Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 39
LANDSbréfið | 3 „Upplifunin er bæði ömurleg og óskemmti- leg. Ég hefði seint trúað því ef einhver hefði spáð því fyrir mér að við ættum eftir að standa í þessum sporum gagnvart ríkisvald- inu og réttlætinu, því aldrei fyrr var vitað um nokkurn ágreining varðandi eignarhald Garðs á þessu landi,“ segir Jónas Pétur Bóasson, bóndi í Garði í Þistilfirði. „Verst er að óbyggðanefnd og dómstól- arnir skilja okkur eftir með afar óljósa réttar- stöðu því enginn getur svarað þeirri spurn- ingu hvað felist raunverulega í því að ríkið eigi nú Þverfellsland en „afréttareign“ lands- ins sé okkar! Þetta hugtak, „afréttareign“, hefur hvergi verið skilgreint og það hlýtur að kalla á enn frekara stapp fyrir dómstólum. Í okkar tilviki hefur þetta praktíska þýðingu því áður stýrðum við rjúpnaveiði í Þverfellslandi en eftir að Hæstiréttur talaði ríkir fullkomin óvissa um hvort forræði gagnvart veiði- mönnum felist í hugtakinu „afréttareign“ eða ekki. Þverfallsland er rjúpnasvæði, aðgengi fólks er þar auðvelt og ásókn veiðimanna eftir því. Rjúpnaskyttur telja sjálfsagt að þær geti nú hagað sér þar að vild og ég sé fyrir mér stríðsástand með tilheyrandi ofveiði.“ Jónas Pétur og Soffía gengu bæði til liðs við Landssamtök landeigenda á sínum tíma en hafa horft á starfsemi samtakanna úr fjar- lægð. „Við skráðum okkur í félagið vegna samstöðu með öðrum í svipaðri stöðu en höfum enn ekki komið því við að mæta á fund á vegum landeigenda. Þörfin fyrir að standa saman er hins vegar rík. Við trúðum því aldrei að fjármálaráðherra færi að gera landakröfur í nafni ríkisvaldsins alveg að túngarði manna hér um slóðir, heldur myndi þjóðlendumálið fjalla um sjálft hálendið. Allt annað kom á daginn. Í okkar máli stóðum við frammi fyrir þeirri forsendu óbyggðanefndar að þáverandi eigendur Garðs hefðu helgað sér land, sem þeir ekki áttu, með landamerkjabréfi frá 1887. Okkur var síðan gert að sanna það fyrir dómstólum að þetta fólk hefði ekki stolið landinu á sínum tíma. Slík sönnunarbyrði á herðar landeigendum er auðvitað fráleit, ekki síst þegar haft er í huga að ýmis gögn úr fortíð- inni eru sannanlega glötuð. Það var til dæmis notað gegn okkur að árið 1855 var fært til bókar á Svalbarðsþingi: „Lesið upp forboðs- skjal frá Garðs- og Flautafellsbændum um að reka geldfé á afrétt þeirra án leyfis og borg- unar fyrir hverja kind.“ Skjalið sjálft er glatað og ekkert vitað nánar um hvað í því stóð en ljóst að framsetning og orðalag athuga- semda getur skipt verulegu máli þegar dóm- stólar fara að fjalla um mál og samstaða ná- granna getur komið mönnum í koll! Málaferlin kostuðu óhemju tíma og fjár- muni. Við fórum á skjalasöfn á Akureyri og á Húsavík til að leita að gögnum en ekki tókst að finna pappíra sem dugðu okkar málstað fyrir rétti. Því fór sem fór en alvarlegast er að enn skuli vera lausir endar í málinu, eftir allt sem á undan er gengið.“ „Ég gerði mér grein fyrir því að við gætum allt eins tapað málinu, enda fór það svo í undirrétti og reynslan kennir að Hæstiréttur staðfestir undirréttardóma í meirihluta tilvika. Svo fór hins vegar að við höfðum þar fullan sigur og ég þakka það annars vegar upplýs- ingum og gögnum sem við lögðum fram og hins vegar vettvangsskoðun hæstaréttar- dómaranna. Við fórum með dómara Hæsta- réttar inn á miðja heiði og ég er sannfærður um það hafði áhrif á þá að kynnast að- stæðum hér af eigin raun,“ segir Sigurður Jens Sverrisson, einn ábúenda og eigenda Hvamms í Þistilfirði. „Afi minn heyjaði á heiðinni, á landinu sem ríkið heimtaði að yrði þjóðlenda. Kyn- slóð eftir kynslóð hefur Hvammur verið keyptur og seldur, landið nytjað og eignar- réttur Hvammsfólks virtur af öllum, þar á meðal af ríkinu sjálfu. Ég benti hæsta- réttardómurunum á að ég væri fimmti ætt- liðurinn sem byggi í Hvammi og ef ætti nú að taka af okkur hluta jarðarinnar mætti allt eins spyrja sig hvers vegna ríkið hirti þá ekki bara allt saman? Annað hvort gildir kaupmáli eða hann gildir ekki, enginn kaupmáli gildir bara að hluta.“ Athygli vekur að óbyggðanefnd og Hér- aðsdómur Norðurlands tóku í niðurstöðum sínum fullt tillit til í sóknarlýsingar fyrir Sval- barðssókn sem ungur aðkomumaður skrifaði fyrir prestinn á Svalbarði um 1875. Vitað er að ungmennið var lítt staðkunnugt og Sig- urður Jens í Hvammi segir það sjást best á því að skrifarinn hafi þarna „flutt heilu fjöllin milli heiða og notað hugtökin „almenningur“ og „afréttur“ sem hafi verið nýyrði þar um slóðir og ekki notað af heimamönnum í hér- aði, hvorki fyrr né síðar.“ Hluti af viðsnúningi málsins á æðsta dóm- stigi var einmitt sá að Hæstiréttur hafnaði því að gefa sóknarlýsingunni slíkt vægi að „hún verði látin standa því í vegi að viðurkenndur verði eignarréttur þeirra [áfrýjenda] að land- inu, sem um er deilt í málinu.“ „Okkur leið ekki vel á meðan á þessu málaskaki stóð. Tilfinningin var vond og óþægileg. Þjóðlendumálið verður stjórn- völdum til ævarandi skammar. Aðalatriðið var samt að berjast áfram, grafa eftir gögnum til að styðja mál sitt og gefa aldrei upp vonina. Upp úr stendur líka samstaða og baráttu- gleði sem ríkti hér um slóðir og ég þakka ná- grönnunum fyrir að standa með okkur sem einn maður. Við nutum stuðnings hvert af öðru, miðluðum upplýsingum á milli, studdum hvert annað og „peppuðum okkur upp“ í sameiningu. Eitt verð ég svo að fá að nefna og það er hin ærandi þögn um þjóð- lendumálið á Alþingi. Þar er bara ekki minnst einu einasta orði á þjóðlendulögin og fram- kvæmd þeirra af hálfu stjórnvalda fyrr og síðar! Þingmenn gátu kjaftað um Icesave frá morgni til kvölds mánuðum saman í fyrra en ég hefði nú kosið að í það minnsta fáeinum prósentum af þeim ræðutíma hefði verið varið í að fjalla um þjösnaskap ríkisvaldsins gagnvart landeigendum.“ bændur í Garði í Svalbarðshreppi í Þistil- firði, Soffíu Björgvinsdóttur og Jónas Pétur Bóasson. Þau kröfðust þess fyrir Hæstarétti að ógiltur yrði úrskurður óbyggðanefndar um að svokallað Þver- fellsland, sem er stór hluti Garðs, væri þjóðlenda. Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti niðurstöðu óbyggða- nefndar 24. september 2009 og Hæsti- réttur staðfesti héraðsdóminn 7. október 2010. Í úrskurði óbyggðanefndar var viðurkennt að Þverfellsland væri þrátt fyrir þetta „afréttareign“ Garðsbænda og bæði dómstig lögðu blessun yfir þann skilning nefndarinnar. eigendur jarðarinnar Hvamms í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Þeir kröfðust þess fyrir Hæsta- rétti að ógiltur yrði úrskurður óbyggðanefndar varðandi Hvamm og land, sem óbyggða- nefnd úrskurðaði að væri þjóðlenda, yrði viðurkennt sem eignarland. Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti úrskurð óbyggðanefndar 16. september 2009 en Hæstiréttur komst að þveröfugri niðurstöðu 7. október 2010 og felldi úrskurðinn úr gildi. Málið varðar Málið varðar Réttarstaðan í lausu lofti Stjórnvöldum til ævarandi skammar Soffía Björgvinsdóttir og Jónas Pétur Bóasson í Garði með þykkan skjalabunka vegna málareksturs síns. Sigurður Jens Sverrisson í Hvammi 2, fyrir miðri mynd. Vinstra megin er Úlfur Heiðar Marinósson í Hvammi 1 og hægra megin Friðrik Pétur Guðmundsson í Hvammi 4. Hæstiréttur í vettvangsferð í Þistilfirði. Dómararnir Gunnlaugur Claessen og Jón Steinar Gunnlaugsson rýna í landakort af svæðinu ásamt Jónasi Pétri í Garði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.