Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 6
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 20116
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is
Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
„Ekkifréttastofa" ríkisins
Stórveldi sem
þarf að tryggja
sér orku
LEIÐARINN
Evrópusambandið sem slíkt er
hvorki alvont né algott. Þar hafa
verið gerðir margir ágætir hlutir
en þar gerast líka afleitir hlutir.
Hjá því er varla hægt að komast
í svo risastórri ríkjasamsteypu
mikilla málamiðlana.
Stórhuga stríðsherrar á megin-
landi Evrópu hafa um aldir gengið
með þann draum í maganum að gera
Evrópu að einu öflugu stórveldi.
Árangurinn hefur jafnan verið afleit-
ur. Nýjasta tilraunin var myndun
ríkjabandalags Evrópusambandsins.
Þó hervaldi hafi ekki verið beitt
til að sameina Evrópu í eitt ríkja-
bandalag að þessu sinni lýtur
Evrópusambandið sömu lögmálum
og önnur stórveldi. Með stærðinni
reyna menn að ná áhrifum.
Það er alveg ljóst að Evrópa þarf
fyrst og fremst að hafa yfir þrennu
að ráða til að tryggja frið innan sam-
bandsins, þ.e. fæðu fyrir íbúana,
nægri orku og hráefni til viða-
mikillar atvinnusköpunar. Vandinn
er að Evrópusambandið hefur ekki
alla þessa þætti í hendi sér í dag og
skortir þar mikið á. Stóri pósturinn
þar er orkan. Farið er að ganga
mjög á olíu og gas sem aðildarríki
Evrópusambandsins geta unnið
innan sinnar lögsögu. Hávær krafa
um að leggja niður kjarnorkura-
forkuver í álfunni hjálpa þar ekki til.
Í dag eru ESB ríkin mjög háð
gasi og olíu frá Rússlandi og öðrum
ríkjum fyrrum Sovétríkjanna sem
og olíu frá öðrum heimshlutum.
Mesta olíveldi Evrópu fyrir utan
Rússland er Noregur. Sú þjóð hefur
verið erfið í taumi og ekki viljað
ganga inn í ESB. Nú horfa menn
öfundaraugum á mikla olíufundi
Norðmanna í Barentshafi sem ESB
hefur ekkert með að gera. Vitað er
að við Svalbarða er olía og verulegar
líkur eru taldar á risaolíulindum
víðar í Norður-Íshafinu og meira
segja í lögsögu Íslands.
Fyrst að Norðmenn vilja sjálfir
njóta ávaxtanna af sinni olíuvinnslu
utan ESB þá þarf sambandið að
tryggja sér aðgengi að Norður
Atlantshafi og Norður-Íshafinu eftir
öðrum leiðum. Þar duga „yfirráð“
Dana á Grænlandi ekki til vegna
andstöðu Grænlendinga sjálfra.
Þess vegna er m.a. lykilatriði fyrir
ESB að Íslendingar verði prúðir og
góðir og segi já við aðild að ESB.
Gulrótin er svo í formi veitinga
margvíslegra styrkja til fjölþættra
verkefna á Íslandi.
/HKr.
Íslenski safnadagurinn er
sunnudaginn 10. júlí nk.
Landbúnaðarsafn Íslands á
Hvanneyri tekur að venju þátt
í Safnadeginum. Gerður verður
nokkur dagamunur í safninu.
Kl. 14 verður farin stutt fræðslu-
ganga frá safninu um minja-
hverfið á Hvanneyri undir heit-
inu Borgfirsku flæðiengjarnar og
nýting þeirra.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir
umhverfisfræðingur leiðir gönguna
og segir m.a. frá rannsóknaverkefni
um viðfangsefnið sem hún hefur
unnið með aðstoð borgfirskra heim-
ildarmanna. Verkefnið vann hún
með Landbúnaðarsafni Íslands og
Laxveiði- og sögusafninu í Ferjukoti.
Kl. 15 verður í Landbúnaðarsafninu
opnuð lítil sýning sem varðar þátt
Jóns Sigurðssonar forseta í endur-
reisn landbúnaðar á 19. öld. Sýningin
er samvinnuverkefni safnsins og
Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar.
Athygli er beint að hvatningarriti
Jóns, Lítilli varníngsbók, og hug-
myndum hans um skóla fyrir bændur
og sjómenn. Bjarni Guðmundsson
mun kynna sýningarefnið.
Landbúnaðarsafnið verður opið og
aðgangur ókeypis. Vöfflukaffi safns-
ins verður í Skemmunni, elsta húsinu
á Hvanneyri. Safn- og staðarleiðsögn
verður veitt eftir þörfum. Ullarselið
með einstakt og alíslenskt handverk
verður á sínum stað. Opið verður í
seli og safni kl. 12-18.
Íslenski safnadagurinn
á Hvanneyri 10. júlí
Það er aumkunarvert að horfa og hlusta á
fréttaflutning RÚV, af svokallaðri OECD
skýrslu. Skýrslu sem kemur árlega út og leggur
fram ákveðna pólitíska afstöðu, eða tilmæli,
eins og RÚV kallar það. Um er ræða OECD
Economic Survey fyrir Ísland 2011.
Undanfarna daga hafa verið bræddar saman
fréttir um landbúnað, á grunni skýrslunnar. Fyrir
það fyrsta hefur reynst mjög erfitt að komast að
efni skýrslunnar, aðgengi að henni er torsótt. Þá
er í skýrslunni byggt á gömlum upplýsingum frá
Íslandi, frá 2008.
En það hindrar ekki fréttamenn RÚV í að
koma þeim kratísku sjónarmiðum fram, að
Ísland ofstyrki landbúnað og helsta hagsmunamál
þjóðarinnar sé að losna undan áþján landbúnaðar-
stefnunar. Merkilegt - þar sem skýrslan fjallar ekki
um landbúnað, utan þess hefðbundna texta sem
árum saman hefur verið pólitískt viðhorf OECD til
aðildarlanda sinna. Semsagt ekkert nýtt, nema - að
nú er ljóst að tollvernd er búin að verja hagsmuni
íslenskra heimila undafarin ár.
Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en
innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%. Í
þessum tölum speglast samt ekki verðhækkun til
bænda, sem er langtum minni. En í stað þess að
greina frá hvernig tollvernd verndar kaupmátt
fólks er haldið af stað og einstaklingar fengnir til
að þylja sönginn um góðsemi sína við bændur,
en fyrirlitningu á tollvernd. Góðsemin á þá að
felast í því að fella niður tollvernd og láta bændur
fá fullt af peningum. Allt til að verslunin hafi nú
almennilegt svigrúm til að verðleggja matinn og
stjórna vöruframboðinu.
Hverjir hagnast?
Í einni af fjölmörgum skýrslum sem gerðar hafa
verið undanfarin ár er sagt að einu aðilarnir sem
hafi raunverulega ávinning af niðurfellingu toll-
verndar séu verslun og þjónusta, ekki neytendur
og ekki bændur. Hvers vegna barist er með slíkum
hætti fyrir hagsmunum verslunarinnar er umhugs-
unarefni En verslun er okkur öllum nauðsynleg
og sjálfsagt að viðurkenna hagsmuni hennar. Enda
margir aðilar í verslun sem eru eindregnir liðs-
menn íslensks landbúnaðar og neytenda. Því er
hér fyrst fremst um að ræða hugmyndafræðileg
átök. Verðmyndun frá bónda til neytenda á að vera
gagnsæ og skýr. Neytendur geta auðveldlega aflað
sér upplýsinga um verð á afurðum til bænda. En
geta þeir það um aðra þætti verðmyndunar? Eftir
að bann við forverðmerkingum á matvöru kom á,
hefur enda komið í ljós mikill verðmunur á milli
söluaðila, svo nemur tugum prósenta.
Þetta er þeim mun áhugaverðara þar sem í
skýrslu OECD er spjótum sérstaklega beint að
lífeyrissjóðslánum til íbúðakaupa. Tilmæli OECD
eru að stöðva slíkt. Hefur RÚV spurt einhvern
forystumanna launafólks, sem jafnframt gæta að
lífeyrissjóðum landsins, um viðhorf þeirra til þess?
Hefði ekki verið tækifæri að spyrja forseta ASÍ
að þessu þegar hann tjáði sig um ekkifréttina um
viðhorf til tollvendar.
Útgáfa fræðslurits um landbúnaðarlöggjöf
ESB og Varnarlínur BÍ.
Búnaðarþing árin 2010 og 2011 fjölluðu ítar-
lega um hagsmuni íslensks landbúnaðar og
áherslur í aðildarviðræðum Íslands við ESB.
Bændasamtökin búa að því að hafa um árabil
stundað markvissa vinnu við öflun þekkingar á
landbúnaðarstefnu ESB og framkvæmd hennar.
Á fundi formanna aðildarfélaga BÍ, 1. septem-
ber 2009, voru í fyrsta sinn kynnt drög að samn-
ingsafstöðu Bændasamtakanna vegna aðildar
að ESB. Í janúar árið eftir var haldið námskeið,
fyrir trúnaðarmenn bænda, um helstu þætti land-
búnaðarkafla ESB.
Nú er komin út bók sem er samantekt um málið
og unnin af beiðni BÍ fyrir bændur. Þar er tekið
saman ágrip af landbúnaðarlöggjöf og reglum
ESB, á fræðilegan hátt. Prófessor Stefán Már
Stefánsson er höfundur bókarinnar. Honum til
aðstoðar voru Erna Bjarnadóttir og Elías Blöndal
Guðjónsson.
Í viðauka við bókina eru Varnarlínur BÍ. Á bún-
aðarþingi 2011 var samningsafstaðan, varnarlínur,
ræddar og rökstuðningur þeirra. Búnaðarþing
ályktaði að bændum og félagsmönnum, yrðu
kynntar varnarlínurnar og rökstuðningur þeirra.
Það var gert á næstum öllum aðalfundum aðildar-
félaga BÍ og víðar. Varnarlínurnar eru rökstuddar
ítarlega og eiga sér fyrst og fremst uppruna í mál-
efnalegri vinnu bænda. Fullkominn stuðningur við
afstöðu samtakanna var á fundunum.
Varnarlínurnar eru félagsleg ákvörðun bænda-
stéttarinnar og líklega næstum einsdæmi hér á
landi að afstaða félagasamtaka sé unnin með jafn
opnum hætti.
Eftir sem áður er það ákvörðun búnaðarþings að
Bændasamtök Íslands, berjast gegn aðild Íslands
að ESB, enda er það eindreginn vilji bænda.
Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af
þróun mála og hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd.
Nú virðist sem samningsafstöðu Íslands eigi ekki
að ræða með opnum hætti, heldur innan þröngra
veggja samninganefndar embættismanna. Fréttir
og yfirlýsingar utanríkisráðherra og formanns
viðræðunefndar Íslands við ESB sýna okkur að
ekki er gert ráð fyrir burðugri málsvörn, enda hafa
Bændasamtökin í langan tíma bent á að ekkert sé
í „aðildarpakkanum" nema reglur ESB.
Þess vegna er bókin mikilvægt innlegg sam-
taka bænda til heiðarlegrar og upplýstrar umræðu.
Bændasamtök Íslands ætlast til að fram fari opin-
ská umræða um samningshagsmuni Íslands. Því
er mikilvægt að leggja fram niðurstöður þessarar
vinnu BÍ nú, þegar svokallaðar eiginlegar samn-
ingaviðræður hefjast. Vandinn er hins vegar sá
að þjóðinni er haldið frá umræðunni um hvað eru
hagsmunir hennar. Þeir sem bera ábyrgð á slíkum
vinnubrögðum hafa greinilega ekkert lært af rann-
sóknarskýrslum sem gerðar hafa verið í kjölfar
hrunsins. Þjóðinni er boðið að hlýða á misvísandi
yfirlýsingar forsvarsmanna þjóðarinnar, án þess
að nokkur tilraun sé gerð til að ræða raunverulega
samningsafstöðu Íslands. /HB
LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS
Bjarni Guðmundsson safnstjóri. Mynd / HKr.