Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 40
Stór hluti Íslands er undir í þjóðlendumálinu nú þegar hillir undir að
árið 2010 renni skeið sitt á enda. Nokkur mál eru nú til meðferðar í
Hæstarétti. Nýjustu þjóðlendudómar Hæstaréttar varða landeig-
endur í Þistilfirði og um tvo þeirra er fjallað sérstaklega hér í Lands-
bréfinu.
Nokkur þjóðlendumál eru til meðferðar í héraðsdómstólum og
„þjóðlendugæsin“ (hugtak úr orðasafni Ólafs H. Jónssonar, for-
manns Landeigenda Reykjahlíðar ehf.) flýgur nú vestur eftir Norður-
landi. Þannig er mál vegna Hofs í Skagafirði komið til héraðsdóms,
það er „vestasta“ þjóðlendumálið sem komið er til kasta dómstóla
og bíður nú dóms. Mál Silfrastaða í Skagafirði er einnig í héraðs-
dómi og sömuleiðis mál vegna Eyvindarstaðarheiðar en þau bíða
málflutnings.
Sérstakur kapítuli út af fyrir sig í þjóðlendumálum varðar kröfur
ríkisins gagnvart kirkjujörðum. Dæmi um slíkt er mál vegna Val-
þjófsstaðar í Fljótsdal sem komið er til Hæstaréttar og verður flutt á
næsta ári fyrir réttinum. Ekki einu sinni ríkiskirkjan (kirkjumálasjóður)
fær að vera í friði fyrir ríkinu með eigur sínar!
Óbyggðanefnd fjallar nú um kröfur ríkisins vegna norðanverðs
Tröllaskaga, svæði nr. 7b. Niðurstöðu er tæplega að vænta fyrr en
með vorinu.
„Við sjáum enga ástæðu til þess að breyta
gildandi jarða- og ábúðarlögum en fyrst að
landbúnaðarráðherra þótti efni standa til
endurskoðunar laganna er gagnrýni vert að
sniðganga landeigendur við skipun starfs-
hóps þar að lútandi,“ segir Gunnar Sæ-
mundsson í Hrútatungu, stjórnarmaður í
Landssamtökum landeigenda. Hann tók á
sínum tíma þátt í störfum nefndar um ný
jarða- og ábúðarlög, sem fulltrúi Bændasam-
takanna. Lögin voru þá endurskoðuð í sam-
ræmi við kröfur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
sem fylgist með framkvæmd reglna Evr-
ópska efnahagssvæðisins á Íslandi og í
öðrum EFTA-ríkjum. Meginbreytingin var sú
að forkaupsréttur sveitarfélaga að jörðum
var felldur niður og óðalsréttindi sömuleiðis.
„Landeigendur vilja að viðskiptafrelsi ríki
áfram á markaði með bújarðir, líkt og með
fasteignir yfirleitt. Við mótmæltum því að
vera ekki hafðir með í ráðum við endur-
skoðun laganna og vöruðum jafnframt ein-
dregið við því að hömlur yrðu settar á við-
skipti með bújarðir, enda myndi slíkt rýra
verðgildi þeirra. Landbúnaðarráðherrann
virðist helst vilja lögfesta forkaupsrétt
sveitarfélaga á nýjan leik og binda í jarða- og
ábúðarlög að ekki megi gera þetta eða hitt
með bújarðir. Slíkt væri afturhvarf til fortíðar,
enda sýnist okkur skipulagslög duga fyllilega
í flestum tilvikum til að sveitarfélögin hafi
eðlilega aðkomu að málum. En það er með
þetta eins og svo margt annað í seinni tíð,
forsjárhugsunin er úr öllu hófi.“
„Ég lít tvímælalaust á landeigendur sem
bandamenn í baráttunni fyrir því að verja
eignarrétt og atvinnufrelsi,“ segir Sigurgeir B.
Kristgeirsson, framkvæmdastjóri í Vest-
mannaeyjum, betur þekktur sem Binni í
Vinnslustöðinni. Hann hefur tekið virkan þátt
í opinberri umræðu í þágu sjávarútvegsins
og um svokallaða þjóðareign á auðlindum.
Binni bregður oft fyrir sig líkingamáli úr land-
búnaði, enda búfræðingur frá Hvanneyri
með þekkingu og reynslu í búskap og búfjár-
haldi.
„Nytjaréttur, náttúruvernd og skynsamleg
nýting auðlinda fer vel saman, hvort heldur
er til sjávar eða sveita. Best fer um allt þetta
ef þeir sem hirða landið, búfé eða nytja-
stofna eru jafnframt eigendur. Þeirra er
hagurinn af skynsamlegri nýtingu,“ segir
Binni og bætir við:
„Ríkisvæðing auðlinda í nafni „þjóðar-
eignar“ er ávísun á hraðari og meiri stöðnun
og afturför en menn sjá fyrir nú. Umræðan
og hugmyndir sumra manna í þessum efnum
virðast eiga sér lítil takmörk. Kemur til dæmis
ekki bráðum að því að farið verði að skil-
greina lax og silung í ám og vötnum sem
„sameign íslensku þjóðarinnar“?
Æðardúnn er enn eitt dæmið. Hugsum
okkur hvernig færi fyrir æðarvarpi og tilheyr-
andi atvinnurekstri landsmanna ef kollur og
dúnn yrði einn góðan veðurdag „þjóðareign“
að lögum og nytjarétturinn settur á uppboð á
10 ára fresti!
Slíkt kann að hljóma bæði ótrúlegt og
geggjað í eyrum margra en hverjum hefði
dottið í hug fyrir nokkrum árum að ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins legði út í þjóðlendustríð
gegn landeigendum? Í því ljósi væri núver-
andi stjórnarflokkum, með Jón Bjarnason í
broddi fylkingar, fullkomlega trúandi til þess
að reyna að ná lax- og silungsveiði og æðar-
rækt í krumlu ríkisins.
Hlutverk ríkisins er að setja almennar
reglur fyrir nýtingu lands og nytjar. Landeig-
andi eða handhafi nytjaréttar er vörslumaður
lands eða nytja, þjónn komandi kynslóða.
Sagan sýnir að land og nytjar eru betur
komnar í höndum einstaklinga, sem eiga og
hirða, en hjá ríkinu. „Þjóðareign“ er áróðurs-
hugtak í þágu ríkiseignar og ríkisforræðis og
undantekningarlítið ávísun á afturför og
hnignun. Ég sendi landeigendum baráttu-
kveðjur.“
Staða þjóðlendumála í nóvember 2010
Skjólbrekkuskriðan
Landeigendur
sniðgengnir
Lax, silungur og og æðar-
dúnn næsta „þjóðareign“?
Ríkið birti þjóðlendukröfur sínar gagnvart
landeigendum á Norðausturlandi í október
2006 og víst er að margir supu hveljur, bæði
einstaklingar og sveitarstjórnarmenn. „Ég var
í sjokki, standandi frammi fyrir því að um 70%
lands Grýtubakkahrepps átti að verða þjóð-
lenda. Þá barst mér bréf frá Ólafi H. Jónssyni,
stjórnarformanni Landeigenda Reykjahlíðar
ehf. í Mývatnssveit þar sem hann hvatti til
þess að efnt yrði til opins baráttufundar gegn
þjóðlendukröfunum. Þar með fór skriðan af
stað og Óli H. á heiðurinn af upphafinu,“
segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á
Grenivík, þegar hún lítur um öxl.
Umrætt bréf frá Óla H. til sveitarstjórna á
Norðausturlandi er dagsett 9. nóvember
2006 og fyrir honum vakti mun meira en það
eitt að efna til eins fjöldafundar. „Mér fannst
frá upphafi liggja beint við að landeigendur á
öllu landinu stilltu saman strengi. Jón Krist-
jánsson alþingismaður hafði spáð því að þá
fyrst myndi sjóða upp úr meðal landeigenda
þegar „þjóðlendugæsin“ næði í Þingeyjar-
sýslur í hringflugi sínu um landið. Það gekk
eftir.“
Skjólbrekkufundurinn lagði grunn að
samtökunum
Landeigendur troðfylltu Skjólbrekku í Mý-
vatnssveit að kvöldi 30. nóvember 2006.
Skilaboð fundarmanna voru skýr. Úti var
kalsaveður og Árni M. Mathiesen, fjármála-
ráðherra og gestur fundarins, fann heldur
ekki umtalsverða hlýju í garð ríkisvaldsins
innan dyra í samkomuhúsinu.
Í fundarlok var samþykkt að stefna að
stofnun landssamtaka og kjörin þriggja
manna undirbúningsnefnd. Í henni sátu
Guðný Sverrisdóttir, Ólafur H. Jónsson og
Örn Bergsson. Landssamtök landeigenda á
Íslandi voru svo formlega stofnuð á Hótel
Sögu 25. janúar 2007. Öll undirbúnings-
nefndin var kjörin í fyrstu stjórn samtakanna,
ásamt Jóhannesi Kristjánssyni á Höfða-
brekku og Gunnari Sæmundssyni í Hrúta-
tungu. Guðný Sverrisdóttir var kjörin fyrsti
formaður stjórnar. Þau Ólafur H. eru sammála
um að stofnun landssamtakanna hafi skilað
tilætluðum árangri.
Samtakamáttur getur fært fjöll úr stað
„Áhuginn var svo mikill að ég var nánast í
hálfu starfi fyrstu dagana eftir Skútustaða-
fundinn við að svara landeigendum sem
hringdu stanslaust til að lýsa stuðningi við að
samtök yrðu stofnuð,“ segir Guðný. „Við
komum sjónarmiðum okkar og hagsmuna-
málum betur á framfæri sem samtök en hvert
í sínu lagi. Stjórnvöld viðurkenndu samtökin
strax sem málsvara landeigenda en það
verður að viðurkennast að auðveldara var að
láta rödd okkar heyrast þegar hasar var í
gangi um þjóðlendumálið en nú þegar margt
annað kallar á athygli almennings og fjöl-
miðla.“
„Samtökin hafa skilað árangri, svo
sannarlega,“ segir Óli H. „Formenn þeirra
hafa líka verið sérlega duglegir og og skilað
góðu verki, fyrst Guðný og svo Örn Bergs-
son. Ég er í engum vafa um að samtaka-
mátturinn skilaði því að ríkið fór sér ögn
hægar í kröfum sínum þegar á leið. Mér er
hins vegar fullljóst að samtökin verða að
beita sér af afli í öðrum hagsmunamálum
líka. Vegagerðin veður yfir land á stundum,
nú síðast tók hún upp á því að reyna að
hnekkja fyrir dómstólum tveggja ára gömlum
úrskurði matsnefndar um eignarnámsbætur
vegna lands sem tekið var undir nýja veginn
að Dettifossi. Úrskurðurinn var faglegur og
ríkið hafði í reynd virt hann en Vegagerðin lét
samt ekki kyrrt liggja. Það eru í raun alveg
ótrúleg vinnubrögð af hálfu þessa fyrirtækis
ríkisins. Samtök landeigenda hafa þarna
nærtækt verk að finna, svo dæmi sé tekið.“
Jóhannes Kristjánsson, Ólafur H. Jónsson og Guðný Sverrisdóttir á stofnfundi Landssam-
taka landeigenda 2007.
Gunnar Sæmundsson í ræðustóli í Skjól-
brekku 30. nóvember 2006.
Binni í Vinnslustöðinni, Ragnar Árnason prófessor og Sigurður Líndal prófessor með
Þjóðareign sem gefin var út 2007. Þeir og fleiri skrifuðu bókina. Sigurður skrifar þar meðal
annars: „Það sem er í svokallaðri þjóðareign er í reynd eigendalaust og skortir umsjá
vakandi hirðis.“ Davíð Þorláksson lögfræðingur skrifar í sömu bók að ef til vill hefði verið
nærtækara að tala um „ríkislendur“ en þjóðlendur í þjóðlendulögum nr. 58/1998.
Landsbréfið fylgdi Bændablaðinu 17. nóvember 2010. Ábyrgðarmaður: Örn Bergsson. Umsjón með útgáfu: Athygli/Atli Rúnar Halldórsson.