Bændablaðið - 19.11.2009, Síða 9

Bændablaðið - 19.11.2009, Síða 9
9 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 ÞAU ÁNÆGJULEGU tíðindi bárust nú nýlega að Ísland er komið í fyrsta sæti þegar kemur að jafn- rétti kynjanna. Þetta er niðurstaða í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Econonic Forum) sem mælir slíkt árlega meðal 134 landa, en vinaþjóðir okkar Nor- egur, Finnland og Svíþjóð verma sætin á eftir okkur. Tvennt tel ég að hafi skipt máli hvað varðar þessi tímamót. Það er annars vegar sú staðreynd að hlutfall þingkvenna hækk- aði úr 33% í 43% við síðustu Alþingiskosningar, þökk sé mar- vissum jafnréttis áherslum stjórn- málaflokkanna, ekki síst þeirra sem nú sitja í ríkisstjón. Hins vegar sú staðreynd að jafnræði kynja er nú í ríkisstjórn Íslands í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er hann endur- speglun á þeim pólitísku áherslum sem ríkja hér á landi. Með þeim er lögð áhersla á þá staðreynd að mikil verðmæti og ávinningur fel- ast í jafnri stöðu kvenna og karla, að jöfn tækifæri í samfélaginu og þátttaka allra sé verðmæti í sjálfu sér. Ríkisstjórnin er einhuga um þessi markmið og kemur sú áhersla glöggt fram í samstarfs- yfirlýsingu hennar. Ég hef sem ráðherra sveitar- stjórnarmála fylgt þessari stefnu- mörkun fast eftir og í vor skipaði ég starfshóp sem fékk það hlut- verk að leggja til hvað gera skuli til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum. Þurfum að gera betur Því miður er það svo, þrátt fyrir aukið jafnrétti á ýmsum sviðum, að hlutfall kvenna í sveitarstjórn- um er aðeins 36% sveitarstjórn- arfulltrúa meðan hlutur karla er 64%. Þá eru karlar í meirihluta í 66 sveitarfélögum af 77 og í fimm sveitarfélögum voru einungis karlar fulltrúar í sveitarstjórn. Þetta er alls ekki góð staða, við getum sem þjóð ekki sætt okkur við það að þátttaka kvenna sé ekki betri en þetta og á því þarf að ráða bót. Okkur gefst tækifæri til þess eftir 6 mánuði, en þá verða haldn- ar almennar sveitarstjórnarkosn- ingar. Margar áhugaverðar tillögur er að finna í greinargerð starfshóps- ins, sem var skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi auk embættis- manna. Meðal tillagna hópsins er eftirfarandi: ' *   +< =   stjórnarráðuneytið skipuleggi kynningarstarf og átak til þess að hvetja konur til þátttöku í störfum sveitarstjórna til jafns við karla. ' *    > @=  +   með forystufólki úr stjórnmála- flokkunum til að hvetja til jafn- ræðis meðal kynjanna í efstu sætum framboðslista ' C   +    < um ráðuneytisins fyrir konur um þátttöku í sveitarstjórnar- starfi. ' *    >   +- hverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa og meti með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum. Þá bendir starfhópurinn á þann möguleika að ekki verði heimilt að stilla upp framboðslista nema jafnt hlutfall sé milli kynja. Víðtækt samstarf Þetta eru allt áhugaverðar hug- myndir og hef ég þegar ákveðið að hefja í samstarfi við önnur ráðu- neyti, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vinnu við að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd eða skapa vettvang fyrir frekari umræðu. Mikilvægt er að allir stjórnmálaflokkar og pólitísk samtök komi að þessu mikilvæga verkefni því reynslan sýnir að það eru fyrst og fremst þeir eða öllu heldur þær leikreglur sem unnið er eftir innan þeirra sem hafa úrslitaþýðingu um það hvort okkur tekst að ná árangri á þessu sviði eða ekki. Ég hef þegar óskað eftir fundi með formönnum og fram- kvæmdastjórum stjórnmálaflokk- anna um þessi málefni og mun þar kalla eftir samstöðu um þær aðgerðir sem við teljum nauðsyn- legar til að ná árangri á sviði jafn- réttismála við næstu sveitarstjórn- arkosningar. Það mun, ásamt öðrum góðum jafnréttisáherslum, tryggja okkur fyrsta sætið á jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins næstu árin. Ég vil að lokum lýsa mig sam- mála starfshópnum þegar hann segir að mikilvæg forsenda lýð- ræðis sé sú að karlar og konur taki jafnan þátt í mótun samfélags- ins. Ákvarðanir sveitarstjórna hafa mikil áhrif og þær móta allt okkar daglegt líf. Færa má rök fyrir því að það halli á lýðræðið ef við gætum þess ekki að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna í sveit- arstjórnum. Við höfum sameiginlega verk að vinna á þessum vettvangi og náum meiri árangri ef við leggjum saman kraftana. Við höfum öll hugmyndir og þess vegna getum við aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi. Við getum aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum Kristján L. Möller ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnar- mála Jafnréttismál LISSABON-SÁTTMÁLI Evrópusam- bandsins er ígildi stjórnarskrár og með honum er stigið stórt skref í átt að ríkisheild. ESB hefur síð- ustu tvo áratugina verið að auka völd miðstjórnar sambandsins á kostnað aðildarríkjanna, skref fyrir skref. Þau birtast okkur í viðbótum við upphaflega Rómarsamninginn og bera nöfn eins og Maastricht 1993, Amsterdam 1999 og nú síð- ast Lissabon 2009. Schengen- sam starfið frá 1985 sem fól í sér afnám landamæraeftirlits var fellt undir reglur sambandsins 1999 og varð Ísland aðili að því árið 2001. Tala aðildarríkja nær tvöfaldað ist á árunum 2004–2007 þegar þeim fjölgaði úr 15 í 27. Íbúatalan inn- an ESB er nú um 500 milljónir og efnahagsumsvifin svara til um 30% af heimsframleiðslu. Engum getur blandast hugur um að hér er á ferðinni stórveldi sem markvisst þokast í átt að ríkisheild með öllu sem til heyrir, um margt hliðstætt Bandaríkjum Norður-Ameríku. Íslendingar hljóta að meta afstöðu sína til ESB í ljósi þessa. Viljum við hverfa frá núverandi skipan mála sem sjálfstæð þjóð og gerast örlítið peð í jaðri Evrópuríkis með stjórnstöðvar og aðra þungavigt staðsetta handan Atlantsála? Hvað breytist með Lissabon- sáttmálanum? Lissabonsáttmálinn breytir Evrópu- sambandinu bæði að formi og inni- haldi. Stærsta formbreytingin sem við blasir út á við eru ný embætti forseta og utanríkisráðherra, sá fyrr nefndi kosinn af ráðherraráði til tveggja og hálfs árs með möguleika á endurkjöri, sá síðarnefndi einnig kosinn af ráðherraráðinu með sam- þykki framkvæmdastjórnarinnar og er jafnframt einn af varaforsetum hennar. Utanríkisráðherrann fer einnig með öryggis- og hernaðar- mál sambandsins. ESB fær aukin völd í ýmsum málum og yfirþjóð- legur dómstóll sambandsins fær aukin verkefni sem ná til flestra sviða. Aukinn meirihluti mun gilda um flestar ákvarðanir, þannig að aðildarríkin hafa ekki lengur stöðv- unarvald. Í ráðherraráðinu minnkar hlutur smáríkja en stórþjóðirnar auka sinn hlut verulega frá því sem verið hefur. Atkvæðavægi Þýskalands hefur t.d. verið ferfalt meira en Danmerkur en verður nú fimmtán-falt á við Danmörku. Vægi Íslands yrði hverfandi eða 3 atkvæði af alls 350 í ráðherra- ráðinu! Ólýðræðisleg uppbygging styrkist Hingað til hefur hvert aðildarríki átt einn fulltrúa (kommissar) í framkvæmdastjórninni í Brussel. Nú verður þriðjungur aðildarríkja án slíks fulltrúa hverju sinni en þeir eiga að flytjast milli aðild- arríkja með hliðsjón af fólksfjölda og landfræðilegri legu. Hingað til hefur hvert aðildarríki fengið kommissar í sinn hlut. Kjör for- seta framkvæmdastjórnar á nú, að framkominni tillögu aukins meiri- hluta ráðherraráðsins, að stað festa af Evrópuþinginu með meiri hluta atkvæða. Þingið hefur eftir sem áður ekki frumkvæði að löggjöf heldur er það framkvæmda stjórnin ein sem semur og leggur fram laga- frumvörp. Vald þjóðþinga aðildar- ríkjanna veikist í réttu hlutfalli við það sem miðstjórnarvaldið í Brussel styrkist. Þessi ólýðræðis- lega uppbygging gengur þvert á almennar kröfur um grenndar- lýðræði og aukin áhrif almenn- ings. Hvert þetta leiðir sést best í síminnkandi kjörsókn fólks í að- ildarríkjunum í kosningum til Evr- ópu þingsins, en hún nam að með- altali 43% í júní 2009. Getur það hvaflað að Íslendingum að láta hneppa sig í viðjar fjarlægra valda- stofnana sem nú hafa verið reyrðar fastar en áður með Lissabonútgáfu Evrópusambandsins? Lissabon-sáttmálinn færir ESB nær stórríkinu Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður Evrópumál Bændablaðið Smáauglýsingar 5630300 JEPPADEKK Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki M+S ST STT AT MT LT ATR SXT Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með VSK 235/75R15 Cooper M+s 105s 23.740 265/70R15 Cooper M+s 112s 26.879 265/75R15 Cooper M+s 112s 30.430 31x10.50R15 Cooper M+s 109q 34.890 215/70R16 Cooper M+s2 91t 24.995 215/75R16 Cooper M+s 103s 22.147 225/70R16 Cooper M+s2 103t 28.450 225/75R16 Cooper M+s 104s 28.539 235/70R16 Cooper M+s 106s 30.998 235/75R16 Cooper M+s 108s 24.177 245/70R16 Cooper M+s 107s 24.011 245/75R16 Cooper M+s 111s 27.999 255/65R16 Cooper M+s 109s 27.598 255/70R16 Cooper M+s 111s 30.260 265/70R16 Cooper M+s 112s 33.880 265/75R16 Cooper M+s 116s 33.560 235/65R17 Cooper M+s 108h 31.900 245/65R17 Cooper M+s 107s 32.897 245/70R17 Cooper M+s 110s 33.403 255/60R17 Cooper M+s 106s 31.634 265/70R17 Cooper M+s 115s 34.910 275/60R17 Cooper M+s 110s 33.599 275/70R17 Cooper M+s 114q 57.710 255/55R18 Cooper M+s 109s 42.900 275/60R20 Cooper M+s 110s 57.340 Stærð 32-35 tommu jeppadekk Með vsk. 32x11.50R15 Bfgoodrich At 113 R Tl 41.900 32x11.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 36.500 32x11.50R15 Cooper Lt 113q 39.900 33x12.50R15 Bfgoodrich At 108r Tl 43.900 33x12.50R15 Bfgoodrich Mt 108q Tl 36.882 33x12.50R15 Cooper Lt 108q 42.900 33x12.50R15 Cooper St 108q 44.900 33x12.50R15 Cooper Stt 108q 46.900 33x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q 39.800 33x12.50R15 Dean Wildcat Lt All Terr 39.800 35x12.50R15 Bfgoodrich At 113q Tl 49.900 35x12.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 43.900 35x12.50R15 Cooper St 113q 48.900 35x12.50R15 Cooper Stt 113q 41.900 35x12.50R15 Dean Durango At 41.900 35x12.50R15 Dean Durango Xtr 41.900 305/70R16 Cooper Atr 118r 44.486 305/70R16 Cooper St 118r 49.165 305/70R16 Dean Wildcat At 42.870 33x12.50R16.5 Dean Wildcat Lt All Terr 39.900 35x12.50R16.5 Bfgoodrich At 123q 61.730 285/70R17 Bfgoodrich At 121q Tl (33" 65.000 285/70R17 Cooper Stt 121q (33") 58.970 315/70R17 Bfgoodrich At 121r Tl (35" 64.900 33x12.50R17 Cooper St 114q 56.900 33x12.50R17 Cooper Stt 114q 47.992 33x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q 48.900 35x12.50R17 Cooper St 119q 62.900 35x12.50R17 Cooper Stt 119q 67.900 35x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q 54.900 35x12.50R20 Cooper Stt 122n 80.576 Verð geta breyst án fyrirvara Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440-1378 N1 Réttarhálsi 440-1326 N1 Fellsmúla 440-1322 N1 Reykjavíkurvegi 440-1374 N1 Ægissíðu 440-1320 N1 Bíldshöfða 440 1318 Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 KB bílaverkstæði ehf, Grundarfj. 438-6933 G. Hansen Dekkjaþjónusta Ólafsvík 436-1111 Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 Reykjanesbær N1Ásbrú 552 440-1372 FUNDIR HEIMSSÝNAR Í EYJAFIRÐI                     !         "#   $ %         "    & '         ( $ " #   )* " )++, $ *./++  0"  12  3     4    5 6&   7 1       !            $ #      #  )) " )++, $ *./++    12  3     4    5 6&   7 1       Fundirnir eru öllum opnir.    888  888   9 :"$

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.