Bændablaðið - 07.07.2011, Page 22

Bændablaðið - 07.07.2011, Page 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Glæsilegt Landsmót á Vindheimamelum Nauðgun setti svartan blett á mótið sem að öðru leyti fór afar vel fram. Mótshaldarar fordæma ofbeldið og munu gera allt til að fyrirbyggja slíkt í framtíðinni. Landsmóti hestamanna lauk á Vindheimamelum í Skagafirði sunnudaginn síðasta. Aldrei hefur viðlíka fjöldi hrossa tekið þátt í landsmóti en 473 hross tóku þátt í gæðingahlutanum og 249 hross sem komu til leiks í kynbótahlut- anum auk hrossa í skeiði og tölti. Var mál manna að hestakosturinn á mótinu hefði verið hreint út sagt frábær. Mestu tíðindi mótsins voru dómar Spuna frá Vesturkoti en Spuni hlaut í aðaleinkunn hvorki meira né minna en 8,92, þar af 9,25 fyrir hæfileika. Það gerir Spuna að hæst dæmda stóðhesti í heimi en hann fékk meðal annars 10 fyrir skeið, vilja og geðslag. Þórður Þorgeirsson sýndi hestinn en Þórður hlaut einmitt reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna. Hann sýndi 26 hross í kynbótasýningu, auk þess að taka þátt í afkvæmasýningum og í ræktunarbússýningu. Nýr verðlaunagripur í minningu Þorkels Bjarnasonar Nýr verðlaunagripur var kynnt- ur á mótinu, Þorkelsskjöldurinn sem gefin er í minningu Þorkels Bjarnasonar, fyrrum hrossaræktar- ráðunauts. Skjöldurinn er farand- bikar veittur þeirri hryssu sem hæstan dóm hlýtur á landsmóti hverju sinni. Að þessu sinni var það hryssan Þóra frá Prestbæ í eigu Ingu og Ingars Jenssen en Þórarinn Eymundsson sýndi Þóru. Gári hlaut Sleipnisbikarinn Sleipnisbikarinn, heiðursverðlaun stóðhesta fyrir afkvæmi hlaut Gári frá Auðsholtshjáleigu og Arður frá Brautarholti hlaut Eyfirðingsbikarinn fyrir 1. verðlaun stóðhesta með afkvæmum. Þá voru Syðri- Gegnishólar valdir ræktunarbú mótsins. Í A-flokki gæðinga sigraði Ómur frá Kvistum með einkunnina 8,98, sýndur af Hinriki Bragasyni. Í A-úrslitum í tölti sigraði Sigursteinn Sumarliðason á glæsihryssunni Ölfu frá Blesastöðum 1A en þau hlutu ein- kunnina 8,94. Kvennavígi í yngri flokkum Í unglingaflokki sigraði Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bruna frá Hafsteinsstöðum. Í ungmennaflokki

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.