Bændablaðið - 19.11.2009, Side 18

Bændablaðið - 19.11.2009, Side 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 Föstudaginn 13. nóvember sl. kynnti Hagþjónusta landbún- aðarins, niðurstöður úr uppgjöri búreikninga ársins 2008. Í upp- gjörinu var unnið úr upplýsing- um frá 302 búum. Þar af voru 150 sérhæfð kúabú og 89 sér- hæfð sauðfjárbú. Að auki voru 64 öðruvísi samsett bú þar sem mjólkur- og/eða kindakjötsfram- leiðsla kemur einnig víða við sögu. Búreikningabúin framleiddu alls 27% innveginnar mjólk ur á árinu 2008 (34 millj. lítra) og 13,2% kindakjötsframleiðsl unn- ar (1.177 tonn). Rekstur kúabúa – samanburður við árið 2007 Meðal innvigtun mjólkur á 116 sérhæfðum kúabúum var 215.000 lítrar árið 2008 og meðal innvigt- un á kú nam 5.117 lítrum. Tekjur af aðalstarfsemi, framleiðslu naut- gripaafurða, jukust um 16,5%, bæði hafa búin stækkað lítillega og eins hækkaði mjólkurverð á árinu. Breytilegur kostaður hækkaði hins vegar um 32%. Þar vegur þyngst 61% hækkun á liðnum áburði og sáðvörum, eða nærri 4 krónur á lítra innveginnar mjólkur. Þjónusta hækkaði um 27,3%, rekstur búvéla þ.m.t. eldsneyti um 22,8% og fóður um 20,2%. Framlegð hækkar um 10,2% en framlegðarstig búsins, þ.e. hlutfall reglulegra tekna sem er eftir til að greiða fastan kostnað, afskriftir og fjármagnsliði lækkar því úr 65,2% í 60,9%. Þessa breyt- ingu virðist einkum mega rekja til hækkana á erlendum aðföngum bæði vegna hækkana á heimsmark- aðsverði sem og lækkun gengis krónunnar. Hálffastur kostnaður, þ.m.t. laun eigenda (bóndans) stóð nánast í stað (hækkun um 2,1%). Niðurstaðan er því að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hækkar um 16,9% milli ára Afskriftir voru 11% minni á árinu 2008 og liggur sú breyting fyrst og fremst í lægri afskriftum véla, eða úr 2.523 þús. kr. í 1.988 þús. kr. Stóri skellurinn er síðan fjármagnsliðirnir sem hækka um 27,5 milljónir kr. milli ára (692%). Greinilegt er að kúabúin eru fjár- mögnuð að verulegu leyti í erlend- um lánum og hrun krónunnar því megin orsök þessa auk hárra vaxta og verðbólgu. Rekstur sauðfjárbúa – samanburður við árið 2007 Alls nær samanburðurinn til 71 bús. Vetrarfóðruðum kindum fjölg aði um 10 milli ára og tekjur af aðalstarfsemi aðrar en bein- greiðslum 2.881 þús. kr. í 2.405 þús. kr. (18,2%). Tekjur af bein- greiðslum hækkuðu um 20,9% sem má að verulegu leyti rekja til hækk- aðs gæðastýringarálags, samkvæmt sauðfjársamningi sem tók gildi 1. janúar 2008. Breytilegur kost- aður hækkaði um 27,2%. Þar vegur þyngst 44% hækkun á liðnum áburður og sáðvörur, þá hækkaði aðkeypt fóður um 16,8. Framlegð hækkar um 8,5% en framlegðar- stig búsins, þ.e. hlutfall reglulegra tekna sem er eftir til að greiða fast- an kostnað, afskriftir og fjármagns- liði lækkar því úr 66,4% í 62,8%. Hálffastur kostnaður, þ.m.t. laun eigenda (bóndans) hækkaði um 7,4% Niðurstaðan er því að hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- liði hækkar um 11,6% milli ára. Afskriftir voru 10,8% minni á árinu 2008 og líkt og á kúabú- um liggur sú breyting fyrst og fremst í lægri afskriftum véla. Fjármagnsliðirnir hækka um 319% (3.118 þús. kr.). Sauðfjárbúin virð- ast því í minna mæli vera fjármögn- uð með erlendum lánum. Á móti kemur að veltan á þeim er lítil og af litlu að taka til að fást við sveiflur af þessu tagi. Samantekt Niðurstöður úr uppgjöri búreikn- inga síðasta árs draga skýrt fram þann fjárhagsvanda sem allur búrekstur stendur frammi fyrir og er afleiðing fjármálahrunsins síð- astliðið haust. Nauðsynlegt er að tekið verði á fjárhagsvanda fyr- irtækja í landbúnaði. Ljóst er af rekstrartölum að reksturinn heldur sínu striki þó áhrif gengislækkunar á aðfangaverð séu ekki að fullu komin fram auk þess sem framlög samkvæmt búvörusamningum hafa verið skert. Þessi niðurstaða undirstrikar nauðsyn þess að tekið verði á fjár- hagsvanda búanna þannig að skuld- ir verði aðlagaðar rekstrinum með þeim hætti þó að eigendur sjái fram á að mynda eigin fé í rekstrinum. Strax á árinu 2008 sést að bændur hafa dregið saman í fjárfestingum til að bregðast við breyttri stöðu en til framtíðar verður eðlileg endur- nýjun að geta átt sér stað ásamt því að eigendur geti tekið út eðlilegt endurgjald fyrir vinnu sína. Á markaði Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Búrekstur Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir september 2009 okt.09 ágú.09 nóv.08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2009 okt.09 okt.09 október '08 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 603.083 1.861.001 6.932.936 18,2 6,4 -9,0 25,6% Hrossakjöt 99.147 208.127 1.062.126 -8,3 0,4 9,2 3,9% Nautakjöt 328.889 938.430 3.696.122 -1,9 4,0 0,4 13,7% Kindakjöt 4.817.339 8.565.521 8.859.099 1,1 -0,6 -0,8 32,8% Svínakjöt 500.239 1.589.053 6.487.353 -14,3 -12,0 0,3 24,0% Samtals kjöt 6.348.697 13.162.132 27.037.636 0,7 -0,9 -2,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 576.851 1.806.428 6.995.172 -1,1 0,3 -8,2 28,8% Hrossakjöt 67.112 149.397 686.238 -14,0 -6,2 10,3 2,8% Nautakjöt 326.964 957.559 3.705.200 -3,0 5,4 0,1 15,2% Kindakjöt* 1.073.533 2.504.723 6.459.904 -4,7 1,2 -14,4 26,6% Svínakjöt 500.719 1.606.784 6.476.116 -14,3 -11,1 0,0 26,6% Samtals kjöt 2.545.179 7.024.891 24.322.630 -6,1 -1,8 -6,3 * Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Helstu niðurstöður úr samanburði áranna 2007 og 2008, 116 kúabú, þús. kr. 2007 2008 Breyting % Innvegin mjólk 212.599 215.023 Heildartekjur 22.281 25.812 15,9 Tekjur af nautgripum 20.208 23.534 16,5 Breytilegur kostnaður 7.295 9.636 32,1 Hálffastur kostnaður 6.460 6.593 2,1 Afskriftir 5.568 4.933 -11,4 Fjármagnsliðir 3.974 31.469 691,8 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 7.842 9.169 16,9 Hagnaður/tap -645 -26.624 Framlegðarstig 65,2 60,9 Skuldir alls 46.670 70.213 60,8 Höfuðstóll -8.269 -36.795 Helstu niðurstöður úr samanburði áranna 2007 og 2008, 71 sauðfjárbú, þús. kr. 2007 2008 Breyting Innvegið kindakjöt, kg 7.531 8.997 Heildartekjur 6.251 7.128 14,0 Tekjur af sauðfé 5.114 6.105 19,4 Breytilegur kostnaður 1.895 2.410 27,2 Hálffastur kostnaður 2.576 2.767 7,4 Afskriftir 1.236 1.103 -10,8 Fjármagnsliðir 978 4.093 318,7 Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 1.505 1.679 11,6 Hagnaður/tap -456 -3.303 624,3 Framlegðarstig 66,4 62,8 Skuldir alls 10.548 13.983 32,6 Höfuðstóll 524 -2.467 Afkoma á kúa- og sauðfjárbúum 2008 – rekstrarkostnaður fer hækkandi og fjármagnskostnaður að sliga búin Innflutt kjöt Tímabil janúar - september Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt 262.696 457.283 Nautakjöt 83.181 301.778 Kindakjöt 61 0 Svínakjöt 116.319 259.009 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 19.942 14.983 Samtals 482.199 1.033.053

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.