Bændablaðið - 07.07.2011, Page 2

Bændablaðið - 07.07.2011, Page 2
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 20112 Fréttir Á Reykhólum eru heimamenn búnir að opna endurnýjaða bátaverndar- og hlunninda- sýningu í sama húsnæði og Upplýsingamiðstöð ferðafólks er til húsa. Á sýningunni má m.a. sjá gamla muni sem tengjast hlunnindanýtingu, s.s. verkunaraðstöðu æðardúns og sviðsett æðarvarp. Þá er fjöldi báta á sýningunni og muna sem tengj- ast viðhaldi og endurgerð þeirra. Breiðfirðingar eru m.a. þekktir fyrir gamalgróna hefð í smíði trébáta en á Reykhólum hafa verið haldin námskeið í endurbótum á gömlum súðbyrðingum. Aðstandendur sýningarinnar eru Reykhólahreppur, æðarræktar- félagið Æðarvé við Breiðafjörð og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar. Fjölmenni mætti við opnun sýningarinnar og eru mynd- irnar teknar við það tilefni. Fleiri myndir frá opnun safnsins er að finna á vef Bændablaðsins, bbl.is /TB Ný bátaverndar- og hlunnindasýning á Reykhólum Beingreiðslur í garðyrkju Samkvæmt reglugerð um bein- greiðslur í garðyrkju ber að endur- skoða spár um framleiðslumagn ársins fyrir 1. júlí og á grundvelli þess gera tillögur til framkvæmda- nefndar búvörusamninga um breyt- ingar á fyrirframgreiðslu á selda einingu. Framkvæmdanefndin hefur samþykkt óbreytt einingaverð sbr. eftirfarandi: Kr./kg Gúrkur 52,66 Paprika 146,67 Tómatar 64,89 Greidd eru 88% af samþykktu einin- garverði frá og með 1. júlí að telja. Það var vel mætt á opnun nýrrar bátaverndar- og hlunnindasýningar á Reykhólum í lok síðustu viku. Á myndunum má sjá gesti og aðstandendur en á efstu mynd til vinstri eru þeir Ásgeir G. Jónsson dúnmatsmaður með meiru og bændurnir Eiríkur Snæbjörnsson og Gústaf Jökull Ólafsson. Vélaáhugamaðurinn Skúli Aðalsteinsson er fyrir miðju og efst til hægri eru þau Karl Kristjánsson bóndi og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. Fjöldi forntraktora var til sýnis í tilefni sýningarinnar en við vélina standa þeir Ágúst Magnússon, Unnsteinn Ólafsson, Stefán Magnússon og Hjalti Hafþórsson. Stúlkurnar eru þær systur Borghildur og Sólveig Eiríksdætur. Myndir / TB Laus pláss: Sumarhús BÍ á Hólum Enn eru laus pláss í ágúst í sumarhúsum Bændasamtaka Íslands á Hólum. Þar hefur öll aðstaða verið endurnýjuð og er nú eins og best verður á kosið. Góð sundlaug er einnig á þessum frábæra stað. Þar á fólk kost á að dveljast í kyrrð, ró og rómaðri náttúrufegurð Þeim félagsmönnum Bænda- samtaka Íslands sem rétt eiga á að nýta húsin er bent á að hafa sam- band við Halldóru Ólafsdóttur ritara hjá BÍ í síma 563-0360 eða senda tölvupóst á netfangið ho@bondi.is. Bændasamtök Íslands kynntu í gær með formlegum hætti kröfur sínar í yfirstandandi samninga- viðræðum íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Um er að ræða svokallaðar varnar- línur sem eru alls sjö talsins. Þær eru gefnar út í viðauka ritsins „Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins“ sem kom út sama dag á vegum Bændasamtakanna en í því hefur Stefán Már Stefánsson lagapró- fessor við Háskóla Íslands tekið saman helstu atriði sem felast í hinni evrópsku landbúnaðar- stefnu. Eiga uppruna sinn hjá íslenskum bændum Að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, eru varnarlínurnar félagsleg ákvörðun íslensku bændastéttar- innar. „Varnarlínurnar eiga uppruna sinn í mál- efnalegri vinnu sem hefur farið fram síðustu ár en síðustu tvö búnaðarþing hafa m.a. haft þær til umfjöllunar. Við höfum líka rætt efni þeirra á fjölsóttum bændafundum um allt land síðustu miss- erin,“ segir Haraldur. Varnarlínurnar voru fyrst kynntar í kjölfar síðasta búnaðarþings en síðan þá hafa þær verið unnar ítarlegar, m.a. með rök- stuðningi og tilvísunum í regluverk ESB. „Í þeim kemur fram að mikilvægt sé að meta hagsmuni íslenskra bænda og landbúnaðar í heild og með hlið- sjón af byggðasjónarmiðum, neyt- endamálum og fæðuöryggi,“ segir Haraldur. Í framhaldi af ályktun búnaðarþings 2011 voru varnarlínur BÍ kynntar sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra sem hefur lýst fullum stuðningi við afstöðu bænda. Á ekki að ræða samningsafstöðu Íslands með opnum hætti? Aðspurður um það hvað sé framund- an í ESB-vinnu Bændasamtakanna segir Haraldur að nú taki við kynning og að málinu verði fylgt hart eftir af hendi bænda. „Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála og hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í kom- andi viðræðum. Svo virð- ist sem samningsafstöðu Íslands eigi ekki að ræða með opnum hætti, heldur innan þröngra veggja samninganefndar emb- ættismanna. Við þurfum öfluga málsvörn, enda hafa Bændasamtökin í langan tíma bent á að ekkert sé í „aðildarpakk- anum“ nema reglur ESB,“ segir Haraldur. Bókin er innlegg í faglega umræðu Haraldur segir að það sé mikilvægt að málefnaleg umræða fari fram um sérstöðu og kröfur Íslands nú þegar samningaviðræðurnar eru formlega hafnar. „Bókinni sem nú kemur út eftir Stefán Má Stefánsson lagapró- fessor er ætlað að varpa skýru ljósi á það hvað landbúnaðarstefna ESB og Evrópska efnahagssvæðisins felur í sér. Bændasamtökin gefa bókina út en hún er aðeins hluti af viðamiklum upplýsingum og rannsóknum sem samtökin hafa unnið að um árabil,“ segir Haraldur. Bókin Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins er fáanleg í bóka- verslunum en einnig hjá útgefanda, Bændasamtökum Íslands, þar sem hún er á tilboðsverði til félagsmanna samtakanna. Varnarlínur BÍ ásamt ítarlegum rökstuðningi er jafnframt að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. /TB Bændasamtökin kynna lágmarkskröfur í viðræðunum við ESB: Meta þarf hagsmuni bænda - með hliðsjón af byggðasjónarmiðum, neytendamálum og fæðuöryggi segir formaður BÍ Varnarlínur BÍ 1. Réttur Íslands til að vernda heilsu manna, dýra og plantna. 2. Frelsi til að styrkja landbúnað og innlendan úrvinnsluiðnað. 3. Heimild til að leggja tolla á búvörur frá löndum ESB. 4. Réttur til að tryggja félagslega stöðu og afkomu bænda. 5. Að Ísland verði skil- greint sem eitt svæði með hliðsjón af landbúnaði. 6. Réttur til sjálfbærrar nýtingar hlunninda og eðlilegra varna gegn rán- dýrum og meindýrum. 7. Eignarréttarlegri stöðu bænda og landeigenda verði ekki raskað og aðgengi að góðu ræktunar- landi tryggt. Haraldur Benediktsson, Eiríkur Blöndal og Erna Bjarnadóttir kynntu varnar- línur BÍ í viðræðunum við ESB á bænum Elliðahvammi á Vatnsenda. Við sama tilefni var kynnt útgáfa bókarinnar „Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins" sem Stefán Már Stefánsson lagaprófessor tók saman fyrir Bændasamtökin. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.