Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 38
2 | LANDSbréfið Ríkið lýsti kröfum á Tröllaskaga vorið 2009 og vill taka vænar skákir af Koti og Atla- stöðum, tveimur bæjum innst í Svarfaðardal, og gera að þjóðlendum. Ætla má að óbyggðanefnd birti úrskurði sína á vori kom- anda. „Ríkið gerir kröfur í upp undir helming þess lands sem við keyptum árið 2004 og er þinglýst eign okkar, eins og lög gera ráð fyrir. Þetta er fráleitt og misbýður réttlætiskennd- inni að standa frammi fyrir slíku,“ segja eig- endur Atlastaða, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Einar Sigurbjörnsson. Kot var á sínum tíma í eigu Möðruvalla- klausturs en slíkar jarðir urðu eign konungs eftir siðbreytingu og síðar eign íslenska ríkis- ins. Atlastaðir voru í eigu Hólastóls til 1802 þegar jörðin, ásamt öðrum stólseignum, var seld á uppboði og komst í einkaeign. Þjóð- lendukröfur ríkisins gagnvart Koti varða land sem áður tilheyrði eyðibýlinu Vífilsstöðum en lá undir Koti og fylgdi jörðinni þegar þáver- andi bóndi í Koti keypti Kot af ríkinu um miðja síðustu öld. Þjóðlendukrafan gagnvart Atla- stöðum varðar Hnjótafjall og aðliggjandi land bæði að sunnan og norðan, sem í daglegu tali nefnast Hnjótarnir. Það land var eign Urðakirkju um aldir og mátti eigandi kirkj- unnar, bóndinn á Urðum, einn beita skepnum á það þar til á síðari hluta 19. aldar. Þá voru Hnjótarnir lagðir undir Atlastaði og hafa til- heyrt þeirri jörð allt þar til nú að ríkið telur öllu skipta að gera það að þjóðlendu. Eigendur Atlastaða hafa eitt orð um mála- tilbúnað ríkisins: fáránlegt! Málflutningsmenn af hálfi ríkisvaldsins halda því enda fram að umrætt land sé almennur afréttur, þvert gegn þeirri staðreynd að það hefur um aldir verið í einkaeign og háð skilyrðum um nýtingu. Guðrún Edda og Einar gengu til liðs við Landssamtök landeigenda á árinu 2009 til að njóta í baráttu sinni reynslu fólks sem er eða hefur verið í svipuðum sporum og þau sjálf standa nú. Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður fer með mál eigenda Kots og Atlastaða. Hann segir að til sanns vegar megi færa að ríkið fari sér hægar í landakröfum á svokölluðu svæði 7b á Tröllaskaga norðan Öxnadals- heiðar, miðað við það sem gerðist í öðrum héruðum, og hafi slakað ögn á sönnunar- byrði landeigenda. „Í einfölduðu máli má segja að ríkið styðj- ist frekar við „afréttarkenninguna“ í kröfum sínum í stað þess að miða við hæðarlínur. Niðurstaðan verður sú að á Tröllaskaga mynda kröfur ríkisins „þjóðlendubletti“ út um allt en ekki samfellda þjóðlendu. Af- réttarkenningin getur svo skapað þá mót- sögn við útfærslu mála að jöklar verði úr- skurðaðir eignarland en á hinn bóginn verði gott og gróið beitarland lýst þjóðlenda!“ „Vegagerðin á að sætta sig við sanngjarnt mat á landi sem hún þarf að bæta vegna eignarnáms en búa ekki til þrætumál úr lítil- ræði,“ segir Sigurður Jónsson, hæsta- réttarlögmaður og stjórnarmaður í Lands- samtökum landeigenda, í tilefni af tilteknum málum varðandi samskipti Vegagerðarinnar og landeigenda. Vissulega voru samtökin upphaflega stofnuð vegna þjóðlendukrafna ríkisins en þau láta til sín taka á fleiri sviðum hagsmunagæslu landeigenda, til dæmis gagnvart Vegagerðinni. Sigurður hefur reyndar sjálfur reynslu af glímu við Vega- gerðina vegna nýs vegar yfir Lyngdalsheiði. Land úr jörð, sem Sigurður á með öðrum, var tekið eignarnámi og Vegagerðin bauð land- eigendum bætur sem þeim þótti of lágar. Var þess þá óskað að matsnefnd eignarnáms- bóta myndi ákveða bæturnar. Matsnefndin tiltók bæturnar verulega hærri en Vega- gerðin hafði boðið. Vegagerðin var hins vegar óánægð með þá niðurstöðu, hélt hluta bótafjárhæðarinnar eftir og fór síðar fram á mat dómkvadds manns á hluta landsréttind- anna. Sigurður svaraði með því að láta dóm- kveðja tvo matsmenn til þess að meta þau landsréttindi sem fylgdu lagningu vegarins um landið. Þeir mátu landið talsvert verð- mætara en svaraði til niðurstöðu mats- nefndar eignarnámsbóta en matsmaður Vegagerðarinnar mat landið hins vegar lítið eitt lægra en matsnefndin. „Endirinn varð sá að við sömdum um að niðurstaða matsnefndar eignarnámsbóta yrði látin standa. Þó að við værum þeirrar skoð- unar að niðurstaða matsnefndar væri í lægri kantinum vorum samt við tilbúnir til að sætta okkur við hana enda nefndin skipuð afar hæfum mönnum sem hafnir eru yfir það að vera hallir undir ríkisvaldið,“ segir Sigurður. „Mér fannst eðlilegt, úr því sem komið var, að Vegagerðin sætti sig við þessa faglegu niðurstöðu en í staðinn fór hún að reyna að ná nýrri lendingu í málinu, óhagstæðari land- eigendum. Ég veit að mjög sambærilegt mál hefur nú komið upp varðandi nýjan veg að Dettifossi (sjá nánar um það í grein um Skjól- brekkuskriðu á baksíðu Landsbréfsins). Svo virðist því sem Vegagerðin ástundi í einhverjum mæli slík vinnubrögð. Það þykir mér gagnrýni vert og eðlilegt að Landssam- tök landeigenda fjalli um málið.“ „Ráðherrar í ríkisstjórninni og stjórnarliðar á Alþingi telja það til forgangsverkefna að lög- festa „þjóðareign“ á vatni og ég tek líka eftir því að hver tyggur nú upp í annan, í aðdrag- anda stjórnlagaþings, að brýnt sé að fella allt sem kallast auðlindir undir „þjóðareign“. Um- ræðan um vatn og vatnsréttindi er þannig hluti af hápólitískum átökum um sjálfa gerð þjóðfélagsins okkar, í þágu ríkisvæðingar en gegn eignarrétti sem viðurkenndur hefur verið frá því land byggðist. Talið um „þjóðar- eign“ sem slíka er þess utan út í bláinn, enda hefur þjóðin ekki kennitölu og getur ekki verið skráður eigandi vatns frekar en nokk- urs annars,“ segir Óðinn Sigþórsson, stjórnarmaður í Landssamtökum landeig- enda og formaður Landssambands veiði- félaga. „Vatnsréttindi sem eignarréttindi landeig- anda hafa ítrekað verið skilgreind og stað- fest af dómstólum landsins. Þessi réttur tekur með óyggjandi hætti til umráða, ráðstöfunar og fénýtingar á vatni og er í engu frábrugð- inn fullkomnum eignarrétti. Áhrifamikil stjórn- málaöfl sjá hins vegar fyrir sér draumaland ríkisforræðis og ríkisrekstrar á sem flestum sviðum og ég horfi á atlöguna að eignarrétti og vatnsréttindum einstaklinga fyrst og fremst í því ljósi Svo langt er gengið í vit- leysunni að látið er í veðri vaka að tryggja þurfi almenningi aðgang að drykkjarvatni með því að breyta jafnvel sjálfri stjórnar- skránni. Það er auðvitað alveg fráleitt. Stað- reyndin er sú að um 75% vatnsréttinda lands- ins eru í eigu ríkisins. Eigendur fasteigna, sem fjórðungur vatnsréttinda landsins fylgir, gera að sjálfsögðu engar athugasemdir við það að almenningi sé tryggður fullnægjandi aðgangur að vatni. Slíkur aðgangur hefur verið tryggður með víðtækum eignarnáms- heimildum í gildandi vatnalögum frá 1923 og í lögunum frá 2006 sem ekki hafa ennþá tekið gildi”. Tekist var harkalega á um eignarhald og vatnsréttindi á Alþingi í aðdraganda þess að ný vatnalög voru samþykkt 2006. Gildistöku laganna var ítrekað frestað og núverandi stjórnarmeirihluti hefur frestað henni enn frekar eða til ársins 2011. Stjórnarliðið ætlaði reyndar að knýja fram breytingu á vatnalög- unum og útþynna ákvæðið um eignarrétt á vatni en varð þar að gefa eftir. Tveir hæsta- réttarlögmenn voru síðan skipaðir í nefnd til að reyna að sætta gagnstæð sjónarmið í málinu og beðið er niðurstöðu þeirra. „Sjálf stjórnarskráin okkar er að vísu í bráðri hættu nú um stundir en hún er enn til og stendur vörð um eignarréttinn, þar á meðal vatnsréttindi sem fylgja fasteignum,“ segir Óðinn. „Síðan verður ekki fram hjá því litið að árið 1998 var lögfestur eignarréttur landeigenda á grunnvatni með lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda. Eignar- rétturinn er því vel skilgreindur í lögum og í dómaframkvæmd en gegn honum er hug- myndum um „þjóðareign“ tvímælalaust stefnt.“ Fráleitt tal um „þjóðarvatn“ Vegagerðin gagnrýnd Óðinn Sigþórsson. Guðrún Edda og Einar á Atlastöðum. Myndin tekin í Hrísey. Í Kolbeinsdal í Skagafirði haustið 2009: óbyggðanefnd og starfsmenn hennar, lögmenn og Gunnar Sigurðsson, fulltrúi landeigenda, 6. frá vinstri. Ólafur Björnsson hrl. er 7. f.v. Misbýður rétt- lætiskenndinni Jökull eignarland, beitarland þjóðlenda Sigurður Jónsson og sonur hans, Tómas.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.