Bændablaðið - 07.07.2011, Side 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Utan úr heimi
Íslenskir bændur heimsóttu The Royal Highland Show 2011:
Margt að sjá á sýningu sem veltir sem nemur 13 milljörðum króna
Dagana 23. til 26. júní sl. var
skoska landbúnaðarsýningin The
Royal Highland Show haldin með
miklum glæsibrag rétt eins og
undanfarin ár en 183 þúsund gestir
sóttu sýninguna heim í ár, þar á
meðal fjölmargir íslenskir bændur.
Hátt í 800 fyrirtæki og aðrir aðilar
voru með sýningar á tækjum og
tólum, mat og ýmsum vörum. Auk
þess var sýningin með þéttskipaða
dagskrá dag hvern með fjölbreytt-
um áhugaverðum uppákomum s.s.
hinni annáluðu rúningskeppni um
Skotlandsmeistaratitilinn.
Þá var keppt í mörgum áhuga-
verðum greinum s.s. járningum,
frágangi á reifum, stauraklifri,
kynbótasýningum á sauðfé, geitum,
alífuglum og nautgripum auk margs-
konar keppnisgreina í hrossarækt
s.s. hindrunarstökki, kerrureið og
svo mætti lengi telja. Einnig voru
skemmtilegar gripasýningar reglu-
lega á aðal sýningarsvæðinu auk þess
sem margar óvenjulegar sýningar
voru á minni sýningarsvæðunum s.s.
sýningar á smalahundum að smala
öndum svo dæmi sé tekið. Auk þess
gat hver einasti gestur haldið sér
mettum alla dagana í hinum annáluðu
matarhöllum, þar sem matvæli og
skoskir eðaldrykkir voru kynntir af
miklum myndarbrag.
13 milljarða króna velta
Talið að velta sýningarinnar, að
teknu tilliti til þeirrar miklu sölu-
starfsemi sem þar fór fram, nemi
70 milljón pundum eða hátt í 13
milljörðum króna. Þónokkur fjöldi
Íslendinga sótti sýninguna að þessu
sinni en amk. tvær skipulagðar hóp-
ferðir voru á sýninguna og að sögn
sýningarhaldara komu tæplega 100
Íslendingar á sýninguna í ár. Það væri
til þess að æra óstöðugan að reyna að
lýsa sýningunni í texta í heild sinni
en meðfylgjandi eru svipmyndir frá
sýningunni ásamt stuttri samantekt
Snorra Sigurðssonar á broti af því
sem fyrir augu bar.
Lífræn mjólk
Félag lífrænna mjólkurframleiðenda
var með áhugaverðan sýningarbás
þar sem þeir kynntu framleiðslu sína
og gáfu gestum og gangandi mjólk!
Framkvæmdastjóri samtakanna,
Stuart Martin, var á staðnum og
skýrði frá helstu þáttum í starfsemi
samtakanna. Alls eru 27 kúabú líf-
rænt vottuð í Skotlandi og framleiða
þau 24 milljónir lítra mjólkur og
svarar framleiðslan til 5,5% af líf-
ræna markaðinum í Stóra-Bretlandi.
Mjúkir rimlar
Vaxandi þungi í umræðunni um
að banna steinsteypu í nærumhverfi
gripa í framtíðinni hefur drifið áfram
þróun á margskonar lausnum til þess
að mýkja viðmót steinsteypunnar.
Athyglisvert var að sjá hve margir
söluaðilar buðu upp á ólíkar lausnir
til þess að mýkja göngu- og leg-
usvæði gripanna og er afar jákvætt
hve úrvalið er orðið fjölbreytt. Einn
aðilinn var með mjög áhugaverða
gúmmiklæðningu á rimla sem er frá-
brugðin öðrum lausnum þar sem um
meiri mýkt er að ræða en þekkist á
markaðinum en um leið er yfirborðið
einnig kúpt og haldast rimlarnir því
vel þurrir.
Stórar og litlar dráttarvélar
Að vanda voru á sýningunni ótal
vélar af öllum stærðum og gerðum
og lang stærsti hluti sýningarinnar
var fyrir sýningarsvæði véla. Segja
má að þarna hafi mátt sjá allt á milli
himins og jarðar í tækni fyrir land-
búnað og allt frá myndarlegum drátt-
arvélum, niður í glænýjar bindivélar
fyrir litla bagga og allt þar á milli!
Ull og ullarvinnsla
Í kynningartjaldi um sauðfjárrækt var
margt að sjá og skoða, m.a. þessar
myndarlegu konur sem sýndu ullar-
vinnslu að hætti Skota. Í sama tjaldi
var almenn kynning á sauðfjárrækt
og helstu sauðfjárkynjum auk ýmissa
annarra áhugaverðra þátta í þarlendri
sauðfjárrækt.
Ný rúlluvél
John Deere kynnti hina nýju 900
rúllubindivél sína sem hefur verið í
prófun á árinu og fer í almenna sölu
næsta vetur og vakti vélin verðskuld-
aða athygli á sýningunni. Vélin er
byggð upp á allt annan hátt en hingað
til hefur verið en þessi fastkjarnavél
er ekki með hefðbundinn afturhlera
heldur fellitjaldi.
Nýjar milligerðir
Það var heldur betur hrist upp í
gömlum hefðum á sýningunni, m.a.
voru kynntar tvær ólíkar gerðir
milligerða í lausagöngufjós sem eru
allt öðruvísi hannaðar en almennt
tíðkast. Annað fyrirtækið hafði
plaströr í stað hefðbundinna járn
básaskilja en tilgangurinn var að
gera innréttingarnar eftirgefanlegar
og minnka líkur á slysum kúa. Hitt
fyrirtækið fór aðra leið með hreyfan-
legar básaskiljur sem voru blanda
af járnrörum og gúmmíflekum og
jafnframt með hreyfanlega herða-
kambsslá. Áhugaverðar lausnir hjá
báðum fyrirtækjum en tíminn á eftir
að leiða í ljós hvort nýjungarnar nái
fótfestu eða hverfi á ný af markaði
eins og títt er um nýjungar.
Skoskir þjóðarréttir
Hver sá sem kemur til Skotlands
verður að sjálfsögðu að prófa þjóðar-
réttina sem í boði eru. Flestum fellur
reyndar alla jafnan vel að neyta
viskýsins en bæði rétturinn Haggis og
Black pudding fara stundum þvert í
erlenda gesti. Að sporðrenna þessum
þjóðarréttum Skota reyndist hreint
ekki erfitt fyrir hina íslensku gesti
sýningarinnar, enda svipar þessum
ágætu réttum til okkar ágætu lifrar-
pyslu og blóðmörs. Reyndar bæta
Skotarnir í Haggis fjölbreyttari inn-
mat en við erum etv. vön að nota við
sláturgerð, en það breytti ekki þeirri
staðreynd að um ljómandi góðan mat
var að ræða. Á meðfylgjandi mynd
má sjá glatt starfsfólk frá The haggis
sem bauð gestum og gangandi upp
á steiktan búðing og heitan Haggis.
Græna orkan
Á sýningunni í ár var mikið lagt upp
úr grænni orku og var á fjórða tug
kynningaraðila með ýmsar lausnir
varðandi græna orku, s.s. hauggas-
framleiðslu, sólarrafhlöður, vatns-
túrbínur og svo að sjálfsögðu vind-
myllur. Ástæðan fyrir jafn mikilli
áherslu á grænu orkuna og raun bar
vitni um liggur í breyttum lögum
í Stóra-Bretlandi en ríkisstjórn-
in niðurgreiðir orkuframleiðslu á
búum sé hún framleidd með endur-
nýjanlegum hætti. Niðurgreiðslan
er breytileg eftir stærð orkuveranna
en þykir sérlega hagstæð fyrir fram-
leiðslu upp í 500 kW og fellur þar
með afar vel að vindmyllustærðum
sem oft eru með minni framleiðslu
en þetta. Í raun er niðurgreiðslan svo
mikil að bændum er í raun lofuð full
endurgreiðsla á útlögðum kostnaði
við 10 kW vindmyllu á 3-4 árum
(eftir framleiðslu).
Skosku bændasamtökin (NFU)
Í húsi skosku bændasamtakanna
voru bæði formaður, Nigel Miller, og
framkvæmdastjóri, James Withers,
samtakanna að spjalla við bændur og
aðra gesti og gáfu þeir sér góðan tíma
í að skýra frá fyrirkomulagi félags-
kerfisins í Skotlandi fyrir íslenskum
gestunum. Skosku bændasamtökin
eru hefðbundin hagsmunagæslu-
samtök bænda og sjá þau m.a. um
samningaviðræður við hið opinbera
fyrir skoska bændur. Nigel er nýr
formaður samtakanna en kjörtími
formanns á hverjum tíma er tvö ár
og getur hann setið mest í tvö kjör-
tímabil eða fjögur ár. Að sögn Nigels
er þetta afar gott kerfi því það þýðir
trygga endurnýjun í forrystusveit
bændanna og stöðugan kraft í sókn
samtakanna.
Alls eru 9.000 bændur í fullu
starfi aðilar að samtökunum en til
þess að teljast bóndi í fullu starfi skil-
greina bændasamtökin það sem yfir
75% tekna af búrekstri. Aðildargjald
að samtökunum er háð landstærð við-
komandi bús og gæðum þess lands.
Þannig greiðir sá sem er með gott
land til kornræktar meira í félags-
gjald af hverjum hektara en sá sem
er með land sem vart er hægt að nýta
í annað en beit. Meðalgreiðsla hvers
bús til bændasamtakanna er 250-300
pund og fyrir félagsaðildina fá bænd-
urnir ýmis fríðindi í gegnum stóra
afsláttarsamninga bændasamtakanna
við fyrirtæki og stofnanir. James gat
þess að nýti bændurnir afsláttarkjörin
sem þeim stendur til boða fái þeir í
raun félagsgjaldið endurgreitt árlega
og rúmlega það!
Stór hluti af starfsemi bændasam-
takanna er að reka eigin trygginga-
félag, NFU Mutal, en alls starfa 45
manns við tryggingastarfsemina og
til viðbótar starfa svo 23 á skrifstofu
bændasamtakanna við hagsmuna-
gæsluna sjálfa og afleidd störf.
Á meðfylgjandi mynd eru þau
Nigel Miller, formaður bændasam-
takanna, og Christine Cuthbertson,
ráðgjafi samtakanna.
Flokkað út og suður
Mikið var um flokkunarbúnað á
sýningunni fyrir bæði sauðfé og
nautgripi. Aðspurðir sögðu Skotarnir
ástæðuna þá að víða á láglendi er
mikið verið að meðhöndla gripina
og ragast í þeim og því mikilvægt
að vera með góðan búnað til þess
að eiga við þá. Svotil allir buðu upp
á flokkunarbúnað fyrir sauðféð með
hinu afar áhugaverða Husking hliði.
Rúningskeppni
Rúningskeppnin var haldin af
samtökunum BISCA, sem eru
aðal bresku samtökin sem sjá um
keppnir í rúningi á Bretlandseyjum.
Alls voru haldnar sex mismunandi
rúningskeppnir á sýningunni en
keppt var í flokki unglinga, ungra
bænda, ungmenna, og fullorðinna,
auk hinnar frægu landskeppni þar
sem bestu landslið heims reyna með
sér í rúningi. Að þessu sinni tóku
þátt lið frá Nýja-Sjálandi, Skotlandi,
Norður-Írlandi, Írlandi, Englandi og
Frakklandi og fóru leikar þannig að
skoska liðið sigraði með meðaltíma
upp á 43 sekúndur pr. kind að frá-
dregnum refsistigum en alls var tekið
af 20 ám og vógu reifin að jafnaði
um 4 kg. /SS
Skoskur sekkjapípuleikari blésaf miklum móð í þetta merkilega hljóðfæri.
Ekki varað sjá að gömlu góðu rokkarnir séu þagnaðir í Skotlandi.
Framkvæmdastjóri samtakanna, Stu-
art Martin, framkvæmdastjóri Félags
lífrænna mjólkurframleiðenda í Skot-
landi kynnti framleiðslu þeirra.
Nigel Miller, formaður skosku bændasamtakanna og James Withers, fram-
kvæmdastjóri samtakanna gáfu sér góðan tíma til að spjalla við bændur.
Að sjálfsögðu voruskosku þjóðarrét-
tirnir Haggis (einskonar lifrarpylsa)
og Black pudding (blóðbúðingur,,
líkur blóðmör) á boðstólum.
Frá rúningskeppni.