Bændablaðið - 19.11.2009, Side 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Líf og starf
Skýrt var frá niðurstöðum kúa-
dóma í Eyjafirði og Suður-Þing-
eyjarsýslu og viðurkenningar
veitt ar á fundum sem haldnir
voru nýlega í Hlíðarbæ í Hörg-
ár byggð og á Narfastöðum í
Reykja dal.
Um nokkurt árabil hafa flestar
fyrsta kálfs kvígur á þessu svæði
verið útlitsdæmdar. Einn aðal-
tilgangur kvíguskoðunarinnar er
að fá afkvæmadóma á ungnautin,
en jafnframt að styrkja dóm eldri
nauta. Þegar jafnframt liggja fyrir
kynbótaeinkunnir kúnna varðandi
afurðir hefur hver árgangur verið
tekinn til uppgjörs og var nú komið
að kúm fæddum árið 2004.
Sá árgangur samanstóð af alls
1653 kúm, 1249 í Eyjafirði og 404
í Suður-Þingeyjarsýslu. Kýrnar
voru á 158 búum, mjög mismarg-
ar á hverju, eða frá 1 upp í 50.
Meðaleinkunn fyrir skrokkbygg-
ingu reyndist vera 27,9 stig, 16,8
fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 17,7
fyrir mjaltir og 4,7 fyrir skap. Í
dómseinkunn gerir þetta að með-
altali 83,4 stig. Einkunnin sveifl-
aðist frá 75 stigum upp í 90.
Eigendur þessara kúa fengu
sem viðurkenningu stækkaðar
myndir af kúnum, gefnar af bún-
aðarsamböndunum á viðkomandi
svæðum. Að loknu fyrsta mjólk-
urskeiði kýrinnar, þ.e. þegar hún
hefur fætt sinn annan kálf, fær hún
reiknaða út kynbótaeinkunn þar
sem tekið er tillit til hennar eigin
afurða, til viðbótar ætternismati.
Út frá kynbóta- og dómseinkunn-
inni er reiknuð út heildareinkunn
fyrir kýrnar. Á það að vísu einungis
við þær kýr úr þessum árgangi sem
lifandi voru um síðustu áramót.
Heildareinkunnin er reiknuð þann-
ig: Dómseinkunn x 2 + kynbótaein-
kunn + eigið frávik fyrir afurðir.
Búnaðarsamböndin veittu eig-
endum þriggja stigahæstu kúnna á
hvoru svæði verðlaunastyttur, gull-,
silfur- og bronskýr, auk stækkaðra
mynda af kúnum.
MÞÞ
Kýr verðlaunaðar í Eyjafirði
og Suður-Þingeyjarsýslu
Verðlaunahafar í Eyjafirði f.v.: Þór og Aðalheiður í Kristnesi, Vaka á Brattavöllum, Sigurhanna
á Hofi, Pálmi í Nesi, Friðrik og Sigurbjörg á Grund, Jónas á Rifkelsstöðum II, Benjamín á Ytri-
Tjörnum, Níels í Torfum, Ármann á Skáldsstöðum, Gunnsteinn og Dagbjört á Sökku, Ingólfur í
Þríhyrningi, Bogi á Stóra-Hamri I og Helgi á Syðri-Bægisá.
Verðlaunahafar í S-Þing. ásamt formanni BSSÞ, aftari röð f.v.: Jón á Auðnum form., Ólafur
og Elín á Fljótsbakka, Karl í Veisu, Unnur og Jón í Víðiholti, Víðir í Úlfsbæ, Árni í Miðhvammi
og Sigurður á Lækjamóti. Fremri röð f.v.: Sigríður á Laxamýri, Friðgeir á Breiðumýri og
Sveinbjörn á Búvöllum. Á myndirnar vantar nokkra verðlaunahafa.
Fold 583 á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit (hér að ofan) bar af öðrum kúm í
Eyjafirði. Hún fékk 89 í dómseinkunn og 304 í heildarstig.
Lokka 224 á Lækjamóti í Köldukinn (efst til vinstri) og Lóa 450 í
Grímshúsum í Aðaldal (lengst til vinstri) fengu hæstu dómseinkunn þing-
eyskra kúa, 90, en Mósa 129 á Breiðumýri í Reykjadal varð efst í heildar-
stigum, hlaut 301 stig.
Bændur
blogga
Nú hefur Bændablaðið ákveðið
að hrinda af stað nýjum þætti
í blaðinu þar sem fengin eru að
láni dagbókarbrot hjá bændum
til að skyggnast inn í daglegt líf
í sveitum landsins. Mun blaðið
nota bloggfærslur af Netinu og
þiggur ritstjórn með þökkum
ábendingar um bændur sem not-
ast við blogg til dagbókarskrifa.
Þeir sem bent geta á slíkar síður
eru vinsamlega beðnir um að
senda línu á netfangið ehg@
bondi.is
Svanur H. Guðmundsson
bóndi í Dalsmynni í Eyja- og Miklholtshreppi
http://dalsmynni.123.is/blog/
17.11.2009 – Refaveiðarnar,
ríkið, möppudýrin og mófugl-
inn sem tjónast
Nú stefnir í að ríkið hætti að taka þátt í refaveið-
unum. Það hlálega við þennan „sparnað“ er það að við
grenjavinnsluna vinna undantekningarlítið verktakar
sem skila ríkissjóði VSK af öllum reikningum. Sýnt
hefur verið fram á að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti
vegna refaveiðanna er meiri en þessar millur sem hafa
farið í endurgreiðsluna, enda er það gamalt baráttumál
sveitarfélaganna að fá endurgreiddan vaskinn vegna
veiðanna.
Verði þetta að veruleika mun margt breytast í refa-
veiðinni. Hluti sveitarfélaganna mun halda áfram veið-
unum en þjarma að veiðimönnunum með greiðslur
fyrir verkið. Önnur munu leggja af skipulegar veið-
ar og bændur og áhugasamir veiðimenn sinna þessu
skipulagslaust. Þetta mun þýða það að skýrsluhald
Umhverfisstofnunar vegna veiðanna mun leggjast af,
því forsendur endurgreiðslunnar voru nákvæmar veiði-
skýrslur frá veiðimönnum/sveitarfélögum.
Ekkert sveitarfélag mun skila inn veiðiskýrslum
vegna refaveiða komi þetta til framkvæmda. Ég þekki
persónulega vel hvað skeður þegar stærð refastofnsins
takmarkast af afkomumöguleikum þeirra á veiðisvæð-
inu/óðalinu sínu sem minnkar sífellt eftir því sem
fjölgunin verður meiri. Mófuglinn þurrkast fljótlega
út því þó rebbinn sé klókur um margt rányrkir hann
fuglinn og hreinsar gjörsamlega upp egg og unga. Mér
hefur sýnst að mófuglinn sé ótrúlega staðbundinn, því
það tekur mörg ár fyrir svona svæði að ná sér upp eftir
að búið er að koma refastofni svæðisins í skaplegt horf.
Þegar svona „offjölgun“ verður og mófuglinn þrot-
inn er stutt í að rebbi snúi sér að lömbum og síðan
fullorðnu fé þegar kemur fram á haustið. Skynsamlegt
væri hjá þessari krísuríkisstjórn ef halda á því til streitu
að hætta aðkomu að refaveiðum að taka upp endur-
greiðslu virðisaukaskatts af veiðunum. Með því myndi
kostnaður margra sveitarfélaganna standa í stað og
veiðiskýrslurnar skila sér inn. Ef niðurstaðan verður
hinsvegar sú að skipuleg refaveiði leggist af í mörg-
um sveitarfélögum væri skynsamlegt að setja pening
og atvinnulaus möppudýr í að fylgjast með hvað ger-
ist úti á mörkinni þegar rebbanum fjölgar. En nú um
stundir er það víst ekki skynsemin heldur örvæntingin
sem ræður ríkjum. Og hetjur lyklaborðanna munu fara
á því meiri kostum um málið sem þeir vita minna um
lífríkið.
Gallerýið í sveitinni,
Teigi Eyjarfjarðarsveit.
Bjóðum fólki sem er á ferð
um Norðurland að skoða
fjölbreytt úrval í list og hand-
verksvörum. Vinsamlegast
hafið samband ef hópar
hefðu áhuga á að líta við.
Opið frá fimmtudegi til
sunnudags frá kl. 14-18.
Aðra daga má hringja í síma
894 1323 Gerða eða 820
3492 Svana.
Allir hjartanlega velkomnir.