Bændablaðið - 07.07.2011, Side 19
Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 19
Ákveðið hefur verið að hafa
Hrútadaginn á Raufarhöfn þann
1. okt. nk. með örlítið breyttu sniði.
Á undanförnum árum hefur
verið haldinn hrútasöludagur í
Faxahöllinni á Raufarhöfn fyrir þá
kaupendur sem það vilja. Þar eru
í boði þeir hrútar sem eru til sölu
frá flestum þeim bæjum sem hafa
söluleyfi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Þetta form var í upphafi sett upp til
hagræðingar fyrir bæði kaupendur
og seljendur, því með því að safna
öllum þeim hrútum sem til sölu voru
á einn stað opnaðist sá möguleiki
fyrir kaupendur að bera hrútana
saman. Þessi dagur hefur þróast síðan
hann var fyrst haldinn árið 2005.
Söluformið hefur hins vegar ekkert
breyst en nú hefur hrútadagsnefnd
ákveðið að breyta því formi.
Breyttar reglur
Reglurnar hafa verið þær að bændur
hafa komið með sína hrúta fyrir
ákveðinn tíma og komið þeim fyrir
í sínum dilk. Kaupendur hafa ekki
mátt skoða þá fyrr en salan hefst og
þá varð oft handagangur í öskjunni.
Nú ætlum við hins vegar að breyta
því þannig, að þeir sem áhuga hafa á
að skoða hrútana mega það um leið
og þeir koma í hús og geta valið sér
hrút og tilkynnt það þeim bónda sem
á hrútinn. Ef síðan fleiri skrá sig fyrir
sama hrútnum þarf sá hrútur að fara
á uppboð, þar sem þeir einir mega
bjóða í sem áður hugðust kaupa
hann. Einnig geta kaupendur sagt
sig af kauplista á viðkomandi hrút
ef þeim hugnast ekki að taka þátt í
uppboði. Með þessum breytingum á
söluforminu er vonast eftir ánægðari
kaupendum. Eftir sem áður verða
2-4 bestu hrútarnir settir á almennt
uppboð, þar sem allir geta boðið í
þá. Ætlunin er að á þessum hrúta-
degi verði „posi“ þannig að hægt
sé að ganga frá greiðslu í lok dags.
Dýralæknir verður einnig á staðnum
og sprautar þá hrúta sem seljast út úr
varnarhólfinu.
Stefnt á fjölbreytt dagskráratriði
Í Faxahöllinni hefur verið samtímis
hrútasölunni Íslandsmeistarakeppni
í kjötsúpu og heimamenn hafa sýnt
forn vinnubrögð við ullarvinnslu,
eins og þæfingu, spuna, taka ofanaf
og ullarlitun. Sýndar hafa verið
gamlar vídeómyndir úr sýslunni.
Keppt hefur verið í fjárdrætti svo
eitthvað sé nefnt. Sú keppni var
á milli kaupenda og seljenda. Á
kvöldin hafa verið hagyrðingakvöld,
tónleikar og dansleikir, t.a.m. kom
Ríó Tríó á síðasta ári.
Auglýst eftir kjötsúpukeppendum
Á fyrsta ári
k jö tsúpu-
keppninnar
f e n g u s t
landsfrægir
kokkar til
að koma
með sínar
súpur en þá
skall á ill-
viðri og þeir
festust uppi á hinum ýmsu heiðum
með fulla potta af kjötsúpu og hafa
ekki þorað að koma síðan, þannig
að einungis heimamenn hafa keppt
síðustu ár. Nú er auglýst eftir kepp-
endum í kjötsúpugerð.
Myndasýning í Kaupfélagshúsinu
Í ár verður myndasýning í elsta
Kaupfélagshúsinu á Raufarhöfn,
sem ber yfirskriftina „Sauðfé og
bændur í Norður-Þingeyjarsýslu á
síðustu öld“.
Fyrirhugað er að vera með
sýningu á þeim hrútum í héraði
sem gefa bestu gerðina og eru þar
af leiðandi feður þeirra hrúta sem
eru til sölu. Einnig er fyrirhugað
að verðlauna mestu afurðaána í
Norður-Þingeyjarsýslu. Verið er að
útbúa heimasíðu fyrir Hrútadaginn,
slóðin verður www.hrutadagurinn.
wordpress.com.
Hrútadagurinn verður haldinn
á Raufarhöfn 1. október
Samtök ungra bænda
Kynna ljósmyndasamkeppni í tengslum við
útgáfu á dagatali samtakanna fyrir árið 2012.
Keppnin er öllum opin og óskað er eftir sem
flestum myndum tengdum ungu fólki og land-
búnaði.
Myndirnar skal senda á netfangið
ungurbondi@gmail.com fyrir 1. nóvem-
ber 2011. Gæta þarf þess að myndirnar
séu eign þess sem leggur þær til og í
300 pixla upplausn.
A4 ryðfríar
skrúfur.
Mikið úrval
Byggingarvinklar.
Mikið úrval
Gæðavörur á góðu verði
– fyrir alla alltaf!
Öflugar hjólbörur, 90 lítra
7.490,-
Túngirðinganet
3mm 69cmx50 metrar
5.990,-
Vírnet hexagon
hænsna- /múrnet 50 metrar
6.990,-
Gaddavír 14x14x10 300 m.
6.900,-
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18
Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18
Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18
Kalk til sótthreinsunar
25 kg
1.990,-
DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar
9.995,-
DEKAPRO útimálning,
10 lítrar (A stofn)
6.995,-
Álstigi 3x8 þrep
2.27-5.05 m
16.990,-
MARGAR GERÐIR
AF HJÓLBÖRUM
Steypuhrærivél 140 lítra
65.900,-
Álstigi 2x12 þrep
3.61-6.4 m
23.900,-
Multi-Function trappa
11.990,-
SHA-3901A
Loftljós flúor rakaþ.
2x18w 67,5x16,6cm
3.395,-
1.190,-
1.190,- 1.095,-
1.095,-
1.190,-
1.095,-
Haki
1.890,-Malarhrífa1.390,-