Bændablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011
Líf og starf
Í nautgriparæktinni er hið sam-
eiginlega kynbótastarf eitt mikil-
vægasta tækið sem við höfum
til þess að ná árangri í rækt-
unarstarfinu. Almenn þátttaka
í starfinu er því lykillinn að þeim
árangri sem næst hverju sinni.
Flestir þeir eiginleikar sem við
erum að freista þess að bæta
eru aðeins sýnilegir hjá kúnum
og því eru afkvæmarannsóknir
nauðsynlegur hlekkur í kyn-
bótakeðjunni. Margir eigin-
leikanna hafa einnig fremur
lágt arfgengi þannig að fremur
stóra afkvæmahópa þarf til þess
að fá öruggt mat á kynbótagildi
nautanna fyrir þeim. Þegar svo
við bætist að erfðahópurinn sem
við erum að vinna með er lítill,
með þeim vandkvæðum sem því
fylgja, má öllum vera ljóst mikil-
vægi þess að allir kúabændur
standi saman að því að hámarka
árangur ræktunarstarfsins svo
sem kostur er.
Í nautgriparæktinni er mun
meira horft til kynbótanautanna
en hlutdeildar einstakra búa í rækt-
unarframförunum. Þegar skoðaðar
eru skýrslur og skrár kemur þó
greinilega í ljós að ræktunaráhugi
bænda er mismikill og að í raun
finnast í nautgriparæktinni, alveg
eins og í öðrum búgreinum, sann-
kölluð ræktunarbú; kúabú þar sem
markvisst og skipulegt kynbóta-
starf er þannig að hámarks árangur
náist. Það er mikilvægt að efla
þennan ræktunaráhuga kúabænda
og þar með auka mögulegar kyn-
bótaframfarir, en það er einmitt
skortur á ræktunaráhuga sem mest
hamlar því að við náum hámarks
erfðaframförum í kúastofninum.
Mikil og oft óskipuleg notkun
heimanauta er eitt alvarlegasta
vandamálið sem við glímum við
í ræktunarstarfi í nautgriparækt.
Hið sameinginlega kynbótastarf
nýtur verka þeirra bænda sem best
sinna ræktunarstarfinu og eru virk-
astir í því að tilkynna um nautkálfa
til að taka inn á nautastöðina en
úr þeim hópi eru svo kynbótanaut
framtíðarinnar valin. Það ætti að
leggja meiri áherslu en nú er á að
verðlauna með einhverjum hætti
þá kúabændur sem sinna þessu
verkefni af mestri alúð og vekja
þar með meiri athygli á framlagi
þeirra til hins sameiginlega kyn-
bótastarfs. Það er auðvelt að setja
sér mælikvarða til þess að greina
hvaða bú skara fram úr á hverjum
tíma og kallast ræktunarbú við-
komandi árs eða tímabils. Það er
athyglisvert að skoða skýrslur og
yfirlit um nautkálfana á nautastöð-
inni og kynbótanautin sem að lok-
inni afkvæmarannsókn eru tekin til
framhaldsnotkunnar í þessu ljósi.
Þar koma aftur og aftur fyrir nöfn
sömu kúabúanna.
Á árunum 1994 til 2004 voru
115 naut frá 86 búum tekin til fram-
haldsnotkunar eftir afkvæmarann-
sókn og þar af fóru fjögur naut í
framhaldsnotkun frá einu og sama
búi, sex bú skiluðu þrem nautum
í framhaldsnotkun og 16 skiluðu
tveim. Á sama tíma voru teknir
nautkálfar undan 39 nautum sem
komu frá 34 búum. Þrír nautsfeður
komu frá sama búi á þessu tíma-
bili og tveir nautsfeður frá öðrum
þrem búum. Á árunum 2007 til
2010 voru teknir 275 nautkálfar
inn á nautastöðina. Þeir voru frá
150 kúabúum og þar má sjá sömu
niðurstöður: frá nokkrum búum
koma kálfar á hverju ári og fimm
eða fleiri kálfar hafa komið á þessu
tímabili frá sex kúabúum.
Þessi lauslega úttekt sýnir að
margir kúabændur sýna ræktunar-
starfinu mikinn áhuga og sinna
kynbótastarfinu af alúð. Það er
mikilvægt að vekja athygli á þessu
starfi og því hversu mikilvægt það
er fyrir árangur af sameiginlegu
kynbótastarfi nautgriparæktar-
innar. Lykillinn að þessum góða
árangri er skipulögð ræktun með
markvissri notkun sæðinga og
öflugu skýrsluhaldi. Upplýsingar
um kynbótagildi, útlitsdóma og
afurðir gripa eru nú aðgengilegar
bændum inni í HUPPU. Þar eru
einnig merktar þær kýr og kvígur
sem standast þau mörk sem sett
eru fyrir nautsmæður og efnilegar
kvígur. Við hvetjum því bændur til
að láta sæða þessar kýr og kvígur
með nautsfeðrum og láta vita
af þeim nautkálfum sem fæðast
undan þessum kúm.
Magnús B. Jónsson og
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
landsráðunautar í nautgriparækt.
Fjóstíran
Mikið sem það er lofsvert framtak
hjá mörgum bændum, að bjóða
neytendum að koma heim á hlað
til sín og kaupa vörur beint af
þeim. Víðast hvar er fyrirmyndar
aðstaða heima á búunum til að
taka á móti gestum, enda væn-
legra til viðskipta að snyrtilegt sé
heim í hlað að renna. Neytendur
kynnast aðstæðum bóndans að
einhverju leyti og sjá hvernig
hann býr að sínum skepnum.
Þannig geta þeir áttað sig á
hvernig vöru þeir eru að kaupa.
Margir bændur eru jafnvel
komnir með fasta viðskiptavini,
sem kaupa beint af þeim kjöt og
grænmeti.
All nokkrir bændur hafa fengið
sér ísgerðarvélar og selja ís beint
frá býli. Vinsælt er að keyra heim
að slíkum bæjum, kaupa sér ís og
kíkja á lífið í sveitinni í leiðinni.
Einnig eru einhverjir bændur sem
framleiða osta og selja beint frá
býli. Öll svona framleiðsla er góð
auglýsing fyrir bændur og sveitir
landsins.
Eitt langar mig að nefna í tengslum
við sölu á vörum beint frá bændum,
en það er umræðan um mjólk utan
greiðslumarks. Einhverrar rangtúlk-
unar gætir þar. Skýrt er í lögum að
mjólk utan greiðslumarks skuli fara
til útflutnings. Því er það ljóst að
bændur sem selja mjólkurafurðir
beint til neytenda, þurfa að skila
skýrslum yfir mjólkurmagnið, sem
notað er í heimavinnsluna. Þær
skýrslur koma svo til grundvallar,
ásamt skýrslum frá afurðastöðvum,
við uppgjör á mjólkurframleiðslu
búanna. Fjölmiðlar gleypa hins
vegar við fréttum af nýjum afurða-
stöðvum, sem munu framleiða úr
„mjólk án styrkja“, án þess að gera
sér grein fyrir að slíkt er hvorki
hægt né leyfilegt. Greiðslurnar sem
mjólkurframleiðendur fá frá ríkinu
eru ekki eingöngu út á framleidda
lítra, heldur líka út á kúafjölda, eftir
gæðastýringu, jarðrækt, í gegnum
kynbótastarfið o.þ.h. Slíkt er bara
ekki fréttnæmt.
Snúum okkur þá aðeins að öðru
og skemmtilegra máli: Ræktun
búfjár.
Undirrituð var alla síðustu viku
á Landsmóti hestamanna. Það var
nú meiri veislan. Ég held að óhætt
sé að segja að ræktunarframfarir í
hrossastofninum séu gífurlegar. En
hvers vegna er ekki stemmingin
meiri í ræktun nautgripa en hún
er? Sumir bændur eru að kúldrast
með heimanaut í kvígunum sínum
í stað þess að nota besta erfðaefnið
sem völ er á. Hrossaeigendur keyra
hryssurnar sínar landshorna á milli
til að fá það besta erfðaefni sem þeir
telja að henti hryssunum sínum. En
hvað gera kúabændur? Þeir þurfa
ekki nema að hringja eitt símtal og
besta erfðaefnið er komið á staðinn
gegn vægu gjaldi. Samt láta þeir
sumir hverjir sér detta í hug að skella
heimanauti í allan kvíguhópinn.
Allsendis óvissir með hvernig kýr
það gefur og hvort það er yfirhöfuð
frjótt.
Kannski er ekki eins spennandi
að sjá mjólkina flæða í stríðum
straumum úr gæðablóðinu henni
Huppu, fallega byggðri, lausmjólka
og jafnmjólka afurðakú, eins og
að sjá glæstan töltara geysast um
völlinn? Það eru vissulega ekki
eins margir sem verða vitni að
mjöltunum á Huppu, og ekki eins
spennuþrungið augnablik að sjá að
hún er ein af afurðahæstu kúnum í
landinu eins og að sjá Sleipni sinn,
viljugan skeiðhest skeiða upp á 9
eða jafnvel 10 í dómi. En það er jafn
ömurlegt að vera í mjöltum að baksa
við mismjólka kýr og skapvondar
heila árið í gegn, bara af því að við
höfum ekki nógu stóran erfðahóp
til að vinna úr.
Það eru ekki nema allra bestu
hrossin sem ná að komast á
Landsmót. Og því fullt af hrossum
eftir, sem allflest henta sínum eig-
anda, eða væntanlegum eiganda.
Hins vegar get ég varla sætt mig
við annað en að allar kýrnar mínar
séu svipaðar og hún Huppa, því
enginn vill fara í kúakaup við mig
á afurðalágri mismjólka kú. Þess
vegna þarf ræktunarstarfið í naut-
griparæktinni að vera öflugra. Ég
skora því að mjólkurframleiðendur
að hætta notkun heimanauta, þannig
að erfðahópurinn stækki, þar með
fáum við betra mat á nautin og
getum jafnvel prófað fleiri naut til
afkvæma.
Beint frá býli er góðra gjalda vert
út á við, en ekki inn á við. Notum
því alls ekki heimanaut, en seljum
neytendum þær frábæru vörur sem
við höfum upp á að bjóða, hvort
heldur sem er úr greiðslumarks-
mjólk, kjötafurðir, jarðargróði, já
eða rétti hesturinn.
Beint frá býli og frábært Landsmót
Raddir kúabænda - af naut.is
Guðný Helga Björnsdóttir
Varaformaður LK
og formaður Fagráðs í nautgriparækt
Raddir ungra bænda
Hver er sinnar gæfu smiður!
Þetta orðtæki höfum við öll heyrt
oftar en við höfum tölu á. Öll
vitum við líka hvað þetta merkir
og gerum okkur að einhverju
leyti grein fyrir því að líklega er
að minnsta kosti einhver sann-
leikur falinn í þessum orðum.
Frá því að ég fyrst man eftir
mér hefur ríkt eins konar tog-
streita milli landsbyggðar og höf-
uðborgar. Öll könnumst við við
frasann „hefur höfuðborgin efni á
landsbyggðinni“ og höfum heyrt
hann oftar en góðu hófi gegnir,
einnig erum við alin upp við það
að allar leiðir virðast liggja á suð-
vesturhornið. Þar höfum við sett
okkar stærstu menntastofnanir,
okkar tæknivæddustu sjúkrahús,
flestar opinberar stofnanir og þar
eru því, eðlilega, flestu og bestu
atvinnutækifærin. Fólksfækkun á
landsbyggðinni þarf því í sjálfu sér
ekki að koma neinum sérstaklega
á óvart. Við höfum sjálf skapað
þessar aðstæður og það sem meira
er, þá höfum við kannski sjálf að
einhverju leyti lagt blessun okkar
yfir þessa þróun. Við höfum gagn-
rýnilaust keypt þá hugmynd að
það sé fullkomlega eðlilegt að
gera ráð fyrir að fólk flytji búferl-
um til að sækja sér menntun eða
atvinnu á höfuðborgarsvæðið en
leiðin frá höfuðborginni út á land
virðist einhverra hluta vegna mun
lengri og torveldari. Við höfum
gengist inn á þá hugsun að telja
það nauðsynlegt að vera stöðugt
að verja þá ákvörðun okkar að
velja að búa úti á landi og að það
sé næstum því sjálfsagður hlutur
að búseta utan suðvesturhornsins
þýði að búa við lélegri samgöngur,
að þurfa að ferðast jafnvel hundr-
uð kílómetra til að fá heilbrigðis-
þjónustu og að vöruverð sé mun
hærra og þjónusta lakari. Já, það
virðist vera hægt að fá okkur til
að samþykkja eitt og annað ein-
göngu með þeirri röksemdafærslu
að þetta sé eðlilegur hluti af því
að búa úti á landi.
Landbúnaður og afleidd störf
eru undirstaða atvinnu víða á
landsbyggðinni. Sjálf valdi ég
mér starfsvettvang innan land-
búnaðarins en ég ætla ekki að
reyna að halda því fram að það
hafi endilega legið beint við, þrátt
fyrir að þar lægi mitt áhugasvið.
Ýmsir voru til að benda mér á
að ég hefði nú möguleika á að
læra hér um bil hvað sem er og
að kröftum mínum væri því mun
betur varið á einhverjum öðrum
vettvangi.
Ég tel nokkuð víst að það séu
fleiri sem kannast við að hafa
heyrt að engin framtíð væri í
landbúnaði en ég veit líka af eigin
raun að það voru fleiri en ég sem
létu það sem vind um eyru þjóta.
Ég veit það af því að nú er sumt
þetta fólk mínir samstarfsfélagar
og aðrir eru starfandi bændur og
þar með mínir viðskiptavinir.
Ef frá er talinn sá tími sem
ég dvaldi erlendis til að afla mér
framhaldsmenntunar hef ég alla
mína hunds- og kattartíð búið á
landsbyggðinni. Ég lít nefnilega
svo á að það séu sjálfsögð mann-
réttindi að geta valið sér starfs-
vettvang og búsetu. Að það eigi að
vera jafn eðlilegt að velja sér búsetu
á Raufarhöfn og í Reykjavík, að
starf þitt sé jafn mikils metið hvort
sem þú ert bankamaður, bóndi eða
bifvélavirki. Ég trúi því líka að ef
við viljum búa okkur heimili, eiga
atvinnumöguleika og skapa öflug
samfélög utan höfuðborgarsvæðis-
ins þá sé það okkur í sjálfsvald sett
að gera svo.
Ég hef verið svo lánsöm að hafa
haft tækifæri til að ferðast talsvert
um Ísland bæði í leik og starfi og
fengið að kynnast fólki og mann-
lífi út um allt land. Samfélögin og
einstaklingarnir eru eins misjafnir
og þeir eru margir en öflugastir eru
þeir sem eiga það sammerkt að hafa
einmitt gert sér grein fyrir sann-
leikanum sem felst í upphafsorðum
þessa pistils.
Að vera sinnar
gæfu smiður!
Nautgriparæktarráðunautur og stjórnar-
maður í Samtökum ungra bænda
Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir
Ræktunarbú í
nautgriparækt