Bændablaðið - 07.07.2011, Page 32

Bændablaðið - 07.07.2011, Page 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Tól og tækni Peugeot 207 SW: Með hreint út sagt frábæra aksturseiginleika Í síðustu umfjöllun hjá mér var ég að skoða VW Golf sem var einn af þremur bílum sem náði að vera með eyðslu undir þrem lítrum af dísilolíu í sparaksturskeppni Atlantsolíu á dögunum. Toyota Yaris sigraði en í öðru til þriðja sæti voru VW Golf og Peugeot 207. Ég hef tekið Yaris og VW Golf í prufuakstur og það skal tekið fram að ég er ekkert að breyta mínu aksturslagi þó að ég sé að prófa þessa sparibauka (á Yaris var ég að eyða 5,6 l. á hundr- aðið og Golf 5.3). 5 lítrar á hundraðið Hjá Bernhard ætlaði ég að fá eins bíl og tók þátt í umræddri sparakstur- skeppni Atlantsolíu, en því miður var hann ekki til í augnablikinu ( uppseldur), en ég fékk Peugeot 207 SW sem er aðeins stærri bíll og um 70 kg. þyngri en bíllinn sem keppt var á. Ég ók svipaðan hring á honum og hinum tveim bílunum með mínu aksturslagi og útkoman varð eftir 79 km akstur á meðalhraðanum 55, var ég að eyða sléttum 5 lítrum af dísilolíu á hundraðið. Eins og límdur við götuna Ég byrjaði á innanbæjarakstri í hring- torgum, hraðahindrunum og þröngum beygjum. Peugeot 207 SW er með hreint frábæra aksturseiginleika á bundnu slitlagi og í beygjum er bíllinn hreinlega eins og límdur við götuna (í beygjum kom upp í hugann bíómyndaröðin Taxi 1, 2 og 3 þar sem Peugeot var í aðalhlutverkinu). Hraðahindranir tekur hann ósköp venjulega, en á þessum litlu hvössu sem og eru í innkeyrslum heggur bíll- inn örlítið að aftan. Á möl fannst mér bíllinn vera laus að aftan, en skrið- vörnin í bílnum tekur strax völdin ef bíllinn fer að „skrensa” of mikið til. Eftir malarvegaaksturinn á þurrum veginum stoppaði ég og gekk aftur fyrir bílinn og fannst mér bíllinn vera full mikill sóði á afturendann (töluvert ryk hafði sest á bílinn að aftan). Finnur ekkert fyrir hraða Næst var að skoða hvernig bíllinn væri í langkeyrslu (90 km. vegi). Á jafnri keyrslu er Peugeot 207 SW varasamur að því leyti að maður finnur ekkert fyrir hraðanum og á þessum stutta spotta sem ég ætlaði að keyra á 90 stóð ég sjálfan mig að því margsinnis að vera kominn upp undir 120 án þess að mér fyndist ég vera að keyra hratt yfir mörkum. Þegar ég var komin aftur í bæinn til að skila bílnum leit ég varla af hraðamælinum og á löglegum hraða innan bæjar fannst mér bíllinn varla hreyfast (sennilegast hef ég verið á kolólöglegum hraða þegar ég var á leið út úr bænum án þess að taka neitt eftir því). Bílbeltaljós fyrir hvert sæti Í mælaborðinu er ljós eins og í öllum bílum hvort öryggisbeltin séu spennt eða ekki, en í Peugeot 207 SW er ljós fyrir hvert sæti. Hef ekki séð þetta svona vel útfært áður og er eitthvað sem aðrir bílafram- leiðendur mættu hafa í sínum bílum. Jákvætt: Sparneytinn, ágætis kraftur, hljóð- látur, lítið malarvegahljóð inn í bíl- inn, rúmgóður, þakgluggi, fjöðrun á slitlagi. Neikvætt: Laus að aftan á malarvegum (hugs- anlegt að of mikill loftþrýstingur hafi verið í afturdekkjum), hraða- blinda (maður er alltaf á meiri ferð en maður heldur sig vera á), sóði á afturendann á sjálfum sér (safnast mikið ryk ofan á afturstuðara og á afturgafl). Ef valið væri á milli þessara þriggja bíla sem voru að eyða minstu í sparaksturskeppninni hjá Atlandsolíu mundi ég sennilega taka Peugeot 207 að öðrum ólöstuðum. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 3.295.000 kr. Lengd: 4.164 mm Breidd: 1.972 mm Hæð 1.527 mm Hestöfl: 92 Vél: 1.560cc. disel Þyngd 1.374 kg Helstu mál Peugeot 207 SW: Peugeot 207 SW. Það kemst enginn upp með að spenna ekki beltin í þessum bíl. Bændasamtök Íslands hafa gert samkomulag við alla áburðar- sala (Búvís, Fóðurblöndunnar, Skeljung og Sláturfélag Suðurlands) um að þeir greiði árgjald bænda af JÖRÐ.IS, skýrsluhaldsforriti í jarðrækt, fyrsta árið (tímabilið 1. júlí 2011 til 30. júní 2012). Þetta þýðir að allir bændur fá áfram frían aðgang að JÖRÐ.IS. Með þessu vilja áburðarsalar styðja við og hvetja bændur til að nýta sér markvissa og faglega ráðgjöf við gerð áburðaráætlana. Bændur eru hvattir til að nýta þennan tíma til að kynna sér mögu- leika forritsins í þaula. Í haust eru fyrirhuguð námskeið fyrir bændur um forritið. Ástæða er til að fagna þessu framtaki áburðarsala. Reikningar vegna árgjalda fyrir HUPPU, skýrsluhaldsforrit í naut- griparækt, og FJARVIS, skýrslu- haldsforrit í sauðfjárrækt, verða sendir til notenda í ágúst/septem- ber. Landssamband hestamanna- félaga greiðir áskrift (árgjald) að WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, fyrir alla félags- menn hestamannafélaga samkvæmt samningi milli Bændasamtakanna og FEIF, Alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga. Samningur endurnýjaður við Stefnu Bændasamtök Íslands og hugbún- aðarfyrirtækið Stefna á Akureyri hafa endurnýjað samstarfs- samning um hugbúnaðargerð til áramóta. Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu, og Jón Baldur Lorange, sviðs- stjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtakanna, skrifuðu undir samstarfssamninginn á Akureyri þann 27. júní sl. Fyrsti samstarfs- samningurinn var gerður haustið 2007 og hefur samstarfið verið mjög árangursríkt og farsælt á þessu tímabili. Hugbúnaður sem hefur verið þróaður í samstarfi Bændasamtakanna og Stefnu er HUPPA, skýrsluhaldsforrit í naut- griparækt, Bændatorgið, upplýs- ingagátt bænda og Afurð, tölvu- kerfi fyrir félagssvið samtakanna. HEILSA, nýtt tölvukerfi MAST, opnað Heilsa, www.bufjarheilsa.is, er nýtt tölvukerfi Matvælastofnunar (MAST) sem var opnað þann 5. júní sl. Heilsa er vefforrit og miðlægur gagnagrunnur um sjúkdóma, lyfjameðhöndlanir og bólusetningar á búfé. Allar skrán- ingar verða með rafrænum hætti í miðlæga gagnagrunna MAST og Bændasamtakanna. MAST gerði samning við upplýsingatæknisvið Bændasamtakanna undir lok árs 2009 um hugbúnaðarsmíði og þróun kerfisins. Jafnframt hljóðaði samningurinn upp á áframhaldandi þróun á MARK, einstaklings- merkingakerfi fyrir búfé, þ.e.a.s. smíði á eftirlitsskýrslum vegna einstaklingsmerkinga o.fl. Auður Lilja Arnþórsdóttir hefur stýrt verkefninu af hálfu MAST, Jón Baldur Lorange af hálfu upplýs- ingatæknisviðs Bændasamtakanna og forritari er Þorberg Þ. Þorbergsson. Heilsa er með teng- ingu við miðlæga skýrsluhalds- gagnagrunna Bændasamtakanna í nautgripa- og hrossarækt til að tryggja áreiðanleika upplýsinga um einstaklingsmerkta gripi og hraðvirka skráningu. Dýralæknar eru þegar farnir að skrá sjúkdóma og lyfjameðhöndlun fyrir naut- gripi og hross í Heilsu. Sláturhús fá upplýsingar um sláturbann gripa með sjálfvirkum hætti en þau hafa einnig veflægan aðgang að upplýsingum um alla einstak- lingsmerkta nautgripi og hross. Mikilvægt er að sláturhús gæti vel að hvaða gripir eru með sláturbann vegna lyfjameðhöndlunar. Í haust verður opnað fyrir heilsuskrán- ingar bænda beint í HUPPU og WorldFeng í samræmi við kröfur MAST þar um. Acta Veterinaria Scandinavica birtir grein um WorldFeng Í nýjasta tölublaði Norræna dýra- læknatímaritsins, Acta Veterinaria Scandinavica, er birt ritrýnd grein eftir undirritaðan um WorldFeng undir fyrirsögninni: „WorldFengur Icelandic horse“. Greinin byggist á fyrirlestri á NKVet (Nordisk kom- mitte för veterinarvetenskapligt samarbete) ráðstefnu um gagna- grunna fyrir sjúkdóma í búfé í 2010. Í erindinu var m.a. fjallað um sjúkdómaskráningar hrossa í WorldFeng í tengslum við nýjan miðlægan sjúkdómagagnagrunn MAST fyrir búfé. Íslendingar komust ekki á ráðstefnuna vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hans Houe, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla flutti þess í stað erindið fyrir hönd undir- ritaðs. Að sögn Þorsteins Ólafssonar, sem er í stjórn NKVet og dýra- læknir hjá MAST, eru NKVet samtök fimm dýralæknafélaga á Norðurlöndum. Þau voru stofnuð 1977 sem vísindasamtök nor- rænna dýralækna og tilgangurinn er að halda ráðstefnur árlega um dýralæknisfræðileg málefni sem varða Norðurlöndin. NKVet ráð- stefna var síðast haldin á Íslandi 2007 og var um fósturlát og fóstur- dauða í búfé. Næsta NKVet ráð- stefna verður haldin í Finnlandi um umhverfismengun og dýraheil- brigði 6.-7. október 2011. Áburðarsalar greiða árgjald bænda af JÖRÐ.IS Jón Baldur Lorange sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Upplýsingatækni Upplýsingatækni og fjarskipti

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.