Bændablaðið - 19.11.2009, Page 8

Bændablaðið - 19.11.2009, Page 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 „Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn. Það er ómet- anlegt að finna þann mikla áhuga sem fólkið hefur á því að kynnast frumframleiðslunni,“ segir Birgir Arason bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, en starfsfólk Glófa á Akureyri heimsótti hann í fjárhúsið í vik- unni og fylgdist með rúningi og fræddist um ullina, m.a. hvernig henni er pakkað og hún flokkuð. Birgir segir mikilvægt að skapa tengingu á milli bænda og þeirra sem framleiða úr afurðum þeirra og heimsóknin hafi verið liður í að auka slík tengsl. Alls fóru 12 starfsfmenn Glófa í ferðina, en fyrirtækið er stærsti framleiðandi prjónavöru á Íslandi, auk þess að framleiða einnig vörur úr íslenskum lambaskinn- um. „Tilgangur ferðarinnar var að mynda tengsl milli bænda og starfsfólks Glófa, sem vinn- ur tilbúna vöru úr ullinni. Okkar markmið er að hefja íslensku ull- ina til vegs og virðingar með því að framleiða úr henni gæðavörur,“ segir Ester Stefánsdóttir sölumað- ur hjá Glófa. Hún segir það hafa komið fólki á óvart hversu ströng flokkunin er. „Gæði íslensku ullar- innar eru einstök, enda notar Glófi hana í framleiðslu sína að mestu leyti.“ Ester segir að mikið þróun- arstarf sé unnið innan fyrirtækisins um þessar mundir og nefnir að innan tíðar komi á markað ný lína af vél prjón aðri tískuvörulínu, sem kallast Blik, en hönnuðurinn er Laufey Jóns dóttir og samanstend- ur nýja lín an af 16 flíkum. Okkar markmið að framleiða góða og verðmæta afurð fyrir iðnaðinn Birgir í Gullbrekku er þaulvan- ur klippari og hefur farið á milli bæja í Eyjafirði allt frá árinu 1980, þannig að segja má að hann hafi marga kindina klippt! „Svo ótrú- lega sem það hljómar þá snýst þetta mikið um að vera afslapp- aður við rúninginn, ef menn ná því og kindin er í góðri stellingu þá líður henni vel á meðan á klipping- unni stendur,“ segir Birgir. Hann eignaðist sína fyrstu hrein- hvítu kind árið 1994 og hefur allar götur síðan rækað þær á búi sínu. Af rúmlega 200 kindum í fjárhús- unum á Gullbrekku eru um 80% þeirra hreinhvítar. Birgir segir miður að of fáir bændur deili með sér áhuga á að rækta, ekki endilega hreinhvítt fé, það megi vera svart eða mórautt, sem sagt í sauðalitun- um. Því hafi verið haldið á lofti að of lítið verð fáist fyrir ullina til að það borgi sig að standa í slíku, en því er Birgir ekki sammála. Hann segir ágætis verð fást fyrir góða ull. „Það á líka að vera markmið okkar sauðfjárbænda að framleiða góða og verðmæta afurð fyrir iðn- aðinn sem úr henni vinnur. Þar eiga að gilda sömu lögmál og varðandi kjötframleiðsluna,“ segir hann. Birgir er ánægður með hversu mikill áhugi er um þessar mundir fyrir íslensku handverki og telur að áhugi fyrir prjónaskap muni aldrei hverfa. „Það vantar ef til vill vakn- ingu á meðal okkar í þá veru að hlúa að þessum þætti framleiðsl- unnar, við eigum að líta á ullina sem góða og verðmæta vöru fyrir iðnaðinn. Á þeim vettvangi eigum við að gera eins vel og við mögu- lega getum og vera stolt af okkar framleiðslu.“ MÞÞ Birgir Arason í Gullbrekku fræðir starfsfólk Glófa um ullina, Hjálmar Jóhannsson að störfum við rún- inginn og Rósa Hreinsdóttir á Halldórsstöðum var honum til aðstoðar. Rósa á Halldórsstöðum fer með reyfið í flokkun. Starfsfólk Glófa, stærsta framleiðenda prjónavöru á Íslandi fylgdist með rúningi á Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit Ómetanlegt að finna fyrir brennandi áhuga á ullinni ÞEGAR VIÐ hugsum til framtíðar hlýtur landbúnaðurinn og lands- byggðin að skipa stóran sess í huga okkar um hið nýja Ísland. Án öfl- ugrar höfuðborgar væri Ísland fátækara. Án landbúnaðarins og byggðarinnar hringinn í kringum landið, sveitarinnar, sjávarþorp- anna væri Ísland ekkert, ekki svip- ur hjá sjón. Lífbeltin eru tvö sagði Kristján Eldjárn forseti. Annað lífbeltið er blátt, eitt auðugasta haf- svæði heimsins með hreinleika og auðæfi í fiskistofnum. Með blóði svita og tárum vörðum við þann lífsrétt okkar og rákum bretann á burt. Hitt lífbeltið er grænt, heil- næmt landbúnaðarland hreinleik- ans sem á vart sinn líka, að auki fjölskyldubúskapur í landinu, ekki verksmiðjur. Eigum við að velta fyrir okkur smástund hvers virði Ísland væri án bænda og sjómanna? Nú lifum við örlagaríka tíma, ekk- ert sameinar skoðanir landsmanna Átök og stærri átakamál í farvatn- inu en nokkru sinni fyrr, sem kljúfa þjóðina. Viðhorfin breytast á einu augabragði, nú eru hinir löngu búvörusamningar um mjólk og kjöt orðnir matvælaöryggissamningar Íslendinga. Ég er þakklátur fyrir að hafa sem landbúnaðarráðherra gert samninga svo langt inní fram- tíðina við Bændasamtökin á sínum tíma. Hyggilegt var það hjá Haraldi Benediktssyni bændaforingja að lengja þá um tvö ár. Átökin um icesave snúast um ESB Tvö tröllaukin mál hafa staðið uppúr umræðunni, annars vegar aðildarumsókn að Evrópu sam- bandinu, hinsvegar Icesaverollan ógur lega, sem engum dettur í hug að við stöndum undir né eigum að borga. Eru þessi stóru mál syst kini, hanga þau saman er oft spurt? Já, það gera þau tvímælalaust. Sam- fylkingin var í ríkisstjórninni í hruninu. Af einhverjum ástæðum máttum við ekki bera hönd fyrir höfuð okkar þegar bretarnir rústuðu Íslandi fyrir ári síðan. Stimplaðir hryðjuverkamenn og lýstir gjald- þrota, án viðbragða. Engin við- brögð ekkert styggðar yrði hefur fallið í garð ESB sem ber vissulega ábyrgð á sinni löggjöf sem brást. Þessvegna hafa þessi tvö mál verið rekin sem systur í þeim skilningi að efna hvergi til ófriðar, ófriður um icesave spillir ætlunarverk- inu varðandi ESB. Að rífa kjaft kæra eða valda ófriði gæti stöðv- að samningsgerðina hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Verði icesave fellt á Alþingi er Evrópusambandsaðildin fokin útí veður og vind. Sannfæringin er aldrei föl Hversvegna skyldu andstæðingar ESB keyra icesave í gegnum þingið og greiða þannig fyrir inngöngu? Leggja eitt þúsund milljarða á framtíðina. Upphæð í hverjum mánuði uppá einn búvörusamn- ing, vexti á degi hverjum uppá eitt hundrað milljónir. Nú getum við spurt hversvegna meirihlutahópar láta oft lítinn minnihlutahóp kúga sig? Samfylkingin ein er staðráðin í að ESB sé okkar framtíðarland. Tveir þriðju íslendinga hafna aðild samkvæmt skoðanakönnunum og enn stærri hópur icesave nauðung- unni. Hvað veldur dansi þingmanna sem gætu stöðvað þessa endaleysu, nú Vinstrigrænna? Sannfæringin er aldrei föl, svo vel þekki ég Ögmund, Ásmund og þá fleiri. Vinstri grænir eiga inni biðleik í skák inni, magnaða „kombínasjón“, sigur leik fyrir framtíðina. NEI við Ice save er Nei við ESB í leiðinni. Auðn fylgir ESB aðild á Íslandi Ég ætla og finn að bændur eru ein- huga gegn aðild að ESB. Hópurinn er líka stækkandi á höfuðborg- arsvæðinu sem áttar sig á hverju verður fórnað með inngöngu. Stjórn málaflokkar hafa útbúið sinn óskalista um fyrirvara sem eru ósk- hyggja og koma aldrei til umræðu í Brussel, eru aðhlátursefni þar. Gerum okkur grein fyrir því að undanþágur eru tímabundnar séu þær settar inn, Rómarsáttmálinn ræður. Það væri ekki vinsælt í ESB löndum að við íslendingar fengjum allt annan og betri samning núna en aðrar þjóðir, það er ekki á dag- skrá,og hefur reyndar aldrei gerst. Staðan er þessi; að tveimur mestu auðlindum Íslendinga væri fórnað með aðild, önnur skapar útflutn- ingstekjurnar, hin tryggir matvæla- öryggið. Annarsvegar er um að ræða fiskimiðin, hinsvegar land- búnaðinn. Bændur, neytendur fórnin er þessi Við skulum hafa það á hreinu að svínabúskapur og kjúklingabú- skapur heyrðu fortíðinni til strax. Mjólkurbúskapurinn myndi drag- ast saman um helming, það væri nýmjólkin og einhverjar sérvörur sem lifðu af. Nokkur róbóta fjós á Suðurlandi í mjólkinni. Sauð fjár- ræktin myndi fjara út í flóði sam- keppnisvara bæði í kjöti og unnum vörum frá ESB. Fólkið í þéttbýlinu vill íslenskan landbúnað það þekki ég. Verum framtíðinni trú. Nei við ESB aðild. Þetta er dýrkeypt „SAMFYLKINGAR-GAMAN“. Icesave er lykillinn að falli frels- isins og inngöngunni. Að kasta peningum sem ekki eru til í þessa brennifórn lífsgæðanna og auðlind- anna er forkastanlegt. Icesave er aðgangsmiði að ESB Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra Evrópumál Svona förum við að þessu! Hjálmar og Birgir sýna starfsfólki Glófa hvernig best er að bera sig að við að klippa kind. Svo vel þótti starfsfólki Glófa til takast að haft var á orði að þeim yrði ekki skotaskuld úr því að bjóða Eyfirðingum upp á jólaklippinguna í ár! Starfsfólk Glófa fylgist með í fjárhúsunum í Gullbrekku. Á myndinni eru f.v. Ólafur Ívarsson, Tómas Agnarsson, Sigríður Whitt, Guðbjörg Hjaltadóttir og Valborg Aðalgeirsdóttir. Hjálmar Jóhannsson, tengdason- ur Birgis bar sig fagmannlega að við rúninginn, en Birgir er nýlega búinn að kenna honum réttu hand- tökin.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.