Bændablaðið - 07.07.2011, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 7
Þ að fór sem að vonum, að Ásta Sverris dóttir bóndi á Ytri-Ásum
hrykki í gírinn við vísnagátu
síðasta þáttar. Vísa hennar enda
bæði létt og lausnin rétt:
Þegar blaðið barst til mín,
ég “bita” var að háma í mig.
Þá hugsaði ég hlýtt til þín,
og hnoðaði svarið fyrir þig.
Lausnarorðið var sem sé „biti “.
Þegar Jakob Ó. Pétursson
hélt einhverju sinni til Mallorca
sér til hressingar, kvaddi Stefán
Reykjalín vin sinn með þessum
heillaóskum:
Svífðu létt til sólareyja,
senn í norðri hausta fer.
Njóttu víns og nektarmeyja,
náðin Drottins fylgi þér.
Svo ekki halli á með sól og
regni, þá birtast tvær “húðar-
regnsvísur” fádæma vel ortar.
Huga minn grunar enda, að
vott sé nú um á slóðum Ástu
Sverrisdóttur í Skaftártungu, og
því við hæfi hennar vegna að birta
vísu eftir Jóhann Halldórsson í
Hafnarnesi:
Regnið bindur lind við lind,
ljós og yndi flýja.
Vindar hrinda tind af tind
töframyndum skýja.
Og síðari vætuvísan er eftir
Sigurjón Jónsson í Snæhvammi:
Ekki er votra veðra slot,
vætur blota hreysi,
hafa otað öllu á flot
útí notaleysi.
Þar sem landsmót hestamanna
er rétt afstaðið, hæfir að birta
nokkrar hestavísur, eða þannig.
Sigurður Jónsson frá Brún í
Svartárdal var eitt sinn staddur
á árshátíð hestamannafélags-
ins Fáks. Um þær mundir átti
Sigurður hryssu, sem hann kall-
aði Össu. Er hann hafði um stund
horft á dansinn duna á árshátíð-
inni, laumaði hann þessari stöku
að Kristjáni Samsonarsyni frá
Bugðustöðum:
Mér leiðist og blöskrar þetta
þóf,
ég þreytist á kjaftasuðu.
Þær dansa betur sem hafa hóf,
en hryssurnar stígvéluðu.
Og Kristján svaraði:
Hann á móti hér í Vík
heyrði ljóta kliðinn,
engin snót var Össu lík
upp á fótasiðinn.
Þorsteinn Guðmundsson
bóndi á Skálpastöðum kveður
svo við hest:
Vekur styrk og veitir frið
vonir rætast mínar,
gegnum taum að tala við
tilfinningar þínar.
Eintóm snilld á alla lund,
en hvað það var gaman.
Ó, að við mættum yndisstund
eiga marga saman.
Vel ég finn mér væri það
veigamestur auður,
ef þú gætir gert mig að
góðum manni, Rauður.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Hollvinafélag LbhÍ (Landbúnaðar-
háskóla Íslands) var stofnað á
Hvanneyri föstudaginn 29. apríl
sl. Guðni Ágústsson var kjörinn
formaður. Félagið er þegar farið
að vinna að stuðningi við starf-
semi skólans og mun m.a. gangast
fyrir hollvinadegi og opnu húsi á
Hvanneyri í haust.
Guðni segir að markmið félags-
ins sé að efla tengsl milli allra
sem hafa lokið eða stundað nám
við Landbúnaðarháskóla Íslands,
Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri,
Bændaskólann á Hvanneyri og
Garðyrkjuskóla ríkisins. Sama
gildir um núverandi og fyrrverandi
starfsmenn og aðra sem bera hag
LbhÍ fyrir brjósti. Síðast en ekki
síst mun félagið styðja og efla starf
Landbúnaðarháskóla Íslands.
„Ég vonast til að við getum haft
fyrsta hollvinadaginn á Hvanneyri í
septemberlok eða októberbyrjun,“
segir Guðni. „Í þessu félagi eru
samankomnir hollvinir sem nutu
þess að vera þarna saman í námi og
vilja vera skólanum sínum að liði.
Allir þeir sem útskrifast úr skólanum
verða sjálfkrafa félagsmenn og þeir
skipta mörgum þúsundum. Þetta er
félagsskapur sem ætlar að vinna með
rektor og starfsliði skólans að ýmsum
uppákomum í kringum starfsemi
Landbúnaðarháskólans, hvar sem
hún er.
Þetta á því að verða skemmtilegt
félag sem minnir menn á hvert þeir
sóttu menntun sína og manndóm.
Þarna koma árgangar saman, sem
standa vörð um skólann, halda nafni
skólans á lofti og hvetja ungt fólk til
að sækja skólann. Þetta er ekki bara
skóli landbúnaðarins heldur skóli lífs
og lands, eins og hann auglýsir sig.
Ég held að nemendurnir í dag séu
um 550, sem er mikil breyting frá
því sem áður var.“
/HKr.
Frá Hvanneyri.
Hollvinafélag Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ):
Stefnir að hollvinadegi með
opnu húsi á Hvanneyri í haust
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ágúst Sigurðsson rektor, Runólfur Sigursveinsson, Guðni Ágústsson, formaður
Hollvinafélags LbhÍ, Erla Bil Bjarnardóttir, Björn Sigurbjörnsson, Þórólfur Sveinsson og Áslaug Helgadóttir, sem
stýrði stofnfundi.
Talið er að rúmlega 30 þúsund
manns hafi sótt hátíðina „Blóm í
bæ“ í Hveragerði dagana 23.-27.
júní.
Hátíðin tókst frábærlega og naut
fólk þess í veðurblíðunni að skoða
það sem boðið var upp á. Þema sýn-
ingarinnar í ár var „skógur“ í tilefni
af því að Sameinuðu þjóðirnar hafa
valið árið 2011 sem ár skóganna. Á
meðfylgjandi mynd má sjá forsvars-
menn hátíðarinnar kampakáta í lysti-
garðinum við setningu hátíðarinnar,
Eyþór H. Ólafsson, forseta bæjar-
stjórnar, Aldísi Hafsteinsdóttur bæj-
arstjóra og Ástu Camillu Gylfadóttur,
framkvæmdastjóra sýningarinnar.
/MHH
30 þúsund gestir sóttu
Blóm í bæ í Hveragerði