Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 24

Bændablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009 4 8 5 2 3 7 4 2 8 9 1 7 6 6 7 3 1 4 9 1 8 2 6 9 2 3 5 4 5 3 1 5 4 2 7 6 7 1 9 3 9 3 8 4 6 9 4 9 7 2 3 8 6 4 9 1 9 8 4 2 6 1 9 8 7 3 1 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Byggsalat í grískum stíl og jarðarberjakókosterta Hafdís Sigrún Roysdóttir er grunnskólakennari við Kirkju- bæjarskóla á Síðu og býr fimm daga vikunnar á Kirkju bæjar- klaustri en um helgar og í skóla- fríum heima á Svínafelli í Öræf- um. Hafdís á ættir að rekja til Vestfjarða og ól móðir hennar, Svan hvít Sigurlinnadóttir, þau syst kinin upp á soðinni ýsu, salt- fiski, gellum, kinnum, signum fiski, lúðu og hrefnukjöti svo fátt eitt sé nefnt. „Í Svínafelli háttar þannig til að þar eru margir bæir sem mynda bæjartorfu og ber hvert íbúðarhús sitt nafn. Ég, ásamt manni mínum Jóhanni Þorsteinssyni og börn- um okkar þremur, eigum heima á Nýjatúni, Pálína mágkona mín og Ólafur eiga heima í Suðurbæ og mágur minn Guðjón Þorsteinsson á heima í Austurbæ, en þar bjuggu tengdaforeldrar mínir einnig; Sig rún Pálsdóttir og Þorsteinn Jó hanns son sem eru bæði látin. Þá eru einnig í Svínafelli bæirnir Breiðatorfa, Bölti og Víðihlið. Við hjónin erum hvort af sínu landshorninu. Maðurinn minn er frá Svínafelli í Öræfum en ég á ættir mínar að rekja til Vestfjarða, bæði í móður- og föðurlegg. Móðir mín, Svanhvít Sigurlinnadóttir, ól okkur systkinin upp á fiski; soðinni ýsu, saltfiski, gellum, kinnum, signum fiski, reyktum fiski, lúðu, skötu og hrefnukjöti og þrifumst við vel af. Ég sýð því skötu á Þorláksmessu til að viðhalda hefðum frá mínu æsku- heimili (reyndar var skatan borðuð oftar en bara á Þorláksmessu), en hangikjötið er einnig soðið þann dag og borðað kalt á jóladag en það er hefð frá heimili Jóhanns. Hangikjötið er heimareykt eins og tíðkast til sveita og sér mágur minn Guðjón oftast um það.“ London-lamb og „pokabaunir“ „Mér finnst oftast gaman að elda en verð þó að viðurkenna að stundum elda ég meira vegna þess að ég þarf þess frekar en af brennandi löng- un. Ég fór ekki að fást við elda- mennsku fyrr en ég fór að búa sjálf. Um tíma var ég jurtaæta og því finnst mér gott að elda þannig mál- tíðir í bland. Uppáhaldsmaturinn minn er sennilega rauðrófubuffið hennar Þórunnar Sveins með góðu salati og heimabökuðu brauði en ég kann líka að meta gott lambakjöt. Á aðfangadag hefur skapast sú hefð hjá okkur að borða London- lamb, einnig heimareykt, og er það svili minn, Ólafur Sigurðsson í Suðurbæ, sem úrbeinar og saltar, en Guðjón reykir. Einni skemmti- legri matarhefð hef ég kynnst hér í Öræfum, sem gaman er að deila með lesendum Bændablaðsins, en það eru „pokabaunir“, gular hálf- baunir, sem soðnar eru í léreftspoka ásamt hangikjötinu. Baunirnar sjóða í mauk, sem tekur í sig bragð af hangikjötinu og er borðað með því. Afar ljúffengt. Þetta ku vera komið frá frönskum skútusjómönn- um, sem dvöldu stundum á bæjum um tíma, ef skip þeirra strönduðu. Þeir hafa ef til vill skilið eitthvað fleira eftir en kunnáttuna að sjóða pokabaunir.“ Byggsalat í grískum stíl íslenskt bankabygg gúrka kirsuberjatómatar rauðlaukur paprika fetaostur ólífur oreganó ólífuolía sítrónusafi salt og pipar úr kvörn Aðferð: Sjóðið bankabyggið (3 dl bygg á móti 9 dl af vatni) og kælið. Hafið einn hluta byggs á móti einum hluta af grænmeti. Blandið síðan öllu hráefninu saman og látið standa í 1-2 klukkustundir áður en borðað er. Kókoskaka með jarðarberjarjóma 4 egg 1 bolli sykur (2 dl) 4 msk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 ½ bolli kókosmjöl 100 g rifið súkkulaði 1 tsk. vanilludropar ½ l rjómi 1 dós jarðarber Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman. Blandið kókosmjölinu og rifnu súkkulaðinu saman við hveitið og blandið þessu síðan öllu varlega saman við eggjahræruna. Bakið í tveimur hringlaga formum við 180°C í um 20-25 mínútur. Þeytið hálfan líter af rjóma og stappið jarðarber, geymið nokk- ur ber til að skreyta með, hrærið varlega saman, setjið á milli botn- anna og ofan á. Einnig má setja jarðarberjarjómann á milli botn- anna og hreinan rjóma ofan á. Mér finnst best að baka þessa köku dag- inn áður en hennar er neytt og setja rjómann á milli botnanna og geyma hana þannig yfir nótt. Síðan þeyti ég ferskan rjóma og set á hana rétt áður en hún er borin fram. Þá er einnig gott að þurrka vel jarð- arberin, ef þau eru úr dós. Láta þau standa á eldhúsbréfi á diski inni í ísskáp svo rjóminn litist ekki af saf- anum. ehg MATARKRÓKURINN Við tókum við búinu 18. ágúst 1989, en áður bjuggum við á Patreksfirði. Við fluttum inn 1. sept. og giftum okkur 9. sept. Þá voru hér 20 mjólkandi kýr og 70 ær. Fjárhúsin fuku svo í febrúar 1991 en þá vorum við hætt með fé. Við byrjuðum á því að endur- byggja húsið, síðan byggðum við fjósið og breyttum því, síðan reistum við skemmu sem er skipt í tvö hólf þar sem grásleppuverk- un er öðrumegin og verkstæði hinumeigin. Nú erum við að ljúka við að innrétta nýju fjós- viðbygginguna og þar er mjalt- arbás sem tekur 20 kýr og gjafa- aðstaða fyrir 80 kýr og geldneyti á sömu jötu, einnig 30 legubásar og svo verður gamla hlutanum breytt í 40-50 legubása. Býli? Mýrartunga 1. Staðsett í sveit? Við innanverðan Króksfjörð í Reykhólasveit, Austur-Barða- stranasýslu. Ábúendur? Hjónin Erla Þórdís Reynisdóttir og Jens Valbjörn Hansson. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Erla og Jens eiga þrjú börn, og tvö barnabörn. Kristbjörg er fædd 1983 og býr á Akranesi ásamt dótt- ir sinni Ísabellu sem er að verða 5 ára. Kári er fæddur 1987 og er bílamálari hann býr í Reykjavík. Þóra er fædd 1990 og býr á býlinu ásamt 18 mánaða syni sínum. Svo eru það læðurnar Múrí og Mala og hundurinn Moli sem sjá um mein- dýraeyðingar. Stærð jarðar? Um 2000 hektarar. Tegund býlis? Kúabú. Einnig er sonur okkar og Guðmundur bóndi í Gufudal með grásleppuútgerð og verkun hér. Fjöldi búfjár og tegundir? 53 mjólkandi kýr ásamt fjölda geldneyta og 5 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið er í fjósið um 8 á morgn- ana og taka fjósverkin um 3 tíma. Svo er ýmsum verkum sinnt eftir hádegi og aftur er farið í fjósið um 6 á kvöldin. Eftir seinni mjaltirnar er vanalega afslöppun og sest þá mannskapurinn niður við sjónvarp, tölvu eða prjónaskap. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Húsfrúnni finnst skemmtileg ast er að fara í fjóseftirlit á vor nóttu og sjá sólina koma upp. Hús bónd- anum finnast vorverkin á túni skemmtilegust. Leiðinlegast er að þurfa lóga búfénaði heima. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Áframhaldandi mjólkurframleiðsla og vonandi fleiri búgreinar. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Enga. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Hann dafnar ekki nema við höfum trú á honum sjálf. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Útflutningur á grænmeti. En þá þarf náttúrulega að rétta af raf- orkuverð til gróðurhúsabænda. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kavíar, mjólk, skyr, ostur og epli. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrý. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Veturinn 1995 í heild sinni þegar að hægt var að renna sér niður af húsþaki á rassþotum og mjólk- urbíllinn komst ekki dögum saman. Mýrartunga, Reykhólasveit Bærinn okkar Frá vinstri: Moli, Jens, Múrí, Elmar, Erla og hluti kúahópsins. Kókostertan ljúffenga með jarðarberjarjómanum. Fjölskyldubæirnir í Svínafelli í Ör æfum, talið frá vinstri; Austur- bær, Suðurbær og Nýjatún.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.