Bændablaðið - 07.07.2011, Side 21

Bændablaðið - 07.07.2011, Side 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 mun dýrari en rafbílar með líþíum- rafhlöðum, sem þykja þó æði dýrir. Mengun jarðhitaorkuvera breytt í metanól Hér á landi er verið að byggja verksmiðju Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi til framleiðslu á metanóli. Er það hugsað til íblöndunar á jarðefna- eldsneyti, aðallega í bensín, og nýtir jarðgufu frá borholum í Svartsengi til framleiðslunnar. Áform eigenda eru metnaðarfull og vissulega má kalla þetta vistvæna framleiðslu sem bindur koldíoxíð og gas úr jarðgufu sem annars fer út í andrúmsloftið. Ef vel tekst til getur þetta orðið góð búbót en metanólið verður þó aldrei annað en íblöndunarefni í bensín og hugsanlega dísilolíu. Olían verður áfram mikilvæg Ef undan er skilin sú bylting sem átti sér stað hérlendis með hitun íbúðarhúsnæðis með jarðhitavatni og rafmagni, þá hefur sáralítið miðað í að fá nýja orkugjafa á atvinnutæki landsmanna. Það virðist samt alveg ljóst að dísilvélarnar eiga eftir að gegna lykilhlutverki um töluvert langa framtíð í atvinnulífinu bæði til sjávar og sveita. Flugið mun einnig að mestu notast við olíu (steinolíu) sem orkugjafa um ókomna framtíð. Menn sjá ekki enn orkugjafa sem getur leyst olíuna af hólmi í fluginu. Þar hafa þó verið gerðar tilraunir um árabil með notkun á olíu sem unnin er úr þörungum. Hafa þær tilraunir lofað góðu. Þá má einnig benda á prófanir á lífolíu úr doðru eða „camelinu“, sem prófuð hefur verið hjá flugher Bandaríkjanna og Boeing og tekist vel. Íslendingar verði sjálfum sér nægir Hér og þar í samfélaginu er eigi að síður verið að ræða þessi mál og margir eru sannfærðir um að Íslendingar geti framleitt alla sína orku sjálfir. Þar þarf þó greinilega að hafa víðari sjóndeildarhring en þann sem afmarkast af raforkuframleiðslu með fallvötnum eða jarðvarmaorku. Þá virðist skorta verulega á sam- ræmingu og samnýtingu krafta til að knýja málin áfram. Að tilstuðlan Jóns Bernódussonar hjá Siglingastofnun hófust tilraunir með ræktun á repju til framleiðslu á lífdísil sem hafa gefið ágæta raun, m.a. hjá Ólafi Eggertssyni bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og nokkrum öðrum. Mun meira þarf þó til en vissulega þótti það stórkarlalegt er N1 gaf út yfirlýsingu um árið um olíuframleiðslu úr repju í stórum stíl. Í Bændablaðinu 26. maí var líka rætt við stórhuga menn sem eru að þróa hugmynd um metangasframleiðslu í Eyjafirði undir nafninu Metan úr hér- aði ehf. Margir aðrir hafa vissulega sýnt þessum málum áhuga og jafn- vel gert tilraunir til olíuframleiðslu úr olíuríkum jurtum. Allt er það þó enn í mýflugumynd þrátt fyrir að tæknin til slíkrar framleiðslu sé vel þekkt. Þarna þarf greinilega að stíga mun stærri skref. Þá þarf að fjárfesta margfalt meira en gert er í ræktun og rannsóknum á olíuríkum jurtum til að hjólin fari að snúast svo einhverju nemi. Bændur geta verið þarna miklir áhrifavaldar. Finna þarf afkastamiklar, fjölærar olíujurtir Einar Einarsson, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, er einn þeirra sem hefur brennandi áhuga á þessum málum. Hann hefur tröllatrú á mögu- leikum íslensks landbúnaðar í fram- leiðslu á lífeldsneyti með þörunga- ræktun, olíuökrum og orkuskógi til framleiðslu á lífdísili og metan. Hann vill vekja umræðu um þessi mál og telur mikilvægt að efla rannsóknir og leit að olíuríkum jurtum sem henta íslensku veðurfari. Þar þurfi að draga inn fjársterka aðila með framleiðslu í stórum stíl í huga. Fyrir utan repju, sem getur gefið um 1.200 lítra af olíu á hektara á ári, er hann að gera tilraun með jurt sem heitir doðra (Camelina Sativa) og gefur um 580 lítra á hekt- ara. Doðran hefur þann kost að geta vaxið við mun óblíðari skilyrði en repjan. Einar bendir einnig á lúpínuna sem kost á jaðarsvæðum utan hefð- bundins ræktarlands en hún getur gefið af sér um 230 lítra af olíu á hektara. Hann vill þó leita áfram að öflugri orkujurt sem gæti þrifist utan ræktarlands hérlendis, t.d. á söndum Suðurlands, en slík planta yrði að vera olíurík, fjölær, niturbindandi og harðger eins og lúpínan því mikil- vægt er að kosta eins litlu til fram- leiðslunnar og hægt er. Þannig megi nýta land til olíuframleiðslu án þess að ganga á ræktarland sem verðmætt er til annarrar framleiðslu. Þörungar eru langafkastamestu olíujurtirnar Engin „gróðurtegund“ kemst þó neitt nærri smáþörungum varðandi afkastagetu í olíuframleiðslu. Úr þörungaolíu má m.a. framleiða olíu sem gefur díselolíu ekkert eftir. Þá má einnig framleiða úr henni þotu- eldsneyti. Þörungar þykja sérlega áhugaverðir til ræktunar vegna afkastagetunnar og samsetningar olíunnar sem nýta má í margháttaða olíu-, iðnaðar og fóðurframleiðslu, - líka til manneldis. Tvöfalda þyngd sína á sólarhring Smáþörungar geta tvöfaldað þyngd sína á 24 til 48 tímum í sólarljósi og olíuinnihald getur verið um 20-65% af þyngd. Þar fyrir utan eru kolvetni um 10-40% af þyngd og prótein um 20-40%, samkvæmt samantekt Krishnahadi S. Pribadi, MSc., PhD. Hún hélt fyrirlestur um þessi mál í Indónesíu 2009 undir yfirskriftinni „Development of Scaleable Algae Production System for Biological CO2 Sequestering and Production of Bio-Fuel“. Þar kom fram að yfir 100 tegundir þörunga lifa í sjó og fersk- vatni. Tegundirnar Nannochloropsis og Bryococcus Braunii þykja einna áhugaverðastar og er meira en 60% af eigin þyngd þeirra olía. Olíuframleiðsla þörunga með ólíkindum Þörungar, nánar tiltekið smáþörungar eða „microalgae“, hafa verið rækt- aðir í opnum tjörnum víða í sólríkum löndum, til olíuframleiðslu með góðum árangri. Flest okkar þekkja þetta sem grænt slý á tjörnum eða í fjörunni. Oftast er talað um að olíu- innihaldið sé 10 til 100 sinnum meira en í olíuríkum jurtum sem ræktaðar eru á landi. Samkvæmt úttekt Pribadi getur olíuinnihald smáþörunga verið frá 35-80% af eigin þyngd. Þeir geta því gefið af sér um 58.700 til 136.900 lítra af olíu á hektara á ári. Ef miðað er við milliveginn um 95.000 lítra af olíu á hektara, er það yfir 90 sinnum meira en „repjan“ gefur af sér. Þá eru þörungar sagðir tíu sinnum afkastameiri en hin kín- verska jurt „millettia pinnata“, sem líka er þekkt sem „poppkornstréð“ og getur gefið af sér um 10 þúsund lítra á hektara. Þörungar eru svo um tuttugu sinnum afkastameiri en olíupálminn, sem gefur af sér tæpa 6.000 lítra á hektara. Smáþörungar hafa oft verið í fréttum en þá ekki vegna gæðanna heldur vegna vandræða sem þeir hafa valdið. Þannig hafa þeir m.a. fyllt vötn og flóa og þykja því hvimleiðir eins og t.d. í Kína, þar sem þeir ollu miklum vandræðum í fyrrasumar. Smáþörungar á norðlægum slóðum Þörungablómi hafsins, m.a. við Ísland á vorin, virkar sem gríðarleg olíu- og orkuverksmiðja fyrir líf- ríki sjávarins. Sólarljósið á þessum slóðum er því greinilega nægt til að þörungarnir lifi góðu lífi enda er vaxtarhraðinn hreint með ólíkindum. Víða á hafsvæðum á norðlægum slóðum má sjá mikla fláka á vorin þar sem þörungar setja græna slikju á sjóinn. Þarf ekki annað en líta út á Faxaflóann til að sjá slíkt með eigin augum. Greinilega er þó þörf á rann- sóknum til að kanna möguleika á þörungarækt hérlendis. Ekki skortir plássið út um allt land. Með hliðsjón af fóðurframleiðslu sem aukaafurð ættu íslenskir bændur í það minnsta að íhuga þessi mál, þeir hafa trúlega bestu aðstæðurnar til þess. Vistvæn hringrás með þörungum Þörungarnir sinna líka öðru mikil- vægu hlutverki en að framleiða olíu. Þeir binda koltvísýring úr loftinu og eru uppspretta af umtalsverðum hluta þess súrefnis sem er lífinu á jörðinni nauðsynlegt. Vegna þessara eiginleika mætti nota þörunga til að binda koltvísýring frá stóriðjuverum og láta þá umbreyta loftmenguninni í olíu. Þá er hægt að nýta hratið í fóður handa dýrum, í lyfjaframleiðslu eða efnaframleiðslu. Úr því má t.d. fram- leiða vistvænt plast (Bio-polymers plastics) sem brotnar niður í nátt- úrunni. Þannig má búa til tiltölulega vistvæna hringrás þrátt fyrir bruna á þörungaolíu í vinnuvélum, skipum og flugvélum. Ræktun þörunga með ljósdíóðum Hérlendis hafa verið viðraðar hug- myndir um að nýta nýja ljósadíóðu- tækni (LED) til að rækta þörunga. Þeir myndu nærast á koltvísýringi og brennisteinssamböndum sem annars eru til vandræða við virkjun jarðvarma. Þannig megi slá margar flugur í einu höggi; losna við mengun frá jarðgufuorkuverum og framleiða um leið olíu sem eldsneyti og súrefni en hratið verði nýtt sem fóður fyrir húsdýr. Þetta er þó aðeins hugmynd og trúlega nokkuð í land að slíkt geti orðið að veruleika. Fyrirtækið Vistvæn orka ehf. hefur þó gert umtalsverðar tilraunir með nýtingu LED-tækninnar í gróðurhúsum í samstarfi við Orkusetur. Ekki er útilokað að þörungarækt geti verið arbær hérlendis í tilbúnum tjörnum eða í plaströrum yfir sól- ríkustu mánuðina. Öflugur þörunga- blómi á hafsvæðinu við Ísland sýnir að þetta er mögulegt en þarna skortir þó rannsóknir og tilraunir. Viðamiklar tilraunir og rannsóknir víða um heim Það þarf ekki að leita lengi á ver- aldarvefnum til að finna rannsóknir á olíuríkum þörungum. Tilraunir í framleiðslu á sjávarþörungum hafa verið gerðar í Marlborough á Nýja- Sjálandi. Meðal þörungategunda sem tilraunir hafa verið gerðar með víða um heim eru; Botryococcus braunii, Chlorella, Dunaliella tertiolecta, Gracilaria, Pleurochrysis carterae og Sargassum. Einnig hefur tegundin Ulva verið prófuð til notkunar í svo- kölluðu SOFT-ferli (Solar Oxygen Fuel Turbine), sem er lokað ferli sem nýta má á þurrum svæðum utan hitabeltisins. Bandaríkjamenn þyrftu 39.000 ferkílómetra undir þörungarækt Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur áætlað að til að fullnægja olíuþörf bandarísku þjóðarinnar með ræktun þörunga þyrfti að leggja undir það 39.000 ferkílómetra, sem gætu verið í tjörnum eða flóum. Það er þó aðeins um 1/7 hluti þess flatarmáls sem nú fer undir ræktun á korni í Bandaríkjunum. Kosturinn við þörungaræktun er sá að ekki þarf að leggja undir hana ræktarland og þörungaræktunin er ekki að taka neitt frá matvælaframleiðslu heimsins. Þá er hægt að framleiða þá í háum rekkum eða turnum sem taka lítið yfirborðspláss. Yfirmaður Algal Biomass Organization telur að olía úr þörungum muni standa jafnfætis olíu hvað verð snertir árið 2018. Þá er einnig nefnt að það yrðu einkum afskekkt og lítt byggð landsvæði sem kæmu til með að njóta góðs af þörungarækt. Flugfélög veðja á þörungaolíu International Air Transport Association styður tilraunir sem miða að framleiðslu þotueldsneytis úr þörungum. Markmið alþjóðasam- taka flugiðnaðarins, IATA, er m.a. að 10% af þotueldsneyti árið 2017 verði unnið úr þörungum. Í febrúar 2010 tilkynnti Defense Advanced Research Projects Agency að framleiðsla á þörungum í tjörnum væri að hefjast í stórum stíl fyrir fram- leiðslu á þotueldsneyti. Þar á að fram- leiða um 50 milljónir gallona á ári, eða sem nemur 190 milljónum lítra, sem þykir svo sem ekki mikið. Ráðgert er að olíuhreinsunarstöð fyrir þá framleiðslu á þörungaolíu verði komin í gagnið árið 2013 og að þörungaolían verði þá jafnvel ódýrari en jarðefnaeldsneyti. Þá munu fyrirtækin SAIC og General Atomics einnig vera að hefja olíuframleiðslu úr þörungum sem ræktaðir eru í tjörnum. Flest fyrirtæki sem huga að þör- ungarækt í stórum stíl gera þó ráð fyrir að nýta plaströr eða pylsur, sem hlykkjast í rekkum, við þörungafram- leiðsluna. Þannig er hægt að marg- falda framleiðsluna á hverja grunn- flatareiningu. Boeing þátttakandi í þörungarannsóknum Aquatic Species Program er verkefni sem sett var af stað í Bandaríkjunum árið 1978 af orkumálaráðuneyt- inu. Þá má nefna Algal Biomass Organization verkefnið, sem stofnað var til af Boeing flugvélaverksmiðj- unum auk fjölda rannsóknarstofnana, fjárfestingafélaga og háskóla. Meðal fyrstu flugfélaga sem sögð eru ætla að nýta sér þörungaeldsneyti eru Air New Zealand, Continental og Virgin Atlantic Airways. Ocean Nutrition Canada í Halifax, Nova Scotia er svo sagt hafa fundið þörungaafbrigði sem sé 60 sinnum afkastameira en aðrar tegundir sem prófaðar hafa verið til olíuframleiðslu. Evrópa spilar með Í Evrópu eru m.a. nefnd til sög- unnar European Algae Biomass Association (EABA) sem eru sam- tök 79 þörungaframleiðslufyrirtækja með höfðustöðvar í Flórens á Ítalíu. Olíuríkir þörungar hafa einnig verið rannsakaðir í Bretlandi, m.a. hjá University of Glasgow, University of Brighton, Cambridge University, University College London, Imperial College London, Cranfield University og Newcastle University. Líka í Asíu Þróunin er líka á fullri ferð í Asíu. Má þar t.d. nefna umhverfisvísinda- deild Ateneo de Manilla háskóla á Filippseyjum. Þar hafa menn verið að rannsaka notkun staðbundinna þörunga. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því greinilega er mjög mikið um að vera í rannsóknum á þessu sviði víða um heim. Spurningin er bara, - ætla Íslendingar að sitja hjá í þeirri vinnu? /HKr Olíupálmaakur. Olíupálminn er gríðarlega afkastamikill þó hann verði líklega 6.000 lítra af olíu á hektara á ári. Þörungar eru afar hraðvaxnir og hafa oft verið til vandræða í höfnum og á vatnaleiðum í Kína. Þörunga má auðveldlega rækta í plastpylsum sem þessum. plaströrum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.