Bændablaðið - 07.07.2011, Page 24

Bændablaðið - 07.07.2011, Page 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Eins og undanfarin ár mun Landbúnaðarháskóli Íslands annast efnagreiningar á fóðri fyrir bændur með svipuðu sniði og verið hefur. Þó munu nýjar mælingar verða teknar í notkun í tengslum við Norfor-kerfið og unnið er að því að koma á rafrænni tengingu mælinganna við kerfið. Verða þeirri hlið væntanlega gerð frekari skil síðar á síðum Bændablaðsins. Í meðfylgjandi pistli er gerð grein fyrir helstu atriðum varðandi sýna- töku og birtar ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um feril efnagreining- anna, verð og fleira. Mikilvægt að nákvæmni sé viðhöfð við sýnatöku og skráningu upplýsinga Til þeirra sem eru að senda sýni inn í fyrsta sinn og öðrum til upprifjunar er hér birtur texti um sýnatöku sem áður hefur verið notaður. Lykilatriði við sýnatöku er að sýnin séu vel tekin og gefi sem besta og jafnasta mynd af því fóðri sem sýnin eru tekin úr. Í þeim tilvikum sem bændur taka sýnin sjálfir er hægt að hafa samband við leiðbeininga- miðstöðvar sem veita ráðleggingar um hvernig best er að standa að sýnatökunni og útvega sýnatökubora þar sem það á við. Séu tekin hirðingarsýni við verkun í plasti, í rúllur eða stórbagga, þá losna menn við að gera göt á plastið, og þá er einnig vitað nákvæmar um uppruna (spildu) sem sýnið er af, auk þess sem þessu fylgir sá kostur að niðurstöður liggja fyrir áður en innifóðrun hefst að hausti. Hægt er að taka hirðingarsýni með því t.d að ganga þvert á múgana áður en rúllað er og taka smá viskar úr þeim, eða taka sýnið úr rúllunum áður en plastað er og nota heybor ef þess er kostur. Taka úr a.m.k. 2-3 rúllum, en það ræðst þó nokkuð af því hversu jafnt heyið er með til- liti til grastegunda, sprettu og þess háttar. Þegar hirðingarsýni eru tekin úr múgum (eða rúllum) er betra að fara aðeins undir yfirborðið, því það er oft eitthvað þurrara en inni í múg- unum. Á svipaðan hátt er hægt að taka sýni við hirðingu í vothey eða þurrhey. Nægjanlegt er að sýnin séu eftir aðstæðum, sérstaklega rakastigi og svo því hversu jafn efniviðurinn er sem sýnið er tekið úr. Séu tekin stór sýni sem menn vilja smækka þá er hægt að gera það með því að blanda sýnið mjög vel, t.d. í pappakassa, og taka úr því smærra sýni. Þetta krefst vandvirkni því sýnið verður að vera jafnt úr öllu upprunalega sýninu. Gæta skal þess að sýnin þorni ekki í meðförum, og setja þau í frysti sem fyrst í vel lokuðum, sterkum plast- pokum, og umfram allt, vel merkt. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja: Tökudagur á sýni Sendandi: Nafn bónda, heimilis- fang og kennitala. Einnig búsnúmer. Netfang sendanda: Ef áhugi er fyrir að fá niðurstöður rafrænt. Gerð sýna: Er um að ræða hirð- ingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Verkunaraðferð: Þurrhey, vot- hey, rúllur, stórbaggar, grænfóður eða annað. Söxun : Er heyið fínsaxað, minna en 40 mm, grófsaxað eða ósaxað. Við votheysgerð: Geta um hvort íblöndunarefni séu notuð, og hvaða efni. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða annað auðkenni fyrir sýnið. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Tegund: Skrá ríkjandi gras- tegundir, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóðurtegund skal ávallt skrá (hafra, rýgresi, kál eða annað). Þegar fyrri slætti er lokið eða í heyskaparlok eru hirðingarsýnin send í efnagreiningu með tilheyrandi upplýsingum. Sýni úr verkuðu fóðri eru tekin við fyrsta hentugleika eftir að verkun er lokið og eins og alltaf er mælt með að sýnin séu tekin með heybor. Leiðbeiningamiðstöðvar veita ráð sem lúta að þessu. Mælst er til að sem flest sýni verði komin inn til LbhÍ fyrir 10 október, sem þýðir að síðustu niðurstöður úr mæl- ingatörninni liggja fyrir hjá bændum í byrjun nóvember. Verð og afgreiðslufrestur Þær mælingar sem gerðar eru við hefðbundna efnagreiningu á heyi eru; þurrefni, meltanleiki (og útreiknað orkugildi), prótein (útreiknað AAT og PBV) og stein- efnin Ca, P, Mg, K, S og Na. Einnig er sýrustig mælt í gerjuðu fóðri. Tréni (NDF) verður mælt í öllum heysýnum og er sú mæling innifalin í verðinu. Afgreiðslufrestur niðurstaðna frá móttöku sýnis er 3 til 4 vikur á háannatímanum fyrir hefðbundna greiningu með steinefnum með eða án Norfor-greininga. Leitast verður við að hafa þennan tíma sem stystan. Ef þess er óskað er hægt að senda út niðurstöður án steinefna 10 dögum eftir móttöku, og síðan send lokaskýrsla þegar steinefna- mælingar liggja fyrir. Reiknað er með að fyrsta útsending niðurstaðna verði um miðjan ágúst. Verð fyrir hefðbundnar mælingar (með steinefnum): 5300,- kr hvert sýni – án vsk. Verð án steinefna 2900,- kr hvert sýni – án vsk. Viðbót fyrir Norfor-kerfið (aska, sCP, NDF og iNDF) 1500,- kr hvert sýni – án vsk. Ef óskað er eftir öðru en hefðbund- inni greiningu með eða án steinefna verður að tilgreina það sérstaklega og skrifa það á skráningaseðlana. Ef óskað er eftir að nota nýja Norfor-forritið nægir td. að skrifa Norfor-greining á seðilinn og þá er sú viðbót mæld sem þarf fyrir það kerfi. Ef LbhÍ hefur ekki upp- settar aðferðir fyrir aðrar mælingar sem óskað er eftir, verður mælingin útveguð með öðrum hætti í sam- ráði við leiðbeiningamiðstöðvar og sendendur sýnanna. Þetta á til dæmis við um gerjunarafurðir við votheysverkun, CAB-gildi og fleira. Ofangreint gildir einungis um heysýni og önnur gróffóðursýni. Verð og afgreiðslufrestur gildir einungis á mælingatörninni innan þeirra tímamarka sem áður er getið. NorFor-fóðurmatskerfið Eins og margir kúabændur þekkja hefur nokkuð verið rætt á síðustu árum um nýtt norrænt fóðurmats- kerfi fyrir kýr. Þetta kerfi eða forrit, sem er kallað Norfor, hefur verið kynnt af Bændasamtökunum um nokkurra ára bil. Fengu samtökin fyrst aðgang að norska kerfinu, sem hefur verið reynt hjá bændum síð- ustu ár. Síðan var ákveðið að semja um notkun á norsku útfærslunni og aðlaga hana íslenskum aðstæðum. Það verk var unnið af norskum og íslenskum forriturum og tengt skýrsluhaldinu í nautgriparæktinni hér. Jafnframt voru sett inn í forritið íslensk gögn sem snúa að þunga kúnna og gögn sem tengjast fóður- áti. Þessu verki er nú lokið og er hér vísað í grein eftir Berglindi Ósk Óðinsdóttur um þetta efni (Bbl. 3. tbl. 2011 bls 21). Bændur eiga nú að geta nálgast gögn um gripina úr skýrsluhaldinu til notkunar í Norfor-fóðurforritinu. Þó bændur séu ekki tengdir skýrsluhaldinu geta þeir samt sem áður notað kerfið ef nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Ef bændur hyggjast nota Norfor þarf að sækja um aðgang að kerfinu, en leiðbeiningamið- stöðvar og Bændasamtökin hafa séð um það. Efnagreiningar á fóðrinu mun Landbúnaðarháskólinn annast. Jafnframt því að bændur fái sendar niðurstöðurnar til sín, er einnig stefnt að því að koma mæligögnum rafrænt inn í kerfið þannig að not- endur geti nálgast þær þegar gera skal fóðuráætlun fyrir kýrnar. Verið er að ljúka vinnu við uppsetningu síðustu viðbótarmælinga sem þarf inn í Norfor-kerfið, en allar þessar mælingar byggja á innrauðri mæl- ingu (NIR) og sumar af mæling- unum er nánast útilokað að vinna með öðrum hætti. Þær greiningar sem upp á vantar verða tilbúnar þegar mælingar á heysýnunum hefjast seinna í sumar. Móttaka sýna af Norðausturlandi er í Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri sími 460 4477. Móttaka frá öðrum lands- hlutum er á Rannsóknastofu LbhÍ, Hvanneyri, 311 Borgarnes sími 433 5000 (beint á Hvanneyri 433 5044, beint á Keldnaholt 433 5215). Flestar leiðbeiningamiðstöðvar sjá um að safna saman sýnum hver á sínu svæði og koma þeim í mælingu, en bændur geta einnig sent þau beint ef það hentar. Netföng: Hvanneyri rannsokn@ lbhi.is, Keldnaholt tryggvie@lbhi.is, Búgarður ghg@bugardur.is. Auk framangreindra aðila veita leiðbeiningamiðstöðvarnar nánari upplýsingar og aðstoð. Tryggvi Eiríksson Landbúnaðarháskóla Íslands Efnagreiningar 2011: Upplýsingar vegna heyefnagreininga árið 2011

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.