Bændablaðið - 07.07.2011, Síða 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Öflugir High Tech
rafgeymar fyrir jeppa.
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
MANITOU MLT 625- 75 H
Nett fjölnotatæki
Lyftigeta: 2.500 kg
Lyftihæð: 5.900 mm
4-hjóladrifinn
4-hjólastýrður
75 hö, Kubota,
Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús,
skófla, gafflar, útvarp.
STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 7.900.000 + VSK
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Sláttutraktorar
Sláttutraktorar með safnkassa
3 stærðir: 12½ hö, 17 hö og 20 hö
Til afgreiðslu strax - Afar hagstætt verð
R e y k j a v í k :
K r ó k h á l s 1 6
Á r m ú l a 1 1
S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0
A k u r e y r i :
L ó n s b a k k a
S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5
Á landsmóti hestamanna á
Vindheimamelum síðastliðin
laugardag afhenti Hrossarækt.is
styrk til Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna, (SKB).
Styrkurinn er afrakstur söfnunar
á vegum Hrossaræktar.is þar
sem boðnir voru upp folatollar á
Stóðhestaveislu í Ölfushöll sl.vetur
og happdrættismiðar seldir í kjöl-
farið.
Hrossaræktendur tóku málefninu
mjög vel og rúmlega 50 stóðhests-
eigendur gáfu folatolla sem nýttir
voru í uppboðið og happdrættið.
Hestamenn tóku málefninu ekki
síður vel og útkoman var veglegur
styrkur upp á kr. 2.015.000 sem
afhentur var á stærstu hátíð hesta-
manna á Íslandi í dag.
Hrossarækt.is er fyrirtæki sem á
og rekur stóðhestavefinn stodhestar.
com. Að auki stendur Hrossarækt.
is fyrir stóðhestasýningum norð-
an og sunnan heiða og gefur út
Stóðhestabók. Í vetur kviknaði sú
hugmynd hjá aðstandendum vefs-
ins að standa fyrir söfnun til handa
góðu málefni og leita þar liðsinnis
hrossaræktenda í landinu. Fyrir val-
inu varð að styrkja Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna sem hefur
um árabil stutt krabbameinsjúk börn
og fjölskyldur þeirra.
Viðstaddir afhendinguna voru
m.a. Hinrik Bragason frá Hestvit
ásamt stóðhestinum Héðni frá Feti
og Helgi Eggertsson með Stála frá
Kjarri, en þeir voru meðal þeirra sem
lögðu sitt til fjáröflunarinnar.
Við styrknum tók fjölskylda
hestafólks sem þekkir vel til starfs
félagsins en eldri sonur þeirra var
skjólstæðingu félagsins á sínum
tíma en hefur nú náð fullum bata.
Þau Rannveig Árnadóttir, Brynjar
Jón Stefánsson og Brynjar Jón
yngri tóku við styrknum fyrir
hönd Styrktarfélagsins, en fyrir
hönd Hrossaræktar.is afhenti ung
hestakona Nadía Sif Gunnarsdóttir
styrkinn.
Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi Hrossaræktar.is sagði það
mikla ánægju að geta styrkt þetta
góða málefni og vildi þakka þeim
fjölmörgu hrossaræktendum sem
gáfu folatolla til söfnunarinnar sem
og hestamönnum sem voru duglegir
að styrkja málefnið.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna fékk styrk frá Hrossarækt.is
Frá afhendingu styrksins. Frá vinstri, Brynjar Jón Stefánsson, Rannveig Árnadóttir, Hinrik Bragason með Héðinn
frá Feti, Hulda G. Geirsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Magnús Benediktsson, Björn Kristjánsson og Snorri
Kristjánsson frá Hrossarækt.is og Helgi Eggertsson með Stála frá Kjarri. Fyrir framan standa Brynjar Jón yngri og
Nadía Sif Gunnarsdóttir með ávísunina á milli sín. Mynd / Gígja Einars
varð Rakel Natalie Kristinsdóttir
á Vígari frá Skarði hlutskörpust
og í barnaflokki sigraði Glódís
Rún Sigurðardóttir á Kamban frá
Húsavík. Þá er rétt að minnast á að
Ingunn Ingólfsdóttir lenti í þriðja
sæti í barnaflokki á Hágangi frá
Narfastöðum en Hágangur stóð
fjórði í heiðursverðlaunum stóð-
hesta. Mun það vera einsdæmi að
heiðursverðlaunastóðhestur keppi í
barnaflokki en í afkvæmasýningunni
sýndi Ingunn Hágang einnig og hlaut
gríðarlegar viðtökur hjá áhorfendum
þegar hún reið brautina með aðra
hönd á taum og verðlaunabikarinn
í hendi.
„Hörmum þetta innilega“
Ömurlegt atvik varð að morgni
síðasta dags mótsins þegar ung
stúlka varð fyrir nauðgun og setti
sá atburður svartan blett á mót sem
að öllu öðru leyti fór afar vel fram
en um 7.000 manns komu á mótið.
Haraldur Þórarinsson formaður
Landssambands hestamannafélaga
segir að um ömurlegan atburð sé að
ræða og sé hugur hans hjá stúlkunni
sem fyrir ofbeldinu varð. „Þetta
ömurlega atvik kom upp þrátt fyrir
að við værum með mikla löggæslu
og frábæra björgunarsveitarmenn í
gæslu. Það sýnir okkur hversu alvar-
legir þessir atburðir eru og erfitt að
verjast þeim. Við munum leggjast
yfir þennan þátt enn betur fyrir næsta
mót. Þetta er hræðilegt fyrir þessa
ungu stúlku sem fyrir þessu varð
og við hörmum þetta innilega. Við
munum gera það sem við getum til
að fyrirbyggja að svona komi aftur
upp og skoða það með sérfræðingum
hvað er hægt að gera.“ Stúlkan sem
fyrir ofbeldinu varð gat gefið grein-
argóða lýsingu af ofbeldismanninum
en samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Sauðárkróki er hann enn
ófundinn. Lögreglan hvetur alla
sem einhverjar upplýsingar hafa um
málið til að hafa samband og koma
þeim á framfæri. /fr