Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Utan úr heimi
Aukinn framleiðslukostnaður
og samdráttur er í framleiðslu
sauðfjárafurða um mestallan
heim. Á alþjóðlegri ráðstefnu um
sauðfjárrækt, sem haldin var í
Brussel í Belgíu snemma í októ-
ber sl., voru áberandi áhyggjur
yfir stöðu greinarinnar.
Sauðfjárrækt hefur um árabil
búið við erfið rekstrarskilyrði víða
um heim. Fjármálakreppan á sl. ári,
2008, herti svo enn á kreppunni,
þar sem kindakjöt er flokkuð sem
dýr vara í samanburði við fugla- og
svínakjöt.
Afleiðingin er sú að framleiðsla
kindakjöts hefur dregist saman í
mörgum löndum. Það var tilefni
þess að Nýja-Sjáland, kunnasta
sauðfjárræktarland í heimi, gekkst
ásamt Ástralíu fyrir áðurnefndri
ráðstefnu til að fjalla um hvernig
hér eigi að bregðast við.
Fjöldi sauðfjár í Nýja-Sjálandi
hefur dregist saman um helming
á undanförnum áratug. Árið 1982
voru þar um 70 milljónir fjár. Þá
var mjög dregið úr opinberum
afskiptum í hagstjórn landsins. Það
reyndist þarlendum landbúnaði
afar erfitt þannig að margir bændur
urðu að bregða búi. Afleiðingin var
m.a. sú að fjárfjöldi í landinu dróst
saman um meira en helming og er
nú 33 milljónir fjár.
Í Ástralíu dróst fjárfjöldinn aftur
saman um 7% á sl. ári og komst
niður í sama fjölda og árið 1916.
Sauðfjárrækt býr víða í heim-
inum við sömu vandamál. Við blas-
ir að afkoma í greininni er léleg
og það leiðir til minnkandi fram-
leiðslu, að sögn Mike Petersen,
stjórnarformanns nýsjálensku sauð-
fjársamtakanna Meat & Wool New
Zealand.
Áðurnefnda ráðstefnu í Brussel
um sauðfjárrækt sátu fulltrúar
fjárbænda og opinberra stofnana
í Eyjaálfu, Afríku, Ameríku og
Evrópu.
Kindakjöt stendur andspæn-
is samkeppni við ódýrt fugla- og
svínakjöt. Mikil hagræðing í þeim
greinum hefur leitt til þess að unnt
er að selja það á verulega lægra
verði en kindakjöt. Þeirri skoð-
un vex fylgi að sauðfjárrækt verði
„hliðarbúgrein“ fyrir lúxusmarkað.
Einn þátttakendi á ráðstefnunni gaf
kindakjötinu þá einkunn að það væri
munaðarvara fyrir eldri borgara.
Mike Petersen taldi þó ekki að
verðlækkun á kindakjöti væri rétta
leiðin í stöðunni. Hvorki kaupmenn
né neytendur geta vænst þess að lamb
verði jafn ódýrt og svín eða kjúkling-
ur. Verkefnið er að fá sanngjarnt verð
fyrir kjötið, sem byggja myndi á
gæðum þess, og tryggja bóndanum
jafnframt stærri hluta verðsins.
Hár framleiðslukostnaður og
auknar álögur stjórnvalda á grein-
ina hafa leitt til þess að margir fjár-
bændur hafa hætt búskap eða skipt
yfir í aðrar búgreinar. Þátttakendur
á ráðstefnunni voru sammála um
að ná þyrfti niður framleiðslu-
kostnaðinum. Jafnframt höfðu þeir
áhyggjur af því að kostnaðarsamar
aðgerðir í loftslagsmálum myndu
bitna á rekstri þeirra.
Þá var rætt um það hvort aukin
tækni í rekstrinum gæti bætt
afkomuna, svo sem við vöruþróun
og gagnvart umhverfismálum.
Neytendur vilja fá vöruna sem
mest tilbúna til matreiðslu og
neyslu. Það er hins vegar útbreidd
skoðun, einkum meðal ungu kyn-
slóðarinnar, að kindakjöt sé „erf-
itt“. Þessu verðum við að ráða bót
á, segir Mike Petersen. Nationen
Sauðfjárrækt
X Nýja-Sjáland og Ástralía eru mestu útflytjendur kindakjöts af öllum
löndum í heiminum.
X Fé í Nýja-Sjálandi hefur fækkað úr 70 milljónum árið 1982 niður í
33 milljónir nú. Í Ástralíu, þar sem heimamarkaðurinn er stærri, er
fjárfjöldinn nú 72 milljónir. Fénu hefur fækkað þar um 7% á einu
ári og er nú færra en nokkru sinni síðan 1916.
X Fjöldi sauðfjár í löndum Suður-Ameríku og í Suður-Afríku hefur
haldist í horfinu síðastliðinn áratug en fénu hefur fækkað þar veru-
lega frá því á 10. áratug síðustu aldar.
X Í nokkrum fjárríkum löndum, svo sem Kína, Indlandi og Súdan,
hefur sauðfé farið fjölgandi.
Sauðfé fækkar um mestallan heim
Staða Afríku er slæm um þess-
ar mundir. Hátt í helmingur
íbúa álfunnar, 43% eða yfir 200
milljónir manna, býr við mat-
arskort. Konur eiga þar að jafn-
aði 5,3 börn og barnadauði er
5-6 sinnum algengari en í Suður-
Ameríku og Austur-Asíu. Þá er
eyðni þar afar útbreidd og talið
að yfir tvær milljónir manna deyi
úr sjúkdómnum árlega.
Á síðustu 50 árum hafa verið
gerðar 186 stjórnarbyltingar í
Afríku og háðar 26 styrjaldir.
Flestum dettur fyrst í hug að
kenna spilltum þjóðarleiðtogum
um ástandið, en fleira liggur hér að
baki. Á stórum svæðum er veðurfar
óhagstætt til búsetu og margir sjúk-
dómar eru þar skæðari en í öðrum
þróunarlöndum.
Jafnvel þó að allir einræðisherr-
ar Afríku hefðu hagað sér skikk-
anlega, þá hefði álfan átt við mikil
efnahagsleg vandamál að glíma.
Náttúruauðlindir Afríku hafa í
stórum dráttum verið ofnýttar og
þar hafa iðnríki Vesturlanda og
fjölþjóðleg stórfyrirtæki átt mestan
hlut að máli.
Ríki Afríku hafa haft brýna
þörf fyrir að efla útflutning sinn
en útflutningsvörurnar hafa eink-
um verið óunnið hráefni, svo sem
kaffi- eða kakóbaunir, eða málm-
ar og önnur jarðefni. Verð þess-
ara útflutningsvara hefur verið
afar lágt. Þar með hefur myndast
vítahringur bæði fyrir afkomu land-
anna og umhverfið. Þannig eru nú
í Afríku um 150 milljónir manna
sem skortir eldivið og þetta fólk
neyðist til að höggva niður verð-
mæta skóga til að lifa af.
Jarðvegur í Afríku er víða
ófrjósamur og hefur að ýmsu leyti
minni mótstöðu gegn jarðvegs-
eyðingu en jarðvegur í t.d. Asíu.
Áætlað er að 72% af ræktunarlandi
og 31% af beitilandi í Afríku stafi
hætta af jarðvegseyðingu. Þá er
minna um vatn til vökvunar akra
en í öðrum heimsálfum, einkum í
norðan- og austanverðri álfunni. Af
þeim sökum hefur ekki verið unnt
að hrinda þar af stað „Grænni bylt-
ingu“ eins og í Asíu.
Til þess að rofi til í Afríku þarf
að koma spilltum leiðtogum frá
völdum, draga úr fólksfjölguninni
og skjóta fleiri stoðum undir efna-
haginn. Jafn mikilvægt er að auka
matvælaframleiðsluna.
Næstu tvo áratugi þurfa ríki
Afríku að verja 20% af tekjum
sínum til að efla matvælafram-
leiðslu sína með auknum rannsókn-
um og bættri tækni, vökvun, vega-
lagningu, öflun hreins neysluvatns
og menntun. Matvælakreppan
herðir hér enn á.
Ástæða er til að draga skýrt
fram að mörg dæmi eru um góða
möguleika á að auka matvælafram-
leiðslu í Afríku. Í Eþíópíu voru sett
lög um stöðu smábænda og rétt
þeirra til landsins. Það hefur skilað
árangri í aukinni búvöruframleiðslu
og minni jarðvegseyðingu. Í Kenía
hefur átak í baráttu við illgresi
aukið uppskeruna um 30-40%.
Með samræktun korns og köfn-
unarefnisbindandi trjáa hefur upp-
skera af maís og hirsi tvö- til þre-
faldast, jafnframt því að draga úr
jarðvegseyðingu, bæta vatnsrýmd
jarðvegsins og afla fóðurs fyrir
búfé.
Á stórum svæðum í Austur-
Afríku og á hinu svokallaða Sahel-
belti skortir um 80% landsins fos-
fór. Í stað þess að flytja inn dýran
fosfóráburð væri unnt að nýta
fosfór sem finna má í álfunni, en
athuganir sýna að unnt er að þre-
falda maísuppskeru í Afríku með
eigin fosfórvinnslu.
Í mörgum löndum Afríku hafa
verið grafnar stórar gryfjur til að
safna í vatni á regntímanum til
notkunar síðar. Í Vestur-Afríku hafa
verið teknar í notkun litlar vatns-
dælur, oft knúnar af sólarrafhlöð-
um, til að vökva gróður á þurrka-
tímabilum.
Þá hafa verið æxluð saman afr-
ísk, asísk og evrópsk kúakyn sem
skila auknum afurðum, mjólk og
kjöti, af gróffóðri einu. Auk þess
eru möguleikar Afríku til fisk-
ræktar góðir, bæði í vötnum og við
strendurnar.
Í Afríku er það hins vegar enn
mikilvægara en hjá okkur að við
alla ræktun sé þess gætt að hið við-
kvæma vistkerfi beri ekki skaða af.
Það er erfitt en ekki ógerlegt verk-
efni, sem m.a. reynsla frá Senegal
sýnir.
Landsbygdens Folk/ U. B. Lindström
Blikur á lofti um framtíð Afríku
Rússar kaupa allt keng-
úrukjöt á markaðnum
Rússland er stærsti innflytjandi
kengúrukjöts í heiminum og
kaupir að heita má allt kengúru-
kjöt sem flutt er út frá Ástralíu.
Viðskiptin svara til um þriðj-
ungs af öllum kjötútflutningi
Ástralíu.
Minnst af kjötinu fer beint í
rússneskar verslanir en mest í
frekari vinnslu, svo sem í bjúgu
og pylsur. Viðskiptin svöruðu árið
2005 11 milljónum dollara en hafa
síðan aukist verulega.
Rússneskir neytendur vita
almennt ekki af því þegar þeir neyta
kengúrukjöts. Kjötiðnaðurinn telur
hlutfall þess í afurðunum svo lítið
að það taki því ekki að upplýsa um
það. Skortur er á kjöti í Rússlandi
og kengúrukjöt kemur sér þá vel,
þar sem engar takmarkanir eru á
innflutningi á því.
Þjóðir á Balkanskaga,
Þjóðverjar, Frakkar og Belgar
flytja einnig inn kengúrukjöt.
Bretar fluttu það inn framundir
síðustu aldamót en hættu því eftir
að þarlend dýraverndarsamtök
mótmæltu innflutningnum.
Landsbygdens Folk
Daglegt viðfangsefni milljarða
manna um allan heim er að rækta
jörðina, kaupa mat eða selja hann.
Þetta kemur okkur öllum við.
Tökum dæmigerðan bónda, hún
býr í litlu þorpi, fer á fætur fyrir
sólarupprás og fer gangandi marga
kílómetra til að sækja vatn. Ef
þurrkar, jurtasjúkdómar eða skað-
valdar úr dýraríkinu eyðileggja
ekki uppskeruna aflar hún nægi-
legs matar fyrir fjölskylduna og
e.t.v. smávegis að auki til að selja.
En markaðurinn er of langt í burtu
og þar hefur enginn efni á að eiga
viðskipti við hana.
Hugsum okkar líka ungan mann
í stórborg 150 km í burtu. Hann
vinnur sér inn smávegis vasapen-
inga og fer á markaðinn þar sem á
boðstólum er skemmdur eða alltof
dýr matur. Bóndinn vill selja og
ungi maðurinn vill kaupa en við-
skiptin geta ekki farið fram, þar
sem um þau gilda flóknar reglur
sem þau hafa enga stjórn á.
Hungrið ógnar
Kjarninn í matvælaöryggi er sá
að aðstaða sé fyrir hendi til að
bregðast við matarskorti, þ.e. að
bændur heims eigi kost á því að
erja jörð sína og fá góða uppskeru,
gæta bústofns síns og stunda veið-
ar, jafnframt því að tryggja það að
afurðirnar komist óskemmdar til
þeirra sem þarfnast þeirra.
Matvælaöryggi er ógnað af
fjölda vandamála; þurrkum og
flóðum af völdum breytinga á veð-
urfari, breytingum í alþjóðlegum
efnahagsmálum, sem hafa áhrif
á verð á matvælum, og hækkuðu
olíuverði sem hefur áhrif á flutn-
ingskostnað.
Viðvarandi hungur ógnar fólki,
yfirvöldum, samfélögum og ríkj-
um. Vannært fólk er ófært um að
annast fjölskyldu sína og býr við
vonleysi og örvæntingu sem skap-
ar spennu og ofbeldi í mannlegum
samskiptum.
Frá árinu 2007 hafa verið
átök vegna matarskorts í meira
en 60 löndum, en landbúnaður er
atvinnuvegur um 75% fátæks fólks
í heiminum.
Ríkisstjórn Obama lítur á bar-
áttuna við hungur sem fyrsta for-
gangsverkefni í stefnu sinni í utan-
ríkismálum. Önnur lönd styðja
okkur í þeirri baráttu. Hópur iðn-
ríkja hefur heitið því að greiða yfir
22 milljarða dollara á þriggja ára
tímabili til að stuðla að hagvexti í
landbúnaði í heiminum. Í lok sept-
ember sl. vorum við Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri SÞ, gestgjafar
á fundi leiðtoga yfir 130 landa þar
sem leitað var eftir alþjóðlegum
stuðningi við þetta verkefni.
Áætlanir okkar mótast af feng-
inni reynslu. Hingað til höfum við
veitt alltof miklu fé í þróunarverk-
efni sem hafa ekki borið viðunandi
árangur. Við höfum lært af því.
Við vitum nú að líklegast til árang-
urs er að stjórn verkefnanna sé í
höndum þeirra sem standa næst
vettvangi úrlausnarefnanna, en
starfa ekki á vegum stofnana sem
eru staðsettar víðs fjarri honum.
Við vitum einnig að það skilar
bestum árangri að aðstoðin komi
sem fjárfesting en ekki sem gjöf.
Með þetta í huga mun verða unnið
út frá nokkrum meginreglum:
Í fyrsta lagi er engin ein leið
sem gildir um landbúnað alls stað-
ar. Við munum bjóða fram aðstoð
okkar til að hrinda í framkvæmd
áætlunum á hverjum stað.
Í öðru lagi munum við vinna
gegn hungri í smáu sem stóru sem
á bjátar, hvort sem um er að ræða
að útvega sáðkorn eða huga að
tryggingamálum bændanna.
Í þriðja lagi munum við kanna
sérstaklega stöðu kvenna, færni
þeirra og þolgæði, en meirihluti
bænda í heiminum eru konur.
Í fjórða lagi munum við leggja
áherslu á að styðja samstarf innan
landa, héraða og alþjóðlega, þar
sem hungri verður ekki útrýmt
án utanaðkomandi aðstoðar. Í
því sambandi munum við styðja
alþjóðasamtök sem hafa öðlast
mikla reynslu í hjálparstarfi víða
um heim.
Í fimmta og síðasta lagi heitum
við því að vinna fyrir opnum tjöld-
um og undir eftirliti um að settum
reglum sé framfylgt og jafnframt
að endurskoða vinnuferla okkar
eftir því sem tilefni gefast.
Jafnframt framlagi okkar til
jákvæðrar þróunar landbúnaðar-
ins munum við verða reiðubúin
að grípa inn í með neyðarhjálp þar
sem hörmungarástand kemur upp,
svo sem nú á sér stað í Sómalíu í
Afríku, þar sem þurrkar, uppskeru-
brestur og borgarastyrjöld hafa
leitt til mannlegs harmleiks.
Uppbygging landbúnaðar á
heimsvísu gerir miklar kröfur til
þ j ó ð a heims. Það er þannig eitt
metnaðarfyllsta þróunarverkefni
sem Bandaríkin hafa staðið and-
spænis. Ef það tekst mun framtíð
okkar verða friðsamlegri en fortíð-
in. Nationen
Matvælaöryggi um allan heim
Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna