Bændablaðið - 07.07.2011, Page 12

Bændablaðið - 07.07.2011, Page 12
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 201112 Fréttir Landbúnaður hefur verið afar veiga- mikill hluti af Evrópusamstarfi frá því að Rómarsáttmálinn var undir- ritaður árið 1957 en til hans má rekja stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (EBE). Árið 1965 var svo EBE, Kola- og stálbandalaginu og Kjarnorkubandalagi Evrópu steypt saman í Evrópubandalagið sem varð að Evrópusambandinu (ESB) með undirritun Maastricht- samningsins árið 1992. Í upphafi runnu um 70 prósent af útgjöldum sambandsins til landbúnaðarmála en í dag er sú tala nálægt 35 pró- sentum. Eins og kemur fram annars staðar í blaðinu hafa Bændasamtök Íslands (BÍ) nú gefið út ritið Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Höfundur ritsins er Stefán Már Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Ritið er hið fyrsta sinnar tegundar, þar sem fjallað er á íslensku um landbúnaðarlöggjöf ESB í samfelldum texta út frá lög- fræðilegu sjónarhorni. Stefán Már segir að málaflokk- urinn hafi hlotið mjög mikla athygli og gríðarlega mikil löggjöf snúi að landbúnaðarmálum. „Löggjöf ESB varðandi landbúnaðarmál er mjög flókin og það má alveg segja að þetta sé heill frumskógur af löggjöf og reglugerðum. Landbúnaðarlöggjöf nýtur mikilla sérsjónarmiða innan Evrópusamstarfsins, öðru vísi en um vörur almennt. Til dæmis eiga almenn ákvæði um ríkisstyrki og samkeppni ekki að öllu leyti við. Það má rekja til sérstakrar félagslegrar stöðu land- búnaðarins. Landbúnaður er á allan hátt öðru vísi en t.a.m. verksmiðju- rekstur, þar eru bændur um allar jarðir að basla í smáum stíl. Það hefur verið litið svo á að það þurfi að halda öllum góðum og halda atvinnurekstrinum gangandi og það hefur verið erfitt. Það hefur þurft að taka tillit til mjög mikilla sérsjónarmiða.“ Aðildarsamningar ekki skilað verulegum undanþágum Í aðdraganda aðildarviðræðna Íslands við ESB og nú þegar komið er að aðildarviðræðunum sjálfum hefur því verið haldið á lofti að Ísland gæti fengið ýmsar undanþágur frá reglum og gerðum sambandsins og þau sjónarmið studd með fordæmum um undanþágu Finna vegna heimskauta- landbúnaðar, undanþágur um harð- býl svæði auk annars. Einnig hefur gjarnan verið nefnt að eyjar sem séu í verulegri fjarlægð frá meginlandinu njóti sérákvæða og því verið velt upp hvort slíkt gæti átt við um Ísland. Fjöldi sérákvæða er innan land- búnaðarlöggjafar ESB en að sögn Stefáns eiga þau að mestu leyti við um reglur sambandsins sjálfs frekar en að undanþágur hafi verið gerðar fyrir einstök ríki. „Aðildarsamningar nýrra ríkja hafa ekki skilað varan- legum undanþágum til þeirra nema að mjög litlu leyti og alls ekki frá meginreglum sambandsins, eins og til dæmis varðandi frjálst vöruflæði innan sambandsins.“ Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa lagt fram varnarlínur sem innihalda þær lágmarkskröfur sem BÍ gera í við- ræðum við ESB um landbúnaðarmál. Meðal þeirra er að íslenska ríkið hafi frelsi til að styrkja íslenskan land- búnað en ríkisstyrkir eru almennt bannaðir í ESB. Þá er lögð áhersla á að íslenskum stjórnvöldum verði áfram heimilt að leggja tolla á búvörur frá löndum ESB. Stefán segist ekki geta svarað því hvort mögulegt sé að slíkar undanþágur fengjust. „Það er heimilt að veita undanþágur af þessu tagi en eins og ég hef áður sagt er mjög lítið um að það sé gert og nánast ekki neitt frá meginreglum sambandsins, eins og tollareglum.“ Stefán segir að settar hafi verið fram alls konar kröfur um undan- þágur í aðildarviðræðum. „Það er hins vegar ekki að sjá að þær hafi skilað miklum árangri. Þó hefur það skilað sérsjónarmiðum varðandi ríkisstyrki á norðlægum slóðum, sem er auðvit- að af hinu góða, en langt frá kröfum Bændasamtakanna eins og þær liggja fyrir núna.“ ESB getur gert undanþágur ef vill Hvað varðar möguleikann á því að Ísland njóti einhverra sérundan- þága vegna landfræðilegrar stöðu sinnar sem eyja norður í hafi segir Stefán lendur sem séu í tengslum við aðildarríki, spænskar eyjar til að mynda, hafa fengið undanþágur. „Sumar þeirra hafa smám saman tekið meira og meira inn af reglum sambandsins með tímanum. Ég tel hins vegar að þetta sé alls ekki sambærilegt. Í okkar tilfelli er um að ræða aðildarríki sem er að reyna að semja um undanþágur fyrir sjálft sig í heild en í hinum tilfellunum er um að ræða sjálfsstjórnarsvæði í rauninni, sem eru fjarlægur hluti af öðrum aðildarríkjum. Mér finnst þetta þó í raun eiginlega ekki skipta máli því við vitum að Evrópusambandið getur gert undanþágur ef vilji er til þess. Það skiptir því ekki máli hvort það væri gert á grundvelli þess- ara sjónarmiða eða bara einhverra annarra sjónarmiða, þörfum Íslands til að mynda. Aðildarsamningurinn verður að verða samþykktur af öllum aðildarríkjunum og því er það bara vilji þeirra sem ræður för.“ Gjörbreytt landslag við inngöngu Verulegur munur er á íslenskri land- búnaðarlöggjöf og landbúnaðarlög- gjöf ESB. Stærstu þættirnir eru kannski þeir að hér á landi er beitt tollvernd og bændur fá, í sumum greinum, framleiðslustyrki. Hins vegar segir Stefán að um mun viða- meiri mun sé að ræða en eingöngu þessi atriði. „Það eru veruleg frávik í mörgum tilvikum. Það má til dæmis ekki flytja til landsins lifandi dýr eða ferskt kjöt og í því liggur verulegur munur frá því sem er innan ESB. Ef við myndum taka upp reglur og gerðir ESB lítt breyttar myndi það þýða mjög verulegar breytingar frá því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag.“ Þarf að rökstyðja kröfur Stefán segist telja að það sé alls ekki í hendi að Ísland fái undanþágu frá innflutningi á lifandi dýrum, eins og haldið hefur verið fram að ætti að veitast tiltölulega auðvelt. „Ég held það þurfi nú að berjast frá einu húsi til annars varðandi það, vegna þess að Evrópusambandið telur sig sjálft vera með kerfi sem að verndar þetta allt. Við segjum að það sé ekki nægjanlegt og að við verðum að setja upp frekari takmarkanir og varúðarreglur. Þá er bara spurning hvort við getum rökstutt okkar mál nógu vel. Þetta er samningsatriði. Það má búast við því að í samning- unum verði Íslendingar hreinlega spurðir hvers vegna við séum að sækja um aðild ef við viljum ekki taka upp reglur sambandsins.“ EES-samningurinn veitir ákveðið frjálsræði Stefán segir það sitt mat að Ísland geti sett stífari reglur en ESB um ýmsa hluti á grundvelli EES-samningsins. „Um leið og Evrópusambandið hefur sett reglur um hvernig eigi að annast heilbrigði dýra, þar á meðal við útflutning, þá gilda þær reglur. Aðildarríki getur þá ekki komið með viðbótarreglur um harðari kröfur, nú eða minni. Við Íslendingar myndum hreinlega ekki taka slíkar gerðir yfir, stæðum við utan sambandsins, heldur segja að við ættum rétt á því samkvæmt EES-samningnum að setja fram við- bótarkröfur. Í því liggur munurinn á því sjálfræði sem við höfum með EES-samningnum en myndum ekki hafa innan ESB.“ /fr Lög og reglur ESB langt frá þeim lágmarkskröfum sem Bændasamtökin hafa sett fram: Nánast engar undanþágur frá meginreglum Stefán Már Stefánsson prófessor. „Þetta lítur gríðarlega vel út, nánast allar plönturnar mínar eru með mikið af blómum og það stefnir því í góða eplauppskeru hjá mér í sumar", sagði Sæmundur Guðmundsson á Hellu, einn öflug- asti eplaræktandi landsins. Hann segir lítið mál að rækta eplatré. Sæmundur ræktar eplin úti í garði hjá sér og fékk rúmlega eitt þúsund epli síðasta sumar. Kuldinn í vor og það sem af er sumri hefur ekki haft nein áhrif á plönturnar hjá Sæmundi enda er hann með kvæmi sem þola vel kulda. Hann hvetur alla til að fá sér eplatré í garðinn sinn, það sé ekkert mál að rækta epla á Íslandi eins og dæmin sýna. /MHH Útlit fyrir mjög góða eplauppskeru Ávaxtarækt á Suðurlandi: Sæmundur Guðmundsson eplaræktandi á Hellu ásamt konu sinni, Eyrúnu Óskarsdóttir með blómstrandi eplatré fyrir framan sig. Mynd / MHH Gluggar og hurðir Allar uppl. Veitir Sigurður í síma 899-9345 Netfang: sigbja16@simnet.is Varan er staðsett á Reyðarfirði. Vandaðar og ónotaðar einingar frá danska fyrirtækinu PROTEC Windows. Tilvaldar til notkunnar í sólstofur, skjólveggi, sumarhús o.mfl. Margar stærðir og gerðir – GOTT VERÐ MINJASAFNIÐ Á MÁNÁRBAKKA er staðsett á Tjörnesi, milli Húsavíkur og Ásbyrgis Opið alla daga til ágústloka klukkan 10-18 Verið velkomin! - símar: 464 1957 og 864 2057 JÖRÐIN PULA Í HOLTUM Til sölu er jörðin Pula í Rangárþingi ytra, staðsett skammt ofan Laugalands í Holtum. Landstærð er talin vera um 108 ha, þar af ræktun um 83 ha. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Veiðivötnum og upp- rekstrarréttur á Landmannaafrétt. Á jörðinni eru eftirtaldar bygg- ingar: Íbúðarhús 196 fm, hesthús 305 fm, fárhús 321 fm, hlaða 498 fm og vélageymsla 62 fm. Öll útihúsin eru sambyggð. Verð kr. 90 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028 Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.