Bændablaðið - 07.07.2011, Side 33

Bændablaðið - 07.07.2011, Side 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Stefnumót við Stjórnlagaráð á Egilsstöðum - Vitnisburður, um skort á áhuga eða baráttuþreki sveitarstjórnarfólks og deyfð þorra landsbyggðarfólks fyrir eigin málefnum sem hrópar á vakningu Haldinn var opinn fundur í Valaskjálf á Egilsstöðum 14. júní s.l. undir yfirskriftinni ,, Stefnumót við Stjórnlagaráð – Landsbyggðin og stjórnsýslan.” Fundur þessi var vel kynntur í tveim síðustu tölublöðum Bændablaðsins (Bbl) áður en hann fór fram og hefði því tæpast átt að fara fram hjá lesendum blaðsins. Til upprifjunar voru gestir Stjórnlagaráðs á fundinum þau Salvör Nordal, formaður, Ari Teitsson, varaformaður og Vilhjálmur Þorsteinsson, varafor- maður starfsnefndar ráðsins um stjórnskipunarmál o. fl. Sérstaklega var lögð áhersla á að hvetja allar stofnanir sveitarstjórnar- stigsins, ekki síst á austanverðu landinu, til að sækja fundinn, enda fyrsti og líklega eini fundur ráðsins af þessu tagi á starfstíma þess. Utan þeirra, sem kallaðir voru til hlutverka á fundinum, stöldruðu um 20 manns þar við. Meðal þeirra voru 2-3 aðilar sveitarstjórnarstigs- ins, allir úr nærumhverfinu, enginn þingmaður, né ráðamenn af neinu tagi. Hvað veldur? Skyldi mönnum hafa þótt fundarboð- andinn eitthvað óverðugur? Varla, því þegar stjórnlagaráð kallaði sveit- arstjórnarfólk til fundar um stjórnar- skrármálefni, mættu eingöngu full- trúar frá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu! Þá má nefna niðurstöðu úr kosningum til Stjórnlagaþings (nú stjórnlagaráð) sem dæmi um sjálf- skaparvíti landsbyggðarfólks: Dræm þátttaka landsbyggðarfólks í kosningunum, sem missti þar með af augljósu tækifæri til að koma sínum málum fram í plaggi, sem er landslögum æðst, - sjálfri stjórnar- skránni. Þar af leiddi, m.a. vegna bábilj- unnar um ,,landið eitt kjördæmi”, náði aðeins einn maður, sem búsettur er í hinu raunverulega dreifbýli í landinu, Ari Teitsson, kjöri og tæp 90% fulltrúanna komu af höfuð- borgarsvæðinu. Í þessu sambandi má gjarna vitna til orða Vilhjálms Þorsteinssonar, en þar segir að sveitarstjórnarmál séu ekki fullafgreidd inn í áfangaskjal stjórnlagaráðs og orðrétt: ,,Það má því segja að fundurinn hér sé sérstaklega tímabær hvað þann málaflokk varðar.” Sem sagt, þetta ágæta stjórnlagaráðsfólk kemur og gefur boltann á okkur, en framlínan, sveitarstjórnarforystan, er ekki inni á vellinum... Vonarneista vakti þó, á ekki fjöl- mennari fundi, hve margir og öfl- ugir tóku á móti boltanum, þótt þeir tilheyrðu ekki aðalliðinu og hversu vel þeir gerðu það og gáfu oft góðar sendingar. Samspilið milli gesta og heimamanna var því til fyrirmyndar, þó svo að engin sérstök lognmolla hafi ríkt og ágreiningur hafi verið um leiðir að hinu sameiginlega markmiði í þágu landsbyggðar. Í umræðunni tókst að vekja upp hugtak, sem var á hvers manns vörum fyrir rúmum 20 árum, svonefnt þriðja stjórnsýslustig, þ.e. stjórnstig á milli ríkis og sveitarfélaga (m.a. nefnt fylkjafyrirkomulag), en var rækilega þaggað niður á sínum tíma. Það hefur því átt erfitt uppdráttar hjá Stjórnlagaráði, en þó má segja að tilkoma svonefndrar nálægðarreglu, þ.e. að valdið sé sem næst þeim sem ákvarðanir varða, sem Ari gerði að umtalsefni, hafi ögn opnað augu manna fyrir slíku fyrirkomulagi á ný. Er því við hæfi að vitna beint í eftirfarandi niðurstöðu af framsögu Ara: ,,Efling landshlutasamtaka sveit- arfélaga, breytt kjördæmamörk og persónubundið kjör þingmanna ættu að auka svæðisbundin tengsl íbúa við stjórnsýslu og gæti styrkt lands- byggðina ef vel tekst til. Drifkraftur slíkra breytinga er fólkið sjálft, kraftur þess og sam- staða. Það fæst ekkert án fyrir- hafnar.” Þetta er þó aðeins skref í rétta átt, en samkvæmt þessu er þó stutt í að landshlutsamtök sveitarfélaga gætu tekið að sér umrætt hlutverk milli- stigsins fyrrnefnda. Í huga undirrit- aðs þurfa þó að koma til mun stærri og öflugri sjálfsstjórnarsvæði, til mótvægis við ægivald okkar annars ágætu höfuðborgar eiga möguleika á að sporna við byggðaröskun sem hvergi í heiminum er meiri en hér og fer vaxandi. Í stöðunni verður þó að telja þetta skref raunhæft og skynsamlegt hjá Ara. Þar sem undirritaður lofaði rit- stjóra að hafa greinina ekki langa nú, en margt ósagt, má gera ráð fyrir að framhald verði á, enda Bbl. yfirlýst málgagn landsbyggðar. Því er hér með eindregið lagt að ritstjóra og útgáfustjórn blaðsins að auka vægi landsbyggðarmála og fylgja þeim eftir inn í nýja stjórnar- skrá, enda á slík málafylgja samleið með bættum búskap. Hver veit nema að skrefin að settu marki yrðu þá stærri. - Aðalliðið þarf að fara að sýna sig á vellinum og baklandið að vakna, - fylla bæði stúku og stæði og láta til sín heyra. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga orð Salvarar Nordal á fundinum um þá starfsaðferð Stjórnlagaráðs, - að skiptast á skoðunum og nálgast niðurstöðu mála á siðmenntaðan hátt. - Rökræða er leiðin að farsælli lausn. Ritað að frumkvæði og á ábyrgð undirritaðs. Egilsstöðum 26. júní 2011 Þórarinn Lárusson. Lesendabásinn www.turbochef.com S: 567-8888 Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat Tekur lítið pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur í notkun Ódýr í rekstri Borgar sig fljótt upp OFN engum öðrum líkur !

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.