Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 21. október 2010 ÉG KVÍÐI komandi helgi. Veðurspáin er góð, haust- ið skart ar sínum fegurstu litum í lyngi, trjám og kjarri og mýrar og engi eru umvafin ótrúlegustu lita af- brigð um. Hvílík sýning og endur- nær ing fyrir sálina. En ég veit ég vakna í birtingu við skotdrunur og andskotagang sem stendur fram á dag. Ég veit líka að ég er ekki ein um að vakna við skothríð og skelfingargarg frá gæsahópum sem reyna að forða sér í dauðans angist. Nágranni minn er ekki einn um að telja við hæfi að sá í akur í þéttri byggð og bjóða/ leigja/selja (?) aðgang hverja ein- ustu helgi haustsins mönnum sem hafa unun af að drepa fugla (menn nenna ekki lengur að hafa meira fyrir þessu). Þetta tíðkast um allt land og við hin höfum of lengi þagað yfir þessari framkomu. Mál er að linni. Eitt er ónæðið sem við verðum fyrir, annað og verra eru aðfarir margra víðsvegar um land. Eflaust eru þeir til í þessum skotglaða hópi sem eiga rétt á að kallast veiðimenn, menn sem virða boð- aðar umgengnisreglur við fugla, skjóta ekki nema í öruggu færi og á afmarkaða bráð og gæta þess að elta uppi sáran fugl og aflífa. Slíkar reglur er að finna á vef umhverf- isráðuneytisins og víðar en hvergi er þess getið hver á að fylgja þeim eftir. Flestir veiðimenn skjóta fáa fugla hvert haust til matar fyrir sjálfa sig og sína. Aðrir koma fyrir fjölda gervi- gæsa í blekkingarskyni, bíða þess svo í skurðum, bak við hálmrúllur eða önnur skýli að þessir glæsilegu fuglar komi fljúgandi úr náttstað inn á akurinn í trausti þess að þar eru (gervi)gæsir fyrir. Og þá er sallað á hópinn vægðarlaust til þess að reyna að ná sem flestum og ekkert um það skeytt hversu margir fuglar fljúga burt sárir. Sum ir þeirra falla til jarðar skömmu síðar og byltast þar hel- særð ir, blæðandi, vængbrotnir, lim lestir og ósjálfbjarga og það tek ur þá mislangan tíma að deyja. Ein hverjir lifa jafnvel dægur og áður en yfir lýkur er krummi eða annar vargfugl kannski mættur og byrjaður að snæða við sitt „villibráðarhlaðborð“. Þetta er eðli vargfugla, þeir hafa ekki siðvitund en það á mannskepnan að hafa. Sá sem fer svona að er ekki veiðimaður, þetta eru ekki veiðar, þetta er slátrun eða fjöldamorð. Hvað kallast hann þá? Ekki slátr- ari því það er virðingarvert starfs- heiti manna sem vinna við slátrun búfjár við viðurkenndar aðstæður undir eftirliti dýralækna. Eigum við þá annað orð en fjöldamorðingi? Dæmi eru um menn sem drepa tugi og jafnvel hundruð fugla á einum morgni. Hvað gera þeir við allan þennan fjölda? Þeir selja gjarna til veitingahúsa og þá helst bringurn- ar og fleygja afganginum af fugl- inum (skyldi þetta vera gefið upp til skatts, Steingrímur?). Hvers vegna er þessi slátrun ekki háð eftirliti? Við hreindýraveiðar verður að hafa eftirlitsmann og fara eftir ströngum reglum. Er í lagi að misþyrma fuglum? Við rannsóknir hefur komið í ljós að um 40% íslenska gæsastofnsins fljúga um með högl í sér eftir misheppnaðar skotárásir. Það þýðir að nærri því annar hver fugl flýgur særður úr hryðjuverkum haustsins. Ætti kannski að safna þeim sem halda því fram að fuglarnir finni lítið fyrir þessu út á akur í morgunsárið og salla úr dágóðri fjarlægð haglahrinu í (beran) afturendann á þeim og leyfa þeim að ganga með í einn vetur og njóta! Ég skora á umhverfisráðherra að setja reglur um hvar leyfilegt er að skjóta fugla og koma á skipulögðu eftirliti með gæsaveiðum. Ég skora á sveitarstjórnir að setja sambærilegar reglur hver á sínu svæði. Ég skora á dýraverndunarsamtök að beita sér gegn þessari mis þyrm- ingu. Ég skora á veiðimenn að berjast gegn siðlausum fugladrápum. Ég skora á bændur að sýna ábyrgð í því hverjir fá að fara með skotvopn á þeirra landareign. Ég skora á þig sem pantar gæsa- bringu á veitingastað eða sækir villibráðarhlaðborð að skipta þér af því hvernig fanga var aflað. Ég skora á allan almenning að mótmæla illri meðferð á dýrum. Ég kvíði komandi helgi, ég kvíði því að heyra þytinn og skvaldrið af morgunflugi glæstra fugla og vita hvað á eftir fylgir. Má misþyrma fuglum? Emilía Baldursdóttir aðdáandi lifandi fugla, Syðra-Hóli, Eyjafjarðarsveit Veiðimál NÚ Í sumar hafa eftirlitsmenn Fiski stofu víða orðið varir við ýmiss konar framkvæmdir í og við veiðivötn, svo sem malartekju, um bætur á veiðistöðum og veiði- vegum o.s.frv. Í mörgum tilvikum hefur framkvæmdin verið án lög- boðinna leyfa frá Fiskistofu og þar hafa átt hlut að máli bæði utan að- komandi verktakar og land eig end- ur en einnig sveitarfélög og veiði- félög, sem þó bera ákveðna stjórn- sýslulega ábyrgð í þessum málum samkvæmt lögum. Af þessu tilefni vill Fiskistofa benda á að samkvæmt 33. grein laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum þarf að leita eftir heimild Fiskistofu vegna allra framkvæmda við ár og vötn, hvort sem um er að ræða malartekju, bakka varnir, veiðistaðargerð, sleppi tjarnir fyrir fisk o.s.frv. Ef um smávægilegar framkvæmdir er að ræða, sem líklegt er að vera þurfi árvissar og sem ekki valda teljandi skaða á lífríki ánna, er mögulegt að veita slíkar heimildir fyrir lengra tímabil, t.d. fimm ár. Samkvæmt ofan nefndri lagagrein þurfa framkvæmdaaðilar og/eða landeigendur að útvega umsögn veiðifélagsins á svæðinu og sér- fræð ings í vatnalíffræði og bú svæðum laxfiska, sem metur áhrif framkvæmdanna á lífríki ánna. Umsókn ásamt tilheyrandi um sögnum er síðan send til Fiski- stofu á sérstöku eyðublaði vegna framkvæmda við ár og vötn, sem finna má á vefsíðunni: www. fiskistofa.is . Sérstaklega skal vakin athygli á því að með lögum nr. 119/2009 um breytingu á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði voru heimiluð viðurlög vegna brota, sem tengjast ólöglegum framkvæmdum við ár og vötn. Árið 2010 hefur verið nýtt til að upplýsa hagsmuna- og framkvæmdaaðila og aðlaga nýjum lögum. Frá og með næstu áramótum munu lagabrot hins vegar kalla á kærur og viðeigandi viðulög, ef um alvarleg brot er að ræða. Sérstaklega viljum við benda á að heimild Fiskistofu þarf að liggja fyrir áður en sveitarstjórnir veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við ár og vötn og það er í raun á ábyrgð sveitarstjórna að sá háttur sé hafður á enda er malarþörf sveitarfélaga vegna ýmiss konar framkvæmda mjög mikil. Megintilgangur þessarar greinar er að upplýsa aðila um réttindi þeirra og skyldur og hvetja þá til að kynna sér þau lög sem um málið fjalla. Finna má ítarlegar upplýsingar um hlutverk Fiskistofu í tengslum við framkvæmdir við ár og vötn á vefsíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is undir „lax- og silungsveiði“. Árni Ísaksson forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu Til framkvæmdaaðila, sveitarfélaga, veiðifélaga og landeigenda við ár og vötn Sækið um framkvæmdaleyfi! Dagana 5.-8. september sl. var haldin ráðstefna Circum polar Agricultural Association (CAA) sem mætti útleggja Land bún- aðar samtök norður skauts ins. Ráð stefnan fór fram í Alta í Norð ur-Noregi og var sótt af um 140 þátttakendum frá tíu lönd- um sem öll tilheyra norður hjara heimsins. Frá Ís landi mættu, auk undirritaðs, Snorri Sig urðs- son og Sigríður Dal manns dóttir. Viðfangsefni ráðstefnunnar var auðlindir lands á norðurslóðum og hvernig löndin umhverfis norð- ur heimskautið geta styrkt stöðu land búnaðar á sínum svæðum. Með nokkurri einföldun má skipa þeim 10 löndum sem þarna tóku þátt í þrjá flokka: 1. Norð-Vestur Rússland, sem sam anstendur af þremur héruð- um: Karelíu, sem liggur sam- síða Finnlandi og er fyrst og fremst vaxin skógi með til- tölulega litlum landbúnaði; Múrmansk, sem er austur af Norður-Noregi og hefur um margt svipuð skilyrði til land- bún aðar; Arkangelsk sem er við botn Hvítahafs, austan og sunn- an við Múrmansk. Það sem er áhugavert við þessi svæði er hversu miklar tenging- ar eru við norræna menn ingu. Murman er t.d. af bökun á orð- inu Norman eða Norðmaður og heiti Ark ang elsk vísar til Mikjáls erki engils. Bæði svæð- in eru til tölu lega fjölmenn miðað við hversu norðarlega þau liggja; Múr mansk með 900.000 íbúa og Arkangelsk með 1,3 milljónir íbúa en á tímabili Sovétríkjanna var þessum ríkjum meinað að framleiða landbúnaðarafurðir svo að nokkru næmi; mat átti að framleiða í frjósömum mið- ríkjunum. Nú eru þessi svæði að reyna að þróa sinn landbún- að áfram á eigin forsendum. 2. Norður-Skandinavía, Ísland, Fær eyjar, Grænland og Orkn- eyjar: Þetta svæði hefur langa hefð fyrir öflugri byggðastefnu og tiltölulega miklum ríkis- stuðn ingi við landbúnað (þó síst á Orkneyjum). Hér eru aðstæður mjög mismunandi; litlir vaxtarmöguleikar eru fyrir landbúnað á Færeyjum og Grænlandi og takmarkaðir á Orkneyjum. Þar ráða nátt- úrulegar aðstæður mestu. Hins vegar gætu bæði Ísland og Norður-Skandinavía aukið sína landbúnaðarframleiðslu tölu- vert ef markaðslegar forsendur væru fyrir hendi. 3. Alaska og Norður-Kanada: Á þessum svæðum hefur land bún aður ekki haft góðar markaðs legar forsendur til að þróast. Það er að sjálf sögðu hugmyndafræðileg kald- hæðni að niðurstaðan af hinu frjálsa mark aðs hag kerfi varð sambærileg því sem gerðist í gamla Sovét; land búnaðar fram- leiðsl an þéttist í miðríkjunum á kostnað jaðarsvæðanna. Hins vegar er mikill áhugi í norður slóða sam fé lög unum á að byggja upp fjöl þætt an land- búnað, bæði til að framleiða matvæli fyrir heima mark að inn og sem stoð undir ferða þjón- ustu. Það er ljóst að Norðurlöndin standa sterkast í þessum hópi með öflugan landbúnað, af urða stöðvar, fóðurframleiðslu og faglegt stoðkerfi. Hins vegar er jafn ljóst að í heimi alþjóða- viðskipta eru ekki mark aðs- legar forsendur fyrir þessari stöðu heldur bygg ist hún á margþættum stuðn ings að gerð- um opinberra aðila (þ.e. skatt- borg ara). Sá stuðningur er um deildur, bæði innan ríkjanna og á alþjóðavettvangi, og ekki er alltaf ljóst hver raunveruleg markmið hans eru. Því má segja að sameiginlegt viðfangsefni þessara ríkja sé að þróa hagfræðilega sjálfbæran land bún að á harðbýlum svæðum. Tvær leiðir virðast affarasælastar: Sérstaða og samtvinnun. Sérstaðan getur verið fólgin í sérstökum vörum, framleiðsluaðferðum eða menningarlegri tengingu. Sam tvinnunin er oftast við ferða þjón ustu, smáiðnað (t.d. orkuframleiðslu) eða vinnu við nátt úru vernd. Á ráðstefnunni voru kynnt ýmis dæmi um báðar þessar leiðir. Í Norður-Ontario er til að mynda svæði sem á 19. öld byggð- ist Finnum og Norðmönnum með hefðbundnum landbúnaði, sam- vinnu félögum og fiskveiðum. Um miðja 20. öld fór að halla veru lega undan fæti og nú er svo komið að lítið er eftir af hinu upp haf lega landbúnaðarsamfélagi. Áhuga- sam ir heimamenn hafa hins vegar tekið höndum saman um þróun fjölþætts landbúnaðar sem byggist á búfjárrækt, eplaframleiðslu, heima vinnslu og ferðamennsku ásamt ýmiss konar handverki. Einnig er verið að gera átak í land bún aðarmenntun og hópur nemenda í landbúnaðarnámi dvaldi vikutíma á Íslandi í haust til að kynna sér þær leiðir sem við höfum farið. Annað dæmi er rannsóknir á sérstökum eiginleikum berja og villiplantna í Norður-Skandinavíu með það fyrir augum að markaðs- setja dýra sérvöru á ríkari svæðum Evrópu. Ekki einungis matvæli heldur einnig snyrtivörur og fæðu- bótarefni. Og fyrir forfallna kartöflu rækt- endur væri áhugavert að heim- sækja Landbúnaðarháskólann í Múrmansk en þar er 2.500 teg- und um af kartöflum viðhaldið í rækt un! Í því safni er væntanlega ekkert afbrigði sem jafnast á við Premier hvað varðar vaxtarhraða en örugglega einhver sem bjóða upp á meiri markaðslega sérstöðu. Það er ljóst að Ísland hefur miklu að miðla í samstarfi norður- slóða og við getum líka lært mikið – bæði af mistökum annarra og því sem vel er gert. Sum þessara svæða hafa alltaf tilheyrt opnum markaði en önnur (Norður-Svíþjóð og Norð ur-Finnland) hafa skemmri reynslu. Reynsla þeirra allra er okkur mikilvæg, sérstaklega núna þegar við metum kosti og galla þess að tengjast opnum markaði ESB nánari böndum en áður. Torfi Jóhannesson Áhugaverðar Norðurslóðir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.