bændur uggandi um sinn hag og spurðu um ábyrgð ráðgjaf- arþjónustu og ekki síst banka- stofnana í aðdraganda hrunsins. Haraldur Benediktsson for- maður BÍ hélt inngangserindi þar sem hann m.a. ræddi um það upp- lausnarástand sem ríkt hafi í þjóð- félaginu eftir að kreppan skall á. Hann sagði að lítið gengi við að koma ýmsum málum áleiðis og ekki lægju neinar endanlegar tillögur á borðinu vegna skulda- vanda bænda. „Almenn ráðgjöf okkar til bænda er að það sé best að reyna að borga af lánum eins og hægt er. Við höfum átt samtöl við bankamenn um ýmsar lausnir en því miður er enn margt hulið þoku,“ sagði Haraldur. Ráðgjafarþjónustuna þarf að efla enn frekar Í máli Gunnars Guðmundssonar, sviðsstjóra ráðgjafarsviðs BÍ, kom fram að ögn meiri bjartsýni gætti hjá rekstrarráðgjöfum nú en áður. Bankarnir væru að móta til- lögur og í kjölfar hugmynda Nýa Kaupþings banka um skuldaað- lögun væri von á að aðrir bank- ar fylgdu í kjölfarið. Gunnar greindi jafnframt frá því að nokk- ur fjöldi bænda hefði leitað til Bændasamtakanna og nýtt sér fjár- málaráðgjöf þeirra. Leitað hefur verið lausna fyrir á bilinu 20-30 bú en því miður hefði alltof langur tími farið í að bíða eftir viðbrögð- um fjármálastofnana. Gunnar taldi að á bilinu 70-80 bú væru í mikl- um vanda og til þess að þau gætu rétt úr kútnum þyrfti róttækar aðgerðir. Lykilþættir í lausn vand- ans væru að meta rekstrarafkomu búanna, komast niður á skynsam- legt verðmat á jörðum og tryggja afkomu bænda í framtíðinni. Hann sagði að ráðgjafarþjónustan þyrfti að leggja enn frekari áherslu á rekstrarráðgjöf, s.s. afkomuvökt- un, búrekstraráætlanir og færslu búreikninga þyrfti að skerpa svo menn hefðu góð gögn að vinna með. ESB-málin verða fyrirferðarmikil á komandi árum Umræða um ESB-umsókn stjórn- valda bar einnig á góma á fund- inum í Miðgarði. Þar sagði for- maður Bændasamtakanna að mikilvægt væri fyrir bændur að þekkja ESB-málin vel og taka þátt í umræðunni. Haraldur fjallaði um samningaferlið sem er fram- undan og greindi frá því að sam- tökin myndu tilnefna fulltrúa í ráðgjafarhóp um landbúnaðar- og byggðamál. Skoðun BÍ á málinu væri þó afdráttarlaus og samtökin legðust alfarið gegn aðild að ESB. Haraldur sagði að stjórnsýslan yrði mjög upptekin af þessu máli á komandi misserum en hann hefði heyrt innan úr henni að efla þyrfti hana og stækka um 20-25% til þess að mæta kröfum ESB. Hver ber ábyrgð? Í umræðum eftir framsöguerindi var farið yfir víðan völl. Þorkell Fjelsted í Ferjukoti spurði hvers vegna mönnum hefði verið hleypt út í viðlíka ævintýri eins og sæust í fjárfestingum bænda síðustu árin. Hann sagði að víða hefði upp- byggingin verið glannaleg, hús byggð á jörðum og bústofn aukinn í engu hlutfalli við jarðastærð eða slægjur. Spurt var m.a. hvar ráðgjaf- ar þjónusta bænda hefði verið á góðæristímanum. Sigríður Jó - hann esdóttir, framkvæmda stjóri Bún aðarsamtaka Vesturlands, sagði að áberandi hefði verið á þeim tíma að bankarnir leituðu ekki ráða hjá fagráðunautum land- búnaðarins. Sama hefði átt við um ýmsa bændur. „Þeir sem fóru hvað hraðast og komust sem lengst [við að ná í fjármagn, innsk. blm.] komu aldrei inn á borð til okkar“. Formaður BÍ sagði í kjölfarið á þessu að það væri ekkert launung- armál að menn hefðu farið fram úr sjálfum sér í landbúnaðinum eins og í öðrum atvinnugreinum í góð- ærinu. TB Bændur eru uggandi vegna skuldavanda Sigríður Jóhannesdóttir á fund- inum í Miðgarði. Haraldur formaður skeggræðir við nágranna sína í Hvalfjarðarsveit. Sunnlenskir bændur fylgjast með umræðum á fundinum á Hellu. Helgi Stefánsson í Vorsabæ brýndi fyrir forystunni að láta ekki deigan síga í ESB-málinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.